Fréttablaðið - 09.06.2006, Side 50

Fréttablaðið - 09.06.2006, Side 50
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR Nýjasta ráðgjöf Hafró er mikill og þungur áfellisdómur yfir mislukkaðri fiskveiðistjórnun, og enn einn naglinn í líkkistu fiskveiðistjórnunarkerfisins. Vonandi einn sá síðasti sem rek- inn verður í þann fúna kassa. Öll þau varnaðar- og gagnrýn- isorð sem við í Frjálslynda flokknum höfum haft uppi koma nú á daginn. Naglinn sem nú er notaður er því ekki nýr. Hann er gamall og ryðgaður. Stöðvum nú þá menn sem hafa stýrt fiskveið- um hér við land. Bolum eigin- hagsmuna- og valdaklíkunni frá. Ríkisstjórnarliðum, embættis- mönnum, stjórnendum Hafró, og forystu og starfsmönnum LÍÚ. Framtíð þjóðarinnar og fullveldi er einfaldlega í húfi. Haldi fiski- stofnunum áfram að hraka blasir við fullveldisafsal með inngöngu í ESB. Þorskstofninn er langt niðri. Þorskurinn er magur og þjáist af ætisskorti. „Meðalþyngdir úr afla eftir aldri eru nálægt sögu- legu lágmarki, þannig er meðal- þyngd 3-7 ára um 10% minni en árið 2002 og 8-10 ára um 20-40% minni. Meðalþyngdir eftir aldri samkvæmt stofnmælingu sýna svipaða þróun,“ segir skýrsla Hafró. Hrygningarstofninn er slakur. Ýsustofninn er talinn í sögulegu hámarki. Nýliðun hefur verið mjög góð um margra ára skeið. En hér líður ýsan einnig fyrir ætisskort. Vöxtur hennar mjög lélegur. „Meðalþyngd flestra árganga er mun lægri en gert var ráð fyrir sem endur- speglar lélegan vöxt ýsu árið 2005, skrifa þeir hjá Hafró (www. hafro.is). Lagt er til að úthafskarfaveið- ar verði bannaðar á næsta ári. Aðrir karfastofnar eru í slæmu ásigkomulagi, búist er við að gullkarfaafli dragist verulega saman á næstu árum. Engar loðnuveiðar verða leyfðar fyrr en í fyrsta lagi næsta haust ef loðnan finnst þá. Rækjan er niðri og hörpudiskurinn sömuleiðis. Staðan er skelfileg eftir 20 ára „uppbyggingu“ undir kvótakerfi. En þetta hefur lengi stefnt í vegna vitlausrar nýtingarstefnu. Ég hef margoft reynt að vara við þessari þróun. En þeir sem ráða hlusta alls ekki. Stöðugt sígur á ógæfuhliðina. Þrátt fyrir hag- stætt umhverfi og hlýindi í haf- inu er vistkerfi Íslandsmiða í kreppu. Ætisskortur er viðvar- andi – bæði þorskur og ýsa hor- ast niður. Ótímabær kynþroski tekur þunga tolla. Gengdarlaus loðnuveiði undanfarinna áratuga hlýtur að hafa hér áhrif. Ég hef bent á leiðir til úrbóta. Á heimasíðu minni (www.magn- usthor.is) er að finna ótal greinar sem ég hef skrifað og ræður sem ég hef flutt í þinginu. Það sem ég hef sagt og ritað er allt í góðu gildi – því miður. Nú á ekki að draga úr þorskveiðum. Helst á að gefa ýsuveiðar frjálsar. Grisjum þessa stofna, annars eigum við á hættu að fiskarnir hverfi. Þeir drepist úr hor og vesöld og tjónið verði gríðarlegt. Grisjum og sköpum um leið betri lífsskilyrði fyrir þá sem eftir verða í hafinu, svipað og þegar bændur fækka í bústofni þegar ofbeit á sér stað. Svo verður að draga mark- visst úr loðnuveiðum. Veiða mest til manneldis og skilja meira af loðnunni eftir í hafinu sem nær- ingu fyrir vistkerfið. Bara með þessum aðgerðum er von til að ná árangri. Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður og fiskifræðingur. Ryðgaður nagli í líkkistu fiskveiðistjórnunar Núverandi stjórnarflokkar hafa ítrekað sýnt verkalýðshreyfing- unni fjandskap í ýmsum brýnum réttindamálum launafólks. Sér- staklega á þetta við almenna vinnumarkaðinn. Eitt skýrasta dæmið er með- ferð þriggja síðustu félagsmála- ráðherra á ILO númer 158. Verka- lýðshreyfingin, þó aðallega Verkalýðsfélagið Hlíf, hefur árum saman barist fyrir því að Alþingi lögleiði þessa samþykkt og bæti þannig réttindi launafólks til sam- ræmis við það sem er á hinum Norðurlöndunum. Gengi það eftir mundi það gjörbreyta stöðu launa- fólks og tryggja því lágmarks mannréttindi við uppsagnir úr starfi, en þau vantar í íslenska löggjöf. Eins og lögin eru núna þá geta atvinnurekendur rekið starfsmann úr vinnu án þess að tilgreina neina ástæðu þó eftir sé leitað. Í október 1999 sagði þáver- andi félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, að stjórnvöld stefndu að því að fullgilda ILO samþykt nr. 158. Því miður dagaði málið uppi hjá ráðherranum og kom aldrei fyrir Alþingi. Fyrirspurn á Alþingi Í fyrirspurnartíma á Alþingi í apr- ílmánuði sl. beindi Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, eftirfarandi spurning- um til Jóns Kristjánssonar félags- málaráðherra: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að samþykkt Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, ILO, nr. 158 um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda, verði lögleidd hér á landi? Ef ekki, hvers vegna?