Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 20
20 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR www.bluelagoon.is Orka Klerki sleppt Öfgafullum múslima- klerki, sem fangelsaður var í tengslum við sprengingar á Balí sem urðu 202 að bana árið 2002, verður sleppt úr haldi í næstu viku. Að sögn lögfræðings hans mun Abu Bakar Bashir taka aftur upp kennslu í heimavistarskóla sínum á Jövu, sem margir dæmdir hryðjuverkamenn Indónesíu hafa gengið í. INDÓNESÍA DANMÖRK Verkalýðsfélag póst- burðarfólks og blaðbera í Dan- mörku hefur óskað eftir viðræðum við nýstofnað dreifingarfyrirtæki útgefenda Nyhedsavisen og dönsku póstþjónustunnar. Haft er eftir talsmanni verka- lýðsfélagsins í frétt á fréttasíðu Jótlandspóstsins að hann telji að eldri samningar um kjör skjól- stæðinga sinna nái ekki yfir þau störf sem væntanlegt blaðburðar- fólk fyrirtækisins eigi að sinna. Í fréttinni kemur einnig fram að illa gangi að fá fólk til að sinna störfum blað- og bréfbera í Dan- mörku. Talsmaðurinn kveðst viss um að fólk muni fást til starfa verði boðið upp á mannsæmandi kjör. Einnig var sagt frá því í dönsk- um fjölmiðlum á miðvikudag að reiknað er með að heimilissorp heimila í landinu þyngist um 78 kíló á ári með tilkomu fríblaðanna tveggja sem munu hefja göngu sína á haustdögum. Formaður danskra skógar- bænda fagnar þessari auknu pappírsnotkun. Hann segir verð á tré og pappír lágt um þessar mundir. Þó séu allar líkur á að nýju blöðin tvö verði prentuð á pappír sem unninn verði úr skóg- um nágrannalandanna. - ks Verkalýðsfélag póstburðarfólks og blaðbera í Danmörku: Vill ræða við Nyhedsavisen DANSKUR PÓSTUR Danskir póstburðar- menn og blaðberar vilja hærra kaup fyrir að bera út fríblöðin. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Læknafé- lags Íslands lýsti í gær yfir áhyggjum sínum af því að heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra gæti ekki boðið landsmönnum þjónustu samn- ingsbundinna hjartalækna. Eins og staðan er núna þurfa þeir sjúklingar sem sækja þjón- ustu hjarta- lækna að hafa tilvísun frá heimil- islækni og greiða þar að auki fullan kostnað við komu, sem getur verið á bilinu 4.500-20.000 krónur. Tryggingastofnun metur síðan í hverju tilfelli fyrir sig hversu mikill hluti fæst endur- greiddur. Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur Læknafélags Íslands, segir núverandi fyrirkomulag fela í sér mikið óhagræði fyrir sjúk- linga og að einnig skapist hætta á að fólk setji það fyrir sig að fara í nauðsynlegt eftirlit. „Hjartalækn- ar eru einu sérfræðingarnir sem þetta fyrirkomulag gildir um en til annarra sérfræðinga getur fólk farið án tilvísunar og þarf ekki að leita til Tryggingastofunar til að fá reikninginn greiddan.“ Sigurbjörn segir það vilja stjórnmálamanna að reka kerfið innan fastra fjárveitinga þar sem framboði á þjónustu sé stýrt, en segir jafnframt aldrei hægt að stjórna þörfinni á sama hátt. Ásgeir Þór Árnason, fram- kvæmdastjóri Hjartaheillar, segir samtökin hafa mótmælt núver- andi tilvísunarkerfi og gefið út ályktun um að gengið verði til samninga við sjálfstætt starfandi hjartalækna nú þegar. „Tilvísun- arskylda hjartasjúklinga er brot á jafnræðisreglunni og Hjartaheill berast daglega kvartanir frá hjartasjúklingum sem verða varir við það óhagræði sem núverandi kerfi skapar.“ Ásgeir nefnir dæmi um konu sem fór með dóttur sína sem er 75 prósent öryrki til hjartalæknis og þurfti að greiða 18.650 krónur fyrir heimsóknina. Þegar kom að því að fá upphæðina endurgreidda frá Tryggingastofunun var tekið við pappírunum en þeir verða ekki endurgreiddir fyrr en skjöl frá lækninum hafa borist Trygginga- stofnun. „Eftir að kerfinu var breytt er ekki óalgengt að fólk þurfi að fara á þrjá til fjóra staði til að fá sam- band við hjartalækni og síðan bæt- ist við bið eftir að fá reikninginn greiddan.“ Ásgeir segist vita dæmi þess að heimilislæknar hafi neitað sjúk- lingum um tilvísun til hjartalækn- is. „Þá getur það geta tekið hjarta- lækna langan tíma að stilla hjartasjúklinga inn á lyf og það getur verið varhugavert að heim- ilislæknar hrófli við samsetningu hjartalyfja.“ hugrun@frettbladid.is Hætta fyrir sjúklingana Framkvæmdastjóri Hjartaheillar segir dæmi um að heimilislæknar hafni beiðni sjúklinga um tilvísun til hjartasérfræðings. Stjórn Læknafélags Íslands hefur lýst yfir áhyggjum af ástandi mála. SIGURBJÖRN SVEINSSON TILVÍSUNARKERFI HJARTALÆKNA SKAPAR MIKIÐ ÓHAGRÆÐI Ekki er óalgengt að fólk þurfi að fara á þrjá til fjóra staði til að fá samband við hjartalækni. LÖGREGLA Rúmlega tvítugur öku- maður vélhjóls úlnliðsbrotnaði þegar hann féll af hjólinu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á þriðjudagskvöld. Maðurinn valt eftir götunni en hjólið hafnaði framan á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur en tildrög slyssins eru óljós. Óverulegar skemmdir urðu á ökutækjunum. Stuttu áður hafði annar vél- hjólamaður misst stjórn á hjóli sínu við verslunarmiðstöðina Fjörð og ekið þar utan í þrjá kyrr- stæða bíla. Hann slapp ómeidd- ur. - sh Vélhjólamaður í Hafnarfirði: Féll af hjóli og úlnliðsbrotnaði ROONEY TIL Í SLAGINN Enski landsliðs- maðurinn Wayne Rooney sýnir húðflúr með nafni kærustunnar, Coleen, á æfingu fyrir HM á Mittelbergstadion í Bühlertal í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAPAN, AP Nú stendur til að stytta þann tíma sem tekur að sækja smá- glæpamenn til saka í Japan. Það hefur sætt gagnrýni að það hafi tekið allt að því tvo mánuði að dæma í málum sem flokkast undir smá- glæpi, til að mynda fyrir búðahnupl og vímuefnaneyslu, en nú skal stytta meðferð mála niður í tvær vikur. Þetta á að verða til mikilla bóta fyrir dómskerfið þar eystra, ekki síst fyrir sakborninga, en þeir þurfa að gefa samþykki sitt fyrir flýti- meðferðinni. Talið er að þessi nýja tilhögun geti orðið viðtekin venja í dómsframvindu um tíu prósent kærðra glæpa í Japan. - kóþ Japanska stjórnkerfið: Réttvísinni flýtt KLÓFESTUR Mikil skilvirkni er í dómskerfi Japana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.