Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. maí 2006 21 Frábært úrval af barnamat Nú er í boði ný tegund af barnamat á Íslandi. Þú getur valið allt frá ávaxta- og grænmetis- mauki til heilla málsverða og grauta. Nestlé barnamatnum er skipt í fjögur mismunandi þrep sem fylgja þroskastigum barnsins þíns. Þetta þýðir að barnið fær alltaf nákvæmlega þá næringu sem það þarf á að halda á hverju þroskastigi fyrir sig. Prófaðu bara! Nestlé Barnamatur, Sími 580 6633 www.barnamatur.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.503 +1,23% Fjöldi viðskipta: 348 Velta: 3.088 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,00 +0,46% ... Alfesca 3,70 +2,21%... At- orka 5,50 -0,72% ... Bakkavör 48,70 +1,67% ... Dagsbrún 5,61 +2,00% ... FL Group 18,90 +5,00% ... Flaga 3,95 +2,33% ... Glitnir 16,90 +1,20% ... KB banki 751,00 +2,04% ... Landsbankinn 21,10 +0,48% ... Marel 69,70 -0,57% ... Mosaic Fashions 16,60 +0,61% ... Straumur-Burðarás 16,00 -0,62% ... Össur 105,50 +0,96% MESTA HÆKKUN FL Group +5,00% Flaga +2,33% Alfesca +2,21% MESTA LÆKKUN Atlantic Petroleum -1,13% Atorka -0,72% Straumur-Burðarás -0,62% Umsjón: nánar á visir.is Miklar sviptingar hafa orðið í nor- rænu kauphöllunum í byrjun vik- unnar. Aðalvísitölurnar í Osló og Stokkhólmi lækkuðu um meira en fimm prósent á mánudaginn í mesta falli markaðanna frá því í september árið 2001. Mikil hækkun varð hins vegar í gær þegar Kauphöllin í Osló hækk- aði um sjö prósent í mestu dags- hækkun í sögu Noregs og um 5,5 prósent í Stokkhólmi. Kauphöllin í Helsinki hækkaði um fjögur pró- sent og sú danska um 2,5 prósent. Fjörutíu fyrirtæki hækkuðu um meira en tíu prósent í Stokk- hólmi í gær og 35 félög í Noregi. Statoil, verðmætasta félagið í Noregi, hækkaði hvorki meira né minna en um 9,8 prósent eða alls um 400 milljarða króna. Það slag- ar hátt í markaðsvirði KB banka. Norsk Hydro rauk upp um 8,8 pró- sent og Opera Software um 9,3 prósent. Það að olíuverð fór aftur yfir 70 dali á tunnuna hafði jákvæð áhrif á norska markaðinn auk þess sem markaðir vestanhafs fóru vel af stað. - eþa 75 félög hækka um 10 prósent METHÆKKUN Í OSLÓ Miklar hækkanir urðu á norrænum mörkuðum í gær. FL Group hefur hafið starfsemi í Lundúnum. Fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu að það hafi á síðustu misserum fjárfest í breskum félögum auk þess sem bankar, sem komið hafi að einstök- um fjárfestingum FL Group, hafi bækistöðvar í Lundúnum. Adam Shaw, sem áður starfaði hjá Kaupþingi, mun verða fram- kvæmdastjóri starfsemi FL Group í Lundúnum. Þá hefur Kristín Hrönn Guðsmundsdóttir sem áður starfaði á fjárfestinga- og alþjóða- sviði Glitnis í Lundúnum, verið ráðin til FL Group í Bretlandi. - jsk FL til Lundúna FL GROUP Adam Shaw verður fram- kvæmdastjóri FL Group í Lundúnum. Berlingske Tidende og fleiri danskir fjölmiðlar fullyrða að Dagsbrún sé meðal þeirra fimm aðila sem halda áfram í aðra lotu keppninnar um norsku fjölmiðla- samstæðuna Orkla Media. Hinir fjórir sem orðaðir eru við Orkla eru norska fjölmiðlafyrir- tækið A-pressen, norska fjölmiðla- samsteypan Avishuset Dagbladet, í samvinnu við Capital Research og Bank of New York, breska fjár- festingafélagið Apax Partners & Co. og að lokum breski fjárfestir- inn David Montgomery. Er hann sagður hafa verið staddur í Noregi í vikunni til að ræða við starfsfólk Orkla Media. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar- formaður Dagsbrúnar, vildi ekki staðfesta fréttirnar. - hhs Önnur lota í söluferli Orkla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.