Fréttablaðið - 24.05.2006, Side 40

Fréttablaðið - 24.05.2006, Side 40
MARKAÐURINN 24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Fyrir rúmum þremur árum kynnti Chen Jin, yfirmaður Jiaotong-háskóla í örrafeindafræðum í Kína, nýjan örgjörva, Hanxin I, sem fyrirtæki hans, Hanxin Sci-Tec, hafði þróað. Þetta þótti stórt skref og marka upphaf að uppbyggingu þekkingariðnaðarins í Kína. Jin og rannsóknart- eymi hans fékk fjölda rannsóknarstyrkja frá rík- inu og hefur breska viðskiptatímaritinu Financial Times reiknast til að þeir hafi numið að jafnvirði einum milljarði íslenskra króna. Um miðjan þennan mánuð tilkynnti stjórn skól- ans hins vegar að um brögð hafi verið í tafli. Svo virðist sem Jin hafi flutt örgjörvann sjálfur inn og kynnt hann sem sína uppfinningu. Við nánari athugun kom sömuleiðis í ljós að örgjörvinn var afar slakur og gat ekki ráðið við einföldustu hluti eins og að spila tónlist á mp3-formi. Chen Jin hefur nú verið rekinn úr starfi. Búist er við að hann þurfi að greiða til baka eitthvað af þeim styrkjum sem teymi hann fékk til þró- unarstarfsins auk þess sem hann á yfir höfði sér ákæru vegna svika. Málið þykir áfall fyrir kínversk stjórnvöld, sem hafa aukið fjárfest- ingar í kínverskum þekkingariðnaði með það fyrir augum að blása lífi í hátækniframleiðslu þar í landi til að minnka innflutning á erlendum hátæknivörum. KYNNING Á ÖRGJÖRVANUM Chen Jin þegar hann kynnti örgjörvann í febrúar árið 2003. MYND/AP Örgjörvasvik í Kína Stjórnvöld í Kína urðu fyrir áfalli á dögunum sem getur höggvið skarð í hátæknivæðingu landsins. Bandaríska tölvufyrirtækið Apple Computer Inc. setti 13 tommu MacBook-fartölvu á markað í Bandaríkjunum á þriðjudag í síð- ustu viku. Tölvan markar nokkur tímamót hjá fyrirtækinu en frá og með útgáfu hennar eru allar fartölvur frá Apple komnar með Intel Core Duo-örgjörva frá Intel. Þær einu sem enn hafa örgjörva frá IBM eru dýrari gerðir af PowerMac-borðtölvum. Stefnt er að því að allar tölvur frá Apple verði með nýja örgjörvann undir lok ársins. Að sögn forsvarsmanna Apple er vonast til að með umskipt- unum muni markaðshlutdeild Apple aukast en á meðal þess sem fyrirtækið hefur gert til að auka hana enn frekar er útgáfa á hugbúnaðinum Boot Camp, sem gerir notendum Apple-tölva kleift að keyra Windows-stýri- kerfið á tölvum sínum. Intel Core Duo-örgjörvinn er fimm sinnum hraðvirkari en örgjörvar í eldri tölvum og fjórum sinnum hraðvirkari en örgjörvar í PowerPook-tölvum, að sögn Apple. - jab FARTÖLVA FRÁ APPLE Kona virðir fyrir sér MacBook Pro fartölvu með Intel Core Duo-örgjörva á Macworld-sýningunni í jan- úar á þessu ári. Umskiptum að ljúka Sérfræðingar hjá vírusbanafyr- irtækinu Trend Micro tóku á dögunum eftir nokkuð merkilegri nýjung hjá höfundum vírusa. Svo virðist sem þrjótar sendi vírusa í tölvur fólks ásamt bréfi sem í segir að þeir séu til- búnir til að hreinsa tölvurnar af óværunni gegn gjaldi. Í dæmigerðu bréfi sem fylgir óværu af þessari gerð er tölvueigandanum bent á að ekkert þýði að hringja á lögreglu eða grípa til annarra aðgerða. Í enda bréfsins er tónn- inn öllu mýkri. Bent er á að ekki sé gerð krafa um beinar greiðslur heldur sé þess óskað að við- komandi kaupi einungis vörur hjá ákveðnum aðil- um. Geri þeir það ekki verði óværan ræst og muni hún valda skaða. Er engu líkara en þrjótarnir taki tölvurnar í gíslingu enda er um fjárkúgun að ræða, að sögn sér- fræðinganna hjá Trend Micro. VÍRUSSKILABOÐ Höfundar vírusa eru farnir að senda tölvunot- endum vírusa og kúga fé út úr þeim. Vírusbanar kúga tölvunotendur Hætta er talin á að snjóbreið- an í Rwenzori-fjöllum í Austur- Afríku við landamæri Kongó og Úganda hverfi á næstu tveimur áratugum vegna loftslagsbreyt- inga. Þetta eru fyrstu niðurstöð- ur af áratugalöngum rannsókn- um á fjöllunum, sem kölluð eru Tunglfjöllin. Sérfræðingar frá Bretlandi og Úganda, sem rannsakað hafa snjóinn segja hann afar við- kvæman fyrir hitabreytingum og beri hann þess greinileg merki að hitastig hafi hækkað á jörðinni á síðastliðnum fjórum áratugum. Rwenzori-fjöll eru ein þekkt- ustu fjöll Afríku í sögulegu til- liti en vatn rennur úr þeim í Nílarfljót og getur gríski stjörnu- fræðingurinn Ptólemaíos þeirra í einu rita sinna árið 2 e. Kr. - jab AFRÍKUÍSINN Vísindamenn telja hættu á að snjór sem sé í hinum sögulegu Rwenzori-fjöllum hverfi á næstu 20 árum. MYND/AFP Snjórinn að hverfa MobileOffice FRÁ OG VODAFONE Sveigjanleiki kemur með æfingunni og BlackBerry ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 12 31 02 /2 00 6 Ég veit ekkert betra en að slaka á frá vinnunni í golfi. Þá er ómetanlegt að hafa BlackBerry og geta afgreitt hlutina á meðan ég æfi sveifluna. er farsími sem gefur þér margfalda möguleika. Allt í einu tæki sem auðvelt er að nota: er hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki á ferðinni kleift að sinna starfi sínu óháð staðsetningu. Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. » Tölvupóstur í símann » Dagbókin » Samþættur tengiliðalisti » GSM sími » Vefurinn » Viðhengi Nánari upplýsingar veitir fyrirtækjaþjónusta Síðumúla 28 í síma 599 9500, starfsfólk verslana Og Vodafone og 1414. Th e R IM an d B lac kB err y f am ilie s o f r ela ted tr ad em ark s, im ag es an d s ym bo ls are th e e xc lus ive pr op ert ies of an d t rad em ark s o f R es ea rch in M oti on – us ed by pe rm iss ion 26.900 kr. 32.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.