Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 78
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ������ ����� ������������������ ����������� ������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� � HRÓSIÐ ... fær Bubbi Morthens fyrir frábæra tónleika í Laugardals- höll. BUBBI MORTHENS LÁRÉTT: 2 afturendi 6 slá 8 stefna 9 geislahjúpur 11 klafi 12 vondur 14 unna 16 í röð 17 niður 18 drulla 20 guð 21 urmull. LÓÐRÉTT: 1 er hrár 3 skyldir 4 fugl 5 stykki 7 á hverju ári 10 einkar 13 suss 15 hástétt 16 starfsgrein 19 óreiða. LAUSN: LÁRÉTT: 2 rass, 6 rá, 8 átt, 9 ára, 11 ok, 12 illur, 14 elska, 16 fg, 17 suð, 18 aur, 20 ra, 21 grúi. LÓÐRÉTT: 1 hrái, 3 aá, 4 storkur, 5 stk, 7 árlegur, 10 all, 13 uss, 15 aðal, 16 fag, 19 rú. FRÉTTIR AF FÓLKI Tónlistarmaðurinn og bloggarinn Gunnar Lárus Hjálmarsson hefur ákveðið að hreinsa til heima hjá sér og selja megnið af geisladiskunum sínum. Dr. Gunni segist núorðið hlusta nær alfarið á tónlist á vínyl og á mp3-formi og telur tíma til kominn að losa sig við veg- legt geisladiskasafnið. Hann greinir frá þessum áformum á heimasíðu sinni, this.is/drgunni, og hvetur áhugasama til að senda sér línu. Hann muni svo senda lista yfir geisladiskana um hæl og fólk getur gert tilboð. Verð diskanna er á bilinu 100-1000 krónur. Gunni tekur þó skýrt fram að hann hyggist ekki selja þá geisladiska sem hann hefur sjálfur spilað inn á. Tökur standa nú yfir á annarri þáttaröðinni af Latabæ Magnúsar Scheving eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Andrúmsloftið á tökustaðnum í Garðabæ hefur verið gott en þó hafa komið upp smávandamál eins og við er að búast þegar ráðist er í svo stórt verkefni. Eitt vandamálanna snertir leik- konuna Juliönnu R. Mauriello, sem fer með hlutverk Sollu stirðu, og móður hennar sem er með henni hérlendis. Mæðg- unum þótti einn aðstoðar- leikstjóranna ekki sýna sér tilhlýðilega virðingu og því var afráðið að hann hætti störfum. Í kjölfarið var ráðinn kvenkyns aðstoð- arleikstjóri og allt mun nú vera fallið í ljúfa löð á ný. Þjónustufyrirtækið Mamma var nýverið sett á laggirnar til að annast flestallt sem snýr að viðskiptavinum fyrirtækjanna 365, Og Vodafone og Securitas. Þegar hringt er í Mömmu tekur á móti viðskiptavinunum hlýleg og karlmannleg rödd fjölmiðlamannsins Sigtryggs Magnasonar sem leiðbeinir fólki með erindi þess. Sigtryggur hefur starfað á auglýsingastofu síðan hann hætti störfum sem ritstjóri tímaritsins Sirkus auk þess að stunda ritstörf. Nú virðist Sigtryggur hafa fundið sig á nýjum vettvangi og má allt eins búast við því að rödd hans eigi eftir að heyrast víðar á næstunni. - hdm Eins og ég sagði ykkur í síðustu viku var ég á Spáni með vinkonunum á stefnumóti við sólina og litlu vini hennar kokkteilana. Það er nú sennilegast ekki í frásögur færandi þar sem annar hver Íslendingur á stefnumót við hana á sumrin, nema hvað að ég var enn og aftur minnt á það hversu ólíkir karlmennirnir eru þar og hér. Sem betur fer! Fyrsta daginn vorum við á rambi meðfram strönd- inni, svona rétt til að kynna okkur staðarhætti. Þá kom einn galvaskur hoppandi yfir litla vegginn sem skilur að strönd og göngustíg, henti sér á stéttina þvert fyrir okkur, spennti greipar yfir brjóstinu á sér, lokaði augunum og bað til guðs. