Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 22
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR22 nær og fjær „ORÐRÉTT“ ������ ����� ������������������ ����������� ������ Ungur óperusöngvari, Giss- ur Páll Gissurarson, vann í síðustu viku þriðju verð- laun á alþjóðlegu söngv- arakeppninni í Piacenza á Ítalíu. Lærimeistari hans, Kristján Jóhannsson óperu- söngvari, er sannfærður um að þar fari ein af óperu- stjörnum framtíðarinnar. Keppnin er ein sú stærsta á Ítalíu en 123 söngvarar þreyttu prufu um að fá að spreyta sig í henni. Margir af þeim eru atvinnusöngv- arar en aðrir eru nemendur, eins og Gissur Páll, sem reyna að hasla sér völl á óperusviðinu. Keppnin var haldin í leikhúsinu í borginni Piacenza og hlýddu um 1.200 gestir á en 70 manna hljóm- sveit lék undir hjá keppendum. „Þetta var mjög ánægjulegt og ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Gissur Páll, sem sló öllum karlsöngvurum ref fyrir rass því sópransöngkonur skipuðu sér í tvö efstu sætin. „Fyrir fram var ég ekkert sérstaklega öruggur þar sem ég er lýrískur léttur tenór en fyrir mig var lagt á þessu úrslita- kvöldi að syngja dramatískar aríur. Svo fór það ekki framhjá mér að öllum keppinautum mínum gekk sérlega vel og ég held að það hafi ekki heyrst ein feilnóta þetta kvöld þannig að ég var mjög hissa þegar úrslit voru kynnt eftir dúk og disk, en dómnefndin var lengi að gera upp á milli okkar.“ „Hann stóð sig eins og hetja og var Íslandi til sóma,“ segir læri- meistarinn Kristján, yfir sig ánægður með nemanda sinn. „Allt það sem við höfum verið að vinna að í eitt og hálft ár kom fram í gær, alveg óaðfinnanlega. Forseti dóm- nefndarinnar var argentínski óperusöngvarinn José Cura, sem er heimsþekktur tenór, og hann spurði mig bara hvaðan þessi Paolo væri eiginlega, en svo er hann Gissur Páll kallaður hér á Ítalíu.“ Kristján átti fleiri nemendur í keppninni, þar á meðal sópran- söngkonu sem náði í tólf manna úrslit. Leiðir Kristjáns og Gissur- ar Páls lágu saman þegar sá síðar- nefndi fylgdi félaga sínum í kennslustund hjá Kristjáni. „Svo vildi hann endilega heyra í mér þegar hann komst að því að ég væri að læra óperusöng,“ rifjar Gissur Páll upp. „Eftir það bauðst hann til að taka mig í kennslu og það var upphafið á okkar sam- starfi. Hann er hreint ótrúlega góður kennari og í raun er hann meira en það. Hann er svona læri- meistari af gamla skólanum. Hann virkilega þjarmar að manni en svo föllumst við í faðma þegar átökun- um er lokið.“ Þeir eru þó fleiri en Kristján sem eru harðir í horn að taka því dómnefndarmenn sem verða á vegi óperusöngvara taka ekki á þeim með neinum silkihönskum þyki þeim einhver ljóður á því sem á borð þeirra er borið. Eins kunna dómnefndarmenn því víð- ast hvar illa ef menn fara ekki eftir hefðarinnar reglum. „Menn tala um það hvað Bubbi geti verið óvæginn við Idol-keppendur en það viðmót hans gæti bara þótt huggulegt miðað við þau tök sem dómnefndarmenn sýna söngvur- um hér,“ segir Gissur Páll. Það var honum því óvænt ánægja þegar dómnefndarmenn klöppuðu fyrir Gissuri þegar hann lauk áheyrnar- prufum fyrir skemmstu. Dóm- nefndin var skipuð Ricardo Muti, fyrrverandi óperustjóra La Scala, og fulltrúum frá Berlínarfílharm- oníunni og Salzburgar-hátíðinni svo hver veit nema eitthvað sé í vændum úr þeim ranni. jse@frettabladid.is TENÓRINN JOSÉ CURA OG GISSUR PÁLL GISSURARSON Argentínski tenórinn var forseti dómnefndar og heillaðist hann af framgöngu Gissurar Páls á úrslitakvöldinu í söngvarakeppninni í Piacenza. Gissur Páll lenti í þriðja sæti en tvær sópransöngkonur skipuðu þau tvö efstu. Ekki feitir og heimskir „Það er varla hægt að fara á kaffihús á Íslandi án þess að heyra fordóma um Bandaríkja- menn; að þeir séu feitir og heimskir og þeim sé alveg sama um restina af heiminum.“ KARL HREINSSON SEM NÚ FLAKKAR ÁSAMT TVEIMUR FÉLÖGUM MILLI RÍKJA BANDARÍKJANNA Á HÚSBÍL OG TEKUR VIÐTAL VIÐ HEIMAMENN OG ÍSLENDINGA SEM ÞAR BÚA. FRÉTTABLAÐIÐ 8. JÚNÍ. Að kunna að þegja „Ég ætla ekkert að tjá mig um það sem Guðni Ágústsson hefur sagt. Ég held að það hafi verið sagt heldur of mikið og ég ætla mér ekki að vera að segja meira fyrr en það er búið að koma saman nýrri skipan í ríkisstjórn.