Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 16
16 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR HANAAT Í AUSTUR-TÍMOR Lítið hnífsblað er bundið við löpp hanans til að auka spennuna í hanaati í smábænum Gleno á Austur-Tímor. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFGANISTAN, AP Uppreisnarmenn leita sífellt nýrra leiða í baráttu sinni við hersetulið Bandaríkja- manna. Í gær komu hermenn í veg fyrir að maður næði að leiða asna sinn inn í bæinn Qalat í róstursöm- um syðri hluta Afganistan. Í Qalat er herstöð Bandaríkjamanna og reyndist asninn vera hlaðinn þrjá- tíu kílóum af sprengiefni sem var tengt fjarstýrðri hvellhettu. Þetta er í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem asni er nýttur í þessum til- gangi. - kóþ Tilræði í Afganistan: Asnasprengja aftengd NÝJASTA VOPNIÐ Nú eru ferfætlingarnir notaðir til manndrápa í Afganistan. LANDGRÆÐSLA Landgræðsla Íslands hóf uppgræðslu í Stóru Sandvík á Reykjanesi í gær. Landið sem um ræðir er sá hluti Sandvíkurinnar sem notaður var í tökum á kvik- mynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers, í fyrrasumar. Mel- gresi verður sáð á nokkra hektara lands sem áður var uppgróin sand- eyðimörk. Andrés Arnalds, fagstjóri Land- græðslunnar, segir það hafa verið nauðsynlegt að ráðast í þessa framkvæmd nú til að styrkja gróð- ur á svæðinu. „Þegar kvikmyndin var tekin upp þurfti að raska sand- inum svolítið. Það rask var mjög lítið miðað við það sem mun sjást í myndinni. Maður trúir því eigin- lega ekki eftir á hvað þar hefur verið gengið vel um landið.“ Andr- és segir skemmdirnar líka af völd- um torfæruhjóla sem þarna voru tíðir gestir síðastliðinn vetur. „Þetta svæði hafði verið lokað lengi fyrir torfæruakstri en með þessari bylgju torfæruhjóla sem flætt hefur yfir landið varð álag á þessu svæði meira en góðu hófi gegndi. Það gerir þetta upp- græðslustarf mun umfangsmeira en ella hefði verið.“ Andrés minnir á hversu tökur myndarinnar á sandinum voru umdeildar á sínum tíma vegna væntanlegra skemmda á umhverf- inu. „Svo heyrist ekkert þótt tor- færuhjólin séu að djöflast þarna út um allt.“ - shá Landgræðsla Íslands við störf í Stóru Sandvík á Reykjanesi: Mikill skaði eftir torfæruhjól FRÁ UPPTÖKUM Þrátt fyrir að kvikmynda- tökumennirnir hafi haft mikið umleikis var skaði af veru þeirra lítill. KOSNINGAR Framsóknarflokkurinn og J-listi óháðra á Dalvík hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Dalvíkurbyggðar. Svan- fríður Jónasdóttir, oddviti J-lista, verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin en síðan verður auglýst eftir bæjar- stjóra í samræmi við stefnuskrá framsóknarmanna og ráðið í starfið samkvæmt tilnefningu þeirra. Bjarnveig Ingvadóttir, oddviti framsóknarmanna, verður forseti bæjarstjórnar fyrri hluta tímabils- ins en þá taka óháðir við embætt- inu. Formennska í bæjarráði skipt- ist milli framboðanna og verður Anna Sigríður Hjaltadóttir, J-lista, fyrsti formaður þess. - sh Meirihluti í Dalvíkurbyggð: Svanfríður fær bæjarstjórastól ÍRAK, AP Ferill Abus Musab al- Zarqawi var um margt sveipað- ur dulúð. Hann fæddist árið 1966 í Zarqa í Jórdaníu, sem hann kenndi sig við, en honum var upp- haflega gefið nafnið Ahmed Fadhil al-Khalayleh. Hann missti ungur báða foreldra sína, hætti í skóla og endaði í fangelsi. Dvölin í fangelsinu jók trú- festu al-Zarqawis og þegar honum var sleppt árið 1989 fór hann til Afganistan til að berjast