Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 94
 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR42 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Nýr humar, grillpinnar sólþurrkaður saltfiskur opið alla laugardaga 11-14 HRÓSIÐ ... fær Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fyrir upplýsandi rannsókn á hlerunum á tímum kalda stríðsins. LÁRÉTT 2 nabba 6 þys 8 flaut 9 gerast 11 tveir eins 12 sjúga 14 steintegund 16 tveir eins 17 nár 18 drulla 20 golf áhald 21 skjótur. LÓÐRÉTT 1 löngun 3 hróp 4 bergtegund 5 neðan 7 ermalaus kjóll 10 skammstöfun 13 mál 15 hreinn 16 kóf 19 slá. LAUSN: Jón Atli Helgas- son, klippari og tónlistarmaður: „ Ég veit ekki alveg hvort ég sé búinn að sjá eitthvað á Listahátíð. Held samt ekki en mig langar allra helst til að sjá einhverja magn- aða danssýningu með brasilískum dansflokki sem mér var sagt frá en ég hef því miður ekki tíma. Ég er of upptekinn við að klippa hár og búa til tónlist.“ Guðrún Ásmunds- dóttir, leikkona og frambjóðandi: „Nei, því miður hefur mér gefist lítill tími til þess að fara vegna þess að nú eru kosningar á næsta leiti. En eftir helgi ætla ég að taka mig saman í andlitinu og fara á einhvern af þessum skemmtilegu atburðum sem Listahátíð býður upp á. Reyndar fór ég um daginn á Brúðuleik- ritið, Umbreyting, sem er á vegum Listahátíðar og var það alveg hreint mögnuð upplifun og mig langar að fara aftur, það var svo stórkostlegt.“ Björk Jakobsdóttir, leikkona: „ Ég er nú búin að vera bæði erlendis og fyrir austan að sjóða saman handrit þannig að það hefur lítill tími gefist til að kíkja á Listahátíð. Annars finnst mér hún vera tónlistartengdari þetta árið og það er ekkert sem kallar á að ég verði að sjá. Það er einnig svolítið tengt starfinu vegna þess að þegar maður er búin að vera í leikhúsi allan veturinn þá vill maður bara vera í fríi á sumrin í faðmi fjölskyldunnar.“ ÞRÍR SPURÐIR LISTAHÁTIÐIN Í REYKJAVÍK ER Í FULLUM GANGI Ertu búinn að sjá eitthvað á Listahátíð? LÁRÉTT: 2 bólu, 6 ys, 8 píp, 9 ske, 11 pp, 12 totta, 14 kvars, 16 kk, 17 lík, 18 aur, 20 tí, 21 frár. LÓÐRÉTT: 1 lyst, 3 óp, 4 líparít, 5 upp, 7 skokkur, 10 etv, 13 tal, 15 skír, 16 kaf, 19 rá. FRÉTTIR AF FÓLKI Mikla athygli vakti þegar Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður skrifaði grein um andlát DV í ársbyrjun 2004. Greinin birtist í Tíma- riti Máls og menn- ingar og þótti lýsa vel andrúmsloftinu á ritstjórn blaðsins undir það síðasta. DV virðist Páli hugfangið því nú situr hann við ritun annarrar greinar um blaðið. Að þessu sinni ætlar hann að reyna að rekja hvað olli því að blaðið lagði upp laupana sem dagblað og var breytt í helgarblað. Grein Páls mun birtast í næsta hefti Mannlífs. Coca-Cola í Evrópu býður til stærsta einkapartís ársins í Reykjavík í Iðuhús- inu um næstu helgi. Þorsteinn Jónsson Víf- ilsfellsstjóri er sagður potturinn og pannan í skipulagningunni sem staðið hefur yfir um nokkra hríð. Fyrir helgi mætti sendill til boðsgestanna og færði þeim boðskort sem þeir verða að afhenda til að fá inngöngu í partíið. Ekki var um neitt venjulegt boðskort að ræða, heldur kristalsmola í boxi sem á er ritað Burn og dagsetning veislunnar. Sumir klóra sér í höfðinu yfir nýjustu framboðsauglýsingu Björns Inga Hrafnssonar og finnst engu líkara en að auglýsinga- stjórar Framsóknar séu að gera skens á kostnað eigin fram- bjóðanda. Í auglýsing- unni sést hvar Björn Ingi er sæll og glaður að grilla þegar síminn hringir. Hann svarar að bragði en uggir ekki að sér þegar kviknar í grillinu og áttar sig ekki á fyrr en í lok samtalsins að það stendur í ljósum logum. Þótt sá sé eflaust ekki tilgangurinn leiðir auglýsingin óneitanlega hugann að öðrum stjórnmálamanni, sem talaði