Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 53
MARKAÐURINN til að koma fram, sérstaklega framan af þegar umboðsmannaskipulagið var ekki eins ríkjandi og það er í dag og persónuleg sambönd skiptu öllu máli. Í dag skipar Ashkenazy sæti heiðursforseta Listahátíðar og hefur enn íslenskan rík- isborgararétt, þótt hann búi ekki hér. Margir heimsþekktir lista- menn hafa komið fram á Listahátíð. Oft hefur hún líka laðað til sín listamenn áður en þeir urðu stór- stjörnur. Þannig var til dæmis ekki húsfyllir þegar Pavarotti kom hingað til lands. „Þannig á það líka að vera,“ segir Þórunn. „Ef við fáum heimsþekkta listamenn hingað verða þeir að hafa eitthvað alveg sérstakt við sig. Þeir þurfa að hafa mjög sérstaka sögu og vera fulltrúar fyrir eitt- hvað miklu meira en bara að vera frægir og standa á sviði og syngja.“ Hún tekur dæmi um afrísku söng- konuna Miriam Makeba, sem var með stórtónleika í Laugardalshöll á laugar- daginn var, sem á sér einstaka sögu. ENGINN VILL FJÁRFESTA Á EYÐIEYJU Þórunn er ekki í vafa um að hátíð á borð við þessa væri ekki hægt að halda nema með samstarfi einkaaðila og opinberra aðila. „Einkaaðili getur haldið hátíð með erlend- um listamönnum en við erum að borga með nánast öllum íslensku verkefnunum.“ Hún dregur ekki í efa að ríki og borg eigi að leggja almanna- fé í hátíð sem Listahátíð. „Ef ríki og borg styðja ekki við menningarstarfsemi erum við ekki til lengur sem þjóð. Við getum ekki verið sjálf- stæð þjóð ef við eigum ekki okkar eigin menningu, okkar eigin tungu og hlúum að okkar menningu,“ segir hún. „Viðskiptalega erum við líka búin að vera ef við rækt- um ekki sköpunarkraftinn. Enginn vill fjárfesta í slíku landi. Þetta vita íslenskir viðskiptamenn, þeir vita að það skiptir öllu máli fyrir þá í fjárfestingum á alþjóðleg- um vettvangi að hafa að baki sér sterka, sjálfstæða og stolta þjóð og menningarlíf sem stenst alþjóðlegan sam- anburð. Slíkur kjarni gerir okkur að þjóð sem er aðlað- andi að eiga viðskipti við. Ég hef ekki hitt stjórnanda nokkurs fyrirtækis sem er að gera það gott erlendis sem ekki skilur þetta.“ Hún telur einkaaðil- ana jafnframt hafa ákveðnar skyldur til að hjálpa til við að byggja upp sterkt og gott samfélag, enda séu í því fólgin viðskiptatæki- færi líka og segir að lokum: „Það vill enginn fjárfesta á eyðieyju.“ 13MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 Ú T T E K T Fjölmörg fyrirtæki styrkja Listahátíð á einn eða annan hátt og standa styrk- ir undir einum fjórða hluta kostn- aðar við hátíðina. Einn af dyggustu samstarfsaðilum Listahátíðar er Icelandair sem hefur stutt við hana síðastliðin 25 ár. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair Group, segir Listahátíð hjálpa félaginu í því miði að markaðssetja Reykjavík sem alvöru menningarborg enda auðgi hún verulega menningarlíf borgar- innar. Hátíðin sé jafnframt haldin á svokölluðu axlartímabili, ekki um hávetur og ekki um hásumar, en þá leggur flugfélagið áherslu á að fjölga ferðamönnum og lengja þannig ferða- mannatímann. „Icelandair er sérstakt flugfélag að því leyti til að við búum við afskap- lega lítinn heimamarkað og verðum því að byggja okkar sölu- og mark- aðsstarf verulega á því að fá fólk erlendis til Íslands. Þess vegna er okkur mikilvægt að sjá til þess að hingað sé áhugavert að koma sem ferðamaður. Í þessu miði höfum við séð hag okkar í því að styðja við hátíðir á borð við Listahátíð, og búið til okkar eigin hátíðir, eins og Iceland Airwaves og Food and Fun.