Fréttablaðið - 24.05.2006, Síða 56

Fréttablaðið - 24.05.2006, Síða 56
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR16 U M V Í Ð A V E R Ö L D S K O Ð U N Bretar í skuldasúpu Guardian | Í breska dagblaðinu Guardian segir að allt að ein milljón manns í Bretlandi rambi á barmi gjaldþrots eða 13 prósent landsmanna. Þá situr einn af hverjum fimm f u l l o r ð n u m Bretum, eða átta milljónir manna, í skuldasúpu. Nema skuldir hvers þeirra 10.000 pundum og meira að meðaltali. Þetta kemur fram í könnun breska markaðsrannsóknarfyrirtækisins YouGov fyrir breska ráðgjafafyrirtækið Thomas Charles. Enn fremur segir í blaðinu að 1,7 milljónir manna eigi í erfiðleikum með að ná endum saman í lok hvers mánaðar. Segir blaðið að auðveldu aðgengi manna að lánsfjármagni sé meðal annars um kenna. Mestur hluti lána fólks eru fasteignalán en önnur lán eru yfirdrættir í bönkum og greiðslu- kortaskuldir. Sérfræðingar sem aðstoða þá sem lent hafa illa í skuldasúpunni segja fjölda skuld- ara hafa tvöfaldast á milli ára. Dýr heimili Forbes | Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes gerir fasteignaverð að umfjöllunarefni á vef sínum. Ekki er þó um að ræða neinar venjulegar fast- eignir fyrir Óla og Gunnu eða aðra meðaljóna heldur dýrustu fasteign- irnar vestanhafs. Um er að ræða svo dýrar fast- eignir að einungis sárafáir einstaklingar hafa ráð á að koma sér þvílíku þaki yfir höfuðið. Blaðið, sem kannað hefur verð á dýrustu fasteignunum vestanhafs síðastliðin sex ár, segir verðið rokka frá rúmum 3,9 milljörðum íslenskra króna fyrir villu á Manhattan til splunkunýs glæsihýsis í nágrenni við hina ríku og frægu á Palm Beach fyrir tæpa 8,9 milljarða króna. Síðasttalda eignin og jafnframt sú dýrasta vestra er í eigu auðkýf- ingsins Donalds Trumps. Tvær eignir eru jafnar í 2. sæti en hver þeirra kostar tæpa 5,4 milljarða íslenskra króna. Ný skýrsla Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar OECD er enn ein stað- festing þess að Seðlabankinn mun að óbreyttu hækka vexti sína enn frekar til að halda aftur af þenslu í hagkerfinu. OECD bendir á að ríkið verði að halda aftur af þenslunni með aðhaldsaðgerðum. Þetta eru kunnuglegar athugasemdir sem ber að taka alvarlega. Vöxtur hagkerfisins er farinn að reyna veru- lega á framleiðslugetuna. Góðærið setur viðmið í samfélaginu og þrýstingur er á að laun hækki. Hættan á verulegu ójafnvægi og harðri lendingu í kjölfarið er því raunveruleg og þarf að taka af alvöru og festu. Síðasti áratugur hefur verið mikið hagsældarskeið í þjóðar- búskapnum. Kaupmáttur launa hefur vaxið hratt og almennt eru lífskjör hér með því besta sem gerist. Vöxturinn hefur verið mikill og tak- mörk fyrir því hvesu miklu er hægt að kyngja í einu. Stjórnvöld verða því að hægja á sprettinum ef ekki á illa að fara. Slíka tíma á að nýta til hagræðingar á ýmsum sviðum. Enn eru tækifæri til hagræðingar á fjármálamarkaði. Bæði með því að taka skynsamlega á breytt- um aðstæðum á húsnæðislánamarkaði og láta einkareknu fjármálakerfi eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis og samein- ingu sparisjóða innbyrðis eða við aðrar fjármálastofnanir. Það eru einfaldlega engin rök fyrir því lengur að ríkið láni öðrum en þeim sem þurfa félagsleg úrræði fyrir íbúðarhúsnæði sínu. Annað er hvenær næstu hagsveiflu verður hleypt af stað. Þar skiptir veru- legu máli að hagkerfið fái að anda áður en ráðist verður í frekari stóriðjufjár- festingu. Verði of hratt farið er hætta á að uppsveifla af þeim völdum drepi af sér aðra uppbyggingu atvinnu í land- inu. Tímarnir framundan eru varasamir og mikilvægt að stjórnvöld taki af fullri alvöru á því sem framundan er. Þar er meira en svo í húfi að það leyfi veruleg pólitísk yfirboð í aðdrag- andi komandi þingkosninga. Þar liggur sameiginleg ábyrgð stjórn- ar og stjórnarandstöðu að halda aftur af yfirboðum komandi