Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 9. júní 2006 45 [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Morðingjarnir er þriggja manna sveit en meðlimir hennar voru allir í Dáðadrengjum, sem virðist vera búnir að leggja upp laupana, að minnsta kosti hefur ekkert heyrst frá þeirri ágætu sveit í dágóðan tíma. Tónlist Morðingjanna er hins vegar jafn ólík tónlist Dáðadrengja og hugsast getur, þeir eru farnir úr elektrópoppi í hreinræktað pönk- rokk. Morðingjarnir sleppa því líka að biðja stelpur um að fara úr að ofan og í staðinn beina þeir kröft- um sínum að stjórnvöldum og almennri auðvaldsstefnu. Morð- ingjarnir eru lítið að flækja hlutina í götunni sinni enda virðist tilgang- urinn vera að búa til hreinræktað pönk með beittum boðskap. Morðingjarnir eru heldur ekk- ert að tvínóna neitt við hlutina. Þó á plötunni sé heil tólf lög tekur það Morðingjana ekki nema 24 mínútur að koma þeim á framfæri. Gerir það reyndar að verkum að um leið og platan er búin langar mann að spila hana aftur í gegn. Morðingj- arnir ná nefnilega að semja nokkuð grípandi melódíur, sem er því miður of sjaldgæfur kostur meðal pönksveita. Lög eins og Ætlarðu ekki með?, Morð af gáleysi og Drep ykkur öll, ná í einfaldleika sínum að hrífa mann með sér og í leiðinni að fá mann til þess að hugsa. Textar Morðingjanna eru þó helsti kostur plötunnar. Línur eins og „Þingmennirnir þeir brosa blítt, þeir líta undan, þeir fá fiskinn frítt og ríki karlinn verður ríkari. Já, svona virkar nú góðærið,“ og „Davíð Oddsson þú ert bara feitur og Halldór Ásgrímsson, þú heldur að þú sért töff og ríkisstjórn Íslands, þið eruð allir glæpamenn. Þið ljúgið að okkar dag eftir dag,“ eru bara lítið brot um hápólitíska texta Morðingjanna þar sem allt vestrænt neyslusamfélag fær á baukinn, meira að segja framhalds- skólinn. Í götunni minni er ekkert braut- ryðjendaverk og skal heldur ekki líta á sem slíkt. Platan er langt frá því að vera gallalaus en sum lögin virka hálf klisjukennd og sumir textanna eru einum of óþjálir og flæða því illa, til dæmis í Lest það ekki í bók. Yfirhöfuð er platan samt hin besta skemmtun sem ætti að hrista vel upp í ósáttum og rokk- þyrstum einstaklingum og einnig þeim sem vilja dilla sér við einfald- ar en hressar laglínur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Hressir Morðingjar MORÐINGJARNIR Í GÖTUNNI MINNI Niðurstaða: Fyrsta plata Morðingjanna er rokk og ról í einni af sinni bestu myndum þó svo að hún sé ekkert brautryðjendaverk. Hreinræktað og hressandi pönk með beittum textum og grípandi lögum. Útgáfan blómstrar í vor og nú tínast nýjar bústaðabækur og aðrar uppbyggilegar bókmenntir í hillur verslana. Ólíkindatólið og slæpinginn Wladimir Kaminer lýsir sögu endaloka Sov- étríkjanna frá sínu sjónar- horni í bókinni Plötusnúður Rauða hersins sem Mál og menning gefur út. Kaminer þessi er einn helsti sérfræð- ingur heims í rússneskri popptónlist og er þekktur fyrir að skipuleggja danskvöld þar sem leikið er „Rússadiskó“. Persónu- leg og stórfyndin bók um horfinn heim. Bókin kom fyrst út árið 2001 en dúkkar nú upp í íslenskri þýðingu Magnúsar Þórs Þorbergssonar. Sakamálasagan Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson er komin út í kilju en henni var einkar vel tekið í síðasta flóði. Sögusvið bókarinn- ar er virkjun- arsvæðið við Kárahnjúka þar sem sex starfsmenn hafa farist í hörmulegu slysi en ýmis- leg bendir til þess að atburðurinn hafi alls ekki verið neitt óhapp heldur kaldrifjað morð eða jafnvel fyrsta mannskæða hryðju- verkið í sögu eyjarinnar. Höfund- urinn hefur áður gefið út spennu- sögurnar Skítadjobb og Svartir englar sem tilnefnd var til Gler- lykilsins, norrænu glæpasagna- verðlaunanna. Útgefandi er Mál og menning. Skáldsaga Hallgríms Helga- sonar, Rokland, er komin í kilju- form. Ævintýri framhaldsskóla- kennarans og heimspek- ingsins Böðv- ars Stein- grímssonar og uppgjör hans við eigin samtíma og yfirgengilega tilvistarang- ist hafa fallið vel í kramið hjá lesend- um. Samfélagsrýni og orðkynngi aðalpersónunnar hafa ótvírætt skemmtanagildi því enginn veit betur en Böddi hversu sterk meðöl nútímamaðurinn þarf til þess að breyta sjálfum sér og heiminum. Mál og menning gefur Rokland út. - khh Í hillurnar AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.