Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 24
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR24 fréttir og fróðleikur Svona erum við Aldrei hafa fleiri samruna- mál legið á borði Sam- keppniseftirlitsins og nú eftir áramót; yfir tuttugu. Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri eftirlitisins, segir að skerpa verði lagaumhverfi vegna samruna fyrirtækja. Einnig eigi að leyfa leit eftirlitsins á heimilum stjórnenda í samráðsmálum til þess að koma í veg fyrir samkeppnisbrot. Gunn- hildur Arna Gunnarsdóttir ræddi við Pál Gunnar. „Við finnum fyrir samþjöppun fyrirtækja á markaðinum,“ svar- ar Páll Gunnar spurður hvort fyrirtækjum á Íslandi fækki. „Niðurstaða okkar og tilfinning er að samþjöppunin sé að ágerast. Við sjáum að fákeppni er víða talsverð í atvinnulífinu á málun- um sem við fáumst við.“ Fleiri kvartanir berist en áður og búist sé við að þær aukist enn. „Menn standa sífellt frammi fyrir nýjum dæmum um hugsanlega misnotk- un á markaðsráðandi stöðu, þar sem samþjöppunin er að aukast.“ Sextíu stjórnsýslumál hafa verið tekin upp hjá Samkeppnis- eftirlitinu á árinu. Stór hluti snýr að sameiningu fyrirtækja. „Yfir tuttugu samrunamál eru í gangi. Frá því að samrunaákvæðin voru sett í samkeppnislögin hafa menn ekki staðið í jafnmiklum mála- fjölda á einu tímabili.“ Lagabreytingar nauðsynlegar Páll Gunnar segir að sífellt þurfi að huga að lagabreytingum til að bregðast við óæskilegri fákeppni. Lögum um samruna fyrirtækja sé til að mynda ábótavant. „Nú er það þannig að við höfum ekki kost á því að sekta fyrirtæki fyrir að sinna ekki tilkynningaskyldu um samruna.“ Það skapi vandkvæði í starfinu því allt of mörg fyrir- tæki vanræki upplýsingaskyld- una. Skapa þurfi agaðari vinnu- brögð gagnvart eftirlitinu og því ætti það að hafa heimild til að fara í húsleit vegna samruna. Heimild af því tagi þekkist víða, til dæmis hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Liggi grun- ur á samráði milli fyrirtækja nægi eftirlitinu ekki aðeins að gera húsleit í fyrirtækjunum sjálfum, heldur eigi í þeim tilfell- um að leyfa húsleit inni á heimil- um stjórnenda. Slíkt tíðkist meðal annars innan Evrópska efnahag- svæðisins og vandséð af hverju sama ætti ekki einnig að gilda um Samkeppniseftirlitið. Páll Gunnar segir að eðlilegt sé að huga að því að eftirlitinu verði gert kleyft að skipta upp fyrirtækjum, jafnvel þó þau hafi ekki orðið uppvís að eiginlegri misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni. „Við höfum möguleik- ann á að gera þetta ef menn hafa verið brotlegir, en með breyting- unum hefðum við tækifæri til þess að gera starf Samkeppniseftirlit- isins meira fyrirbyggjandi og gætum brugðist við óæski- legri stöðu á markaðnum.“ Hann segir að talsverð þróun sé í samkeppnislöggjöfinni í Evr- ópu, sem þurfi að fylgja vel eftir hér á landi. Samkeppniseftirlitið hafi fengið aukna fjárveitingu miðað við fyrirrennarann Sam- keppnisstofnun, en þó þurfi að gera betur. „Við teljum að það þurfi að stækka eftirlitið. Ég er ekki að tala um byltingar heldur stöðuga þróun sem fylgi þróun atvinnulífsins.“ Hann vill ekki nefna tölur. „Með því að veita meira fjár- magn til eftirlitisins væri því gefið meira svigrúm til kynning- arstarfs og til þess að halda úti umræðu og upplýsa markaðinn um það sem má og má ekki. Svig- rúmið yrði einnig meira til þess að koma áliti til stjórnvalda og ábendingum til atvinnulífisins um það sem betur má fara.