Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 10
10 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR Getur verið að þú sért með ofnæmi? Það er engin ástæða til að láta sér líða illa á besta tíma ársins. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Lóritín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Loratadin. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2–14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 Histasín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Cetirizín. Notkunarsvið: Histasín er ofnæmislyf. Histasín virkar gegn öllum algengustu tegundum ofnæmis, svo sem frjóofnæmi og rykofnæmi. Histasín er líka notað við ofnæmisbólgum í nefi og ofnæmiseinkennum eins og útbrotum og kláða. Varúðarreglur: Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti og skal það haft í huga við akstur og nákvæmnisvinnu. Aukaverkanir: Einstaka sinnum veldur lyfið munnþurrki og syfju. Skömmtun: 1 tafla á dag fyrir fullorðna og börn frá 12 ára aldri. Börnum 6–12 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 Við hlustum! Lóritín og Histasín fást án lyfseðils Byrjar þú að hnerra um leið og allt fer að lifna við á vorin? Þannig er um marga án þess að þeir átti sig á því að um ofnæmi geti verið að ræða. HÚSDÝR Urtan Kobba kæpti aðfara- nótt fimmtudags í Húsdýragarðin- um og heilsast þeim báðum vel. Annar nýr kópur er í garðinum þar sem urtan Særún kæpti fyrr í vikunni. Faðir litlu kópanna er sel- urinn Snorri en hann er átján ára og hefur verið í garðinum lengi. Kóparnir eru um fimmtán kíló og nærast á mjólk frá mæðrum sínum fyrstu vikurnar en eftir það þurfa þeir að sjá um sig sjálfir. Ekki er hægt að greina kyn þeirra strax og þess vegna verður þeim ekki gefið nafn fyrr en líða tekur á sumarið. - gþg Húsdýragarðurinn: Nýr kópur fæddur HÚSDÝRAGARÐURINN Kópurinn ásamt móður sinni Kobbu. Hraðakstur Sextán manns voru teknir fyrir hraðakstur af lögreglunni í Borgar- nesi á miðvikudag. Sá sem hraðast ók var á 126 kílómetra hraða á klukkustund. LÖGREGLUFRÉTTIR SLYS Maður slasaðist minna en á horfðist þegar járnbiti féll á hann við gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar í gærmorgun. Maðurinn var að störfum við gerð mislægra gatnamóta þegar járnbitinn sem verið var að hífa upp datt úr kranaklónni og á hann. Það tók björgunarmenn frá lög- reglu og slökkviliði um hálfa klukkustund að losa manninn og var hann fluttur á Fossvogsspítala og gekkst undir rannsóknir. Hann hlaut engin alvarleg meiðsl og slapp að sögn vitna ótrúlega vel. Að sögn lögreglu er verið að rannsaka málið. - sh Járnbiti féll á mann: Slapp vel úr vinnuslysi EFNAHAGSMÁL „Við höfum verið í sambandi við aðila vinnumarkað- arins, bæði við Samtök atvinnu- lífsins og verkalýðshreyfinguna. Ég hef átt með þeim fundi og við erum í sambandi við þá þessa dag- ana. Við höfum lýst okkur reiðu- búna í ríkisstjórninni til þess að koma að málinu og munum vinna að því næstu daga,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Spurður um hugsanlegar skatt- breytingar, til dæmis frestun á fyrirhuguðum skattalækkunum um áramótin, kveðst hann ekki geta sagt neitt frekar um það á þessu stigi. Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar eru jákvæðir í garð til- boðs Samtaka atvinnulífsins um tólf þúsund króna launahækkun á mánuði og tvö prósent að auki til þeirra sem ekki hafa fengið neitt launaskrið síðustu tólf mánuði fyrir utan 2,5 prósentin sem allir fengu um áramótin. Þannig segir Finnbjörn A. Her- mannsson, formaður Samiðnar, að í framkvæmdastjórn og miðstjórn séu menn sammála um að vera jákvæðir og reyna að leita leiða til samkomulags. „Við sjáum ekki muninn á því hvort endurskoðun fer fram núna eða í nóvember. Ef það hefur jákvæð áhrif að gera þetta núna þá erum við tilbúin til þess,“ segir hann og bætir við að boltinn sé hjá ríkisstjórninni. „Það er okkar gul- rót.