Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 26
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR26 fólkið í landinu Drangsnes í Kaldrananeshreppi stendur við mynni Steingríms- fjarðar við Húnaflóa. Um hundrað manns búa í þorpinu og hafa flestir atvinnu af fiskvinnslu og veiðum en einnig vex ferðamennsku fiskur um hrygg enda eru sveitungar í óða önn að koma upp aukinni þjón- ustu við gesti sem leggja leið sína á þessar sögufrægu galdraslóðir. En viðtökurnar sem blaðamað- ur fær þegar hann kemur akandi í bæinn eru blíðari en svo að hann finni að hann sé staddur á galdra- slóðum. Það eru ungir Stranda- menn sem stöðva hann en þeim er mikið niðri fyrir. Fjörugir drengirnir á Drangsnesi „Þú verður að koma að sjá svolítið,“ segir Guðbrandur Máni Filippus- son, sjö ára Drangsnesingur og frændi hans Jónas Þór Magnússon, sem er þremur árum yngri, ítrekar áskorun frænda síns. „Það er dauð- ur mávur í fjörunni, þú verður að taka mynd,“ segir svo sá eldri þegar hann sér að myndavél er með í för. Þegar búið er að sýna mávinn, renn- ur mesti móðurinn af þeim kum- pánum og tími gefst til rólegra spjalls. „Við eru alltaf að leika okkur,“ segir Jónas Þór. „Já,“ segir þá sá eldri, „ við förum í leiki og svo gerum við stundum prakkarastrik. Þá bönkum við hjá einhverjum og hlaupum svo í burtu. En við gerum það samt eiginlega aldrei,“ bætir hann við og ekki verður betur séð en honum þyki sem hann hafi talað af sér, svona pínulítið að minnsta kosti. Þeir segjast báðir ætla að verða slökkviliðsmenn þegar þeir verða stórir. Jónas Þór hefur ekki langt að sækja burðina í það en hann segir föður sinn vera slökkviliðsmann í þorpinu. En svo fer málið að vand- ast því þeir ætla líka að verða sjó- menn og eftir því sem málin eru rædd frekar koma fleiri starfsheiti upp. En það ætti ekki að koma nein- um á óvart að börn á Drangsnesi ætli sér mörg störf í framtíðinni því þar hefur fólk tileinkað sér ýmsa hæfni og er ekki óalgengt að þar gegni menn tveimur til þremur störfum. Eins hafa aðstæður í þorp- inu hagað því þannig að störf manna hafi tekið miklum breytingum. Aftur er rónni raskað, en þeir kumpánar ráða sér vart fyrir kæti þegar þeir koma auga á köttinn Bjart, sem er alhvítur og stendur því vel undir nafni. Kötturinn kann- ast vel við þá og kemur í fang þeirra þegar á hann er kallað. Gengislækkun bjargaði rekstrinum Þá liggur leiðin í fiskvinnsluna Drang en þar er Óskar Torfason framkvæmdastjóri í verkstjóra- kompunni að tala í símann þegar inn er komið. „Það er frekar rólegt hjá okkur í augnablikinu, gráslepp- uvertíð að ljúka og smá bið í að þorskveiðar hefjist á ný en þá fer allt á fullt,“ segir hann. „Hérna verðum við að haga seglum eftir vindi og nýta þau tækifæri sem gef- ast hverju sinni. Fólkið sem hér vinnur sinnir jafnvel öðrum störf- um líka og þegar minna er um verk- efni hér fara sumir til annarra starfa, huga að sauðburði og svo eru réttir á haustin. Sumar fjöl- skyldur eru svo með einhverja starfsemi tengda ferðaþjónustu sem það svo snýr sér að í auknum mæli þegar hægist um hér.