Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 22
 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871������������� ������������������� ��������������������� ������������������ ������������ Þingmenn í framboði Átta alþingismenn sitja á framboðslist- um vegna sveitarstjórnarkosninganna á laugardag. Fjórir þeirra eru í heiðurssæt- um en fjórir eiga fræðilega möguleika á að ná kjöri. Því má slá föstu að Lúðvík Bergvinsson verði áfram í bæjarstjórn Vestmannaeyja en hann er oddviti Vestmannaeyjalistans. Jón Gunnarsson er í sveitarstjórn Voga og situr nú í fjórða sæti H- listans. Hann gæti allt eins náð endurkjöri. Spurning er hvort Birkir Jón Jónsson komist í bæjarstjórn nýs sameinaðs sveit- arfélags Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en hann er í öðru sæti á lista Framsókn- arflokksins en litlar líkur verða að teljast á að Magnús Þór Hafsteinsson nái kjöri fyrir Frjálslynda og óháða á Akranesi þótt hann sitji í öðru sætinu. Heiðurssætin Fjórir núverandi alþingismenn eru í heiðurssætum lista og eru það sjálfsagt færri en oft áður. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er í 30. sæti Samfylk- ingarinnar í Reykjavík, Hjálmar Árnason er í 20. sæti A listans í Reykjanesbæ, Anna Kristín Gunnarsdóttir er í 18. sæti Samfylkingarinnar í Skagafirði og Guðni Ágústsson er í 18. sætinu hjá Framsókn í Árborg. Fyrrverandi þingmenn Meðal fyrrverandi þing- manna sem sitja á list- um og eiga möguleika á að setjast í sveitarstjórnir eru Ísólfur Gylfi Pálmason í Rangárþingi eystra og Svanfríður Jónasdóttir í Dalvíkurbyggð. Svo benda öll sólarmerki til þess að Gunnar Birgisson nái kjöri í Kópavogi en hann er í raun fyrrverandi þingmaður þó ekki hafi hann beðist lausnar. Dágóður fjöldi fyrrverandi þingmanna er svo í neðri sætum lista og má nefna þau Ingibjörgu Pálmadóttur, Birgi Ísleif Gunnarsson, Helga Seljan, Kristján Pálsson, Vilhjálm Hjálmarsson, Sig- björn Gunnarsson, Málfríði Sigurðardóttur og Sverri Hermannsson. bjorn@frettabladid.is Þar til alveg nýlega voru alltaf erfiðir tímar á Íslandi. Ástandið var kannski ekki svo vont en útlit- ið var aldrei nema svart. Minning- ar um stjórnmálaumræðu áratugi aftur í tímann eru öðru fremur minningar um vanstillta og við- miðalausa umræðu þar sem land- ráðabrigsl bættust ofaná umræðu um yfirvofandi efnahagslegt hrun. Þetta eru minningar um verð- bólguholskeflur sem alltaf voru framundan, um flotann sem var í þann veginn að sigla í land, um óskaplega erfiðleika húsbyggj- enda og yfirvofandi gjaldþrot heimilanna í landinu ef ekki yrði gripið í taumana fyrir næstu mán- aðamót. Það höfðu flestir vinnu og þetta gekk allt saman en það blasti alltaf við skelfileg ógn og allir voru sammála um það eitt að sífellt þyrfti að grípa til úrræða svo ekki sigldi allt í strand. Þjóðin virtist föst á heljarþröm þann tíma sem það tók hana að verða ein hin ríkasta í heimi. Þetta andrúmsloft var auðvitað ekki frjór jarðvegur fyrir kyrr- láta íhugun um hvernig hlynna mætti að mannfélaginu. Umræðan var alltaf í herkví vegna hengi- flugsins framundan. Það bætti ekki úr skák að jafnvel í deilum um bæjarmál var oft stutt í brigsl um landráð og dylgjur um fylgi- spekt áhugamanna um setu í bæj- arstjórnum við útlend myrkraöfl úti á ystu jöðrum stjórnmála. Nú er þetta breytt. Maður heyr- ir ekki orð um að Dagur Eggerts- son ætli sér að leiða kommúnista til valda í höfuðstað Íslands né heldur að Villi Þ. ætli sérstaklega að greiða götu hernaðarkapítal- ista. Þetta eru raunverulegar framfarir. Við þessar aðstæður hefur skapast svigrúm til umræðna um dagvistun barna, menntun ungmenna, lýðræði í samfélaginu og skipulag byggðar. Menn geta lengi harmað þá furðu- legu staðreynd að skipulag höfuð- borgarsvæðisins er fyrst núna að komast á dagskrá en betra er lík- lega að fagna því að loksins virð- ast stóru málin í bæjarpólitík að komast í umræðu. Þótt sveiflurnar í efnahagslíf- inu séu dálítið stórkarlalegar þessi misserin og eðlilega megi finna fyrir vaxandi umræðu