Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 52
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR36 Hægðarleikur er að stimpla kjarn- orkuáætlun ríkisstjórnar Írans sem hættuspil sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í Asíu og á alþjóðavettvangi. Að sama skapi er sefandi og auð- velt að gagnrýna Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, fyrir að hafa neitað því að helförin hafi átt sér stað og fyrir orð hans um að það þyrfti að eyða Ísraelsríki. Jafnframt gefur sú óbilgirni sem birtist í bréfi sem Ahmadinejad sendi nýlega til George Bush Bandaríkjaforseta nokkra hug- mynd um hversu brenglaður hann er. Ástæðurnar fyrir stöðu Írans í dag eru samt aðrar og dýpri en fullyrðingar forsetans og hug- myndafræði íslömsku klerka- stjórnarinnar sem stendur á bak við hann. Baráttan um Íran Okkur hættir til að gleyma því að krafa Írana um að þeir hafi rétt á að halda úti kjarnorkuáætlun sem fullvalda ríki er í rauninni sjálfs- bjargarviðleitni til að efla stöðu ríkisins. Vesturlönd hafa í nærri tvær aldir gert árásir á landið, skipt sér af málefnum þess og síð- ast en ekki síst komið í veg fyrir að það gæti notfært sér nútíma- tækni sem var nauðsynleg fyrir iðnvæðinguna í landinu. Hvert einasta mannsbarn í Íran veit að bandaríska leyniþjónustan CIA var þátttakandi í valdaráninu sem kom Mohammed Mossadegh, forsætisráðherra Írans, frá völd- um árið 1953. Jafnvel Írani sem hefur lítinn áhuga og þekkingu á sögu lands síns veit að á nítjándu og tuttugustu öld var Íran leik- soppur í valdabaráttu breska heimsveldisins og rússneska keis- aradæmisins. Íranar vita líka, þótt það sé erfitt fyrir Bandaríkjamenn og Evrópubúa að trúa því, að allt frá áttunda áratug nítjándu aldar til þriðja áratugs þeirrar tuttugustu meinuðu ríkisstjórnir Bretlands og Rússlands Íran að nýta sér jafn- vel einföldustu nútímatækni eins og járnbrautarlestir, sem á þeim tíma var forsenda efnahagslegrar framþróunar. Stórveldin neituðu að veita Íran leyfi til þess að byggja járnbrautir í landinu sem áttu að tengja höfuðborgina Teh- eran við Persaflóa og Kaspíahaf vegna þess að þau töldu að slíkar járnbrautir gæti komið í veg fyrir áframhaldandi landvinninga þeirra í Asíu. Þegar járnbrautirnar voru loks byggðar í Íran notuðu breski, rúss- neski og bandaríski herinn þær meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð án þess að greiða Írönum fyrir. Þeir kölluðu Íran meira að segja ,,sigurbrú“ í stríðinu gegn Þýskalandi Adolfs Hitlers og áttu þá við að járnbrautirnar í Íran hafi gert gæfumuninn í stríðinu. Þeir notuðu þetta orðalag eftir að Winston Churchill hafði neytt manninn sem byggði járnbraut- irnar, Reza Shah Palavi, til að segja af sér og svo var hann rek- inn úr landi. Sögulegt minni Skömmu síðar leiddi sams konar afneitun á efnahagslegu fullveldi Írans til dramatískra atburða sem höfðu slæm áhrif á lýðræðisþró- unina í landinu og skildi eftir ör á þjóðarsál Írana. Bretland var and- snúið hreyfingu Mossadeghs sem vildi þjóðnýta olíulindir landsins á árunum 1951 til 1953. Á endanum snerust Bandaríkjamenn gegn þjóðnýtingunni því þeir hefðu einnig tapað á henni eins og Bret- ar. Þar sýndu Bandaríkin af sér sams konar sjálfumgleði og ein- kennir skoðanir þeirra á kjarn- orkuáætlun Írana í dag. Réttað var yfir Mossadegh og var hann sendur í útlegð. Mohammed Reza Shah var komið aftur til valda, aðallega til að gæta hagsmuna Bandaríkjastjórnar, án þess að tekið væri tillit til vilja írönsku þjóðarinnar. 