Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Hagstofa Íslands stefnir að því
að birta á þessu ári útreikninga
á svokölluðum Gini-stuðli sem
sýnir hvernig tekjur dreifast á
landsmenn.
Þorvaldur Gylfason prófessor
spurði Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra á ráðstefnu
Economist um íslensk efnahags-
mál hverju það sætti að hér lægju
ekki fyrir þessir útreikningar,
sem hann taldi að myndu sýna
fram á að hér hefði misskipting
tekna aukist. Forsætisráðherra
sagðist draga í efa að hér væri að
finna ójöfnuð í þá veru og hafði
ekki heyrt af því að fyrrnefndur
Gini-stuðull lægi hér ekki fyrir.
„Ég veit ekki til þess að hér hafi
vantað einhverja tölfræði, það
eru fréttir fyrir mér,“ sagði hann
og benti á að tekjur landsmanna
hefðu aukist mjög síðustu ár.
Hallgrímur Snorrason hag-
stofustjóri segir hafa staðið til
í nokkurn tíma að birta útreikn-
inga á Gini-stuðlinum en sökum
anna hjá stofnuninni hafi dreg-
ist að koma því í verk. Áður
var Gini-stuðullinn reiknaður
út hjá Þjóðhagsstofnun og þá
segir Hallgrímur fjármálaráðu-
neytið hafa reiknað út stuðulinn.
„Ætlunin hefur verið að
endurskoða og endurvinna tekju-
tölur fyrir nokkur síðustu ár
og reikna að því loknu og birta
þessa stuðla,“ segir Hallgrímur,
en áréttar um leið að hér hafi
verið birtar aðrar tölur um tekju-
dreifingu. „En væntanlega verð-
ur þetta birt einhvern tímann á
þessu ári. Það hefur bara ekki
komist að vegna anna við önnur
verkefni.“
Gini-stuðullinn er alla jafna
birtur sem prósenta þar sem
núll prósent þýðir að allir hafi
sömu tekjur og jöfnuður þar með
fullkominn, en 100 þýðir að ein-
hver einn hafi allar tekjurnar
og hinir ekkert, ójöfnuður full-
kominn. Þannig er Gini stuðull-
inn í Danmörku 24,7 en 46,6 í
Bandaríkjunum samkvæmt nýj-
ustu mælingum sem Sameinuðu
þjóðirnar hafa birt. Í vefriti fjár-
málaráðuneytisins í febrúar í
fyrra segir að árið 2004 hafi Gini-
stuðullinn hér verið 30,0 að með-
reiknuðum fjármagnstekjum, en
23,0 án þeirra. Sú mæling náði
þó eingöngu til hjóna og sam-
búðarfólks og því ekki saman-
burðarhæf við tölur Sameinuðu
þjóðanna.
24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
HALLGRÍMUR SNORRASON
Á RÁÐSTEFNU ECONOMIST Á MÁNUDAG Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kannaðist ekki við að hér vantaði tölur sem
notaðar væru í alþjóðlegum samanburði á tekjujöfnuði þegar hann var nýverið spurður út í þær á ráðstefnu Economist um
efnahagsmál hér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Stuðullinn birtur á árinu
Á nýlegri ráðstefnu Economist í Reykjavík kannaðist for-
sætisráðherra ekki við vöntun á tölum um tekjujöfnuð.
Hagstofan segir þær munu liggja fyrir síðar á þessu ári.
T E K J U J Ö F N U Ð U R Þ J Ó Ð A
Land Gini- Könnunar-
stuðull ár
1 Danmörk 24,7 1997
2 Japan 24,9 1993
3 Svíþjóð 25,0 2000
4 Belgía 25,0 1996
5 Tékkland 25.4 1996
6 Noregur 25.8 2000
7 Slóvakía 25.8 1996
8 Bosnía og Herzegóvína 26.2 2001
9 Úsbekistan 26.8 2000
10 Finnland 26.9 2000
Heimild: Sameinuðu þjóðirnar, Development
Program Report 2005.
Settur hefur verið upp utan land-
steinanna búnaður þeim til hægð-
arauka sem staddir eru í útlöndum
og vilja sækja sér fréttir á Netinu
og annað efni á VefTV Vísis.
