Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 28
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR28 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.668 -1,06% Fjöldi viðskipta: 192 Velta: 3.926 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,60 -0,92% ... Alfesca 3,89 -1,52%... Atorka 5,80 -0,86% ... Bakkavör 48,40 -0,41% ... Dagsbrún 5,98 -1,16% ... FL Group 19,10 -2,05% ... Flaga 4,06 -0,98% ... Glitnir 17,90 -1,65% ... Kaupþing banki 769,00 -0,9% ... Landsbankinn 21,30 -3,18% ... Marel 69,90 +0,00% ... Mosaic Fashions 15,90 -0,63% ... Straumur-Burðarás 18,10 +1,12% ... Össur 111,50 -1,33% Tölurnar miða við stöðuna klukkan 12:45 í gærdag. MESTA HÆKKUN Straumur-Burðarás 1,12% MESTA LÆKKUN Landsbankinn -3,18% FL Group -2,05% Glitnir -1,65% Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur sent til ESA drög að ákvörðun þess efnis að fjarskiptafyrirtækin Síminn og Dagsbrún (Og Vodafone) séu með umtalsverðan markaðsstyrk og beri þeim að lækka gjöld fyrir lúkningu símtala, þ.e. það gjald sem farsímanotendur greiða fyrir tengingu úr einu farsímakerfi í annað. PFS setur farsímafyrirtækj- unum m.a. þær kvaðir að þau birti verð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum sínum ásamt upplýsingum um þær tæknilegu kröfur sem gerðar eru til samtengingar. Er það mat stofnunarinnar að kvaðirnar séu til þess fallnar að koma í veg fyrir að félögin geti mismunað og haldið uppi of háum lúkningarverðum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að meðal annars Neytendasam- tökin hafi lengi bent á að gagnsæi hafi ekki verið á lúkningargjöldum fyrir- tækjanna og því erfitt fyrir neytendur að sjá kostnað fyrir tengingu á milli kerfa. Samkvæmt ákvörðun PFS á lúkningargjald farsímafyrir- tækjanna að lækka í fjórum skrefum á næstu tveimur árum auk þess sem tengi- gjöld fyrirtækjanna eigi að falla niður á sama tímabili. Lúkningarverð fyrirtækj- anna er mishátt en verðið hjá Síman- um er 8,92 krónur en 12,10 krónur hjá Og Vodafone. - jab HRAFNKELL V. GÍSLASON Kvöðum komið á Hagvöxtur í heiminum hefur auk- ist undanfarin ár og er spáð að hann verði nálægt fimm prósent- um á þessu ári og því næsta. Þetta kemur fram í nýjasta vefriti fjár- málaráðuneytisins þar sem segir að hnattvæðingin hafi einkennst af vaxandi þátttöku fjölmennra þróunarríkja í Asíu, Suður-Amer- íku og Afríku þar sem hagvöxtur hafi verið allt að tíu prósent á ári. Spáð er minni hagvexti í OECD- löndunum eða þremur prósentum að meðaltali á þessu ári og því næsta. Aðstæður landa innan OECD eru hins vegar ólíkar en hagvöxtur hefur verið lítill á evru- svæðinu undanfarin ár, meðal ann- ars í Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu. Er búist við tveggja pró- senta hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári og því næsta. Þá segir ennfremur að hagvöxt- ur hafi verið 3,5 prósent undanfar- in ár í Bandaríkjunum en vegna lágra stýrivaxta, hallareksturs og ójafnvægis í þjóðarbúskapnum er von á hækkun stýrivaxta þar í landi og er spáð þriggja prósenta hagvexti vestra á næsta ári. Sama hagvexti er spáð í Bretlandi og á Norðurlöndunum á næstu tveimur árum. Hagvöxtur hefur sömuleið- is verið nálægt þremur prósentum í Japan en búist er við að hann muni aukast á næsta ári. - jab FRÁ MARKAÐI Í MALASÍU Hnattvæðingin hefur einkennst af vaxandi þátttöku þjóða þar sem hagvöxtur hefur verið mikill. Spá fimm prósenta hagvexti Hannes Smárason, forstjóri FL Group og annar stærsti hluthafinn í félaginu, útilokar ekki að FL Group auki við hlut sinn í Glitni banka. FL Group er nú stærsti hluthafi bankans með 23 prósenta hlut eftir að hafa keypt rúm þrjú prósent í bankanum í vikunni. „Við höfum sagt að við viljum vera kjölfestufjárfestar í bankanum og ef tækifæri bjóðast til frekari kaupa þá munum við skoða þau vandlega.