Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 48
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR16 ... að gömul lög í Nevada banna fólki að ríða úlfalda á þjóðveginum? ... að í borginni Houston í Texas er það bannað með lögum að hafa hátt meðan maður færir til kassa? ... að einu sinni þurftu menn í Minnesota að taka ofan ef þeir mættu kú? Annars áttu þeir á hættu að vera teknir fastir. ... að í New York er bannað að opna regnhlíf fyrir framan hest? ... að í Alaska er það bannað með lögum að horfa á elg úr fljúgandi farartæki? Ekki fylgir sögunni hvaða refsing bíður þeirra sem slysast til að líta út um flugvélaglugga og eru svo óheppnir að sjá elg á jörðu niðri. ... að í Grikklandi til forna var ólög- legt að almenningur ætti ólívutré? ... að fyrr á öldum lá dauðarefsing við því að sjást drukkinn á almanna- færi í Kína? ... að gömul lög í Bretlandi kváðu á um það að bannað væri að aka bíl sitjandi í aftursætinu? ... að gömul lög í Kansas bönnuðu mönnum að borða skröltormakjöt á sunnudögum? ... að í Chicago er bannað að fara að veiða í náttfötum? ... að árið 1993 var bannað með lögum að hlaupa eftir götum bæj- arins Cebreros á Spáni? Lögin giltu bæði fyrir menn og hunda. ... að í Coral Gables í Flórída er bann- að með lögum að synda í einka- sundlaug á sunnudagsmorgnum ef það er kirkja í nágrenninu? ... að á 14. öld máttu enskir karl- menn sem þénuðu minna en sem samsvarar 1.500 krónur á ári ekki sofa með nátthúfur úr silki? ... að krikkett var bannað með lögum í Boston, Massachusetts, upp úr 1890. ... að enskir, skoskir og franskir karlar sem neituðu konu um að giftast á hlaupári máttu eiga von á refsingu. Þetta var á 15. öld. ... að eitt sinn var konum bannað að ganga með farða í Morrisville í Pennsilvaníu, nema að veittu leyfi frá yfirvöldum. ... að bannað er með lögum að borða í veitingahúsi í Chicago sem stendur í ljósum logum. ... að bresk lög frá 1551 gera mönn- um ókleift að aka til kirkju. ... að í San Fransiskó er bannað að ganga niður aðalgötuna með fíl, nema hann sé í ól. ... að gömul lög í Maine banna lög- reglunni að handtaka dauða menn. ... að eitt sinn var bannað með lögum í Norður-Karólínu að syngja falskt. ... að í Carmel, New York, er bannað með lögum að karlmenn gangi í jökkum sem passa ekki við buxurnar. ... að laukur var bannaður í Indlandi til forna. Þeir sem vildu borða lauk urðu að gera það fyrir utan borgar- múrana. ... að eitt sinn voru lög sem bönnuðu konum í Mobile í Alabama að ganga á háum hælum. ... að árið 1785 gaf Lúðvík XVI kon- ungur Frakka út lög sem kváðu á um að lengd vasaklúta skyldi vera jöfn breidd þeirra. ... að lög í Gurnee, Illinois, gerðu konum sem voru yfir 100 kíló ókleift að fara á hestbak í stuttbuxum. ... að gömul lög í Ohio banna hvalaveiðar á sunnudögum í öllum vötnum ríkisins. ... að árið 1756 gaf Friðrik I Svía- konungur út lög sem bönnuðu kaffidrykkju. VISSIR ÞÚ... Leikarinn Will Ferrell hefur verið einn farsælasti gam- anleikari seinustu ára og hafa margar myndir hans kitlað hláturtaugarnar hressilega. Í sumum myndum sínum hefur hann aðeins leikið aukahlutverk en tekist algjörlega að stela senunni. 1. Anchorman: The Legend of Ron Burgundy. Í kvikmyndinni heimsækja nokkrar persónur mexíkóskan veitingastað sem ber nafnið Escpimos en su Alimentu, en á spænsku þýðir það að eigendur veitingahússins hræki í matinn sem borinn er fram. Jack Black bregður aðeins fyrir í myndinni þegar hann stöðvar mótorhjól sitt og sparkar hundi Ferrells fram af stórri brú. 2. Zoolander Það fór ekki vel í ráðamenn í Malasíu og Singapúr að malasískum forsætisráðherra skyldi vera sýnt banatilræði í myndinni og því var hún bönnuð í löndunum. Áður en myndin var send í kvikmyndahús á haustdögum 2001 voru myndbrot af tvíburaturnunum í New York klippt út. 3. Old School Útvarpsþátturinn Frank á X-inu 977 dregur nafn sitt af hinum drykkfellda Frank The Tank sem Ferrell lék svo snilldarlega. Atriðið þegar að Frank skýtur sjálfan sig með deyfibyssu í afmælis- veislu og dettur ofan í sundlaug er stæling á atriði úr kvikmyndinni Graduate frá 1967. Í atriðinu er mynda- takan eins og tónlistin sú sama og í eldri myndinni. 4. Starsky & Hutch Það tók Ferrell ekki nema einn dag að taka upp allar senur sínar í myndinni. Í mynd- inni kemur fyrir hljómsveit sem syngur dónalega texta í fermingarveislu. Sama hljómsveit lék dónaleg lög í brúðkaupinu í upphafi myndarinnar Old School. 5. A Night at the Roxburry Jim Carrey kom að handritaskrifunum en rataði samt sem áður ekki inn á kreditlista myndarinnar. Hug- myndin að kvikmyndinni kom í kringum atriði úr Saturday Night Live-þátt- unum þar sem Ferrell var ein aðalsprautan. Tónlist- armaðurinn Haddaway hefur ekki mikið látið að sér kveða í tónlistarbrans- anum síðan þeir bræður Doug & Steve gerðu lagið What is Love að einu mesta partílagi síns tíma með hausadansin- um fræga. TOPP 5: WILL FERRELL Líf, fréttir og viðburðir á ensku Vefurinn Reykjavik.com og blaðið Reykjavikmag eru nýjar upplýsinga- veitur á ensku. Þær bjóða upp á ferska umfjöllun og nýjustu upplýsingar um allt sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma; menningarviðburði, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir og næturlíf. Nýjustu fréttir frá Íslandi Reykjavíkmag blaðið kemur út hálfsmánaðarlega og verður dreift um alla borg. Vefurinn Reykjavík.com flytur alltaf nýjustu fréttir frá Íslandi og er stöðugt uppfærður í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Í Reykjavík er alltaf eitthvað sem er nýjasta nýtt Be prepared,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.