kosn- ingabaráttu. Skattalækkunaryfirboð eins og þau sem sáust fyrir síðustu kosningar mega ekki verða inntak kosningabaráttunnar. Kosningaloforðin síðast, svo sem skattalækkanir og hækkun lána Íbúðalánasjóðs, hafa reynst dýr og framhald þar á gæti leitt til alvarlegs samdráttar. Staða hagkerfisins leyfir ekki annað en að allir rói í sömu átt. Hátt atvinnustig ætti að opna möguleika á endurskipulagningu hjá hinu opinbera, án þess að afleiðingin verði atvinnuleysi. Tíminn hefur verið illa nýttur, en þótt að undanförnu hafi verið þörf, þá er nauðsyn nú. Við núverandi aðstæður væri í meira lagi óábyrgt að nýta ekki eigin tækifæri til hagræðingar og auka lagalegt svigrúm til hagræðingar annars staðar. Hagvaxtarhorfur í heiminum eru góðar að mati OECD. Aðhaldskrafa á ríkisstjórnina áréttuð Hafliði Helgason Tímarnir framundan eru varasamir og mikilvægt að stjórn- völd taki af fullri alvöru á því sem framundan er. Þar er meira en svo í húfi að það leyfi veruleg pólitísk yfirboð í aðdragandi komandi þingkosninga. Þar liggur sameiginleg ábyrgð stjórnar og stjórnaraðstöðu að halda aftur af yfir- boðum komandi kosningabaráttu. Verðbólga hefur vaxið hröðum skrefum að undanförnu og hefur nú náð 7,6% þegar litið er til 12 síðustu mánaða. Eins og kunn- ugt er er Seðlabankinn á verð- bólgumarkmiði sem miðast við að halda verðbólgu stöðugri í kringum 2,5%. Til þess að sinna þessu hlutverki sínu beitir Seðlabankinn skammtíma óverð- tryggðum vöxtum en helsta vopn hans í baráttu er trúverðugleiki hans sjálfs og áhrif markmiðs hans á væntingar. Hins vegar hefur það vopn verið deigast þegar bankinn þarf helst á því að halda. Að undanförnu hefur verið töluverð og oft á tíðum mjög gagnrýnin umfjöllun um fram- kvæmd peningamálastefnu Seðlabankans. Seðlabankinn hefur vitanlega svarað því til að hann hafi aðeins eitt mark- mið samkvæmt lögum og beri að framfylgja því. Þetta fyrir- komulag verður síðan til þess að Seðlabankinn verður einangrað- ur frá þjóðfélagsumræðunni og gagnrýni á framkvæmd stefn- unnar gjarnan afgreidd sem van- kunnátta eða sérhagsmunapot. Í sjálfu sér þarf það ekki að vera slæmt að Seðlabankanum sé skýlt fyrir þrýstingi ýmissa þjóðfélagshópa með þessu fyr- irkomulagi, bara ef við værum viss að hann hefði rétt fyrir sér. Umræðan nú er til marks um að trúverðugleikinn hefur beðið hnekki og verðbólguskotið sem nú gengur yfir grefur undan honum. Ástæðan fyrir því að allir seðlabankar þróaðra landa hafa verðstöðugleika ýmist að opinberu eða óopinberu mark- miði er sú að reynslan sýnir að verðbólga hefur mjög skaðleg áhrif á bæði efnahag og verð- mætamat þjóða. Hagrannsóknir hafa meðal annars sýnt að það að lækka verðbólgu eykur hagvöxt. Þannig hefur það góð áhrif til lengri tíma að lækka verðbólgu þótt það kunni að valda sársauka til skemmri tíma litið. Þegar umræður hófust um töku beinna verðbólgumark- miða seðlabanka um miðjan síð- asta áratug var það jafnframt útbreidd skoðun hérlendis sem erlendis að verðstöðugleiki leiddi sjálfkrafa til fjármálastöð- ugleika. Það hefur þó sýnt sig erlendis að fjármálalegur óstöð- ugleiki getur hæglega byggst upp þrátt fyrir lága verðbólgu og að lág verðbólga geti jafn- vel skapað falska öryggiskennd. Ennfremur komu tvö kunnustu skeið fjármálaóstöðugleika sög- unnar, kreppan á þriðja áratugn- um í Bandaríkjunum og þeim tíunda í Japan í kjölfar verðstöð- ugleika. Skaðsemi verðbólgu fyrir hagvöxt er fyrst og fremst að hún brenglar hlutfallslegt verð í hagkerfinu og þar með ákvarðanir um fjárfestingar. Verðstöðugleiki þýðir ekki að verð allrar vöru sé stöðugt held- ur að verðlag almennt hækki í ákveðnum takti þótt verð hverr- ar einstakrar vöru geti sveiflast töluvert. Sú skilgreing á verðbólgu sem oft er sett fram er að of mikið af peningum elti of fáar vörur sem leiði til almennra hækk- ana. Það skiptir síðan vitaskuld máli fyrir hlutfallslegt