Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. maí 2006 13
Á ESSO STÖÐINNI
Fyrir fólk á ferðinni
Komdu við í Nesti því nú bjóðum við enn meira úrval af hollum og ferskum skyndi-
réttum, samlokum, nýbökuðu brauði, bakkelsi og ilmandi kaffi. Sæktu þér orku í
dagsins önn eða komdu við á leiðinni heim og náðu í það sem upp á vantar.
Fossvogur – Ártúnshöfði – Háholt – Borgartún – Stórihjalli
Lækjargata, Hafnarfirði – Geirsgata – Gagnvegur – Selfoss
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Svöng?
ÍRAK, AP Setning nýrrar ríkisstjórn-
ar Íraks þýðir að ekki er lengur
þörf á vopnaðri uppreisn Íraka, og
besta leiðin til að losna við erlenda
hermenn úr landinu er ef heima-
menn hætta vopnaskaki sínu. Þetta
kom fram í máli breska forsætis-
ráðherrans, Tony Blair, í Írak á
mánudag, en hann var þar staddur
til að sýna nýjum forsætisráðherra
Íraks, Nouri al-Maliki, stuðning.
Á fundi með al-Maliki sagði
Blair að brottflutningur erlendra
hermanna réðist af öryggisástandi
landsins. Íraksher og lögreglusveit-
ir landsins gætu jafnvel byrjað að
taka við stjórninni í júní og að í
framhaldi af því gætu erlendir her-
menn tekið að yfirgefa landið. „Það
er ofbeldið sem heldur okkur hér.
Friður myndi heimila brottför
okkar,“ sagði Blair.
En í gær voru minnst 18 Írakar
drepnir, og virðist sem langt sé í
land með frið.
Stjórn al-Malikis tók völd á laug-
ardag og er Blair fyrsti erlendi
ráðamaðurinn sem sækir hana
heim. Þó Blair neitaði að setja dag-
setningu á brottflutning erlendra
hermanna frá Írak, sagði einn sam-
starfsmanna hans að vonast væri
til þess að honum gæti verið lokið
árið 2010. Um 8.000 breskir her-
menn eru í Írak, og um 132.000
bandarískir hermenn. - smk
Breski forsætisráðherrann Tony Blair í Írak:
Erlendur her burt árið 2010
FORSÆTISRÁÐHERRAR Breski forsætisráð-
herrann Tony Blair, t.v., heilsar forsætis-
ráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, í Bagdad á
mánudag.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Umhverfis-
ráðherra hefur staðfest aðalskipu-
lag Álftaness. Að sögn Sigurðar
Magnússonar, oddvita A-listans
sem er í minnihluta, náðist viðun-
andi niðurstaða um aðalskipulagið
en miklar deilur standa um deilu-
skipulag miðsvæðisins.
Um 700 manns höfðu safnað
undirskriftum til að mótmæla
deiliskipulaginu og hefur fram-
kvæmdum við það verið frestað
fram yfir kosningar. Sigurður
segir þetta helsta kosningamálið á
Álftanesi en Guðmundur Gunnars-
son bæjarstjóri er ósammála.
„Kosningarnar snúast um margt
annað en þetta,” segir hann. - jse
Skipulagsmál á Álftanesi:
Aðalskipulag
samþykkt
DÓMSMÁL Sálfræðingurinn Gunn-
ar Hrafn Birgisson krefst 20 millj-
óna króna í miskabætur af Jónasi
Kristjánssyni og Mikael Torfa-
syni, fyrrverandi ritstjórum DV,
vegna umfjöllunar blaðsins um
störf hans. Aðalmeðferð í málinu
fór fram í Héraðsdómi Reykjavík-
ur á mánudag.
Fyrir dómi kom fram að Gunn-
ari fannst að sér vegið í umfjöllun
blaðsins og krefst áðurnefndra
miskabóta auk þess að ákveðin
ummæli verði dæmd dauð og
ómerk.
Jónas og Mikael krefjast sýknu
en dóms í málinu er að vænta
innan fjögurra vikna. - sh
Sálfræðingur í mál við DV:
Krefur ritstjóra
um 20 milljónir
Bæjarstjórn 2002-2006
Hansína Ásta Björgvinsdóttir B-lista
Ómar Stefánsson B-lista
Sigurbjörg Vilmundardóttir B-lista
Gunnar I. Birgisson D-lista
Ármann Kr. Ólafsson D-lista
Gunnsteinn Sigurðsson D-lista
Sigurrós Þorgrímsdóttir D-lista
Halla Halldórsdóttir D-lista
Flosi Eiríksson S-lista
Sigrún Jónsdóttir S-lista
Hafsteinn Karlsson S-lista
Meirihlutasamstarf er með Framsókn-
arflokki (B) og Sjálfstæðisflokki (D)
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2002
Fjöldi íbúa á kjörskrá: 17.580
Fjöldi greiddra atkvæða: 13.786
(78,4%)
Fjöldi auðra og ógildra seðla: 261
Listar við kosninguna:
Listi Framsóknarflokksins (B)
3.776 atkv., 3 fulltr.
Listi Sjálfstæðisflokksins (D)
5.097 atkv., 5 fulltr.
Listi Samfylkingarinnar (S)
3.821 atkv., 3 fulltr.
Listi Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs (U)
831 atkv., 0 fulltr.
FRAMBOÐSLISTAR FYRIR
KOSNINGARNAR 2006
B-listi Framsóknarflokks
1. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi
2. Samúel Örn Erlingsson íþróttastjóri
3. Una María Óskarsdóttir
uppeldis- og menntunarfræðingur
4. Linda Bentsdóttir lögfræðingur
5. Andrés Pétursson skrifstofustjóri
D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Gunnar I. Birgisson,
verkfræðingur og bæjarstjóri
2. Gunnsteinn Sigurðsson,
skólastjóri og bæjarfulltrúi
3. Ármann Kr. Ólafsson,
aðstoðarmaður fjármálaráðherra
og forseti bæjarstjórnar
4. Ásthildur Helgadóttir,
verkfræðingur
5. Sigurrós Þorgrímsdóttir,
alþingismaður og bæjarfulltrúi
S-listi Samfylkingar
1. Guðríður Arnardóttir
jarðfræðingur
2. Hafsteinn Karlsson,
bæjarfulltrúi og skólastjóri
3. Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
4. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi
og húsasmiður
5. Ingibjörg Hinriksdóttir
þjónustufulltrúi
V-listi Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs
1. Ólafur Þór Gunnarsson
öldrunarlæknir
2. Guðbjörg Sveinsdóttir
geðhjúkrunarfræðingur
3. Emil Hjörvar Petersen háskólanemi
4. Lára Jóna Þorsteinsdóttir
sérkennari
5. Mireya Samper, myndlistar-
og kvikmyndagerðarkona
19.350 manns eru á kjörskrá núna og
hefur fjölgað um 10,1% síðan 2002.
KÓPAVOGUR