“ Frá áramótum hefur félagið aukið hlut sinn í bankanum um þrettán prósent og er þetta langverð- mætasta fjárfesting FL Group, um 60 milljarða virði. Hannes lýsti því yfir á afkomufundi FL Group þann 19. maí síðastliðinn að félagið ætlaði sér stærri hluti í Glitni. -eþa STJÓRNARMENN Í FL GROUP Forstjóri útilokar ekki áframhaldandi kaup í Glitni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Útiloka ekki meiri kaup í Glitni banka Umræða tekur sig upp Í kjölfar þess að Standard & Poor’s breyttu lánshæf- ishorfum ríkisins í neikvæðar og afsagnar Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra hefur á ný færst vöxtur í neikvæða umræðu um íslenskt efnahagslíf í erlend- um miðlum og hjá greiningardeildum banka. Ef til vill þarf ekki að koma á óvart að Danske Bank stökkvi til, en greiningardeild bankans birti einhverja mestu svartnættisskýrslu um hag- kerfið sem sést hefur. Einn höfunda þeirrar skýrslu, Lars Christensen sem einnig sótti landið heim fyrir nokkru, segir afsögn Halldórs koma á bagalegum tíma og telur álit S&P nú vega þyngra en Fitch í febrúar, þrátt fyrir að fátt nýtt komi fram. Glitnir hafði boðað til fundar um íslensk efnahagsmál í Stokkhólmi í gær, væntanlega til að rétta hlut landans en honum varð að fresta. Ekki var það þó vegna efna- hagshræringa heldur lá niðri flugumferð á Arlanda eftir bilun í flugstjórnarkerfi. Illum sér af farsælum framkvæmdastjóra Framkvæmdastjóri dönsku verslunarinnar Illum, Patricia Burnett, lætur nú af störfum og snýr aftur til Bretlands eftir þrjú ár í starfi. Í frétt Berlingske Tidende í gær er hún sögð skilja við fyrirtækið í mikilli upp- sveiflu. Í fyrra skilaði Illum enda hagnaði í fyrsta sinn í mörg ár. Patricia segir horfur góðar fyrir Illum og spáir góðum hagnaði áfram. Síðustu áratugi hefur Illum margoft skipt um eigendur og ótal misheppnaðar tilraunir til að snúa við rekstrinum að baki. Í ágúst í fyrra keypti Baugur Illum af Merrill Lynch og átti fyrir Magasin. Leif Beck Fallesen, ritstjóri Børsen, tók þessar fjárfestingar sem dæmi um góðan árangur íslendinga í að snúa við rekstri sem Dönum hefði mistekist að bæta, þegar hann sat fund útflutningsráðs í maíbyrjun. Peningaskápurinn... MARKAÐSPUNKTAR...Útlán bankanna í maí námu tæpum 7,5 milljörðum króna og eru það lægstu útlán í einum mánuði frá því að bankarnir komu inn á íbúðalánamarkað í ágúst 2004. Glitnir banki segir samdrátt hafa verið í útlánum bankanna og bendi flest til að íbúðamark- aðurinn muni kólna verulega á næstu misserum. Microsoft býður netverjum að hlaða niður ókeypis prufuútgáfu af nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, Windows Vista, af vefsíðu fyrirtækisins. Hægt verður að nota útgáfuna fram á sumar 2007. Fyrirtækið stefnir að því að gefa fyrirtækjaútgáfu stýrikerfisins út í nóvember en einstaklingsútgáfu í janúar á næsta ári. Glitnir banki segir líkur á að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína enn frekar á næstu mánuðum. Þó virðast væntingar vera um að bankinn taki að lækka vexti sína á fyrri hluta næsta árs. Yfirtökunefnd er ósammála túlk- un Fjármálaeftirlitsins um að hafi yfirtökuskylda myndast sé ekki heimilt að selja aftur þann hluta sem er umfram leyfileg mörk nema með samþykki Fjármálaeft- irlitsins. „Við teljum að sá sem verði yfirtökuskyldur hafi heimild til að selja sig niður hafi hann ekki áhuga á að vera fyrir ofan þau yfirtökumörk sem lögin kveða á um, sem er 40 prósent atkvæða- réttar eða meira,“ segir Viðar Már Matthíasson, formaður Yfirtöku- nefndar. „Það er ekkert í lögum sem bannar mönnum að selja sig niður. Þvert á móti eru þau þannig upp byggð að það er hægt að þvinga þá til að selja sig niður. Yfirtökunefnd hefur dregið af því þá ályktun að mönnum sé heimilt að gera sjálfir það sem hægt er að þvinga þá til með opinberum úrræðum.