Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 20
 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR20 fréttir og fróðleikur Svartfellingar komust í fréttir í vikunni, þegar þeir kusu sjálfstæði frá Serbíu. En hver er þessi fámenna þjóð, hver er saga hennar og hvað er nú framundan? Gríðarleg gleði braust út í Svart- fjallalandi í byrjun vikunnar, þegar ljóst varð að landsmenn kusu sjálf- stæði frá Serbíu í þjóðaratkvæða- greiðslu á sunnudag. Niðurstöðurn- ar staðfesta aðskilnað síðustu tveggja lýðveldanna af þeim sex sem mynduðu gamla sambandsrík- ið Júgóslavíu. Afar naumt var þó á mununum og óttast sumir afleiðing- ar þessa klofnings þjóðarinnar í afstöðu sinni til sjálfstæðis. Saga Svartfjallalands Furstadæmið Svartfjallaland varð að sjálfstæðu konungsríki árið 1878. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð það hluti af sameiginlegu konungs- dæmi Serba, Króata og Slóvena sem síðar fékk nafnið Júgóslavía, sem þýðir „land Suður-Slava“. Nikola konungur var gerður útlægur, en Svartfellingar mótmæltu harðlega og hófu blóðuga uppreisn sem Serbar loks kæfðu árið 1925. Í seinni heimsstyrjöldinni var Svartfjallaland eina Evrópuríkið sem tókst að brjótast undan oki her- námsins. Frelsið varði stutt því Þjóðverjar og Ítalir voru fljótir að hasla sér völl þar á ný, en þúsundir Svartfellinga flykktust í júgóslav- nesku andspyrnuhreyfinguna. Eftir stríð mynduðu Svartfjalla- land og fimm ríki til viðbótar Júgóslavíu á ný, í þetta sinn undir stjórn kommúnistans Josip Broz Tito, sem gaf sex ríkjum og tveimur héruðum Júgóslavíu takmarkað sjálf- stæði árið 1974. Árið 1989 steypti serbneski leiðtoginn Slobodan Milosevic rík- isstjórn Svartfellinga af stóli og setti í staðinn stjórn sem studdi hann í mannskæðu stríðunum sem hófust eftir að Slóvenía, Króatía og Makedónía lýstu yfir sjálfstæði árið 1991, og Bosnía ári síðar. Svartfellingar voru þó ekki sátt- ir við Serba, og árið 1997 rifti Milo Djukanovic forsætisráðherra Svart- fellinga samningum við Milosevic. Tveimur árum síðar aðstoðaði Djukanovic friðargæsluliða NATO við áhlaupið á Serbíu vegna stríðs- ins í Kosovo, og árið 2000 veitti hann lýðræðislega sinnuðum stjórn- málaflokkum Serbíu aðstoð, sem að lokum leiddi til falls Milosevics. Að undirlagi Evrópusambands- ins var ríkjasambandi Serbíu og Svartfjallalands komið á fót árið 2002, eftir að hin fjögur ríkin voru orðin sjálfstæð. Sama ár var Milos- evic handtekinn og færður fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í Hollandi. Djukanovic hefur barist fyrir sjálfstæði lands síns, og á sunnudag kusu Svartfellingar svo að rifta sambandssamningnum við Serbíu. Landsmenn Um 650.000 manns búa í Svart- fjallalandi og heitir höfuðborgin Podgorica. Einn helsti atvinnuveg- urinn er ferðaþjónusta, en atvinnu- leysi er um 30 prósent. Svartfjallaland er nú þegar að miklu leyti sjálfstætt ríki og hafa landsmenn eigin löggjöf og efna- hag, og nota jafnframt aðra mynt en Serbar. Þjóðirnar tvær tala þó sama tungumál, serbnesku, og tilheyra flestir sömu trú, kristnu rétttrúnað- arkirkjunni. Um 30 prósent Svart- fellinga eru Serbar, og eru margir þeirra mótfallnir aðskilnaði. Afstaða Serbíu Serbar eru um 10 milljónir og eru flestir þeirra mótfallnir aðskilnaði og telja Svartfellinga of fámenna til að geta staðið sig sem sjálfstæða þjóð. Sambandsslitin þýða jafn- framt að Serbar missa aðgang að sjó, því allar núverandi hafnir Ser- bíu eru í Svartfjallalandi. Jafn- framt eru Serbar nú uggandi um framtíð Kosovo. Kosovo er hérað innan Serbíu og hafa íbúar þess, sem flestir eru Albanar, lengi barist fyrir sjálf- stæði. Óttast Serbar nú að sjálf- stæði Svartfjallalands muni hvetja Kosovo-búa til að leita eftir hinu sama. Hvað er framundan? Ein helstu rök sjálfstæðissinna fyrir aðskilnaði voru þau að Serbíu yrði seint hleypt inn í Evrópusam- bandið vegna afstöðu serbneskra ráðamanna í garð Ratko Mladic. Mladic er grunaður um víðtæka stríðsglæpi og talið er að hann sé í felum í Serbíu. Nýlega var undir- búningsviðræðum um aðild Serbíu að ESB frestað um óákveðinn tíma því yfirvöldum hafði ekki tekist að handsama hann og framselja