“ Aðalsteinn Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavík- ur, segist „skotinn í“ hugmynd SA um að hækka lægstu launin en vill hækka krónutöluna í til dæmis fimmtán þúsund. „Þarna eru menn að tala um krónutölu sem ég er sáttur við en ég vil gjarnan sjá hana hærri svo að hægt sé að ganga frá samkomu- lagi. Þarna erum við fyrst og fremst að hugsa um láglaunafólkið og ég ætla að biðja aðra að virða það.“ Áhyggjur eru innan verkalýðs- hreyfingarinnar yfir ástandinu á stjórnarheimilinu. Bent er á að ríkisstjórnin sé hálflömuð vegna átaka innan Framsóknarflokksins. Á meðan ríki óstjórn í efnahags- málum. Stefnt er að því að endurskoðað samkomulag taki gildi 1. júlí en vangaveltur eru innan verkalýðs- hreyfingarinnar um það við hvern eigi að semja, Halldór Ásgrímsson eða Geir H. Haarde, og hvort leggja eigi áherslu á að ljúka sam- komulagi áður en Halldór hverfur úr ráðuneytinu. ghs@frettabladid.is Ríkisstjórnin vill stuðla að kjarasátt við launþega Viðræður eiga sér stað milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig ríkisstjórnin geti stuðlað að sátt í kjaramálum. Stefnt er að því að nýtt samkomulag taki gildi um næstu mánaðamót. FINNBJÖRN A. HERMANNSSON AÐALSTEINN BALDURSSON DÓMSMÁL Aðalmeðferð í skaða- bótamáli Péturs Þórs Gunnarsson- ar gegn íslenska ríkinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild að stóra mál- verkafölsunarmálinu árið 1999. Pétur fer fram á 3,8 milljónir í bætur vegna þess að hann átti ekki kost á að sækja um reynslulausn eins og lög kveða á um þar sem önnur mál honum tengd voru í refsivörslu í kerfinu, eins og það heitir í lagaheiminum. Reglugerð- arheimild segir til um að ef önnur mál fanga séu í rannsókn á meðan á afplánun standi eigi fanginn ekki möguleika á reynslulausn. Nokkur málverk, um hundrað talsins að sögn Ragnars Aðalsteinssonar, lög- manns Péturs, voru geymd og rannsökuð frekar eftir að Pétur var dæmdur til fangavistar árið 1999. Hann var síðan sýknaður af ákæru um falsanir þeirra verka. Ragnar segir þessa reglugerð- arheimild ganga í berhögg við tvær greinar stjórnarskrárinnar. Annars vegar þá sem segir að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð og hins vegar jafnræðis- regluna sem segir að allir menn séu jafnir fyrir lögum. Ragnar segir þeirri reglu ekki fylgt ef litið sé til meintra brota sem menn hafi ekki verið sakfelldir fyrir þegar ákvarðað sé um möguleika á reynslulausn. - sh Átti ekki möguleika á reynslulausn þar sem önnur mál hans voru í rannsókn: Falsanasali fer fram á bætur PÉTUR ÞÓR Krefst bóta þar sem ósk hans um reynslulausn hafi ekki fengið meðferð í samræmi við lög. HRAUNFLÓÐ ÚR GÍG MERAPI Hraun rennur úr gíg eldfjallsins Merapi á Jövu í Indón- esíu í gærmorgun. Eldvirkni hefur aukist í fjallinu að undanförnu og hafa þúsundir íbúa í nágrenni þess lagt á flótta af ótta við stærra eldgos. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KRÖFUGANGA 1. MAÍ „Ef það hefur jákvæð áhrif að gera þetta núna þá erum við tilbúin til þess,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, og segir að boltinn sé hjá ríkisstjórninni. „Það er okkar gulrót.“ MEXÍKÓ Bandaríkjamenn hafa sent fyrsta liðsafla þjóðvarðliða að landamærum sínum við Mexíkó, að því er kemur fram á heimasíðu BBC. Alls eiga um sex þúsund þjóðvarðliðar að aðstoða landa- mæraverði við að hindra ólöglega för Mexíkóa yfir landamærin. Fyrst um sinn munu þjóðvarðlið- arnir einungis hjálpa til við að reisa risavaxinn vegg meðfram landamærunum. Þessi aðgerð er þáttur í fyrir- ætluðum umbótum á innflytjenda- stefnu forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, sem hafa vakið miklar deilur í Bandaríkjunum og ekki síst í röðum repúblikana, flokksmanna forsetans. Mexíkó- menn telja einnig að sér vegið og tala um hervæðingu landamæra þessara vinveittu ríkja. - kóþ Breytt landamæragæsla Bandaríkjamanna: Þjóðvarðlið til starfa ÞJÓÐVARÐLIÐI UTAH-RÍKIS Ný innflytj- endastefna er umdeild báðum megin landamæranna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.