Fréttablaðið - 09.06.2006, Side 64

Fréttablaðið - 09.06.2006, Side 64
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR48 Salan á landsliðstreyjum þeirra þjóða sem taka þátt í HM hefur tekið töluverðan kipp að undan- förnu. „Það eru allir búningar að selj- ast, það er bara svo einfalt,“ segir Eyþóra Valdimarsdóttir, starfs- maður Jóa útherja. „Reyndar er Brasilía heit en líka England, Arg- entína, Holland og Frakkland. Síðan er Ítalía orðin uppseld,“ segir hún. Að sögn Eyþóru eru keyptar treyjur á börn niður í eins árs gömul og fullorðið fólk alveg upp í nírætt. Hvað varðar íslensku landsliðstreyjuna segir Eyþóra að hún seljist alltaf jafnt og þétt bæði hér heima og erlendis, sérstaklega á Norðurlöndunum þar sem fjöldi Íslendinga býr. Hér á landi sé einnig mikið um það að útlending- ar kaupi treyjuna. Eyþóra ætlar að sjálfsögðu að fylgjast með HM. „Ég held með Englendingum og vona náttúrlega að þeir vinni en ég held samt að Brasilía taki þetta,“ segir hún. Brassarnir heitastir SALAN EYKST Sala á landsliðstreyjum þeirra liða sem taka þátt í HM hefur aukist að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ölver og Wembley Í Ölveri og á Wembley í Glæsibæ verða allir leikirnir sýndir á breið- tjöldum. Hægt er að velja úr fimm tjöldum samanlagt á báðum stöð- um og 22 sjónvörpum. Einn skaf- miði mun fylgja með hverjum bjór á barnum og þeir sem skafa og vinna ekki komast engu að síður í stóran pott. Þar er utanlandsferð í verðlaun. 120 gramma hamborg- ari með stórum bjór verður á til- boði á tólf hundruð krónur. Players Allir leikirnir verða sýndir á breið- tjöldum, sem eru fimm talsins auk þess sem ellefu sjónvörp verða í gangi. Nýir skjá- varpar eru komnir í hús og ættu gæðin því að vera eins og best verður á kosið. Þeir sem kaupa bjór á barn- um fara í pott þar sem dregnir verða út smá- vinningar auk utan- landsferðar. Tilboð verður á grillbeikon- borgara og stórum bjór á 1.500 kall. Búast má við hópi Norðmanna á barn- um á þriðjudag þegar Brasilíumenn mæta Króötum. Vín og skel Í fimmtíu fermetra tjaldi úti í porti verður 48 tommu sjónvarp þar sem fólk getur horft á leikina. Hitalampi verður í tjaldinu þannig að engum ætti að verða kalt. Bar verður inni í tjaldinu og verða ýmsir leikir í gangi. Hægt verður að veðja á úrslit auk þess sem menn geta sett nöfn sín í pott sem verður dregið úr á Sýn. Utanlands- ferð verður meðal verðlauna. Einnig verður annað tjald á staðn- um með skjávarpa sem sýnir leik- ina á átta fermetra tjaldi. Ýmsir sjávarréttir verða á tilboði, þar á meðal fiskur, kræklingur, rækju- kokteill, humar og skelfiskssúpa. Glaumbar Sett hafa verið upp ellefu ný plasmasjónvörp frá 28 tommum upp í 42 tommur að stærð. Alls verða þrettán sjónvörp á staðnum auk þess sem myndvarpi mun varpa leikjunum upp á breiðtjald. Stór bjór verður á 500 kall auk þess sem hamborgari, fransk- ar og kokkteilsósa verða á 950 krónur. Stemningin lifir á kránni SPENNTIR ÁHORFENDUR Mikil stemning verður væntanlega á pöbbum og veitingastöðum út um allt land í tilefni af HM. MYND/KARL PETERSSON Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Þýskalandi í dag. Milljónir manna munu fylgjast með þessari miklu íþróttaveislu úti um allan heim, þar á meðal hér heima á litla Íslandi. Freyr Bjarna- son fór á stúfana og frædd- ist meðal annars um pólska gullaldarliðið, brjálað andrúmsloftið í Þýskalandi, 120 gramma hamborgara og leðurklædda hægindastóla. Knattspyrnuveislan mikla hefst í dag Pólverjar eru fjölmennir á Íslandi og að sjálfsögðu ætla flestir þeirra að fylgj- ast með sínum mönnum etja kappi við þá bestu á HM. Freyr Bjarnason ræddi við Witek Bogdanski um pólska landsliðið og væntingarnar sem til þess eru gerðar. Pólska landsliðið er í riðli með Þýskalandi, Kosta Ríka og Ekvad- or og reikna