Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 8
DÓMSMÁL Tveir nítján ára piltar hafa verið kærðir fyrir líkamsár- ásir á Akureyri. Ákæran hefur verið þingfest í héraðsdómi. Piltunum er gefið að sök að hafa ráðist á mann á þrítugsaldri þar sem hann sat í bíl, dregið hann út úr bílnum og barið og sparkað í hann þar til hann missti meðvit- und. Maðurinn nefbrotnaði og hlaut skurði í andliti. Annar mann- anna er jafnframt sakaður um að hafa kýlt jafnaldra sinn tvívegis í andlitið. Hámarksrefsingar er krafist yfir báðum piltunum. - sh Nítján ára piltar á Akureyri: Kærðir fyrir líkamsárásir 8 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR Sitja enn fastir Enn reyna 800 kínverskir björgunarmenn að ná 57 námuverkamönnum úr kolanámu í Norður-Kína, en mennirnir lokuðust inni í námunni í síðustu viku. Óvíst er hvort mennirnir eru enn á lífi. KÍNA VEÐUR Íþrótta- og útivistardegi grunnskólabarna í Litlulaugaskóla í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu var slegið á frest í gær vegna veðurs. Baldur Daníelsson skólastjóri segir að ákveðið hafi verið að börnin hvíldu sig heima vegna fannfergis. Aðeins hafi verið jeppa- færi um göturnar. Starfmenn og nemendur hafi ætlað að gera sér glaðan dag, leika sér og grilla, í kjölfar prófloka. Sigurður Ragnarsson veður- fréttamaður segir að þegar rýnt sé í tölurnar fyrir allt landið séu síð- ustu dagar eitt kaldasta hret sem komið hefur í maí frá upphafi mæl- inga. „Fyrir 1979 hafði ekki verið eins kalt um þetta leyti í yfir heila öld.“ Sigurður segir veðurfarið síð- ustu daga geta hægt á gróðurvext- inum um tvær til þrjár vikur, berja- lyng gæti hafa skemmst, sem hafi þá áhrif á stærð refastofnsins. Hann segir þennan maímánuð ein- stakan, því ekki sé einungis gríðar- lega kalt um þessar mundir heldur hafi jú hitamet verið slegin fyrir fáeinum dögum. „Ef við rýnum í tölurnar hefur sennilega aldrei orðið eins kalt og varð síðustu nótt þegar frostið fór niður í 2,6 gráður.“ Sigurður segir þó að hlýni á næstu dögum. - gag HVÍTUR AFMÆLISDAGUR Vilberg Fannar Kristjánsson fagnaði fjögurra ára afmæli í gærmorgun á Akureyri. Í fyrsta sinn á hans ævi var allt á kafi í snjó á afmælisdaginn hans. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Sigurður Ragnarsson segir hretið það kaldasta frá upphafi mælinga: Börnin inni vegna veðurs MEXÍKÓBORG, AP Andres Manuel Lopez Obrador, forsetaframbjóð- andi í Mexíkó, hefur beðist afsök- unar á því að hafa uppnefnt Vicente Fox, núverandi forseta. Hins vegar heldur Obrador áfram að gagnrýna Fox fyrir að misnota aðstöðu sína til þess að hafa óeðlileg áhrif á forsetakosningarnar, sem haldnar verða 2. júlí. „Ég gerði mistök með því að segja „haltu kjafti, chacalaca“, sem gekk þvert á anda kosningabaráttu minnar og afstöðu minnar,“ sagði Obrador í bréfi sem hann sendi óvænt til Fox seint á mánudags- kvöld. Chacalaca er fugl sem er alræmdur í Mexíkó fyrir það hversu hávær hann er. Bréfið þykir óvenjulegt fyrir Obrador, sem hefur jafnan haldið fast við grasrótarstíl sinn í kosn- ingabaráttunni, þar sem hann er ekki vanur því að skafa utan af hlutunum. Obrador er vinstrimaður, þekktur fyrir eldheitar ræður sínar. Hann lét af embætti borgar- stjóra í Mexíkóborg til þess að bjóða sig fram til forseta fyrir Lýðræðislega byltingarflokkinn. Hann naut óskoraðrar forystu í skoðanakönnunum mánuðum saman, en fylgið minnkaði snar- lega þegar hann fór að nota ókvæðisorð á borð við chacalaca um Fox forseta. - gb ANDRES MANUEL LOPEZ OBRADOR Hafði óskorað forskot í skoðanakönnunum þangað til hann fór að nota ljót orð um forsetann. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Obrador, forsetaframbjóðandi í Mexíkó, sendir sitjandi forseta afsökunarbréf: Biðst afsökunar á orðbragði SAN FRANCISCO, AP Braxton Bilbrey er ekki nema sjö ára en gerði sér þó lítið fyrir á mánudag og synti meira en tveggja kílómetra leið í hafi frá Alcatraz-eyju, þar sem fangelsið alræmda var til húsa, til lands í San Francisco. Þjálfari piltsins og tveir aðrir fullorðnir syntu með honum í aðeins 12 stiga heitum sjó, en sundferðin tók 47 mínútur. „Ég er svo stoltur af honum,“ sagði faðir hans, Steve Bilbrey. - gb Sjö ára sundkappi: Synti rúmlega tvo kílómetra STOLTIR FEÐGAR Sundkappinn ungi ásamt föður sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ? 1 Svartfellingar hafa kosið sér sjálfstæði frá Serbum. Hvað heitir forsætisráðherra Svartfjallalands? 2 Nýtt fyrirtæki býður nú upp á nýstárlega samgönguþjónustu frá Lækjartorgi. Hvað heitir fyrirtækið? 3 Vinstrihandarskytta handknatt-leiksliðs Fram hefur endurnýjað samning sinn við félagið. Hvað heitir sá mikilvægi leikmaður? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 LYFJAVERÐ Lyfjaútgjöld Trygginga- stofnunar ríkisins myndu lækka um 160 milljónir króna á ári ef unnt væri að bjóða blóðfitulækk- andi lyfið Sivacor á sama verði hér og í Danmörku. Trygginga- stofnun tekur þetta dæmi á heima- síðu sinni um þann sparnað sem mætti ná fram með fjölgun sam- heitalyfja á verðlagi sem væri svipað og í nágrannalöndum okkar. Í samanburðinum er smásölu- verð samheitalyfsins borið saman í löndunum tveimur í sex mismun- andi flokkum eftir styrkleika í milligrömmum og töflumagni. Hámarksverð lyfsins á Íslandi í mars miðað við við danskt verð sýnir að verðmunur er minnstur 347 prósent og mestur er hann 1.332 prósent. „Við vildum með þessu dæmi leggja áherslu á hvað samheitalyfin skipta miklu máli og mikilvægi þess að fá fleiri sam- heitalyf á íslenskan markað sem eru á sama verði og á Norðurlönd- unum,“ segir Guðrún I. Gylfadótt- ir, deildarstjóri lyfjadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Lyfjakostnaður Trygginga- stofnunar lækkaði um 5,3 prósent milli áranna 2004 og 2005 og í fyrra niðurgreiddi Tryggingastofnun lyf fyrir tæpan 6,1 millj- arð króna. Guðrún tekur fram að þrátt fyrir að lyfjakostnaður TR hafi lækkað haldi lyfjanotkun áfram að aukast. Hún nefnir þrjár meginskýringar á þessari lækkun lyfjakostnaðar Trygg- ingastofnunar. Í fyrsta lagi hafi styrking krónunnar árið 2005 haft í för með sér lækk- un verðs á stórum hluta skráðra lyfja. Í öðru lagi var gigtarlyfið Vioxx tekið af markaði síðla árs 2004 og við það dró einn- ig úr notkun á sambærilegum lyfj- um. Áætluð lækkun á kostnaði milli ára vegna þessa er um 130 milljónir króna. Í þriðja lagi lækk- aði lyfjaverð í kjölfar sam- komulags heilbrigðis- ráðuneytisins við lyfjaheildsala og fram- leiðendur. Guðrún segir fyrirsjáanlegt að þessi lækkun muni ganga til baka vegna gengis- breytinga og lyfja- kostnaður muni hækka á ný samhliða aukinni lyfjanotkun. - sdg TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Lyfjakostnaður TR lækkaði um 342 milljónir króna milli áranna 2004 og 2005. 160 milljónir sparast Tryggingastofnun ríkisins hefur reiknað út sparnað í lyfjaútgjöldum stofnun- arinnar yrði tiltekið samheitalyf boðið hérlendis á sama verði og í Danmörku. Samkvæmt tölunum er verðmunurinn allt að 1.332 prósent. LYF VIÐ HÁRRI BLÓÐFITU Ef Sivacor fengist á sama verði og í Danmörku myndi Tryggingastofnun ríkisins spara 160 milljónir á ári. KOSNINGAR Félagsvísindadeild Háskóla Íslands gerði í síðustu viku skoðanakönnun á Álftanesi fyrir framboðslista þar í bæ en oddvitar beggja flokkanna sem bjóða þar fram kannast ekki við það. „Félagsvísindadeild hefur stað- fest við mig að hún sé gerð fyrir framboðslista hér í bæ svo þar er vitað hver það er,“ segir Guð- mundur Gunnarsson, oddviti sjálf- stæðismanna. „Mér finnst að ef verið er að trufla íbúa að þeir fái að vita niðurstöðurnar.“ Sigurður Magnússon, A-lista, kannnast ekki við að könnunin hafi verið gerð fyrir hans framboð. - jse Kosningabaráttan á Álftanesi: Leynd ríkir um skoðanakönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.