reyndar ekki í síma á meðan skíðlogaði í öllu saman heldur lék á fiðlu. Það er þó huggun harmi gegn að Reykjavík verður líklega ekki brennd á einni nóttu – til þess þarf að þétta byggð. Aukið líf hefur færst í smábáta- höfn Reykjavíkur með tilkomu sushi take away staðar sem opn- aður hefur verið í verbúð nr. 9 undir heitinu Sushismiðjan. „Við erum með frábært útsýni yfir sundin og sjóinn,“ segir Stefanía Ingvarsdóttir sem rekur staðinn ásamt föður sínum, Ingvari Ágústssyni, og eiginmanninum Josue Martins. Stefanía kynntist sushi fyrst í New York þegar hún bjó þar fyrir nokkrum árum og heillaðist algjörlega að þessari japönsku fæðu. Síðar fór faðir hennar í samstarf við Finna um framleiðslu á frystu sushi til útflutnings og Sushismiðjan varð þar með til. Áherslur fyrirtækis- ins breyttust svo yfir í það að framleiða eingöngu ferskt sushi fyrir innanlandsmarkað, aðallega fyrir veislur. Sushismiðjan hefur verið til húsa í verbúðinni í tvö ár en það var fyrst í síðustu viku að verksmiðjan opnaði dyrnar fyrir gestum og gangandi og hefur nú komið upp lítilli afgreiðslu, bar- borði og háum stólum. „Á fallegum sumardögum er kjörið að ná sér í sushibita og tylla sér svo á bryggjusporðinn og njóta matarins,“ segir Stefanía sem segir að fólk hafi tekið vel á móti þessari nýjung. Auk sushi er hægt að fá ýmislegt annað matar- kyns hjá Sushismiðjunni eins og matarmikla fiskisúpu, kaldar jap- anskar sopanúðlur og salöt. Næsti nágranni Sushismiðj- unnar er Sægreifinn og stutt frá er Hamborgarabúllu Tómasar að finna. Það má því segja að veit- ingaúrvalið við smábátahöfnina sé orðið nokkuð fjölbreytt og allir þeir sem leggja leið sína niður á bryggju ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Frá bryggjunni má svo skella sér í hvalaskoðunar- ferð eða á sjóstöng. Nánari upp- lýsingar um sushismiðjuna má fá á heimasíðu fyrirtækisins, www. sushismidjan.is. snaefridur@frettabladid.is STEFANÍA INGVARSDÓTTIR OG JOSUE MARTINS: OPNA NÝJAN SUSHISTAÐ Bjóða upp á sushi og fiskisúpu við sjávarsíðuna LÍFIÐ ER SUSHI Stefanía og Josue hafa opnað sushi take away stað við smábátahöfnina í Reykjavík. Margir munu líklega taka þessari nýjung fagnandi og glaðir borða sushi á bryggjusporðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég reyna að hugsa ekki of langt fram í tímann, ég held ég sé of hjá- trúarfull til þess að geta ákveðið hvað ég geri við fjárhæð sem ég er ekki búin að fá í hendurnar,“ segir Inga Þóra Ingvarsdóttir, keppandi í úrslitaþætti Meistarans sem fer fram annað kvöld á Stöð 2. Eins og kunnugt er fær sigurvegarinn í sinn hlut fimm milljónir króna. Inga Þóra er 26 ára gömul og segist vel geta hugsað sér að nota pening- ana til að kaupa sér íbúð. Mótherji hennar í úrslitaþætti Meistarans er hinn 21 árs gamli Jónas Örn Helgason. Hann er einnig mjög afslappaður yfir þessari háu fjár- hæð: „Ég veit ekki alveg hvað ég mundi gera, ætli maður fjárfesti ekki í framtíðinni og reyni kannski að kaupa sér íbúð. Ég mundi líka reyna að spara eitthvað og svo mundi ég gefa eitthvað til góð- gerðarmála,“ segir Jónas sem er yngsti keppandinn í Meistaranum og á það sameiginlegt með Ingu Þóru að hafa keppt fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð í Gettu betur. Jónas bætir við að þetta séu nú bara peningar og að þeir kaupi nú ekki hamingju. Þegar þau eru spurð um undirbúning fyrir úrslitin segist Jónas bara sofa út og slappa af og Inga Þóra tekur í sama streng og segir andlegan undirbúning vera fyrir öllu. Ætla bæði að kaupa sér íbúð INGA ÞÓRA INGVARSDÓTTIR JÓNAS ÖRN HELGASON [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8. 1 Milo Djukanovic 2 Skutla ehf. 3 Jóhann Gunnar Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.