“ Níutíu mál frá byrjun Samkeppniseftirlitinu hafa borist um níutíu erindi þar sem farið er fram á einhvers konar aðgerðir af hálfu þess frá því það var stofnað 1. júlí í fyrra. Um fjörutíu bárust í vetur og er ríflega þrjá- tíu þeirra lokið. Páll Gunnar segir að það sem af sé árinu hafi eftir- litinu borist um fimmtíu erindi um aðgerðir og lokið tíu. Þegar ný samkeppnislög tóku gildi og Samkeppnisstofnun var lögð niður, tók eftirlitið við tæp- lega áttatíu óafgreiddum málum. Tæplega helmingur þeirra hefur verið til lykta leiddur og segir Páll Gunnar að hin séu í vinnslu: „Við reynum að vinna á þessum málahala sem við fengum strax í vöggugjöf og gengur þokkalega.“ Málin fyrnist ekki þó þau bíði. „Að sjálfsögðu kappkostar Sam- keppniseftirlitið að klára málin á eðlilegum tíma, en oft þarf að taka nýrri mál fram fyrir þau sem heyra fortíðinni til.“ Þrír markaðir í smásjá Olíumálið er eitt umfangsmesta mál eftirlitsins frá fyrri tíma. Fyrirtækin sem reka Essó, Olís og Skeljung voru sektuð um hundruð milljóna og reyna nú að fá ákvörðunina ógilda. Páll Gunn- ar segir að niðurstaðan skipti veigamiklu máli fyrir samkeppn- isumhverfið í framtíðinni. Spurður hvort hann viti um svipað munstur og milli olíufélag- anna í samfélaginu svarar Páll: „Það er alltaf hætta á ólögmætu samráði. Hættan er ekki síst á fákeppnismörkuðum. Því færri keppinautar á viðkomandi mörk- uðum, því auðveldara er fyrir þá að setjast niður og hafa með einum eða öðrum hætti samráð. Þess vegna skiptir miklu máli að hafa vakandi auga með helstu fákeppnismörkuðum. Það gerum við.“ Um helstu áherslur eftirlitisns sagði Páll að fylgst væri sérstak- lega vel með fjarskiptum og fjöl- miðlum, matvörumarkaði og fjár- málamarkaðnum. Það væri ekki af hræðslu við ólögmætt verð- samráð heldur vegna mikilvægis markaðanna og fjölda mála á þessum sviðum. Hvort hann hræðist gagnrýni forystumanna á þessum mörkuð- um um að vera talinn verkafæri stjórnvalda í baráttu gegn þeim svarar Páll: „Nei, ég hræðist það ekki, vegna þess að Samkeppnis- eftirlitið er sjálfstæð stofnun með sjálfstæða stjórn. Það er búið þannig að henni að menn þurfa ekki að óttast pólitísk afskipti.“ Fyrirtækjunum fækkar PÁLL GUNNAR PÁLSSON Forstjóri Sam- keppniseftirlitisins segir þrjá markaði undir smásjá eftirlitisins um þessar mundir: Fjarskipta- og fjölmiðlamarkað, matvöru- markað og fjármálamarkað. Verðbólga hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en hún er núna 7,6 prósent, vel yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands. Há verðbólga er eitt af aðaláhyggjuefnum matsfyrirtækisins Standard & Poor´s, sem á dögunum lýsti því yfir að auknar líkur væru á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Hvað er verðbólga? Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækk- un verðlags. Með því er átt við röð hækkana yfir tímabil en ekki hækkanir á einstökum vörum. Verðbólga rýrir verðgildi peninga og færri vörur fást fyrir sama pening og áður. Vísitölur mæla breytingu verðlags og sú algengasta er vísitala neysluverðs sem Hagstof- an mælir með því að gera neyslukannanir á heimilum landsins. Af hverju er verðbólga slæm? Verðbólga væri ekki mikið vandamál ef laun og verðlag myndu hækka jafn mikið. Laun eru hins vegar venjulega ákvörðuð á nokkurra ára fresti og því skaðar mikil verðbólga hinn vinnandi mann þar sem tekjur hans rýrna. Verðbólgu fylgir einnig óvissa um framtíðina og gerir hún því allar fjárfestingarákvarðanir bæði fyrirtækja og ein- staklinga erfiðari. Hvernig er hægt að berjast gegn verðbólgu? Markmið Seðlabankans er að stuðla að stöðugu verðlagi en til þess hefur hann nokkur tæki. Mest notaða vopnið er vextir en þeir eru í raun verð peninga. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti hækkar verð peninga og færri taka lán til fjárfestinga og neyslu og því hægir á hagkerfinu, verðbólga lækkar að öllu jöfnu og sparnaður verður fýsilegri. Til þess að vel takist til þurfa stjórnvöld einnig að koma að málinu og minnka útgjöld sín til þess að draga úr þenslunni og þar af leiðandi verðbólgunni. FBL GREINING:VERÐBÓLGA Áhyggjuefni á Íslandi FRÉTTAVIÐTAL GUNNHILDUR A. GUNNARSD. gag@frettabladid.is 11 ,5 17 ,9 kí ló 6, 6 1996 2000 2004 > Fjöldi gesta í fiska- og dýrasöfnum landsins Heimild: Hagstofa Íslands > Alifuglaneysla Íslendinga í kílóum Nígeríumanni var nýlega neitað landvistarleyfi sem flóttamanni. Sigríður Rut Júlíusdóttir var verjandi hans í málinu og þekkir vel til þessa málaflokks. Hvað þarf til að útlendingur fái landvistarleyfi á Íslandi sem flótta- maður? Útlendingur telst vera flótta- maður ef hann er utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í félagsmálaflokk- um eða stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd heimalands síns. Einnig getur þetta átt við þá sem eru ríkisfangslausir og staddir utan síns heimalands. Hver er munurinn á flóttamanni og pólitískum flóttamanni? Það er bara orðanotkun. Enginn lögfræðilegur munur er á þessum hugtökum, þetta er bara notað svona til aðgreiningar í daglegu tali. Er það sjaldgæft að flóttamönnum sé veitt hæli á Íslandi? Flóttamönn- um er ekki veitt hæli á Íslandi. Það hefur gerst einu sinni á síðustu árum. Engin opinber skýring hefur verið gefin á því af hverju þetta er, en ég tel að það sé verið að fylgja ákveðinni pól- itískri stefnu sem hefur verið mörkuð í þessum málum, að hér eigi ekki að veita neinum pólitískum flóttamönn- um hæli. SPURT & SVARAÐ FLÓTTAMENN SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR héraðsdómslögmaður Einum veitt hæli á Íslandi Markaðir Verkefni Stjórn Forstjóri Aðstoðarforstjóri Aðallögfræðingur Rekstur Rekstur Fjármálaþjónusta Sérfræði- og önnur þjónusta Markaðsgreining Mennta- og menningarmál Neyslu- og rekstrarvörur Heilbrigðis- og félagsmál Orkumál Umhverfismál Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun Samgöngur og ferðamál Upplýsingamiðlun Samrunamál Alþjóðlegt samstarf Samkeppnis- hamlandi samstarf Eigna- og stjórnunar- tengsl STARFSEMI SAMKEPPNISEFTIRLITSINS KRINGUM TÍU KJARNAMARKAÐINA Samkeppniseftirlitið skiptir fyrirtækjum landsins upp í tíu kjarnamarkaði samkvæmt skipuriti sínu og skoðar þau á þennan máta. MYND/SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ SANDKASTALI Hann verður tignarlegur, þessi sandkastali, þegar lokið verður við gerð hans á strönd í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Listamennirnir eru að reyna að hanna hæsta sandkastala heims. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.