verðlag hvaðan peningaflæðið kemur, til að mynda frá eignamörkuð- um eða útflutningsframleiðslu svo dæmi séu tekin. Samt sem áður er lokaniðurstaðan ávallt sú að hlutfallsverð brenglast og þegar verðbólga síðan hjaðnar og hlutfallslegt verð lagar sig að raunverulegri eftirspurn í hagkerfinu verður niðursveifla þegar fjárfestingarmistök upp- sveiflunnar koma í ljós. Nú hins vegar vilja Seðlabankar ekki líta til pen- ingamagns við framkvæmd peningastefnunnar. Ef litið er til núverandi uppsveiflu vekur vitanlega athygli að bindiskylda Seðlabankans var lækkuð í árs- byrjun 2003 og þar með gáttir aukins peningamagns opnað- ar. Síðan þá hefur tólf mánaða aukning peningamagns í umferð að meðaltali verið um 19%, en það er rétt áratugur síðan almennt var talið helsta mark- mið Seðlabanka að hafa hemil á peningamagni. Þessi aukning í peningamagni kom vitaskuld ekki strax fram í verðbólgu held- ur hækkun eignamarkaða sem skapaði auðsáhrif sem hafa nú verið að koma fram. EFNAHAGSLEGIR NAGGRÍSIR? Eitt af því sem hefur verið mikið rætt er hvort eðlilegt sé að miða við vísitölu neysluverðs eins og hún er reiknuð af Hagstofunni við mælingu á verðstöðugleika. Í mælingu Hagstofunnar vegur fasteignaverð um 23%. Það er vægast sagt ákaflega umdeilt hvort seðlabankar eigi að miða við eignaverð þegar þeir vinna að verðstöðugleika. Þeir sem mæla helst gegn því benda á að ef eignaverð á að vera inni í markmiðinu þurfi seðlabanki að leggja mat á hvort eignabóla sé til staðar eða ekki, en það er eins og kunnugt er svo gott sem ómögulegt nema eftir á. Það er ekki komin nein reynsla á að seðlabankar reyni þetta ann- ars staðar frá, nema einna helst í Japan þar sem þetta hefur gefist illa. Íslendingar eru því tilrauna- dýr í þessum fræðum. Að auki hefur fasteigna fjár- mögnun á Íslandi gengið í gegn- um byltingu sem er einskiptis aðgerð að undanförnu eftir því sem bankar hafa hrundið einokun Íbúðalánasjóðs og afnumið fjár- magnshöft við fasteignafjármögn- un. Það hefur valdið hækkun fast- eignaverðs sem er kerfislæg og ekki líkleg til að gerast aftur. Þetta hefur valdið því að Seðlabankinn hefur hækkað vexti til að sporna við eigna- verðshækkunum. Hærri vextir hafa styrkt gengi krónunnar, sem aftur á móti hefur hyglað innflutningi á kostnað innlendrar framleiðslu. Markmiðið að verð- stöðugleika hefur þannig snúist gegn eigin markmiði og riðlað hlutfallslegt verð í hagkerfinu. Afleiðingarnar sjáum við meðal annars í miklum viðskiptahalla sem enn á eftir að vinda ofan af. Aðlögun íslenska hagkerfisins er því engan veginn lokið, þótt erlendir fjölmiðlar hafi misst áhugann á Íslandi. Seðlabankinn þarf að ná aftur markmiði og endurheimta trúverðugleika sinn, þá fyrst er hægt að fara að skoða breytingar á framkvæmd verðbólgumarkmiðsins. Verðbólguskot og trúverðugleiki Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. O R Ð Í B E L G Skaðsemi verðbólgu fyrir hagvöxt er fyrst og fremst að hún brenglar hlutfalls- legt verð í hagkerfinu og þar með ákvarðanir um fjárfestingar. Verðstöðugleiki þýðir ekki að verð allrar vöru sé stöðugt heldur að verðlag almennt hækki í ákveðnum takti þótt verð hverrar einstakrar vöru geti sveiflast töluvert. VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. “Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.” Ester Ýr Jónsdóttir, kennari “Hreinn tímaþjófur að láta það fram hjá sér fara.” Rut Skúladóttir, 20 ára nemi. Meiri tími – Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. Nýtt námskeið - 6. vikna hraðnámskeið 7. júní Akureyri 3. vikna hraðnámkeið 26. júní Náðu árangri með okkur í sumar og skráðu þig á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans. Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400. Gerum föst verðtilboð í fyrirtækjanámskeið Betri leið til að vinna á tímaskorti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.