“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKS- INS, UM FRAMGÖNGU GUÐNA ÁGÚSTSSONAR VARAFORMANNS. FRÉTTABLAÐIÐ 8. JÚNÍ. Úrslit í keppni Junior Chamber á Íslandi um bestu viðskiptaáætluna 2006 voru tilkynnt á þriðjudaginn. Keppnin bar yfirskriftina „frum- kvöðlar í verki“ og voru þrjár áætl- anir verðlaunaðar. Sigurvegarar keppninnar voru þau Theodóra Elísabet Smáradótt- ir, Sigurður Jónsson og Þóra Björk Ottessen en verkefnið þeirra var framleiðsla á fatnaði fyrir hunda. Sigurlaunin voru lófatölva frá Opnum kerfum og hundrað þúsund króna peningaverðlaun frá KB banka. Þeir sem lentu í öðru og þriðja sæti fengu einnig peninga- verðlaun. Tilgangur keppninnar var að hvetja ungt fólk til að búa til viðskiptahugmyndir og fram- kvæma þær. Verkefnin sem lentu í þrem efstu sætunum fara í alþjóð- lega keppni Junior Chamber og þar eiga keppendur möguleika á að kynna hugmyndir sínar fyrir erlendum fjárfestum. „Dómarar voru sammála um að það væri kraftur í ungum frumkvöðlum á Íslandi og að þátttaka allra sem sendu inn áætlanir væri dæmi um þennan mikla kraft,“ sagði Jenný Jóakimsdóttir, formaður dóm- nefndar og viðtakandi landsforseti JCI Íslands. - gþg Frumkvöðlar verðlaunaðir FRUMKVÖÐLAR Í VERKI Sigurvegarar keppninnar ásamt fulltrúum KB banka og Opinna kerfa við verðlaunaafhendinguna. „Starfið í Vinnuskólanum er hafið, leiðbein- endurnir eru núna í undirbúningi og síðan byrja krakkarnir eftir helgi,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar og yfirmaður Vinnuskólans í Reykjavík. „Það eru um 2.700 krakkar sem hafa skráð sig, það er um 5-600 færri en í fyrra.“ Spurður hvort það hafi áhrif á umhirðu garðanna í sumar svarar Þórólfur því til að hætta sé á því að ekki verði eins miklu komið í verk en Vinnuskólinn ræður líka eldri starfsmenn til þess að fegra borgina og þær ráðningar hafa gengið vel. „17. júní er náttúrlega alltaf svona ákveðið markmið að koma bænum í gott horf, en flestir unglingar kannast eflaust við vinnuálagið sem þeim degi fylgir.“ „Svo seinkaði náttúrlega þetta kulda- tímabil í byrjun maí öllu og það er ekki alveg útséð með það hvort það urðu einhverjar skemmdir.“ Hann á þó ekki von á að þær verði miklar. Hvað ætla ég að gera í sumarfrínu? Það er ekki alveg á hreinu,“ segir Þórólfur og hlær en hann býst við því að ferðast eitthvað innanlands. „Ég ætla að fara í Aðaldal en svo er annað ekki ákveðið. En svo reyndar ætla ég að fara að ganga í Pýreneafjöllunum í lok júní og dvelja þar í viku,“ segir Þórólfur og upplýsir blaðamann um að þau séu á landamærum Spánar og Frakklands. Þangað til verður hann þó upp- tekinn við undirbúning þjóðhátíðardagsins. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞÓRÓLFUR JÓNSSON GARÐYRKJUSTJÓRI Setur bæinn í sparifötin Íslensk stjarna á ítölskum himni KRISTJÁN JÓHANNSSON Lærimeistarinn Kristján er afar kátur með lærling sinn. „Ég er mikil áhugamanneskja um heimsmeistarakeppnina svo ég bíð spennt því að hún hefjist endar er þetta í mínum huga hrein veisla,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingkona. „Ég er búin að tryggja mér sjónvarpsaðgang að þessu og er í startholunum. Ég á mér tvær uppáhalds þjóðir en þær eru Þjóðverjar og Argentínumenn. Ég byrjaði að fylgjast með keppninni árið 1990 en henni lauk einmitt með úrslitaleik þessara tveggja þjóða en þegar svo ber undir hafa Þjóðverjarnir yfirhöndina í huga mér og hjarta. Ein- faldlega vegna þess að ég er alin upp við þýska boltann en faðir minn, Júlíus Stefánsson, er mikill áhugamaður um þýska knattspyrnu enda menntaði hann sig þar í landi. Það sem heillar mig við þýska liðið er það að það notar svona kafbáta- tækni sem er þannig að það virðist ekkert vera að gerast en svo skora þeir sísona en þeir skora helst ekki nema brýn þörf sé á því. Ég er almennt mjög hrifin af þýskri þjóð og menningu. En svo er ég einnig hrifin af því þegar meira er að gerast á yfirborðinu og þar koma Argentínumenn til skjalanna.“ Ekki kemst hún hjá því að spá í spilin fyrir keppnina. „Ég held að mínir menn, Þjóðverjar og Argentínumenn, eigi eftir að komast mjög langt en annars er mjög erfitt að segja til um þetta að þessu sinni. Það kæmi mér samt ekki á óvart þó Fílabeinsströndin verði spútnikliðið í ár.“ SJÓNARHÓLL HM Í FÓTBOLTA Heldur með Þjóðverjum KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Þingkona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.