Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 75
MIÐVIKUDAGUR 24. maí 2006 23 Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is BÍLAVÖRUR • Legur • Höggdeyfar • Kúplingar • Reimar • Hjöruli›ir • Hemlahlutir Ei n n t v ei r o g þ r ír 3 1. 29 4 Í leiðara Fréttablaðsins í gær er fjallað um símahleranir. Höfund- ur leiðarans dregur þar ályktanir og birtir fullyrðingar, sem stand- ast ekki. Leiðarahöfundur víkur að nýlegum lagabreytingatillögum um símhleranir, sem miðuðu að því að auðvelda lögreglu að takast á við vaxandi alþjóðlega glæpa- starfsemi og skipulagðan innflutn- ing fíkniefna til landsins. Í frum- varpinu var gert ráð fyrir, að hægt yrði að hefja símhlerun án dóms- úrskurðar en alltaf þyrfti að bera málið undir dómara svo fljótt sem verða mætti. Þarna var horft til heimilda, sem lögreglumenn töldu nauðsynlegar vegna breyttra aðstæðna og nýrrar tækni (far- símar og fríkort), og heimilda, sem lögregluyfirvöld í nágranna- löndum okkar hafa við rannsóknir mála, til dæmis í Noregi, en þar getur lögregla hafið hleranir án dómsúrskurðar. Alþingi gekk lengra Tillögur um þetta voru ítarlega ræddar á opinberum vettvangi og alþingi fór vandlega yfir frum- varpið. Niðurstaða á alþingi var sú, að unnt væri að ná þeim mark- miðum, sem að var stefnt með heimild til að hlera alla síma í umráðum tiltekins einstaklings. Færa má fyrir því rök, að þessi breyting sé að ýmsu leyti víðtæk- ari en upphaflegar tillögur mínar að lagabreytingum vegna þessa. Í ljósi þess má segja, að alþingi hafi í þessu efni gengið lengra við veit- ingu heimildar til hlerunar en fram kom upphaflega frá mér. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins virðist að vísu ekki þeirrar skoð- unar, því að hann telur alþingi hafa þrengt þessar heimildir við afgreiðslu málsins, ef ég skil orð hans rétt. Nauðsynlegt er að árétta, að heimildir til þess að beita hlerun- um og öðrum slíkum rannsóknar- aðferðum eru bundnar við það að grunur sé fyrir hendi um refsi- verða háttsemi. Þær heimildir sem öryggislögregla í nágranna- löndum okkar hefur til hlerana og annarra aðgerða eru mun víðtæk- ari en lög heimila hér, enda sæta þau yfirvöld sérstöku eftirliti eins og kunnugt er. Eftirlit með rannsóknum lög- reglu hér á landi er í megindrátt- um þríþætt. Meginábyrgð ber rík- issaksóknari en hann er æðsti handhafi ákæruvalds í landinu. Þeirri skipan var komið á snemma á sjöunda áratug síðustu aldar og er aðkoma dómsmálaráðherra að ákæruvaldinu afar takmörkuð. Dómsmálaráðherra getur t.d. ekki gefið ríkissaksóknara fyrirmæli um meðferð einstakra mála, en slíkar heimildir hafa dómsmála- ráðherrar bæði í Noregi og Dan- mörku. Samkvæmt 27. gr. laga um meðferð opinberra mála skal rík- issaksóknari, eftir því sem unnt er, fylgjast með því að þeir sem afbrot fremja verði beittir lög- mæltum viðurlögum. Einnig segir þar, að hann hafi eftirlit með fram- kvæmd ákæruvalds hjá lögreglu- stjórum. Takmarkaðar íhlutunarheimildir Dómsmálaráðherra hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds og getur krafið ríkissaksóknara skýrslna um einstök mál, sbr. 26. gr. laganna um meðferð opin- berra mála. Íhlutunarheimildir dómsmálaráðherra eru hins vegar afar takmarkaðar. Hann getur einungis lagt til, að ákvörðun um að fella mál niður skuli felld úr gildi, ef hún er lögum andstæð eða fjarstæð að öðru leyti. Þess- ari heimild hefur aldrei verið beitt eins og gefur að skilja. Rétt er að nefna að í hegningarlögum er kveðið á um það, að tiltekin alvarleg brot, þ.e. landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins, skuli einungis höfða, hafi dómsmála- ráðherra lagt það fyrir. Eftirlit með störfum ákæru- valdsins og lögreglu er hjá dóm- stólum, en dómsúrskurður er for- senda allra meiriháttar aðgerða, s.s. símhlerana o.fl. Eins og lesendur sjá, er hinu lögbundna eftirliti með lögreglu öðru vísi háttað hér á landi, en leiðarahöfundur Fréttablaðsins telur. Hann miklar fyrir sér vald dómsmálaráðherra í því efni. Þá er það misskilningur hjá leiðarahöfundi, að eftirlit með lögreglu sé í nágrannalöndum okkar í höndum sérstakrar þing- nefndar. Eftirliti með starfsemi lögreglu er almennt hagað með sambærilegum hætti og hér á landi. Þegar kemur hins vegar að starfsemi öryggislögreglu er mælt fyrir um heimildir hennar og eftirlit með henni með sérstök- um hætti í lögum eða reglugerð- um, oft með aðkomu sérstakra þingnefnda, sérskipaðra lög- manna og/eða sérskipaðra dóm- ara. Heimildir slíkra yfirvalda eru líka mun víðtækari en þær heimildir sem yfirvöld hér á landi hafa. Umræða um eftirlit Í Morgunblaðinu hinn 23. maí er haft eftir mér: „Á þingi hef ég lýst þeirri skoðun, að ég telji ekki lengra gengið að óbreyttu í rann- sóknar- og greiningarheimildum til lögreglu en fram kemur í frum- varpi um nýskipan lögregluum- dæma, sem nú bíður afgreiðslu alþingis. Ég er sammála því, sem fram kemur í áliti allsherjarnefnd- ar alþingis um málið, en þar segir meðal annars: „Nokkur umræða fór fram um það hvort þörf væri á því að koma á lögbundnu eftirliti með rannsóknar- og greiningar- starfi lögreglunnar. Telur nefndin mikilvægt að umræða um frekari rannsóknarheimildir lögreglu fari ekki fram án þess að þörf fyrir slíkt eftirlit verði metin og tekið til skoðunar hvernig slíku eftirliti mætti koma við. Margar leiðir geta komið til greina í því sam- bandi, þeirra á meðal aðkoma sér- stakrar þingnefndar.““ Ég tel með öðrum orðum, að ekki verði stofnað til öryggislög- reglu hér á landi með þeim heim- ildum, sem henni eru nauðsynleg- ar, án þess að jafnframt verði komið á laggirnar annars konar eftirliti en nú er lögbundið. Ég hef í hyggju að beita mér fyrir umræð- um um þennan þátt löggæslumál- anna á næstu vikum og mánuðum. Fréttablaðið og eftirlit með lögreglu UMRÆÐAN SVAR VIÐ LEIÐARA FRÉTTABLAÐSINS BJÖRN BJARNASON DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐHERRA Ég tel með öðrum orðum, að ekki verði stofnað til öryggis- lögreglu hér á landi með þeim heimildum, sem henni eru nauðsynlegar, án þess að jafn- framt verði komið á laggirnar annars konar eftirliti en nú er lögbundið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.