Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 74
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR58 LA ND SB AN KA DE IL DI N HANDBOLTI „Ég get ekki sagt annað en að ég hafi nokkrar áhyggjur af varnarleiknum. Framliggjandi vörnin sem við beittum í síðari hálfleik var ekki að ganga sem skyldi. Við stóðum of opnir, vorum að telja vitlaust og fleira. Það er ljóst að við þurfum mun betri varnarleik og markvörslu til að vinna Svíana,“ sagði Alfreð Gísla- son landsliðsþjálfari eftir jafn- teflisleik gegn Dönum í Höllinni, 34-34. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá íslenska liðinu. Alfreð gerði smá breytingar á varnar- leiknum frá því í leiknum á Akur- eyri. Setti Sigfús á bekkinn, Sverri fyrir miðju varnar og Alexander og Róbert sitt hvoru megin við Framarann. Flest mörk íslenska liðsins framan af komu úr hraðaupp- hlaupum en alls skoraði Ísland úr 7 hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik en Danir aðeins úr þrem- ur. Nokkuð reyndi á sóknarleik- inn síðari hluta hálfleiksins og þar var einstaklingsframtakið allsráðandi en strákarnir voru að velja góð skot og flest enduðu þau í netinu. Varnarleikurinn var ágætur lengstum og Danir voru lengi vel í vandræðum með að koma skoti á markið. Ísland leiddi með þrem mörkum, 19-16, í leikhléi. S forysta hefði getað verið meiri hefði liðið fengið ein- hverja markvörslu en hún var engin eins og oft áður. Mest náði Ísland fimm marka forystu, 17- 12. Sigfús kom í vörnina í síðari hálfleik og Guðjón Valur byrjaði að klippa út vinstri vænginn hjá Dönum en þessa vörn spilaði liðið lengstum á Akureyri. Sú vörn gekk ekki sem skyldi en mikið munaði um að fá loksins mark- vörslu en Hreiðar Levý varði mjög vel fyrri hluta hálfleiksins. Um leið komu hraðaupphlaupin aftur og fyrir vikið breikkaði bilið á milli liðanna en Ísland náði aftur fimm marka forystu um miðjan hálfleikinn, 28-23. Um miðjan hálfleikinn gaf liðið eftir, strákarnir klúðruðu boltanum klaufalega, markvarsl- an hvarf og Danir náðu aftur í skottið á íslenska liðinu, 31-31. Mikið fjör var undir lokin en íslenska liðið náði ekki að klára leikinn og voru það nokkur von- brigði eftir ágætan leik lengst- um. Ólafur og Alexander áttu báðir frábæran leik, Guðjón Valur var öflugur og Snorri stýrði sókninni vel þó skotin hafi ekki verið að ganga. Sigur og jafntefli gegn sterku liði Dana gefa ágæt fyrir- heit fyrir slaginn gegn Svíum en hausverkur liðsins fyrir leikina er mjög kunnuglegur - vörn og markvarsla. - hbg Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari heldur ekki alveg sáttur til Svíþjóðar eftir leikina gegn Dönum: Hef nokkrar áhyggjur af varnarleiknum GRIMMUR Arnór Atlason stóð sig vel gegn Dönum og skorar hér eitt af þrem mörkum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Það vantaði marga leik- menn í Skagaliðið sem sótti Kefl- víkinga heim í sjöttu umferð Landsbankadeildar karla í gær- kvöldi. Þórður Guðjónsson gat ekki spilað með vegna meiðsla en auk hans vantaði marga aðra leik- menn í liðið. Eftir að hafa tapað fimm fyrstu leikjunum bitu Skaga- menn loks frá sér og innbyrtu sín fyrstu stig í ár og sannkallaður 1-0 baráttusigur var niðurstaðan. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og Guðmundur Steinarsson setti strax tóninn og náði að skapa sér almennileg marktækifæri. Leikurinn galt þess að hann fékk nánast ekki að fljóta neitt og ótt og títt dæmdi Erlendur Eiríksson aukaspyrnur. Kom það niður á ágætlega spil- andi liðunum, sem gerðu sitt besta í að halda boltanum innan liðanna. Skagamenn náðu forystunni á 22. mínútu þegar Ellert Jón Björnsson ýtti boltanum yfir lín- una eftir fyrirgjöf Guðjóns Heið- ars Sveinssonar. Eftir markið sóttu Keflvíkingar meira en Bjarki Freyr Guðmundsson var mjög öruggur í Skagamarkinu og staðan í hálfleik var 1-0, Skagamönnum í vil. Það var fátt um fína drætti hjá liðunum í síðari hálfleik. Harka færðist í leikinn en Keflvíkingar voru meira með boltann, án þess að skapa sér teljandi færi. Bjarki Freyr, markmaður Skaamanna, átti mjög góðan leik og var virki- lega vel vakandi. Skagamenn áttu nokkrar fínar skyndisóknir og voru allt eins líklegir til að bæta við eins og Keflvíkingar að jafna. Undir lok