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað manninum gekk til en mig grunar að hann hafi verið að vonast eftir athygli okkar og að hún myndi leiða til einhvers góðs. Annað svona hressilegt atvik var þegar einn drengurinn hafði setið á borði nálægt okkur og gjóað augunum að okkur í nokkurn tíma. Þá gekk framhjá honum rósasölu- kona sem hann stoppaði og keypti af þrjár rósir. Því næst tróð hann rósunum upp í sig eins og tangódansari og gekk yfir til okkar. Þar sem hann gat ekki komið frá sér orði með munninn fullan af rósum tók hann þær slef- blautar út úr sér, rétti okkur öllum, sagði að við værum einstaklega fagrar konur og spurði hvort við vildum ekki koma með sér á diskótek. Við vorum svo sem ekkert svakalega hissa þar sem ekki er við öðru að búast af latínógaurunum þarna suður frá, réttum honum rósirnar tilbaka, afþökkuðum pent og bentum honum á að spara rósirnar og reyna þetta á einhverjar aðrar píur. Hvernig datt manninum í hug að reyna þetta á ískaldar valkyrjur sem fá gubb í hálsinn af of mikilli rómantík og ljóðalestri? Ég held ég geti fullyrt að íslenskar konur eru flestar minna fyrir svona smjaður en kynsystur okkar sunnar í álfunni. Svona hafði ég ekki beinlínis ímyndað mér að ég ætti eftir að kynnast kærasta mínum eða maka. Hann hefur örugglega gert ráð fyrir að við myndum bráðna á staðnum, heillast af frumleika hans og rómantík og slá til. Ég er ansi hrædd um að eldurinn í hjörtum okkar kvenna hérna á klakanum hafi kulnað í aldanna rás og við séum komnar með svo harðan skráp að okkur finnist svona háttsemi hreinlega fyndin og kjánaleg. Ég held hins vegar að í brjósti okkar brenni annars konar eldur, sem glæðist við eitthvað merkilegra en rósir og slef. Það sem kveikir í mér er menn sem eru kurteisir, heiðvirðir og trúir sínum konum og ástríðum. En þeir verða þó að hafa ástríður, það hefur ekki breyst. Það verður þó að segjast að sitt sýnist hverjum, sem betur fer því annars myndum við sennilegast deyja út. En það er líka nauðsynlegt að fá stundum áminningu um hvað það er sem okkur líkar best svo við lærum að meta það sem við eigum! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR VAR ENN OG AFTUR MINNT Á ÁGÆTI ÍSLENSKRA KARLMANNA Rósir og slef 1 Veigar Páll Gunnarsson. 2 Billy Preston. 3 Eystrasaltsráðið. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 ReykjavíkMag er nýjasta viðbótin í blaðaflórunni á Íslandi, en blað- inu er ætlað að vera upplýsinga- veita á ensku um það sem er að gerast í borginni á hverjum tíma. Blaðið kemur út hálfsmánaðarlega og mun skarta ítarlegum lista yfir menningarviðburði borgarinnar ásamt umfjöllun um veitingastaði, næturlíf, tísku, verslanir og lista- líf. Anna Margrét Björnsson, rit- stjóri blaðsins, er alvön stórborg- arlífi en hún ritstýrði áður ferða- blöðunum Iceland Review og Atlantica. „Þetta er hugmynd sem ég er búin að ganga með í langan tíma. Ég vann hjá Time-Out tíma- ritinu í París og hef alltaf verið mjög hrifin af þessum borgarblöð- um. Reykjavík er orðin það stór að það er brýn þörf á svona blaði fyrir Íslendinga og útlendinga,“ segir Anna Margrét. Hún bendir á að það hafi færst í aukana að Reykjavík sé markaðssett sem flott stórborg, þó lítil sé, þar sem af nógu er að taka. „Fólk er farið að koma hingað til að versla fara út að borða, sjá viðburði og skemmta sér, það kemur ekki lengur bara til að sjá náttúr- una.