Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 16
 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ TÍMI TIL AÐ BYGGJA MISLÆG GATNAMÓT Á MÓTUM MIKLUBRAUTAR OG KRINGLUMÝRARBRAUTAR Skipulagsstefna Sjálfstæðisflokksins og önnur stefnumál á betriborg.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Bjarka Birgissyni og Gyðu Rós Einarsdóttur sækist hjólreiðaferð sín hringinn í kringum landið vel. Þau lögðu upp frá Bíldudal í gær og setja stefnuna á Ísafjörð. „Það er vonandi að vindurinn verði í bakið,“ sagði Bjarki í gær en veðrið hafði leikið þau grátt. „Og ég sem hélt að það væri komið sumar,“ sagði Bjarki og hló. Ferðin gengur vonum framar en þau segja vestfirsku fjöllin hafa verið erfið yfirferðar, ekki síst eins og tíðin hefur verið. Þau láta veður ekki á sig fá og halda ótrauð áfram enda ekki annað að gera, og áhrifin eru ekki annað en góð. „Ætli ég sé ekki búinn að missa fimm kíló,“ segir Bjarki og mælir með hjólreiðum ef fólk vill grennast. Þau eru ekkert að flýta sér, enda liggur ekkert á. Markmiðið er að koma aftur til Reykjavíkur fyrir júlílok. Þau fara því rólega yfir en á móti kemur að þau hjóla lengur á degi hverjum. Og yfir- leitt er fallegt um að litast. „Við skoðum náttúruna svona í bland við ryk og drullu,“ sagði Bjarki og settist á hnakkinn. Þau Bjarki og Gyða vildu koma á framfæri sér- stökum þökkum til Hannesar og Þórunnar Helgu á veitingastaðn- um Vegamótum á Bíldudal, enda hefðu þau hjálpað þeim mikið. ■ Hjólreiðaferðalag Bjarka og Gyðu Rósar hringinn í kringum landið gengur vel: Hélt að sumarið væri komið Gat nú verið „Það eru dómsmálaráðherr- ar Sjálfstæðisflokksins sem ákváðu að beita hlerunum gagnvart einstaklingum og samtökum sem voru þeim pólitískt ekki að skapi.“ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR SAMFYLKINGUNNI UM HLERANA- MÁLIÐ. FRÉTTABLAÐIÐ. Meira ástandið „Þegar horft er til þessa tíma í ljósi þess ástands, sem þá ríkti, er í raun eftir- tektarvert, að símahlerunum skuli ekki hafa verið beitt í ríkara mæli...“ LEIÐARI MORGUNBLAÐSINS UM HLERANAMÁLIÐ. Róbert Ragnarsson stjórnmála- fræðingur er sveitarstjóraefni E- listans í Vogum á Vatnsleysuströnd. Róbert er í hópi helstu sérfræðinga þjóðarinnar í sveitarstjórnarmál- um en hann vinnur sem sérfræð- ingur á sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins og kennir að auki um málefni sveitarfélaga í Háskóla Íslands. Þá má geta þess að eiginkona hans, Valgerður Ágústsdóttir, er sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þau hjónin hafa því lifibrauð sitt af sveitarstjórnarmálum. Róbert býr í Reykjavík en er Keflvíkingur að upplagi og hefur að auki unnið í Grindavík. Hann tók sér svolitla stund til að velta fyrir sér hvort hann ætti að slá til þegar E-listamenn föluðust eftir kröftum hans. „Mér finnst spennandi að vinna í mikilli nálægð við fólk og svo er líka gaman að komast aftur heim á Suðurnesin,“ segir hann. Við þetta bætist svo að fjölskyldan hefur áhuga á að búa í smærra sam- félagi en Reykjavík er. Róbert er vakinn og sofinn yfir sveitarstjórnarmálum og finnst þau meira spennandi en landsmál- in. „Í sveitarstjórnarmálum hef- urðu áhrif á þætti sem virkilega varða fólk. Þú ert í beinum tengsl- um við það sem skiptir fólk máli frá degi til dags á meðan landsmál- in felast frekar í stefnumótun til langs tíma fyrir heildina.“ Þegar kosið var um sameiningu sveitarfélaga á síðasta ári felldu Vogamenn tillögu um sameiningu sveitarfélagsins við Hafnarfjörð. Róbert segist sammála niðurstöðu þeirra enda hafi hann ekki séð mik- inn hag fyrir Voga í slíkri samein- ingu. „Vogar eru sveitarfélag sem stækkar hratt og hefur nægt land- rými og því forsendur til að verða mjög öflugt sveitarfélag.“ ■ RÓBERT RAGNARSSON Hefur sérhæft sig í málefnum sveitarfélaga og er bæjarstjóra- efni E-listans í Vogum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sérfrótt bæjarstjóraefni HRESS OG KÁT Á REYKHÓLUM Guðný Sæbjörg Jónsdóttir, sem býr í Reykhólasveit, heilsaði upp á Gyðu Rós og Bjarka í sjoppunni. „Við erum farin af stað með vinnu varðandi innflytjendur. Félagsmálaráðuneytið hefur sett okkur sem verkefni að koma með tillögur og forgangsraða hvað það varðar. Innflytjendaráð er að vinna þessar tillögur til að geta kynnt þær næsta haust,“ segir Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og formað- ur Innflytjendaráðs. Stjórnmálaflokkar og stjórnvöld hafa undanfarið verið gagnrýnd fyrir stefnuleysi í málefnum innflytjenda en Sæunn Stefánsdóttir hefur unnið að málefnum innflytjenda frá því hún fluttist yfir í félagsmálaráðuneytið með Jóni Kristjánssyni og tók við formennsku í Innflytjendaráði og hún bendir á að í lögum og reglugerðum liggi fyrir viss stefnumótun. „Breytingar hafa orðið hraðar á íslensku samfé- lagi, til dæmis hvað fjölda innflytjenda varðar,“ segir hún. „Fyrir tveimur árum skipaði þáverandi félagsmálaráðherra nefnd til að fjalla um aðlög- un innflytjenda að íslensku samfélagi. Þessi nefnd skilaði skýrslu árið 2005 sem er komin á heimasíðu ráðuneytisins. Í þessari skýrslu er aðaltillagan og sú mikilvægasta að samræma og samhæfa aðgerðir og stefnu stjórnvalda. Í því skyni skyldi komið á Innflytjendaráði. Inn- flytjendaráðið var skipað í nóvember á síðasta ári og ég tók við því fyrir stuttu.“ Innflytjendaráði er ætlað að vera samræm- ingar- og samhæfingaraðili ólíkra ráðuneyta og stofnana í samfélaginu. „Þessi málaflokkur kemur við félagsmálaráðuneytið, sveitarfélögin, heilbrigðisráðuneytið, menntamálaráðuneytið, dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðila vinnu- markaðarins og síðast en ekki síst innflytjendur sjálfa. Því er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og vera samræmingaraðili þarna á milli. Samhliða stefnumótun í málefnum inn- flytjenda hefur verið ákveðið að stefnumótun og forgangsröðun félagsmálaráðuneytisins liggi fyrir í haust. Þó að ráðið sé samræmingaraðili þá er mikilvægt að ráðuneyti og sveitarfélög vinni áfram sína vinnu. Þeirra ábyrgð hverfur ekki,“ segir Sæunn. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SÆUNN STEFÁNSDÓTTIR, FORMAÐUR INNFLYTJENDARÁÐS Tillögurnar verða kynntar næsta haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.