Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 58
MARKAÐURINN Mikilli aukningu er spáð í fjárhættuspili í tengslum við heimsmeistaramótið í fótbolta og áætlað að í sumar verði í Bretlandi einu lagður undir einn milljarður punda, eða yfir 134 milljarðar íslenskra króna í tengslum við heimsmeistaramótið í fótbolta. Þetta hafði Ríkisútvarpið breska, BBC, nýverið eftir prófessor Leighton Vaughan Williams, sem er breskum stjórnvöldum til ráðgjafar um fjár- hættuspil og stýrir rannsóknum á fjárhættu- spilum við Nottingham Trent háskólann. Hann segir að á fimm árum hafi umfang veð- mála sem tengjast íþróttum aukist í Bretlandi úr 7 milljörðum punda árlega í 40 milljarða. Bróðurpartur aukningarinnar er skrifaður á internetið þar sem veðmál þar hafa bæði auð- veldað aðgengi að slíkri starfsemi og aukið fjölbreytni hennar. Nýjasta viðbótin hér á landi í tengslum við veðmál um íslenska íþróttaviðburði er starf- semi veðmálavefjarins Betsson.com sem skráður er í Bretlandi, en er í eigu sænska fjárhættuspilafyrirtækisins Cherryföretagen AB. Fyrirtækið er skráð í Kauphöllina í Stokkhólmi og varð síðasta sumar að fjórð- ungi í eigu Íslendinga með kaupum Straums- Burðaráss í því. Betsson hefur ekki farið varhluta af aukningu í veðmálum á netinu, en 31. mars síðast liðinn voru 298 þúsund skráð- ir notendur á vef Betsson.com samkvæmt uppgjöri fyrsta ársfjórðungs. Aukningin er í árshlutauppgjöri Cherry sögð nema 23 pró- sentum frá því um áramót. Fjöldi „virkra“ notenda hefur aukist hraðar, eða um 32 pró- sent og nam fjöldi þeirra í lok fyrsta ársfjórð- ungs 47 þúsundum. Þannig er fjöldi virkra notenda sagður hafa aukist um 161 prósent milli ára. Í byrjun síðasta mánaðar vöknuðu spurn- ingar um lögmæti auglýsinga Betsson.com í íslenskum fjölmiðlum og upphófst rann- sókn yfirvalda á þeim. Fyrirtækið hefur um nokkurt skeið boðið veðmálaþjónustu sína á íslensku á netinu, auk þess að bjóða fólki að veðja á ýmsa íslenska viðburði, svo sem knattspyrnu. Fyrirtækið segir rannsóknina ekki hafa leitt til aðgerða og heldur áfram að auglýsa vef sinn. Sigurður G. Guðjónsson er lögfræðingur Betsson.com og hefur veitt fyrirtækinu ráð- gjöf um hvað má og hvað ekki samkvæmt íslenskum lögum. „Hér eru sérstök lög um happdrætti, en þau taka ekki til happdrætta eða annarrar veðmálastarfsemi sem rekin er á netinu af löglegum fyrirtækjum erlendis,“ segir hann og telur löggjöf hér ekki geta sett starfsemi sem rekin er á netinu stólinn fyrir dyrnar, nema þá að aðgangur almennings að internetinu verði heftur með einhverjum hætti. „Þetta fyrirtæki hefur öll þau leyfi sem til þarf til að reka happdrætti, en Betsson er auðvitað fyrst og fremst bara heimasíða þar sem hægt er að leiða fólk saman,“ segir hann, en fyrirtækið hefur tekjur af þóknun sem tekin er fyrir veðmál milli manna. Fyrirtækið hefur, að sögn Sigurðar, enga starfsemi hér heima heldur er viðmótið á netinu íslenskað og sóttar upplýsingar um leiki sem hér fara fram. „Þetta er bara heimasíða með mismun- andi tungumálum þannig að sem flestum sé gert kleift að spila. Betsson er búið að vera til á ensku í mörg ár,“ segir hann og kveðst ekki hafa upplýsingar um hversu mikil þátttaka sé héðan í netveð- málum fyrirtækisins. Sigurður segir helstu álita- mál hér á landi hafa snúið að því hvort brotið væri í bága við almenn hegningarlög með því að auglýsa starfsemina. „Þau eru frá 1940 og leggja bann við því að hvetja menn til veðmála og fjár- hættuspila. En með þeim aug- lýsingum sem birtar hafa verið hér hefur ekki nokkur maður verið hvattur til að stunda ein eða nein veðmál,“ segir hann og bendir á að í skýrslu sem unnin hafi verið fyrir dómsmálaráðuneytið árið 1999 um framtíðarskipan happdrættismála hafi verið fjallað nokkuð um breytingar sem tilkoma netsins hefði í för með sér í þessum efnum og talið óvíst að til gagns yrði að leiða í lög ákvæði um slíka starfsemi. „Þá var líka reynt að sníða happdrættislögin sem hér voru sett að kröfum evrópska efnahagssvæðisins. Það kynni enda að brjóta í bága við réttar- reglur um frelsi til fjármagnsflutning og til atvinnustarfsemi ef fyrirtæki sem stundar löglega starfsemi í einu Evrópulandi mætti ekki auglýsa þá starfsemi sína hér með því einu að kynna heimasíðu sína. Starfsemin er lögleg og fer fram innan evrópska efnahags- svæðisins og móðurfyrirtækið meira að segja skráð í Kauphöllina í Stokkhólmi.