um hag- stjórn í landinu verður heldur ekki sagt að landsmálin séu í þessari gamalkunnu herkví tilfinninga um hengiflug og holskeflur. Svigrúm- ið til að ræða hluti á öðrum for- sendum en þeim hvað menn ætli að gera fyrir næstu mánaðamót til að afstýra þjóðarógæfu, eða þeim hvort menn styðji heimskommún- isma eða hernaðarkapítalisma hefur hins vegar ekki verð sérlega vel nýtt. Umræðan í landsmálum virðist enn heldur fábrotin, dálítið úrelt, stundum illa upplýst og oft snýst hún um tæknilega anga á einstökum málum frekar en um kjarna þeirra. Svo virðist líka sem spurningin um hversu hratt við komumst leiti enn um stund meira á menn en spurningin um hvert við erum að fara. Sjálfsagt er þetta öðrum þræði vegna þess að við erum enn á vertíð, nú fiskast, kannski gefur ekki á morgun. Við trúum tæpast að við getum ráðið því hvert við förum, við réðum svo litlu um það áður. Við erum enn í spennu og æsingi að reyna að koma okkur út úr fátæktinni. Menn í íslensku atvinnulífi hafa með sérlega eftirtektarverðum hætti sýnt þjóðinni framá að auð- sköpun í samtíðinni felst alls ekki í því að gernýta landkosti eins og gerðist á 19. öld. Þetta var fólki víðast á Vesturlöndum ljóst fyrir nokkuð löngu enda eiga flestar ríkustu þjóðir heimsins utan Norð- ur-Ameríku það sameiginlegt að eiga lítið af auðlindum en mikið af þekkingu. Þessi nýja hugsun varð ekki til í íslenskum stjórnmálum heldur í íslensku atvinnulífi og stjórnmálaheimurinn virðist enn að hluta fastur í sínu fari. Nú eru menn farnir að nýta það svigrúm sem gafst þegar kalda stríðinu linnti í sveitarstjórnar- málum og ræða um efnislega hluti af þekkingu og alvöru. Í landsmál- um eru útlend myrkraöfl að veru- legu leyti komin af dagskrá og framleiðslan farin að skipuleggja sig sjálf. Þótt hagstjórnin hafi ekki beinlínis stuðlað að jafnvægi í efnahagsmálum þarf umræðan ekki öll að snúast um yfirvofandi vanda. Er ekki lag til að endurtaka leikinn í landsmálum og ræða svo- lítið betur hvert við viljum fara, hvað við viljum gera við landið okkar, hvernig við viljum mennta fólk til að takast á við gersamlega nýjar aðstæður í heiminum og hvernig við viljum haga okkur gagnvart öðrum í þessum nýja heimi. Að endurtaka leikinn Í DAG ÍSLENSK PÓLITÍK JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Svo virðist líka sem spurningin um hversu hratt við komumst leiti enn um stund meira á menn en spurningin um hvert við erum að fara. Samkvæmt skoðanakönnunum virð- ast nokkrar líkur til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn fái hreinan meiri- hluta í borgarstjórnarkosningunum á laugardag, jafnvel með minni- hluta atkvæða. Mér hugnast ekki sú tilhugsun og ég held að svo sé um marga fleiri. Í því felst enginn sérstakur áfellis- dómur yfir Sjálfstæðisflokknum. Þætti fólki góð tilhugsun að einn flokkur fengi hreinan meirihluta á Alþingi og hefði þannig alla ráð- herra ríkisstjórnarinnar? Hvar væru hinar raunverulegu ákvarð- anir teknar þá, í þinginu eða Val- höll? Íslendingar hafa góða reynslu af samstarfi tveggja flokka eða fleiri við stjórn landsmálanna, þar sem gæta þarf jafnræðis og leita málamiðlana við töku mikilvægra ákvarðana og með því er tryggt að ekki ráði aðeins þröngir flokkshags- munir, heldur fremur hagsmunir alls almennings og borgarbúa allra. Framsóknarflokkurinn hefur boðið fram undir eigin merkjum í 90 ár og við framsóknarmenn erum stoltir af okkar glæstu sögu. Margir vilja gera lítið úr hugsjónum sam- vinnumanna, en staðreyndin er sú að flokkurinn hefur frá fyrstu tíð verið límið í íslenskum stjórnmál- um, enda þótt hann hafi ekki verið nægilega duglegur við að halda verkum sínum á lofti. Hann hefur með mildi og skynsemi miðlað málum í samstarfi við aðra og ávallt haft uppbyggingu atvinnutækifæra og velferðarkerfisins að leiðarljósi. Framsóknarflokkurinn var stofnað- ili að Reykjavíkurlistanum og var eini flokkurinn sem átti aðild að honum alla tíð. Jafnframt var hann eini flokkurinn sem vildi halda því samstarfi áfram, enda