“ Þegar vinnsla er á fullu í Drangi eru þar um 15 manns í vinnu, en oft hefur þessi stærsti vinnuveitandi þorpsins þurft að sigla milli skers og báru í þeim ólgusjó þar sem efnahagsástand og ástand fiski- stofna hafa sín áhrif á ölduganginn. „Hefði gengið ekki lækkað í vor er alls óvíst að við hefðum getað hald- ið rekstrinum áfram. En sem betur fer rættist úr þessu og nú fáum við 500 krónur fyrir kílóið en fyrir nokkrum mánuðum fengum við 100 krónum minna,“ segir fram- kvæmdastjórinn sem sér fram á betri tíð með blóm í haga. Í lífsins ólgusjó Margsinnis hafa Drangsnesingar þurft að haga seglum eftir vindi og hefur þá oft sannast hið fornkveðna að neyðin kenni naktri konu að spinna. Það veit Sigurgeir H. Guð- mundsson trillusjómaður manna best. „Árið 1960 fylltist fjörðurinn af þorski eftir mikla fiskitregðu en svo hvarf hann alveg nær áratug síðar,“ segir hann. „Þá bar hins vegar svo vel að rækjan kom en allt er í heiminum hverfult og hún hvarf fyrir nokkrum árum og þá þurftu Drangnesingar að rifja upp hand- tökin við þann gula sem varla hafði verið landað hér í áratugi.“ Svona virðast einar dyr opnast þegar aðrar lokast og eins er því farið í hitaveitumálum þorpsins. „Þegar vatnsleiðslan fraus hérna fyrir tíu árum,“ rifjar Óskar upp, „var gert heljar átak í hitaveitumál- um hér og meðal annars ákveðið að bora fyrir heitu vatni og það reynd- ist vera heitt vatn nær undir hverj- um reit svo nú erum við með eigin hitaveitu. Einnig hefur tveimur heitum pottum verið komið fyrir í fjörunni og þar geta menn buslað hvenær sem þá lystir. Og þá voru hæg heimatökin að byggja sundlaug í þorpinu.“ En þótt Drangsnesingar hafi oft reynst þrautgóðir á raunastund þá hafa fæstir sloppið jafn vel og Sig- urgeir þegar hann lenti í miklum hremmingum á trillunni fyrir tveimur árum. „Þá var ég á skaki norður undir Kaldbaksvík, það er svona tveggja klukkutíma sigling,“ rifjar hann upp, „og sé þá að það hefur kviknað í alternatornum. Bát- urinn varð náttúrlega vélarvana. Ég var kominn með björgunarbátinn út og búinn að eyða öllu úr slökkvitæk- inu en mér tókst svo að slökkva þetta með því að skvetta sjó á ósköp- in. Ég get svo svarið það, þá hélt ég að ég myndi missa hann niður.“ STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Bátarnir liggja bundnir við bryggju enda er úfinn sær við Steingrímsfjörð þegar Jón Sigurður Eyjólfsson kemur akandi inn í þorpið á Drangsnesi. Hafgolan leikur um káta Strandamenn sem vita vel hvaðan á sig stendur veðrið. ÓSKAR TORFASON OG SIGURGEIR H. GUÐMUNDSSON Sigurgeir var kominn til þess að fá ís í kar hjá Drangsmönnum en á meðan framkvæmdastjórinn var í símanum sagði hann blaðamanni sögur af landi og sjó og kenndi þar ýmissa grasa enda gerist margt þegar menn eru einir úti á ballarhafi á lítilli trillu. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Íbúafjöldi: Um 100 Sveitarfélag: Kaldrananeshreppur Íbúafjöldi í hreppnum í desember 2005: 112 Íbúafjöldi í hreppnum í desember 1991: 174 Oddviti: Jenný Jensdóttir Helstu atvinnurekendur: Fiskvinnslan Drangur, Kaupfélagsútibú, Útgerðar- fyrirtækið ST 2, Útgerðarfélagið Addi, Gistiþjónustan Sundhani, Hitaveita Drangsness. Skóli: Grunnskólinn Drangsnesi, Dag- vistun Kaldrananeshrepps. Vegalengd frá Reykjavík: 305 kíló- metrar ef farið er yfir Holtavörðuheiði en 266 km ef farið er um Svínadal og Tröllatunguheiði. Fyrrnefnda leiðin er þó venjulega fljótfarnari. Drangsnes Kaupfélagið á Drangsnesi lætur ekki mikið yfir sér og gætu margir orðið undrandi á því þegar þeir sjá húsið að utan að þar innandyra lumi þær Ragnhildur