“ Guðjón segir erfitt að henda reiður á hversu margir koma hingað til lands gagngert til að fara á Listahátíð. Ferðamönnum yfir vetrarmánuðina hafi hins vegar fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Nú sé algengt að fólk komi hingað í nokkra daga með Reykjavík sem aðalviðkomustað en ekki eingöngu náttúrunnar vegna eins og áður var. Hátíðir á borð við Listahátíð eigi þar ríkan þátt. Hann segir þá fjölmörgu blaðamenn koma hingað á hátíðina, sem svo upplifa borgina og landið og nýta sem fóður í sínar greinar, jafnframt stuðla mjög að landkynningu. „Og svo hafa þess- ar hátíðir þann dásamlega eiginleika að nýtast Íslendingum ekkert síður en útlendingunum.“ Stuðlar að fjölgun ferðamanna GUÐJÓN ARN- GRÍMSSON, UPPLÝSINGA- FULLTRÚI ICELANDAIR Segir Listahátíð auðga menning- arlíf Reykjavíkur og auðveldi við að markaðssetja borgina sem alvöru menning- arborg. Tuttugasta Listahátíðin í hæstu hæðum Þegar Listahátíð í Reykjavík lýkur þann 2. júní munu sex hundruð listamenn hvaðanæva að úr heiminum hafa örvað skynfæri þúsunda Íslendinga undanfarnar vikur. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði glæsta sögu Listahátíðar sem, að sögn listræns stjórnanda hátíðarinnar, einkennist af farsælu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Radisson SAS Hótel Saga hefur verið styrktaraðili að Listahátíð í Reykjavík frá því menningarárið 2000. Flestir þeirra listamanna sem taka þátt í Listahátíð gista á hótel- um keðjunnar en hluti af styrktar- samningnum við Listahátíð felst í ákveðnum fjölda gistinátta auk þess sem föst upphæð er greidd í formi styrkjar. Hrönn Greipsdóttir segir sam- starf milli Listahátíðar og einka- fyrirtækja afar jákvætt fyrir báða aðila. Hún segist finna fyrir því að hátíðin veki athygli á Íslandi sem áfangastað og landið fái fyrir vikið meiri „klassa“ í hugum ferðalanga. Hún segir vont að dæma um hversu margir komi hingað í beinum tengsl- um við Listahátíð enda sé yfirleitt nokkuð mikið að gera í maímán- uði. „Við látum gögn um Listahátíð liggja frammi, bæði fyrir og eftir hátíðina, sem vekur mikla athygli útlendinga. Áhrifin af Listahátíðinni eru að mínu mati mjög jákvæð, ekki einungis fyrir maímánuð heldur fyrir allt árið.“ Hrönn þykir einkar vel staðið að Listahátíð undir stjórn Þórunnar Sigurðardóttur sem hún segir skipta höfuðmáli til að tryggja þátttöku og áhuga einkafyrirtækja sem hugleiði að sjálfsögðu hvernig samstarfið samræmist stefnu fyrirtækisins. „Þórunn hefur staðið sig frábær- lega í því að finna listamenn, suma hverja á heimsmælikvarða sem mann hefði aldrei dreymt að myndu koma hingað. Í dagskránni má finna eitthvað við allra hæfi og mikið og breitt úrval listamanna sem hafa tekið þátt í hátíðinni. Það er frábært að geta sagt frá þeim listamönnum sem hafa komið hingað og þeim listviðburðum sem hafa átt sér stað hér í okkar markaðssetningu. Það gerir okkur miklu trúverðugri og Ísland miklu meira spennandi sem áfangastað fyrir útlendinga.“ HRÖNN GREIPSDÓTTIR, HÓTELSTÝRA RADISSON SAS Hrönn þykir vel staðið að Listahátíð sem skipti höfuðmáli fyrir þátttöku einkafyrirtækja. „ENGINN VILL FJÁRFESTA Á EYÐIEYJU“ Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, sem hér er umkringd samstarfs- konum sínum, dregur ekki í efa að það sé allra hagur að hið opin- bera og einkaaðilar leggi fé til menningarstarfsemi. Þ A U H A F A K O M I Ð Á L I S T A H Á T Í Ð Bob Dylan Nina Simone Benny Goodman Stan Getz Ingmar Bergman Cesaria Evora Herbie Hancock Jacqueline du Pré John Cage Led Zeppelin Leonard Cohen Kronos kvartettinn San Francisco ballettinn Vladimir Ashkenazy David Bowie Luciano Pavarotti Styrkir ímynd Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.