Að sögn Og Vodafone sem
annst rekstur vefþjónustu 365
hefur verið mikil eftirspurn hjá
netnotendum í útlöndum eftir því
efni sem boðið er upp á án endur-
gjalds frá 365 ljósvakamiðlum á
VefTV. „Fleiri þúsund einstakra
notenda sem búa í Evrópu og
N-Ameríku notfæra sér VefTV
í hverjum mánuði. Þá eru einn-
ig fjölmargir sem nota VefTV í
öðrum löndum nær og fjær,“ segir
í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Meðal efnis sem hægt er að
sækja án endurgjalds á VefTV á
slóðinni Vísir.is og Íslendingar á
ferðalögum eða búsettir erlendis
nýta sér gjarnan eru íþróttafrétt-
ir og íþróttatengt efni frá Sýn,
innlent efni frá Sirkus, fréttir og
fréttatengt efni frá NFS og inn-
lend og erlend tónlistarmyndbönd
á PoppTV. - óká
KOMIN Á SLÓÐINA Hægt er að nálgast sjónvarpsefni 365 ljósvakamiðla á VefTV hvar sem
fólk kemst í netsamband.
Þjónusta VefTV
bætt í útlöndum
SPRON seldi á dögunum stofn-
fé fyrir 5,5 milljarða króna,
eða 2,8 milljarða að nafnvirði.
Bauðst stofnfjáreigendum að
ríflega tvöfalda þann eignar-
hlut sem þeir áttu fyrir útboðið.
Uppreiknað verðmæti stofnfjár
stendur því í 9,7 milljörðum
króna.
Gengi á stofnfjárbréf-
um hefur verið um 3,5 eftir
að opnað var fyrir viðskipti að
nýju. Jafngildir það genginu sjö
fyrir aukningu stofnfjár.
Þetta var í þriðja skipti á einu
ári sem SPRON eykur stofnfé
sitt. - eþa
SPRON seldi stofnfé
fyrir 5,5 milljarða
SPRON SELDI NÝTT STOFNFÉ Stofnfé er
komið í 9,7 milljarða króna.
Icelandic Group hagnað-
ist um 87 milljónir króna
á fyrsta ársfjórðungi en
rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir (EBITDA) nam
894 milljónum. Hagnaður
dróst saman um 57 prósent
á milli ára. Heildartekjur
samstæðunnar voru 32,7 milljarð-
ar króna á tímabilinu en kostnað-
arverð seldra vara var 29,1 millj-
arður og jukust hvort um sig um
42 prósent.
Björgólfur Jóhannsson segir að
reksturinn sé á réttri leið
en mikil endurskipulagn-
ing hefur átt sér stað. Hátt
hráefnisverð hafði neikvæð
áhrif á afkomu samstæðunn-
ar, einkum í framleiðslunni
í Asíu og hjá Pickenpack. Í
morgunkorni Glitnis kemur
fram að afkoma á næstu fjórð-
ungum þurfi að batna talsvert til
þess að áætlanir Icelandic fyrir
árið gangi upp en stefnt er að
velta samstæðunnar verði 110-120
milljarðar á árinu. - eþa
Icelandic hagnast
um 87 milljónir
BJÖRGÓLFUR
JÓHANNSSON
Eimskip hefur gengið frá kaup-
um á helmingshlut í litháenska
skipafélaginu Kursiu Linija, sem
er eitt stærsta skipafélagið í
Eystrasaltsríkjunum í einkaeigu.
Kaupverðið er trúnaðarmál.
Meðal helstu viðskiptavina
félagsins eru Masterfood, Procter
& Gamble, Gillette og IKEA.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu
segir að heildartekjur Kursiu
Linija, sem stofnað var árið 1995
og með sex skip í rekstri, hafi
numið rúmum 4,3 milljörðum
íslenskra króna í fyrra. Gert
er ráð fyrir 1,3 milljarða króna
aukningu á árinu og góðum hagn-
aði. - jab
Eimskip kaupir
Nánari uppl‡singar á kbbanki.is,
í síma 444 7000 e›a í næsta
útibúi KB banka.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
12
7
5
KB SPARIFÉ
REGLUBUNDINN
SPARNA‹UR
FYRIR N†JAN DAG
OG N† TÆKIFÆRI