deila fæstir um þá staðreynd, að síðustu tólf ár í borginni einkennast af mikilli upp- byggingu, ekki síst á sviði velferðar- og fjölskyldumála. Við framsóknarmenn erum bjartsýnir á okkar hlut í kosningun- um á laugardag og biðjum um stuðn- ing borgarbúa. Samkvæmt könnun- um eru ótrúlega margir enn óákveðnir og reynslan sýnir að við eigum jafnan töluvert fylgi meðal þeirra sem ákveða sig á lokasprett- inum. Margt bendir til þess að atkvæði þessa fólks muni ráða úrslitum að þessu sinni og Fram- sóknarflokkurinn komi enn einu sinni á óvart. Ég trúi því. Með ein- lægni, jákvæðni og bjartsýni er nefnilega allt hægt. Höfundur er oddviti Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Fær íhaldið hreinan meirihluta? UMRÆÐAN KOSNINGAR BJÖRN INGI HRAFNSSON FRAMBJÓÐANDI Fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á dögum kalda stríðsins hafa að vonum vakið nokkra athygli. Rannsókn er sameiginlegt viðbragðsorð flestra sem um málið fjalla. En hvað á að rannsaka? Í því samhengi sýnist athygli manna beinast annars vegar að þeim tilteknu stjórnvalds- og dómsathöfnum sem greint hefur verið frá og hins vegar að víðtækara sagnfræðilegu uppgjöri við kaldastríðsárin. Bæði viðfangsefnin eru áhugaverð. Þau tilvik um símahleranir sem greint hefur verið frá byggð- ust lögum samkvæmt á dómsúrskurðum. Þau atvik ein og sér gefa því ekki tilefni til að kanna lögmæti þeirra athafna. Það gerðu dómstólar á sínum tíma. Hér þarf því að skilgreina hvað annað á að rannsaka. Guðni Th. Jóhannesson staðhæfir að öllum gögnum sem feng- ust úr þessum hlerunum hafi verið eytt ekki síðar en árið 1977. Hér þurfa stjórnvöld að upplýsa um þær reglur sem gilda um eyðingu gagna af þessu tagi. Voru sérstakar ástæður fyrir því að þessum gögnum var eytt? Vera má að tilefni sé til að athuga þann þátt sérstaklega. Það fer nokkuð eftir upplýsingum stjórn- valda þar að lútandi. Ekki er óeðlilegt að spurningar vakni með hliðsjón af þessari umræðu um vörslu mikilsverðra gagna og mögulega eyðingu þeirra. Rétt er þó að hafa í huga að engar vísbendingar hafa komið fram þar að lútandi um önnur efni. Eins og málum er komið er rétt að þeir einstaklingar sem hlut eiga að máli fái upplýsingar þar um. Þeir geta síðan gert þær opinberar ef þeim sýnist svo. Í tilefni þessarar umræðu hefur dómsmálaráðherra minnt á að hann hefur oftsinnis áður lagt til að efnt yrði til víðtækrar alhliða sagnfræðilegrar rannsóknar á kaldastríðstímanum. Slík rannsókn tæki að sjálfsögðu til einstakra stjórnvaldsathafna. En hún yrði miklu víðtækari með því að henni væri ætlað að leita dýpri skýringa á stjórnmálaátökum þessa tíma. Gild rök eru fyrir þessum sjónarmiðum dómsmálaráðherra. Rannsóknir af þessu tagi þekkjast sums staðar erlendis. Ein- stakir sagnfræðingar hafa reyndar þegar lagt fram markvert framlag um þessi efni þótt heildstæð rannsókn hafi ekki farið fram enn sem komið er. Upphaf síðari heimsstyrjaldar fellur að vísu utan þröngrar skilgreiningar á kalda stríðinu. Eigi að síður er vert að hafa í huga í þessu viðfangi að stjórnmálalegt uppgjör hefur aldrei farið fram gagnvart þeirri staðreynd að Ísland var hlutlaust gagnvart Hitlers-Þýskalandi. Kaldastríðstíminn kallar vissulega á ýmsar sagnfræðilegar uppgjörsspurningar af þessum toga. Stjórnarandstaðan hefur boðað að hún muni taka þessi mál til umræðu á sumarþinginu. Forseti Alþingis hefur með athyglis- verðum hætti bent á fordæmi um það hvernig aðrar þjóðir hafa brugðist við svipuðum tilvikum. Rétt væri að ríkisstjórnin tæki frumkvæði í því hvernig þessi umræða verður til lykta leidd þannig að hún endi ekki í ómark- vissu málþrefi. Rök standa aukheldur til þess að mæla með því að þessi mál verði skoðuð í víðu samhengi fremur en þröngu. Frumkvæði ríkisstjórnarinnar um málsmeðferð er mikil- vægt. En markmiðið með því ætti að vera að ná samstöðu á Alþingi um viðbrögð. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Kalda stríðið: Hvað á að rannsaka?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.