“ Viðar segir lög um verðbréfa- viðskipti hér á landi að mörgu leyti óljós miðað við það sem þekkist annars staðar. Til að mynda sé beint ákvæði í norskum lögum um verðbréfaviðskipti þar sem segir að þeim sem verður yfirtökuskyld- ur sé heimilt að selja sig niður innan fjögurra vikna. Í tveimur nýlegum málum þar sem Yfirtökunefnd taldi yfirtöku- skyldu hafa myndast brugðust við- komandi aðilar við með því að selja sig niður fyrir yfirtökumörk. Fjár- málaeftirlitið telur að leita hefði þurft samþykkis þess fyrir sölu hlutanna. Annars vegar varð Baug- ur yfirtökuskyldur í FL Group og seldi sig niður og hins vegar varð Fiskveiðihlutafélagið Venus yfir- tökuskylt í Hampiðjunni og seldi fáein prósent. Á nýja túlkun Fjár- málaeftirlitsins gæti reynt í máli Atorku gegn Venusi þar sem Atorka reynir að knýja í gegn yfir- tökuskyldu. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður að öllum líkindum tekið upp í haust. Félagið seldi sig niður fyrir mörkin en Atorka, einn hluthaf- anna, vill ekki una við það og gerir þær kröfur að Venus kaupi hlutafé Atorku. holmfridur@markadurinn.is JÓNAS FR. JÓNSSON, FORSTJÓRI FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS Fjármálaeftirlitið og Yfirtökunefnd eru ósammála um hvort heimilt sé að selja sig niður hafi yfirtökuskylda myndast. Yfirtökunefnd ósammála FME Í nýrri túlkun Fjármálaeftirlitsins segir að hafi hluthafi farið yfir yfirtökumörk, sem eru 40 prósent atkvæðaréttar, sé honum óheimilt að selja aftur þann hluta sem er umfram leyfileg mörk. Yfirtökunefnd er á öndverðum meiði. Miklar lækkanir höfðu orðið á evr- ópskum og asískum hlutabréfa- mörkuðum um hádegisbil í gær að íslenskum tíma en heldur dró úr lækkunum þegar leið á daginn. Norrænu kauphallirnar fóru ekki varhluta af lækkunum. Norska aðalvísitalan hafði fallið um fimm prósent en vísitölurnar í Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð um þrú prósent. Einnig féllu hlutabréf töluvert í verði í Japan, Indlandi og Rússlandi. Ótti alþjóðlegra fjárfesta við aukna verðbólgu og vaxtahækkan- ir hafa valdið allnokkrum usla á mörkuðum að undanförnu, enda mun það líklega draga úr hagvexti og þar með hagnaði fyrirtækja. Evrópski seðlabankinn tilkynnti í gær að stýrivextir bankans hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentu- stig og standa þeir nú í 2,75 pró- sentum. Á mörgum þeirra svæða þar sem hagvöxtur hefur verið hvað mestur eru hlutabréfamarkaðir háðir þróun á hrávöruverði sem hefur hækkað mikið á þessu ári en hefur nú tekið að lækka. - eþa Fall um öll byggð ból Imperial 42 cl rauðvínsglös 1.924 kr. 12 stk. Smart og létt á fæti – heilsteypt glös á tilboðsverði Maldive 36 cl bjórglös 854 kr. 6 stk. Þórunn Kristjánsdóttir Sölumaður hjá RV R V 62 07 B Rauð vínsg lös, h vítvín sglös og b jórgl ös á tilbo ðsve rði í jún í 200 6 Fjárfestingarfélagið Sjöfn hf., sem er í eigu Baldurs Guðnasonar, forstjóra Eimskips, og Steingríms Péturssonar, fjármálastjóra Avion Group, keypti sig inn í fjárfestingar- félagið Frontline Holding S.A., sem er í eigu Magnúsar Thorsteinssonar, stjórnarformanns Avion Group, í gær. Fjárfestingarfélag þeirra Baldurs og Steingríms seldi rúma 50,7 milljón hluti í Avion Group í framvirkum samningum í gær á genginu 42 eða fyrir rúman 2,1 milljarð króna, til Frontline Holding S.A., sem á 673,5 milljón hluti í Avion Group og er stærsti einstaki hluthafinn í félaginu. Eftir viðskiptin á Magnús 91,3 pró- senta hlut í Frontline Holding S.A. og Fjárfestingarfélagið Sjöfn hf. 8,7 prósent. - jab Sjöfn í Front- line Holding
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.