Elíasdóttir útibússtjóri og Sigurbjörg Halldórsdóttir afgreiðslukona á öllu því helsta sem þörf er á við heimilishaldið. Sagan er einnig nokkuð löng en Guðmund- ur Sigurgeirsson rak verslun á Drangsnesi sem Hamravík hét. Árið 1950 keypti svo Kaupfélag Steingrímsfjarðar lagerinn og gerði Guðmund að fyrsta útibússtjóra sínum á Drangsnesi og sinnti hann því starfi í 24 ár eða þar til hann var kominn á eftirlaunaaldur. Þetta er nokkuð lýsandi fyrir útibúið en starfsmannaveltan þar er með því lægsta sem þekkist. Það var ekki bara fyrsti útibússtjórinn sem reyndist þrautseigur því sá næsti, Guðmundur B. Magnússon sem er barna- barn Guðmundar og nafni hans, var útibússtjóri í 30 ár eða þar til að Ragnhildur tók við af honum fyrir tveimur árum. Sigurbjörg er heldur enginn nýgræðingur en hún hefur staðið bak við búðar- borðið í 27 ár. „Við finnum svolítið fyrir því að fólk er meira á ferðinni og því er það farið að versla meira í Bónus í Borgarnesi eða í lágvörumarkaði í Reykjavík þegar það er á ferðinni þar,“ segir Sig- urbjörg. „Það er hins vegar engin samkeppni frá Ísafirði enda er maður jafn lengi að fara þangað og suður til Reykjavíkur.“ Björn Davíðsson, tækni- maður hjá Snerpu, heyrir þessi orð Sigurbjargar og grípur þá inn í, „en við Ísfirðingar höldum Drangsnesinu nettengdu. Ekki nennir Síminn að gera það.“ En að svo mæltu var hann farinn að endurnýja búnað sem tryggir Drangsnesingum og nærsveitarmönnum þráðlausa nettengingu. Eflaust er það táknrænt að sá búnaður skuli vera í Kaupfélaginu en það hefur lengið haldið sveitungum í sambandi. ATVINNUREKANDINN: KAUPFÉLAGIÐ DRANGSNESI Í samkeppni við Bónus í Borgarnesi GRALLARARNIR GUÐBRANDUR MÁNI FILIPPUSSON OG JÓNAS ÞÓR MAGNÚSSON Það var í nógu að snúast hjá þessum ungu mönnum sem ætla að verða slökkviliðs- menn þegar þeir verða stórir og ýmislegt fleira, en Drangsnesingar hafa yfirleitt mörg járn í eldinum. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR HE IMSM INJAR Þorvaldur Thoroddsen í lífi og starfi Upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá þjóðgarðsins má finna á heimasíðu þjóðgarðsins www.thingvellir.is og í síma 482-2660. Ráðstefna haldin í samvinnu við Vísindafélag Íslendinga laugardaginn 10.júní kl. 13.30 til 16.15 í fræðslumiðstöð þjóðgarðsins á Þingvöllum við Hakið fyrir ofan Almannagjá. Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) er meðal merkustu vísindamanna þjóðarinnar. Þekktastur er hann fyrir rannsóknir sínar á sviði jarð- og landafræði, en fyrir þær fékk hann viðurkenningu vísindastofnana víða um heim. Á ráðstefnunni verður fjallað um ævi hans og rannsóknir frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrá: 13:30-14.40 Ávarp og kynning. Sigurður K. Oddsson, þjóðgarðsvörður. Jarðfræðirannsóknir Þorvalds Thoroddsen. Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Rannsóknir Þorvalds Thoroddsen á hafís við Ísland. Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Kaffihlé 15.00-16.15 Bréfasafn Þorvalds Thoroddsen. Helga Kress, bókmenntafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Heimildamynd um vísindamann. Þorsteinn Helgason, sagnfræðingur og dósent við Kennaraháskóla Íslands. - traustur bakhjarl fræðslu í þjóðgarðinum á Þingvöllum Í þorpi þrauta og tækifæra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.