gegn hersetu Rússa. Við pakist- önsku landamærin kynntist hann Salafist-bókstafstrúnni, sem ýtti undir hatur hans á sjíamúslimum og nútímayfirvöldum múslima- ríkja. Samtök al-Zarqawis eru nú sögð halda úti þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn og hvetja til hryðjuverka gegn Ísraelum, sjíamúslimum og bandarískum hermönnum. Margt af þessu gæti þó verið hálfsannleikur eða uppspuni frá rótum. Sagt er að tilvist al- Zarqawis sé uppspuni einn sem Bandaríkjastjórn noti til að ná fylgi við aðgerðir sínar í Írak. Skemmst er þess að minnast þegar Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, lýsti því yfir sex vikum fyrir innrásina í Írak að al- Zarqawi væri hlekkurinn sem tengdi Saddam Hussein við hryðjuverkasamtökin al-Kaída og heimsins hættulegasta mann, Osama bin Laden. Fyrir þann tíma hafði nafn al-Zarqawi verið flestum óþekkt, enda nær engar myndir til af manninum og lítið vitað um þá hugmyndafræði sem hann fylgdi. Margar sögur ganga um al- Zarqawi, til dæmis er talið líklegt að bandaríski herinn hafi fangað hann árið 2004, en sleppt honum aftur þar sem ekki hafi verið borin kennsl á þennan nafntog- aða hryðjuverkamann, en Banda- ríkjastjórn hafði boðið 25 milljón dollara í laun fyrir handtöku hans. Einnig er talið að hann hafi særst alvarlega á flótta frá Afganistan árið 2002, og jafnvel hafi þurft að fjarlægja annan fót- legg hans. Yfirvöld hafa einnig bendlað al-Zarqawi við ránið og aftökuna á Nicholas Berg, sem netverjar fengu að sjá myndband af árið 2004, en þar sést grímuklæddur maður skera Berg á háls. Sá maður er reyndar ekki einfættur og ekkert bendlar al-Zarqawi við þetta hrikalega ódæði annað en röddin, en hann hefur sent frá sér margar hljóðupptökur með hvatningu til vígamanna. steindor@frettabladid.is Dularfulli Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi lést í loftárás í Írak í gær. Bandarísk yfirvöld lýstu honum sem hættulegasta manni heims að Osama bin Laden undanskildum. ABU MUSAB AL-ZARQAWI Hryðjuverkamaðurinn dularfulli er nú allur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ 28. október 2002: Bandarískur sendi- herra er myrtur fyrir utan heimili sitt í Amman. ■ 19. ágúst 2003: Höfuðstöðvar Samein- uðu þjóðanna í Bagdad sprengdar, 23 farast. ■ 29. ágúst 2003: Bílasprengja í Najaf drepur 85 manns. ■ 2. mars 2004: Samstilltar sjálfsmorðsárásir á sjíamúslima valda dauða 181 manns. ■ 11. maí 2004: Nicholas Berg er rænt og hann hálshöggvinn á myndbandi. ■ 18. maí 2004: Bílasprengja banar Abdel- Zahraa Othman, formanns ríkisráðs Íraks. ■ 22. júní 2004: Suðurkóreski gíslinn Kim Sun-Il hálshöggvinn. ■ 29. júní 2004: Tveimur Búlgörum rænt og þeir síðar hálshöggnir. ■ 2. ágúst 2004: Myndband sýnir tyrknesk- an gísl skotinn til bana. ■ 13. september 2004: Tyrkneskur vörubíl- stjóri afhöfðaður. ■ 14. september 2004: Bílasprengja drepur 47 manns við lögreglustöð í Bagdad. ■ 16. september 2004: Þremur Bretum er rænt og þeir allir hálshöggnir innan mánaðar. ■ 30. október 2004: Shosei Koda frá Japan rænt, afhöfðað lík hans finnst vafið í banda- ríska fánann. ■ 9. nóvember 2005: Þrjár sjálfsmorðsárás- ir á jórdönsk hótel, 60 farast. ÁRÁSIR OG MANNRÁN �Úr meintri „afrekaskrá“ al-Zarqawis og fylgismanna hans: EINN OG SAMI MAÐURINN? Fáar myndir eru til af al-Zarqawi og ekki er víst hvort þær sýna sama manninn eða hver þeirra er í raun af þessum fræga glæpamanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.