Fréttablaðið - 24.05.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 24.05.2006, Síða 44
MARKAÐURINN 24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T Listahátíð í Reykjavík hefur um langa hríð verið fastur punktur í lífi borgarbúa. Nú stendur sem hæst tuttugusta hátíðin frá stofnun hennar árið 1970 og hafa listunnend- ur ekki haft undan að sækja listsýningar, danssýningar og tónleika sem eru meðal þeirra fimmtíu listviðburða sem hátt í sex hundruð lista- menn bera á borð í ár. Hafi einhverj- ir gleymt sér – eða ekki fengið nóg – er enn af nógu að taka því hátíðinni lýkur ekki fyrr en 2. júní. Tvö síð- ustu ár, eða frá því að ákveð- ið var að Listahátíð yrði fram- vegis árviss v i ð b u r ð - ur, hefur a t h y g l i n n i sérs tak lega verið beint að einni listgrein í einu, þótt öðrum sé jafnframt gert hátt undir höfði. Í ár ræður tónlistin ríkjum og hefur sjónum hátíð- arinnar að miklum hluta til verið beint að Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og öðrum þeim menning- arstofnunum sem hafa verið kjölfestan í Listahátíð frá því hún hóf göngu sína. ALLTAF Á HÖTTUNUM EFTIR LISTAMÖNNUM Margir vildu eflaust vera í sporum Þórunnar Sigurðardóttur sem er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og sér um að móta dagskrá hverrar hátíðar. Það er þó ekki hægur vandi að velja þá hópa sem fram koma á Listahátíð enda margir að gera merkilega hluti um víða veröld sem helst mega ekki fara framhjá Þórunni. Hún er á höttunum eftir spennandi listamönnum allt árið og segir starf sitt miklu meira en hundrað prósent. „Þegar ég er búin að miða eitthvað áhugavert út með því að skoða vídeó, tala við fólk, skoða heimasíður, myndir, efni og gagnrýni, þá fer ég og sé það til að sjá hvort það passi Listahátíð. Ég sé helst alla erlenda hópa sem koma því þótt vinnan fari mikið til fram á netinu snýst þetta alltaf um persónuleg samskipti.“ MARGFELDISÁHRIF AF HVERJUM GESTI Kostnaðurinn við Listahátíð er í kringum 120 til 130 milljónir og kemur féð að einum fjórða hluta, nokkurn veginn jafnt, frá styrktar- aðilum, miðasölu, ríki og borg. Þessar tölur segja þó aðeins hálfa söguna því margir við- burðir á hátíðinni fara ekki í gegnum bækur Listahátíðar. Þær menningarstofnanir ríkis og borgar sem sitja í fulltrúaráði Listahátíðar og taka þátt í hátíðinni halda sjálfar utan um sitt framlag. Því segir Þórunn að það láti nærri að verðmæti hátíðarinnar sé um 250 milljónir ef á það ætti að leggja mat. Listahátíð hefur breyst og þróast með árun- um. Fyrst og fremst er hún mun umfangs- meiri núna og með breyttu sniði. Áður fyrr var hátíðin eins og regnhlíf og stofnanir lögðu henni til verkefni sem ekki var lagt fjármagn í. Núna leggur Listahátíðin fjármagn eða mikla og dýra þjónustu í öll verkefni. Þar að auki hefur hátíðin líka færst út á land og unnið er markvisst með skólum og ferðaþjón- ustu og talsvert er lagt í erlenda kynningu og aðstoð við erlenda fjölmiðla. „Velta hátíðarinnar er í fjölmörgum lögum og því erfitt að meta kostnað og tekjur af henni. Til að mynda stendur Listahátíðin undir grunnútgjöldum þeirra fjölmörgu erlendu listamanna sem koma hingað til lands en sjálfir standa þeir iðulega undir mestum hluta kostnaðarins við dvöl sína hér með styrkjum frá heimalandinu. Því eru margfeldisáhrifin af hverjum og einum þeirra gríðarleg. Allt það fé sem við fáum frá ríki og borg kemur til baka í kynningu á Íslandi erlendis og með ýmsum útgjöldum erlendra ferðamanna og listamanna hér á landi, það get ég fullyrt.“ Máli sínu til stuðnings nefnir Þórunn að bara um síðustu helgi voru um fjögur þúsund manns á tónleikum Listahátíðar og að um sextíu blaðamenn frá völdum fjölmiðlum um allan heim sækja viðburði hátíðarinnar. SAGAN SPANNAR 36 ÁR Listahátíð í Reykjavík fór fyrst fram sem fyrr segir árið 1970. Heiðurinn af því átti hinn heimsþekkti píanisti Vladimir Ashkenazy sem hafði flúið Sovétríkin og fengið íslensk- an ríkisborgararétt. Á þessum tíma var mjög lítið um innflutning á erlendum listamönnum hingað til lands. Til að endurgjalda vinar- greiða Íslendinga aðstoðaði hann Listahátíð með því að fá marga heimsþekkta listamenn Tuttugasta Listahátíðin í hæstu hæðum Þegar Listahátíð í Reykjavík lýkur þann 2. júní munu sex hundruð listamenn hvaðanæva að úr heiminum hafa örvað skynfæri þúsunda Íslendinga undanfarnar vikur. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði glæsta sögu Listahátíðar sem, að sögn listræns stjórnanda hátíðarinnar, einkennist af farsælu samstarfi hins opinbera og einkaaðila.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.