leiksins sauð svo end- anlega upp úr en eftir handalög- mál fékk Guðmundur Viðar Mete beint rautt spjald fyrir að hrinda einum Skagamanni auk þess sem Kristján Guðmundsson var send- ur upp í stúku. Skagamenn geta vel við unað eftir að hafa landað stigunum þremur í Keflavík í gær. „Þetta er góð tilfinning en það er synd að við skulum ekki hafa upplifað þetta fyrir fimm umferð- um. Mér fannst við eiga sigurinn skilinn enda vorum við betri aðil- inn í þessum leik. Við áttum að vera búnir að klára þetta og hefð- um átt að gera það eftir að hafa fengið dauðafæri til þess en það er alltaf hættulegt þegar staðan er 1- 0 og það þarf lítið að gerast til að þeir séu búnir að jafna eða við að klára leikinn,“ sagði Ólafur Þórð- arson, þjálfari ÍA, sem gat loksins leyft sér að brosa eftir leiki liðsins í sumar. „Ég gerði ekkert sérstakt fyrir þennan leik annað en að reyna að blása lífi í þetta. Þeir vildu mikið strákarnir í dag og þeir stóðu sig vel. Að sjálfsögðu ætlum við svo að halda áfram á sömu braut,“ sagði Ólafur Þórðarson og mátti sjá að þungu fargi var af honum létt en hann hefur verið undir mikilli pressu og orðrómur í gangi þess efnis að Guðjón Þórð- arson væri að taka við Skagalið- inu af Ólafi hefur eflaust hjálpað lítið. ÍA er komið á beinu brautina og verður spennandi að fylgjast með því hvað liðið gerir í kjölfarið en ÍA var spáð öðru sæti í deildinni fyrir mót. - hþh Skagamenn fengu sín fyrstu stig í sumar er þeir heimsóttu Keflavík: Loksins bitu Skagamenn almennilega frá sér FÓTBOLTI Valsmenn voru í miklum ham í Laugardalnum í gær í fjör- legum leik sem bauð upp á fjölda- mörg færi. Til að mynda hefði Garðar vel getað skorað fleiri mörk en þessi tvö sem hann gerði því hann skaut tvívegis yfir í góðri stöðu. Valsmenn voru betri á nán- ast öllum sviðum leiksins en mark Fylkismanna kom í uppbótartíma. „Hugarfarið var alveg til fyrir- myndar í þessum leik og allt annað að sjá til leikmanna núna en í síð- asta leik,“ sagði Willum Þór Þórs- son, þjálfari Vals, en liðið tapaði fyrr í vikunni fyrir Víkingi. „Liðið barðist sem einn maður og naut þess að spila fótbolta. Fylkismenn misstu hinsvegar móðinn þegar á leið.“ Valur varð fyrir áfalli þegar Valur Fannar Gíslason meiddist en Skotinn Barry Smith leysti miðvarðarstöðuna við hlið Atla Sveins Þórarinssonar af prýði. „Það var mikil lukka fyrir okkur að eiga Barry inni því hann kann heldur betur að spila. Hann er leiðtogi í sér, les leikinn mjög vel og talar.“ Nokkuð mikil harka var í leikn- um en Einar Örn dómari gaf snemma tóninn og var óhræddur við að spjalda menn í byrjun leiks. Hann dæmdi þó ekkert þegar Dan- inn Christian Christiansen féll innan teigsins og vildi fá víti og Fylkismenn létu óánægju sína berlega í ljós. Páll Einarsson átti skalla sem Kjartan Sturluson, fyrrum markvörður Fylkis, varði vel áður en Garðar skoraði fyrsta markið. Baldur Aðalsteinsson sýndi þá mögnuð tilþrif og fór illa með gestina áður en hann gaf á Guðmund Benediktsson sem renndi boltanum út á Garðar sem skaut góðu skoti í hornið. Út fyrri hálfleikinn voru Vals- menn sterkari. Baldur hélt áfram að láta að sér kveða og átti gott langskot sem fór naumlega yfir markið. Það var svo Pálmi Rafn Pálma- son sem bætti við marki fyrir hálf- leik eftir að varnarmenn Fylkis voru sofandi en það var Garðar sem lagði markið upp. Fylkismenn voru með lífsmarki í upphafi síðari hálfleiks en svo tóku heimamenn völdin á ný og Garðar skoraði úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarmanni og fór inn. Það sem eftir lifði leiks höfðu þeir tögl og hagldir og áttu margar stórhættulegar sóknir enda voru þeir mjög sprækir fram á við og spiluðu stórskemmtilega. Fylkir komst lítt áleiðis nema í uppbótartíma þegar Jens Elvar Sævarsson skoraði eftir horn. elvar@frettabladid.is Valsmenn sýndu sparihliðarnar gegn Fylki í Laugardalnum Valsmenn voru í miklum ham í Landsbankadeildinni í gær og unnu Fylkismenn 3-1 þar sem Garðar Gunn- laugsson skoraði tvö mörk. Allt annað var að sjá til liðsins frá því gegn Víkingi á mánudaginn. ERFITT Fylkismenn máttu síns lítils gegn Val í gær. Hér er Daninn Christian Christiansen í baráttu við Atla Svein Þórarinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.