Fréttablaðið - 24.05.2006, Side 82

Fréttablaðið - 24.05.2006, Side 82
 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR30 ���������� ��������������������������� �������������������������� ���������������������� ���������������� ���������� ���������������������������������� ������������������������������ Hversdagshetjan Ástríður Jóna Kjart- ansdóttir gerir nú víðreist um landið en harmskoplegi einleikurinn um höfuð- borgarmeyna Ástu ferðast nú milli sýslna við frábærar undirtektir. Leik- ritið Alveg brilljant skilnaður sló fyrst í gegn í Borgarleikhúsinu og var sýnt þar 105 sinnum fyrir fullu húsi og hafa nú ríflega 20.000 áhorfendur víða um land séð þessa broslegu mannlífsstúdíu. Leikkonan Edda Björgvinsdóttir þykir fara á kostum í hlutverki fórnar- lambsins og lífsspekingsins Ástríðar sem verður fyrir þeirri lukku/ólukku að ástkær eiginmaður hennar til 30 ára fer frá henni vegna yngri konu en Ásta þessi veitir áhorfendum einlægan og opinskáan aðgang að sínum innstu hug- arfylgsnum. Þroskasaga Ástu spannar þrjú ár og á þeim tíma sveiflast hún milli sorgar og reiði, hefnigirni og harmagráts, gerir misheppnaðar til- raunir til þess að gleyma þrautum sínum og halda áfram að leita að hamingjunni. Verkið skrifaði leikskáldið Gerald- ine Aron árið 2001 og tileinkar það af kærleika og samúð öllum þeim sem orðið hafa einhleypir fyrirvaralaust. Um þýðingu og staðfærslu sá Gísli Rúnar Jónsson en leikstjóri sýningar- innar er Þórhildur Þorleifsdóttir. Næsti áfangastaður sýningarinnar er vestur á fjörðum en verkið verður fært upp í félagsheimilinu í Hnífsdal annað kvöld og fleiri sýningar eru fyrir- hugaðar þar um helgina. Í júnímánuði ferðast sýningin síðan meðal annars til Vopnafjarðar, Húsavíkur, Siglufjarðar og Patreksfjarðar. -khh ÁSTRÍÐUR MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Edda Björgvinsdótt- ir slær í gegn á landsvísu í Alveg brilljant skilnaði. Fádæma vinsældir á landsvísu Listakonan Sandra María Sigurðar- dóttir sýnir málverk á kaffihúsinu Energiu í Smáralind. Sýninguna kallar hún „Moments“ og rekur hugmyndina að baki verkunum til upplifana listamannsins sem málar aldrei tvær manneskju með sama hætti eða sömu tilfinningu. Verkin á sýningunni eru af margskonar fólki, bæði raunverulegu og hreinræktuð- um hugsjónum út frá tilfinningum listakonunnar og annarra. Sýningin stendur til 30. júní. -khh Augnablik í myndum Tónlistarþátturinn Hlaupanótan heldur tónleika í sal Listaháskólans við Sölvhóls- götu 13 í kvöld og koma þar saman flytj- endur úr ýmsum tónlistargreinum sem eiga það sameiginlegt að hafa allir verið gestir þáttarins á nýliðnum vetri. Meðal þátttakenda verða Stefán Jón Bernharðs- son hornleikari, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Rúnar Ósk- arsson klarinettu- leikari, Hilmar Jensson gítarleikari og ólíkindatólin í djasstríóinu Flís. Munu þessir góðu gestir leggjast á eitt og búa til spennandi bræðingstónleika. Dagskráin hefst kl. 21 og stendur fram eftir kvöldi en útvarpað verður frá við- burðinum á Rás 1. - khh Hlaupanótan iðar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 21 22 23 24 25 26 27 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Hlaupanótan heldur vor- hátíð í sal Listaháskóla Íslands á Sölvhólsgötu 13. Fram koma Rúnar Óskarsson, Tinna Þorsteinsdóttir, Hilmar Jensson, Stefán Jón Bernharðsson og tríóið Flís.  Ska-deildin heldur hljómleika á Grand Rokk. Hljómsveitin Hölt hóra hitar upp. ■ ■ SKEMMTANIR  00.00 Dúettinn Sessý og Sjonni halda uppi stuði og hressleika á Ara í Ögri frá miðnætti og langt fram eftir nóttu.  22.00 Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi í Vélsmiðjunni á Akureyri ásamt Helgu Möller. Frítt inn til miðnættis.  Hlynur Ben spilar í síðasta skipti á Glaumbar. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Anna Kristjánsdóttir og María Jónsdóttir flytja erindi á vegum Kynfræðifélags Íslands undir yfirskriftinni Tilvist, ást og kynlíf í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar við Hringbraut. Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir velkomnir. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Síðastu sýningardagar á útskriftar- sýningu Listaháskóla Íslands. Verk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild eru til sýnis í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. DJASSTRÍÓIÐ FLÍS Leikur af fingrum fram í góðum félagsskap.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.