“ Vangaveltur eru uppi um hvort veðmála- starfsemi á borð við þá sem Betsson.com rekur ýti ekki undir spilafíkn, en Sigurður segir umgjörð starfseminnar með þeim hætti að hún sé á margan hátt betri fyrir þá sem þannig eru veikir fyrir. „Bæði er það þannig þegar greitt er fyrir með kreditkorti að þeir geta einir spilað sem eiga slíkt kort og á þeim eru jú líka yfirleitt heimildir um hámarksúttektir,“ segir hann og telur þannig bæði loku fyrir það skotið að fólk sem ekki hafi aldur til taki þátt í fjárhættuspilinu og að farið sé offari í spilamennskunni. „Að því leyti er þetta betra en peningavélarnar íslensku þar sem engin takmörk eru á hversu miklu er hægt að eyða af peningum.“ Hann telur enga lausn að banna fólki sem ræður við fíknir sínar að fá útrás fyrir þær af þeim sökum einum að einhver hópur ráði ekki við sig. Þá segir fyrirtækið að hjá því, líkt og öðrum ábyrgum netveðmálamiðlurum, hafi verið komið upp tækni sem gangi út á að greina áhættuhegðun og stöðva hana eins fljótt og hægt er, auk þess sem boðið sé upp á fræðslu og hjálp fyrir þá sem eigi við vandamál að stríða. Þannig er Betsson.com í samstarfi við The Global Gambling Guidance Group sem leiðbeinir fyrirtækjum og ein- staklingum um hvernig eigi að stunda ábyrga spilamennsku. Starfsemi Betsson.com hefur í för með sér töluverða nýbreytni þar sem hún hefur í för með sér stóraukið aðgengi að fjölmörgum tegundum veðmála- leikja á íslensku. Þar á meðal er póker, sem er í stöðugum vexti og hefur á síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll á netinu, auk annarra spilavítisleikja svo sem sýndarspilakassa og rúll- ettuborða. Jafnframt er boðið upp á hefðbundin veðmál og getraunir tengd íþróttaviðburð- um og öðrum viðburðum á borð við tónlistarkeppnir og kosningar. Þannig voru í gangi umfangsmikil veðmál um úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem er nýafstaðin og þóttust spekingar geta ráðið nokkuð í hvert gengi lags Silvíu Nætur yrði í keppninni af hlutföllum þeim sem buð- ust í veðmálum um hana hjá Betsson.com. Í nágrannalöndunum hefur þróunin verið sú að veðmálafyrirtæki á borð við Betsson hafa sprottið upp og boðið betri kjör heldur en þeir sem fyrir voru á markaðnum. Í flestum tilfellum eru þeir sem fyrir voru veðmála- og talnaleikir sem starfað hafa undir opinberum leyfum viðkomandi landa. Betsson.com segir vinningshlutfall þannig töluvert hærra hjá sér því að spilavítinu undanskildu sér fyrir- tækið ekki veðbanki heldur vefmiðlari sem stilli upp veðmálum og taki síðan aðeins fjög- urra prósenta þóknun af vinningum. A U R A S Á L I N 24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R I R T Æ K I U M F J Ö L L U N N E F N D A R U M N E T I Ð Í skýrslu til dómsmálaráðherra sem nefnd um fram- tíðarskipan happdrættismála skilaði í febrúar 1999 er að því vikið að með tilkomu internetsins hafi aukist möguleikar á þátttöku í ýmsum erlendum leikjum og spilum. „Auðvelt er að nálgast slíka leiki á hefðbundn- um leitarvefjum með því að slá inn viðeigandi leitarorð, til dæmis orðið „lotteri.