25 árum síðar kom það Bandaríkjamönnum í opna skjöldu þegar leiðtoga lands- ins var steypt af stóli í íslamskri byltingu. Vinarþel Írans í garð Bandaríkjanna var nú skyndilega á bak og burt. En Bandaríkjamenn voru ekki einir um að þjást af minnisleysi á staðreyndir sögunn- ar því að mati margra Írana, þeirra á meðal Ayatollah Ruhollah Khomeini, þá voru skýr tengsl á milli baráttu Bretlands og Rúss- lands um Íran á nítjándu öld og fyrri hluta tuttugustu aldar og afskipta Bandaríkjanna af landinu á síðari hluta þeirrar tuttugustu. Það er erfitt fyrir bandaríska þegna, sem þekktir eru fyrir fram- faratrú og að hugsa á praktískum nótum, að skilja hvaða trúarlegu og sálfræðilegu afleiðingar ósigur og kúgun af hendi erlendra ríkja geta haft í för með sér fyrir íbúa ríkis. Þrátt fyrir það er þjóðarsál Írana uppfull af slíkum minning- um. Frá því á fyrri hluta átjándu aldar hafa fjórar borgarastyrjald- ir geisað í Íran. Borgarastríðið í Bandaríkjunum var, ef litið er framhjá stuðningi Bretlands við Suðurríkin, eingöngu innanríkis- mál. Í borgarastríðunum í Íran hafa aðrar þjóðir hins vegar leikið lykilhlutverk, til að mynda Tyrkir, Afganar, Rússar og Bretar. Og áður en Vesturveldin fóru að láta til sín taka í landinu höfðu Íranar blendnar minningar um Ottóm- ana, Mongóla og araba. Þessi ásælni og afskipti útlend- inga af landinu hefur afskræmt söguvitund Írana og leitt til þess að í landinu er nú útbreidd dýrkun á föllnum þjóðhetjum, allt frá skæruliðaleiðtoganum Mirza Kuchak Khan sem var uppi á fyrri hluta tuttugustu aldar, umbóta- sinnanum Amir Kabir sem gegndi embætti forsætisráðherra Írans á nítjándu öld og til Mossadeghs. Minningar um slíka menn hafa hjálpað til við að gera kjarnorkuá- ætlun ríkisstjórnarinnar að sams konar þjóðlegu tákni um andstöð- una gegn erlendum ríkjum. Klerkastjórnin notfærir sér söguna Ef Bandaríkin ákveða að grípa til viðskiptahamlana gegn Íran, eða jafnvel til einhvers konar hernað- araðgerða, myndi niðurstaðan ekki aðeins vera skelfileg heldur myndu jákvæðar afleiðingar þeirra einnig vera skammvinnar. Alveg eins og þegar Vesturlönd meinuðu Írönum að koma sér upp járnbrautum og að þjóðnýta olíu- iðnaðinn í landinu, þá geta þeir um tíma komið í veg fyrir að Íran- ir haldi áfram með kjarnorkuá- ætlanir sínar. En Vesturlönd geta ekki eytt þeim minningum Írana sem sækja á þá og trufla. Og á því leikur eng- inn vafi að klerkastjórnin í Íran mun notfæra sér þessar slæmu minningar í þjóðarsálinni til þess að fá fólk til þess að styðja kjarn- orkuáætlanir landsins á sama tíma og hún bælir niður mótmæli gegn þeim. Enn frekar og í ríkari mæli en áður munu Íranar kenna erlend- um ríkjum um ófarir sínar og ein- beita sér ekki að því að reyna að komast til botns í því hverjar séu hinar raunverulegu ástæður fyrir erfiðleikum landsins. Ef Íranar halda áfram á þeirri braut sem þeir eru á mun þeim líklega takast ætlunarverk sitt með kjarnorkuáætluninni. Goð- saga ein segir að persneski kon- ungurinn Hushang, sem líkja má við Prómetheus í grískri goðafræði, hafi fært Írönum eldinn sér til notkunar og ornunar. En ólíkt Prómetheusi, sem stolið hafði eldinum frá guð- unum, þá fann Hushang eldinn af slysni er hann barðist við