“ Í tengslum við tímaritið hefur verið settur upp nýr vefur, Reykja- vík.com, sem verður uppfærður daglega. „Þar birt- ast reglulega frétt- ir frá Íslandi á ensku frá frétta- stofum NFS og Fréttablaðsins, auk þess sem við skipt- um oft út greinum og pistlum þannig að vefurinn verður allt- af lifandi,“ segir Anna Margrét. Fljótlega verður virkt spjallborð á vefnum þar sem ferðamenn og aðrir geta skipst á skoðunum. „Við verðum líka með eitt öflug- asta viðburðakerfi á landinu, það er að segja fólk getur farið inn á vefinn og séð allt sem er að gerast í Reykjavík. Það er hálfgert offramboð á við- burðum svo við ætlum að vera með skoðanir á hlutunum, velja það besta úr og leiðbeina lesend- um dálítið. Ég á mikið af vinum sem koma hing- að og fá fullt af upplýsingum á netinu en það er erfitt að finna hlutlausa umfjöllun um það hvernig staðirnir eru í raun og veru,“ segir Anna Margrét. Hún vonast til þess að skrifin verði skemmtileg og ítrekar að þau verði ekki byggð á auglýsingum. „Von- andi hefur vefurinn líka ákveðinn persónuleika. Þó þetta sé á ensku viljum við fyrst og fremst gera líf- legan fjölmiðil fyrir alla,“ segir Anna Margrét, en blaðinu verður dreift frítt um allan bæ, á kaffi- húsum, veitingastöðum og víðar. Anna Margrét hefur Hönnu Björk Valsdóttur ritstjórnarfull- trúa sér til fulltingis, en hún sá um Málið í Morgunblaðinu á sínum tíma. „Hún hefur verið erlendis eins og ég, bjó í New York í fimm ár. Svo er ég með erlenda penna sem sjá um hótelrýni og veitinga- húsgagnrýni, og Silja Magg tók fyrir okkur forsíðuna,“ segir Anna Margrét, en fyrsta tölublað ReykjavíkMag leit dagsins ljós í gær. ReykjavíkMag og Reykjavík. com er gefið út af 365. rosag@frettabladid.is ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON: RITSTÝRIR DAGBLAÐI Á ENSKU Ætlum að hafa skoðanir ANNA MARGRÉT Reykjavík er markaðssett sem flott stórborg og unga fólkið kemur ekki hingað bara til að sjá náttúruna. REYKJAVÍKMAG Fyrsta tölublaðið kom út í dag og verður dreift hálfsmánað- arlega. „Þetta er þriðja ár mótsins og hefur skráningin gengið vonum framar,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálms- son, sem ásamt félaga sínum Ágústi Guðmundssyni efndi til Stjörnug- olfs fyrir tveimur árum. Stjörnug- olf er mót sem haldið er til styrktar góðgerðamála og mun ágóðinn þetta árið renna óskiptur til Umhyggju, félags langveikra barna. Björgvin fékk hugmyndina þegar hann var andvaka eina nótt- ina og segir nafnið Stjörnugolf hafa strax komið upp. Góðgerðamót eru haldin víðs- vegar í Bandaríkjunum og fannst þeim félögunum tilvalið að nýta uppgang golfsins hér á landi enda félagsmenn Golfsambands Íslands komnir yfir 13.000 talsins. Vel hefur gengið að safna styrkjum og eru helstu styrktar- aðilar keppninnar Icelandair, Bónus, Actavis, KB banki og Sýn en sjónvarpstöðin mun sýna frá mótinu. Þegar eru þó nokkrir frægir Íslendingar búnir að skrá sig og má þar nefna Audda og Sveppa úr Strákunum og gömlu kempurnar Ladda og Sigga Sigur- jóns. Einnig eru frægar innlendar fótboltastjörnur og tónlistarmenn tilbúnir til leiks. Mótið fer fram næstkomandi þriðjudag, 13. júní, á velli Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Enn er hægt að skrá sig á stjörnugolf@visir.is. Þát- tökugjald er 50.000 krónur og verða menn að vera í tveggja manna liði. Verðlaunin eru ekki af verra endanum, til dæmis ferða- vinngar frá Icelandair. „Fyrsta árið náðum við að safna 475.000 krónum sem fóru til Barnaspítala Hringsins og í fyrra söfnuðust rúmar 970.000 krónur og var það MND-félagið sem tók við þeirri upphæð. Auðvitað er planið að fara yfir eina milljón núna en ennþá vantar nokkur fyrirtæki uppá,“ segir Björgvin, bjartsýnn á komandi mót. - áp Fékk hugmyndina eina andvökunótt Í SVÍFANDI SVEIFLU Björgvin Freyr Vilhjálmsson og Ágúst Guðmundsson, skipuleggjendur mótsins, hafa í nógu að snúast þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.