“ Ekkert nýtt kom fram í svari ráðherrans, sem nær eingöngu var upprifjun á vel kunnugri afstöðu aðila vinnumarkaðarins til mannréttinda yfirleitt. En í lokin sagði hann: „Ég hef með hliðsjón af þessu ákveðið að fela Rannsóknarsetri vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptahá- skólann á Bifröst að semja tillög- ur að leiðbeiningareglum í anda þess sem kemur fram í samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 158. Tillaga Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála um samskiptin við Alþjóðavinnumála- stofnunina verður lögð fyrir sam- ráðsnefnd ráðuneytisins og helstu samtaka vinnumarkaðarins. Til- lagan verður lögð þar fram til umfjöllunar en ég legg áherslu á það að farsælast er að aðilar vinnumarkaðarins semji um þær reglur sem gilda í samskiptum launafólks og atvinnurekenda.“ Ástæðulausar uppsagnir Jón Kristjánsson er þriðji félags- málaráðherrann úr röðum Fram- sóknarflokksins sem á skömmum tíma vísar frá sér að mæla með löggildingu á ákvæði um réttindi launafólks við uppsögn úr starfi. Ráðherrann virðist sammála Sam- tökum atvinnulífsins að eðlilegt teljist að mannréttindi launafólks séu fótum troðin og það megi að ástæðulausu kasta fólki til og frá eftir geðþótta atvinnurekenda. Þetta hefur án efa verið hægt meðan gömlu hjúalögin giltu, en sá tími er löngu liðinn. Við lifum á 21. öldinni og eigum að haga okkur eftir því. Að segja fólki upp starfi án þess að geta um ástæðuna við- gengst hvergi meðal vestrænna þjóða nema hér á Íslandi. Þetta er ruddaskapur sem ekki á að líðast og þess vegna á að banna slíkar geðþóttauppsagnir með lögum. Aðgerða er þörf Í stað þess að láta Alþingi fjalla um ILO samþykkt nr. 158 sendir félagsmálaráðherra hana til Rann- sóknarseturs vinnuréttar og jafn- réttismála við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst í Borgarfirði. Með þessu er ráðherrann að tefja málið og taka undir málflutning Sam- taka atvinnulífsins að mannrétt- indaákvæði Sameinuðu þjóðanna séu of mannúðleg fyrir íslenskan vinnumarkað og þau þurfi að skoða og endursemja fyrir Íslend- inga. Ráðherrann virðist álíta að bjóða megi íslensku launafólki upp á verri kjör og réttindi heldur en fólki í öðrum vestrænum ríkj- um, t.d. í Danmörku eða Frakk- landi. Er nema furða að Fram- sóknarflokkurinn tapi fylgi miðað við þann sautjándu aldar hugsun- arhátt sem þar ríkir. Það er kominn tími til að verka- lýðshreyfingin grípi til annarra ráða en að senda áskoranir til Alþingis og stjórnvalda um full- gildingu ILO samþykktar nr. 158. Aðgerða er þörf, bæði á vinnu- markaðinum og í kjörklefanum. Órökstuddar uppsagnir UMRÆÐAN SKÝRSLA HAF- RANNSÓKNAR- STOFNUNAR MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON ALÞINGISMAÐUR Staðan er skelfileg eftir 20 ára „uppbyggingu“ undir kvóta- kerfi. En þetta hefur lengi stefnt í vegna vitlausrar nýting- arstefnu. Ég hef margoft reynt að vara við þessari þróun. En þeir sem ráða hlusta alls ekki. UMRÆÐAN KJÖR LAUNA- FÓLKS SIGURÐUR T. SIGURÐSSON FYRRVERANDI FORMAÐUR HLÍFAR Ráðherrann virðist sammála Samtökum atvinnulífsins að eðlilegt teljist að mannréttindi launafólks séu fótum troðin og það megi að ástæðulausu kasta fólki til og frá eftir geð- þótta atvinnurekenda. um helgina ����� ����� �� ����� � ��� �� ��� �� � � ���������� ������������ ������� ��� ������������ ���������� ������������� � ������ ���������� ������������ ������������ ������������ ������������ ���������� ���������� ���������� ������������ ����������� ��� ����������� ������������ ����������� ������������ ����� ������ ���������� ����������� ����������� ���� ���� ����������� �� ���������� � ������ ��� ��� ���������� �� ����� ����� ������� ��������� � ������ ���������� ������ � ������� ����� ���� ��������� ������������ �� ��� ������� ��� ���������� ���� ���� � �� ������� ������� ������� ������� ������� ������� �� �� ����� ��������� ��� ��� ������������ ������������� �������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.