dreka. Höfundur er prófessor í sögu við Yale-háskóla og höfundur bókar- innar In Search of Modern Iran. Greinin birtis áður í New York Times Geðflækjur Persanna Í Hveragerði er rekin heilsu- gæslustöð og eiga þar að starfa tveir læknar. Starfssaga þessarar stöðvar hefur verið nokkuð sér- stök sl. þrjú ár eða svo. Þar ber fyrst til að taka að í byrjun árs 2003 var góðum lækni sagt upp störfum. Í kjölfar þess sagði yfir- læknir lausu starfi sínu og fór til Selfoss þaðan sem hann (í þessu tilfelli hún) kom. Komu þá til sögunnar tveir kandidatar, ágætis menn sem vafalaust gerðu allt sitt besta en þekking þeirra var því miður ekki orðin nægjanleg. Nutum við þjón- ustu þeirra þar til í júlí eða ágúst 2003. Kemur þá til starfa hér ágætur læknir sem hefur verið hér síðan. Þá gerist það að ráðu- neytið fann hjá sér hvöt til að ráðslaga um málin sem auðvitað varð til bölvunar. Læknisþjónustu í Hveragerði var á einhvern hátt klínt saman við læknaþjónustuna á Selfossi. Hafði það í för með sér lakari þjónustu í Hveragerði sem nú skal lýst nánar. Lækninum í Hveragerði var gert skylt að taka einhverjar næt- urvaktir á Selfossi; við það skerð- ist hans vinna hér í Hveragerði sem því nemur. Ekki er hægt að fá lækni í vitjun í heimahús nema ef sjúklingur er í þann veginn að hrökkva upp af eða þá hrokkinn upp af. Sjúklingar frá Selfossi fá greiða þjónustu í Hveragerði á þeirri forsendu að það sé þeirra læknir sem að hér starfar, einn læknir frá Selfossi er hér í hluta- starfi. Stundum koma læknar frá Selfossi í íhlaupavinnu. Við okkur Hvergerðinga er kerfið ekki eins lipurt. Við þurfum að panta tíma hjá lækni og ef ekki er laus tími verðum við að fara á Heilsu- gæsluna á Selfossi eftir kl. 16 og bíða og sjá til hvort úr rætist. Verði einhver bráðveikur hér í Hveragerði eftir kl 16 á daginn, er ferlið þannig: Fyrst á Selfoss í sjúkra- eða einkabifreið, frá Sel- fossi til Reykjavíkur, frá Reykja- vík aftur á sjúkrahúsið á Selfossi eða heim. Manni virðist sem viðkomandi sjúklingur þurfi að vera við nokk- uð góða líðan ef hann á ekki að bera heilsufarslegan skaða af. Til framtíðar standa málin hér þannig að yfirlæknir stöðvarinnar slas- aðist á föstudaginn langa sl. og er ekki væntanlegur til starfa eftir því sem fregnir herma, fyrr en í ágúst. Hinn læknirinn er kominn í frí. Er þetta ástand farið að segja til sín með læknislausum dögum og einhverju svona happa og glappa. Með vísan til þess sem að framan er getið legg ég til að athugað verði hvort ekki sé rétt að heilbrigðisþjónustan í Reykja- vík yfirtaki Hveragerði þar sem Reykjavík er hvort eð er komin inn í eldhúsin okkar hér, sbr. Orku- veitu Reykjavíkur. Opið bréf til heilbrigðisyfirvalda SUNNA GUÐMUNDSDÓTTIR HVERAGERÐISBÚI SKRIFAR UM HEILSU- GÆSLUNA Í HVERAGERÐI Verði einhver bráðveikur hér í Hveragerði eftir kl 16 á daginn, er ferlið þannig: Fyrst á Selfoss í sjúkra- eða einkabifreið, frá Selfossi til Reykjavíkur, frá Reykjavík aftur á sjúkrahúsið á Selfossi eða heim. UMRÆÐAN KJARNORKUÁÆTL- UN ÍRAN ABBAS AMNAT SAGNFRÆÐINGUR Hvert einasta mannsbarn í Íran veit að bandaríska leyni- þjónustan CIA var þátttakandi í valdaráninu sem kom Mo- hammed Mossadegh, forsæt- isráðherra Írans, frá völdum árið 1953. UMRÆÐAN SUNNA GUÐ- MUNDSDÓTTIR HVERAGERÐING- UR SKRIFAR UM HEILSUGÆSLU Í HVERAGERÐI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.