flestir með því að Pól- verjar komist upp úr riðlinum ásamt heimamönnum. Að sögn Witek Bogdanski, rall- ökumanns og formanns samtaka Pólverja á Íslandi, eiga flestir Pól- verjar gervihnattadiska og munu þeir fyrst og fremst fylgjast með keppninni heima hjá sér. Engin sameiginleg hátíðarhöld hafi verið skipulögð í tengslum við HM. „Pólska sjónvarpið hefur verið að sýna gamla leiki frá árinu 1974 þegar landsliðið var að vinna leik eftir leik, til að hjálpa fólki að muna eftir gömlu dögunum og hjálpa því að trúa á liðið,“ segir Witek. „Þeir töpuðu fyrir Kólumb- íu um daginn og þá var mikil gagn- rýni á landsliðið heima en síðan spiluðu þeir við Króatíu og unnu, þannig að það er erfitt að spá fyrir um hvernig gengur,“ segir hann. Mikil sorg var í Póllandi nýlega þegar Kazimierz Górsky, fyrrver- andi þjálfari pólska landsliðsins, lést. Náði hann mjög góðum árangri með liðið á sínum tíma og er því mikil eftirsjá að honum. „Gamli kallinn var að vonast eftir því að lifa lengur og vonaðist til að sjá leiki á HM. Stefnan var að hjálpa honum að fara og fylgjast með en því miður varð ekkert út því,“ segir Witek. „Það var mikil virðing borin fyrir honum. Hann gerði kraftaverk með liðið árið 1974. Þá komst það í undanúrslit á móti Þýskalandi en tapaði. Það var 45 mínútna seinkun á leiknum því það var vatn um allan völl en samt fór leikurinn fram. Ég man eftir því að frægur pólskur leikmaður, Lato, sem skoraði 7 mörk á mót- inu, var að hlaupa og skaut á mark- ið. Boltinn var á leiðinni inn en stoppaði á línunni. Þetta var algjör skandall og margir kvörtuðu yfir þessu. Þeir töpuðu 1-0 og fóru ekki í úrslit en unnu Brasilíu í leik um þriðja sætið,“ segir hann. Witek spáir Pólverjum upp úr riðlinum á HM í Þýskalandi en á ekki von á því að árangurinn verði sá sami og gullaldarliðið náði á sínum tíma. Hann býst við því að Hollendingar muni standa uppi sem sigurvegarar í fyrsta sinn í sögu HM. - fb Ný gullöld hjá Pólverjum? SPENNTIR PÓLVERJAR Fjölmargir Pólverjar bíða spenntir eftir HM í fótbolta, þar á meðal Witek og félagar hans sem starfa hjá Samskipum. Witek er í fremstu röð til hægri. Aðrir á myndinni eru: Krzysztof Orlowski, Agnieszka Kasprzyk, Piotr Klinczak, Marek Dabrowski, Marius Mryniewkki, Krystian Baranowski, Iotr Budziszewski, Sebastian Sadcik, Patrycjusz Kadzikowski, Hanna Cypriak og Tomasz Chmiel. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Í tilefni HM í Þýskalandi munu Goethe-stofnunin og þýska sendi- ráðið í Reykjavík bjóða til athafn- ar í Borgarleikhúsinu kl. 15:30 í dag. Opnunarleikur Þýskalands og Kosta Ríka verður sýndur beint á litla sviði leikhússins og eru allir boðnir velkomnir. Einnig verður ljósmyndasýningin Heimsmálið fótbolti opnuð formlega af heið- ursgestinum Atla Eðvaldssyni, sem lék með góðum árangri frá 1980-1988 með þýsku liðunum Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf og KFC Uerdingen 05. Stefanie Hontscha, menningar- fulltrúa hjá Goethe, hlakkar mikið til athafnarinnar í dag. „Ég er mjög ánægð með að Atli Eðvalds- son verði heiðursgestur. Hann var góður leikmaður á sínum tíma og hefur gert mikið fyrir fótboltann á Íslandi,“ segir Stephanie og hvet- ur Þjóðverja jafnt sem Íslendinga til að mæta í Borgarleikhúsið. Um 830 Þjóðverjar eru skráðir hér á landi en um eitt þúsund eru hér búsettir og því ætti mætingin í dag að vera góð. Stefanie segir að stemningin hjá gestgjöfunum í Þýskalandi sé hálfbrjáluð um þessar mundir. „Það er svo mikið af fólki þarna af öllum þjóðernum og allir eru að koma saman til að skemmta sér. Andrúmsloftið er hálfklikkað en það er líka gott,“ segir hún. Fótboltafár í Borgarleikhúsinu STEFANIE HONTSCHA Menningarfulltrúi Goethe-stofnunarinnar hlakkar mikið til athafnarinnar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.