Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN Óli Kristján Ármannsson skrifar Hagstofa Íslands stefnir að því að birta á þessu ári útreikninga á svokölluðum Gini-stuðli sem sýnir hvernig tekjur dreifast á landsmenn. Þorvaldur Gylfason prófessor spurði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á ráðstefnu Economist um íslensk efnahags- mál hverju það sætti að hér lægju ekki fyrir þessir útreikningar, sem hann taldi að myndu sýna fram á að hér hefði misskipting tekna aukist. Forsætisráðherra sagðist draga í efa að hér væri að finna ójöfnuð í þá veru og hafði ekki heyrt af því að fyrrnefndur Gini-stuðull lægi hér ekki fyrir. „Ég veit ekki til þess að hér hafi vantað einhverja tölfræði, það eru fréttir fyrir mér,“ sagði hann og benti á að tekjur landsmanna hefðu aukist mjög síðustu ár. Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri segir hafa staðið til í nokkurn tíma að birta útreikn- inga á Gini-stuðlinum en sökum anna hjá stofnuninni hafi dreg- ist að koma því í verk. Áður var Gini-stuðullinn reiknaður út hjá Þjóðhagsstofnun og þá segir Hallgrímur fjármálaráðu- neytið hafa reiknað út stuðulinn. „Ætlunin hefur verið að endurskoða og endurvinna tekju- tölur fyrir nokkur síðustu ár og reikna að því loknu og birta þessa stuðla,“ segir Hallgrímur, en áréttar um leið að hér hafi verið birtar aðrar tölur um tekju- dreifingu. „En væntanlega verð- ur þetta birt einhvern tímann á þessu ári. Það hefur bara ekki komist að vegna anna við önnur verkefni.“ Gini-stuðullinn er alla jafna birtur sem prósenta þar sem núll prósent þýðir að allir hafi sömu tekjur og jöfnuður þar með fullkominn, en 100 þýðir að ein- hver einn hafi allar tekjurnar og hinir ekkert, ójöfnuður full- kominn. Þannig er Gini stuðull- inn í Danmörku 24,7 en 46,6 í Bandaríkjunum samkvæmt nýj- ustu mælingum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa birt. Í vefriti fjár- málaráðuneytisins í febrúar í fyrra segir að árið 2004 hafi Gini- stuðullinn hér verið 30,0 að með- reiknuðum fjármagnstekjum, en 23,0 án þeirra. Sú mæling náði þó eingöngu til hjóna og sam- búðarfólks og því ekki saman- burðarhæf við tölur Sameinuðu þjóðanna. 24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R HALLGRÍMUR SNORRASON Á RÁÐSTEFNU ECONOMIST Á MÁNUDAG Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kannaðist ekki við að hér vantaði tölur sem notaðar væru í alþjóðlegum samanburði á tekjujöfnuði þegar hann var nýverið spurður út í þær á ráðstefnu Economist um efnahagsmál hér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stuðullinn birtur á árinu Á nýlegri ráðstefnu Economist í Reykjavík kannaðist for- sætisráðherra ekki við vöntun á tölum um tekjujöfnuð. Hagstofan segir þær munu liggja fyrir síðar á þessu ári. T E K J U J Ö F N U Ð U R Þ J Ó Ð A Land Gini- Könnunar- stuðull ár 1 Danmörk 24,7 1997 2 Japan 24,9 1993 3 Svíþjóð 25,0 2000 4 Belgía 25,0 1996 5 Tékkland 25.4 1996 6 Noregur 25.8 2000 7 Slóvakía 25.8 1996 8 Bosnía og Herzegóvína 26.2 2001 9 Úsbekistan 26.8 2000 10 Finnland 26.9 2000 Heimild: Sameinuðu þjóðirnar, Development Program Report 2005. Settur hefur verið upp utan land- steinanna búnaður þeim til hægð- arauka