“ Þátttaka fer jafnan fram í gegnum reikningsnúmer og leggst vinningur inn á sama númer. Ekkert eftirlit er með þátttöku Íslendinga í erlendum happdrættum gegnum Netið. Ætla verður hins vegar að hlutaðeigandi happdrætti starfi í sam- ræmi við lög í viðkomandi landi. Hér á landi eru engar sérreglur til um þátttöku í happdrættum í gegnum Netið og er Ísland að því leyti á sama báti og mörg önnur lönd,“ segir í skýrslunni og talið að vafi kynni að leika á um með hvaða hætti gildandi lagareglum yrði beitt um happdrætti á netinu. „Reyndar má velta því fyrir sér, hvort yfirleitt sé ástæða til að reyna að setja reglur um þessa starfsemi á Netinu fremur en aðra starfsemi þar. Færa má fyrir því rök, að slík reglusetning kynni að draga úr eðlilegri tækni- og framþróun á þessu sviði sem öðrum. Auk þess er tækniþróunin orðin svo ör, að erfitt er að ímynda sér hvernig löggjöf á að fylgja henni svo vel sé. Ekki er ólíklegt að tæknin leiti í farveg fram hjá hamlandi eða úreltri löggjöf, sem sett kynni að vera um þessa starfsemi.“ SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Sigurður, lögmaður Betsson á Íslandi, er fyrirtækinu til ráð- gjafar um hvað má og ekki má í auglýsingamálum. EINHENTIR BANDÍTAR Spilakassar sem þeir hér að ofan hafa löngum verið nefndir einhentir bandítar vegna þess að forðum daga voru þeir settir í gang með því að toga í stöng á hlið þeirra. Núna hafa tekið við snertiskjár og svo sýndarspila- kassar á netinu líkt og hjá Betsson.com. NORDICPHOTOS/AFP Stórsókn í fjárhættuspil á netinu Fjöldi notenda fjárhættuspilavefjarins Betsson.com hefur margfaldast á einu ári. Fyrirtækið er að hluta í eigu íslendinga og hefur í rúmt ár boðið upp á veð- mál tengd íþróttaviðburðum hér. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér fyrirtækið. Kæru lesendur, í kjölfar ítrekaðrar kröfu les- anda Aurasálarinnar hef ég, Aurasálin, ákveðið að láta til leiðast og svara kalli samfélags- ins með því að gefa kost á mér í borgarstjórnarkosningunum í vor. Aurasálin hefur notið gæfu í lífinu og vill með þessari fórn launa samfélaginu sem hefur alið hana. Það er auðvitað ekkert grín fyrir Aurasálina að taka að sér störf í þágu samborgara sinna. Hún fórnar miklu og ætlast þó ekki til neins í staðinn (nema hvað hún mun hugsanlega úthluta sér góðri lóð sem sæmir borg- arstjóra - en annað ekki, nema hvað launin verða sennilega hækkuð í takt við það sem gerist í bankageiranum - en annars er þetta fórnfúst og algjörlega óeigingjarnt af hálfu Aurasálarinnar). Stefnumál Aurasálarinnar er ein- falt. Hún ætlar að lækna sam- félagið af þeirri gervimennsku sem tröllríður öllu um þessar mundir. Peningahyggjunni er sagt stríð á hendur, stórgróði verður gerður upptækur, hluta- bréfaviðskipti og annað brask verður ekki leyft - öll viðskipti skulu háð mati óvilhallra aðila á verðmæti og síðast en ekki síst verður gert stórátak í atvinnu- málum. Eftir áratuga stjórnleysi í borginni er sú staða uppi að frumatvinnu- vegirnir eiga mjög undir högg að sækja. Sjávarútvegurinn, undirstaða lífsgæða í land- inu, verður hafinn til nýrrar virðingar með stofnun nýrrar bæjarútgerðar með tuttugu togurum af glæsilegustu sort og byggingu fimm nýrra frysti- húsa. Landbúnaður, sem áður blómstraði í Reykjavík, verður endurreistur. Korpúlfsstaðir verða aftur gerðir að mjólkurbúi og fólk sem stundar heimaslátr- un í Reykjavík fær sérstakar skattaívilnanir. Laugarnar í Laugardal verða aftur nýttar til fataþvottar. Þar geta hundruð kvenna fengið vinnu við að þvo þvott borgarbúa. Þvottavélar, uppvöskunarvélar og önnur tæki sem stela vinnu af fólki verða bannaðar. Með auk- inni vinnu við frumatvinnuveg- ina skapast meiri hagvöxtur - og þess vegna verður handflakað í frystihúsunum, handsáð í akrana og þvotturinn handþveginn. Í Reykjavík Aurasálarinnar verður næga atvinnu að fá fyrir vinnu- fúsar hendur og hagvöxtur því framúrskarandi. Hamingjusamir verkamenn ganga hnarreistir til göfugra verka og koma sveittir og þreyttir heim að kvöldi eftir heiðarlega dagvinnu. Enginn mun aka Cayenne jeppum því allir spara með því að taka strætó og lest. Aurasálin skorar á lesendur sína að ljá henni atkvæði sitt á laug- ardaginn. „Aftur til fortíðar - framtíðin er liðin tíð. X-Aur.“ Aurasálin í framboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.