til alþjóðadómstóla. Serbía erfir aðild að alþjóðleg- um nefndum og ráðum en Svartfell- ingar verða að sækja um aðild, meðal annars að ESB. Jafnframt verða löndin að skipta eignum á milli sín, og stofna ný varnar- og utanríkisráðuneyti. FRÉTTASKÝRING SIGRÚN MARÍA KRISINSDÓTTIR smk@frettabladid.is Svona erum við Stúdentaráð HÍ hefur komið upp risastóru skilti á horni Hringbrautar og Sæmundargötu þar sem yfirvöld eru krafin um úrbætur í húsnæðismálum stúdenta. Á skiltinu segir meðal annars að hlutfallslega séu um helmingi færri stúdentaíbúðir hér en í nágrannalönd- unum. Ásgeir Runólfsson er fram- kvæmdastjóri SHÍ. Hversu margir eru á biðlista eftir að komast á stúdentagarða? Eftir stærstu úthlutunina á hverju hausti eru að jafnaði 600 stúdentar enn á biðlista. Svo eru mjög margir sem ekki sækja um vegna þess að þeir vita hversu langur biðlistinn er. Hvers vegna eru hlutfallslega svona fáar stúdentaíbúðir á Íslandi? Það er erfitt að finna einhverja eina skýringu á því en það er ljóst að það verður að bæta úr þessu því að fram- boð lítilla íbúða á húsnæðismarkaði er einnig mjög takmarkað á Íslandi. Hvers vegna gripuð þið til þess ráðs að setja upp þetta stóra skilti? Við viljum með því benda á húsnæðis- vanda stúdenta og fá skýr svör um fyrirætlanir stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninganna. SPURT & SVARAÐ STÚDENTAÍBÚÐIR Stúdentar vilja skýr svör ÁSGEIR RUNÓLFSSON, Framkvæmdastjóri SHÍ > Fjöldi sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningum Svartfjallaland fær sjálfstæði á ný MILO DJUKANOVIC Forsætisráðherra Svartfjallalands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP © GRAPHIC NEWS Langir biðlistar á barna- og unglingageðdeild LSH hafa verið til umræðu í fjölmiðlum. Nú bíða 98 börn eftir þjónustu og mál 30 annarra eru í vinnslu hjá bráðateymi deildarinnar. Lang- flest þeirra fara síðan á biðlista. Langt ferli getur átt sér stað áður en barn eða unglingur kemst á biðlista. Ragna Kristmundsdóttir, geðhjúkrunar- fræðingur á BUGL og formaður bráðateymisins þar, lýsir því. Tvær leiðir eru inn á BUGL. Hin fyrri er skilgreind sem bráðamál. Í þeim tilvikum eru skilyrðin til þess að komast inn mjög ströng. Þá er um að ræða sjálfsvígshættu. Stundum er barnið þegar búið að gera tilraun en í öðrum til- vikum hefur barnið rætt um sjálfsvíg. Svokallað geðrofsástand flokkast einnig undir bráðamál, en þá er viðkomandi haldinn ofskynjunum eða ranghugmyndum. Þegar búið er að flokka tilvik sem bráðamál taka tveir úr bráðateymi viðtal við einstaklinginn og vakthafandi læknir er kallaður til ef þurfa þykir. Hin leiðin byggir á tilvísunum inn á BUGL, þar sem einhver fagmaður svo sem sálfræðing- ur, læknir eða skólahjúkrunarfræðingur skrifar tilvísun á þar til gert eyðublað. Með henni eiga að fylga þau gögn sem liggja fyrir um athuganir sem gerðar hafa verið á barninu. Þegar að slík tilvísun berst fer bráðateymið, sem skipað er þremur einstaklingum, yfir tilvísunina, hringir í foreldrana og fær upplýsingar hjá þeim um hvernig staðan sé. Ef ekkert hefur verið gert, svo sem að afla sálfræðimats hjá skólasálfræðingi, eru foreldrar barnsins beðnir um að koma því til leiðar að það fari fram. Eitt af hlutverkum teym- isins er að kalla eftir nauðsynlegum gögnum, sem liggja fyrir, en fylgja ekki tilvísuninni. Þegar tilvísunin er tilbúin fer teymið með hana á inntökufund sem sitja teymisstjórrar göngudeildarteymis, deildarstjóri hjúkrunar á göngudeild, yfirlæknir BUGL, bráðateymið og ritari. Þar er málið kynnt og tekin ákvörðun um hvort viðkomandi fer á BUGL, hvort hann fer á biðlista eða í ákveðinn forgang. FBL GREINING: INNTÖKUFERLI Á BUGL: Bráðamál eða tilvísanir 10 5 79Fj öl di 20 4 1990 2002 2006 Réttu tækin í þrifin Nilfisk-ALTO háþrýsti- dælur á tilboðsverði Nilfisk-ALTO C 100 Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 440 l/klst. 6.888 kr. Nilfisk-ALTO P 150 X-TRA Þrýstingur: 150 bör Vatnsmagn: 610 l/klst. 48.888 kr. Vortilboð RVNilfisk-ALTO háþrýstidælur R V 62 06 B Bjarnþór Þorláksson bílstjóri RV Tilboðið gildir út maí 2006 eða meðan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.