sem staddir eru í útlöndum og vilja sækja sér fréttir á Netinu og annað efni á VefTV Vísis. Að sögn Og Vodafone sem annst rekstur vefþjónustu 365 hefur verið mikil eftirspurn hjá netnotendum í útlöndum eftir því efni sem boðið er upp á án endur- gjalds frá 365 ljósvakamiðlum á VefTV. „Fleiri þúsund einstakra notenda sem búa í Evrópu og N-Ameríku notfæra sér VefTV í hverjum mánuði. Þá eru einn- ig fjölmargir sem nota VefTV í öðrum löndum nær og fjær,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Meðal efnis sem hægt er að sækja án endurgjalds á VefTV á slóðinni Vísir.is og Íslendingar á ferðalögum eða búsettir erlendis nýta sér gjarnan eru íþróttafrétt- ir og íþróttatengt efni frá Sýn, innlent efni frá Sirkus, fréttir og fréttatengt efni frá NFS og inn- lend og erlend tónlistarmyndbönd á PoppTV. - óká KOMIN Á SLÓÐINA Hægt er að nálgast sjónvarpsefni 365 ljósvakamiðla á VefTV hvar sem fólk kemst í netsamband. Þjónusta VefTV bætt í útlöndum SPRON seldi á dögunum stofn- fé fyrir 5,5 milljarða króna, eða 2,8 milljarða að nafnvirði. Bauðst stofnfjáreigendum að ríflega tvöfalda þann eignar- hlut sem þeir áttu fyrir útboðið. Uppreiknað verðmæti stofnfjár stendur því í 9,7 milljörðum króna. Gengi á stofnfjárbréf- um hefur verið um 3,5 eftir að opnað var fyrir viðskipti að nýju. Jafngildir það genginu sjö fyrir aukningu stofnfjár. Þetta var í þriðja skipti á einu ári sem SPRON eykur stofnfé sitt. - eþa SPRON seldi stofnfé fyrir 5,5 milljarða SPRON SELDI NÝTT STOFNFÉ Stofnfé er komið í 9,7 milljarða króna. Icelandic Group hagnað- ist um 87 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 894 milljónum. Hagnaður dróst saman um 57 prósent á milli ára. Heildartekjur samstæðunnar voru 32,7 milljarð- ar króna á tímabilinu en kostnað- arverð seldra vara var 29,1 millj- arður og jukust hvort um sig um 42 prósent. Björgólfur Jóhannsson segir að reksturinn sé á réttri leið en mikil endurskipulagn- ing hefur átt sér stað. Hátt hráefnisverð hafði neikvæð áhrif á afkomu samstæðunn- ar, einkum í framleiðslunni í Asíu og hjá Pickenpack. Í morgunkorni Glitnis kemur fram að afkoma á næstu fjórð- ungum þurfi að batna talsvert til þess að áætlanir Icelandic fyrir árið gangi upp en stefnt er að velta samstæðunnar verði 110-120 milljarðar á árinu. - eþa Icelandic hagnast um 87 milljónir BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Eimskip hefur gengið frá kaup- um á helmingshlut í litháenska skipafélaginu Kursiu Linija, sem er eitt stærsta skipafélagið í Eystrasaltsríkjunum í einkaeigu. Kaupverðið er trúnaðarmál. Meðal helstu viðskiptavina félagsins eru Masterfood, Procter & Gamble, Gillette og IKEA. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að heildartekjur Kursiu Linija, sem stofnað var árið 1995 og með sex skip í rekstri, hafi numið rúmum 4,3 milljörðum íslenskra króna í fyrra. Gert er ráð fyrir 1,3 milljarða króna aukningu á árinu og góðum hagn- aði. - jab Eimskip kaupir Nánari uppl‡singar á kbbanki.is, í síma 444 7000 e›a í næsta útibúi KB banka. E N N E M M / S ÍA / N M 2 12 7 5 KB SPARIFÉ REGLUBUNDINN SPARNA‹UR FYRIR N†JAN DAG OG N† TÆKIFÆRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.