Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 9. júní 2006 29 Samskip hafa opnað tvær sölu- skrifstofur í Suður-Ameríku þar sem megináherslan er lögð á flutningsþjónustu við ávaxta- og grænmetisframleiðendur. Beitt er nýrri geymslutækni í gámaflutn- ingum sem tryggja eiga bæði gæði og ferskleika vörunnar. Nýju skrifstofurnar eru báðar í Brasilíu, í borgunum Salvador og Petrolina og segir fyrirtækið stefnt að opnun fleiri skrifstofa í álfunni á næstunni. Í Salvador á að sinna ávaxta- og grænmetismarkaði og bjóða upp á kæli- og frystiflutningaþjónustu frá dyrum seljanda að dyrum kaupanda. Skrifstofan í Petrolina einbeitir sér svo að hitastýrðum gámaflutningum milli heimsálfa. Þá var einnig í tengslum við Petrolina-skrifstofuna komið þar á laggirnar kæligeymslu. „Brasilía er með stærstu mörk- uðum heimsins í hitastýrðum flutningum og opnun skrifstof- anna þar er enn eitt skrefið í þeirri viðleitni Samskipa að bjóða upp á fyrsta flokks kæli- og frystiflutn- ingaþjónustu um allan heim,“ segir Einar Þór Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri frysti- og kæliflutn- ingasviðs fyrirtækisins. Til að byrja með starfa tíu manns hjá Samskipum í Brasilíu, en starfseminni stjórnar Brasilíu- maðurinn Jeferson Boschetti, sér- fræðingur í frystiflutningum. Hann verður í Salvador. Forráðamenn Samskipa segja að með því að nota nýja kælitækni, sem nefnd er DCA, eða Dynami- cally Controlled Atmosphere, sé tryggt að hægt sé bjóða upp á sjó- flutninga á viðkvæmum matvæl- um án þess að þau tapi ferskleika. Þetta er gert með því að skipta út súrefni fyrir köfnunarefni og nákvæmri hitastýringu. Þannig er öll gerjun matvælanna stöðvuð. „Með tilkomu DCA-tækninnar eru sjóflutningar á ferskum ávöxtum og grænmeti vel samkeppnisfærir við flugfrakt, auk þess sem sá kostur fylgir gámaflutningunum að ekkert þarf að hrófla við farm- inum, allt frá því að gámur fer frá seljandanum og þar til honum er skilað að dyrum kaupandans. Þannig rofnar kælikeðjan ekki og líkurnar á skemmdum eru í lág- marki,“ segir í frétt frá Sam- skip. - óká KYNNING Í ROTTERDAM Michael F. Hassing, forstjóri Samskipa, kynnir flutningsnet fyrirtækisins, en það er með starfsemi um heim allan. MYND/HREINN MAGNÚSSON Samskip opna skrifstofur í Brasilíu Helstu vísitölur lækkuðu á hluta- bréfamörkuðum í gær í kjölfar ummæla Ben Bernanke, seðla- bankastjóra Bandaríkjanna, um að frekari stýrivaxtahækkanir væru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að verðbólga færi úr böndunum. Japanska Nikkei-vísitalan féll um þrjú prósent og hin franska CAC-40 og þýska DAX um rúm tvö prósent. Hlutabréf á Wall Street í Bandaríkjunum hafa fallið í verði síðustu þrjá daga. Fjárfestar óttast að stýrivaxta- hækkanir hægi á bandaríska hag- kerfinu og eftirspurn Bandaríkja- manna eftir innfluttum varningi minnki. Fastlega er búist við því að Seðlabanki Evrópu fylgi í kjöl- far þess bandaríska og hækki stýrivexti. -jsk Hlutabréf falla Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði snarlega í kjölfar þess að Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al- Qaeda í Írak var drepinn. Olíufat- ið kostar nú tæpa sjötíu banda- ríkjadali. Verðlækkana á olíu hafði þegar orðið vart vegna góðrar birgða- stöðu Bandaríkjamanna og þíðu sem virðist komin í samskipti þeirra við Írana. Abu Musab Zarqawi var sagður leiðtogi and- spyrnu- og hryðjuverkahópa Sún- níta í Írak. „Við vonum að fráfall al- Zarqawis þýði að meiri ró komist á í Írak og jafnvel að aukning verði á olíuframleiðslu í landinu,“ sagði Victor Shum, sérfræðingur hjá Purvin og Gertz. -jsk Olíufatið niður fyrir 70 dali MÁLAÐ YFIR AL-ZARQAWI Leiðtogi al-Kaída hefur verið drepinn. Snarpar verðlækkanir urðu á olíu í kjölfar fregnanna. E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 13 0 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Isuzu hefur fyrir löngu sannað öryggi og endingu á íslenskum vegum. Nú kynnum við nýjan og stórglæsilegan Isuzu D-MAX pallbíl. Hann er þjáll og lipur í akstri, en jafnframt rammbyggður og traustur félagi og á alveg ótrúlega góðu verði. Isuzu D-MAX hefur fengið alveg nýtt útlit og er staðalbúnaður eins og hann gerist bestur, þar má nefna loftkælingu, ABS hemlakerfi, álfelgur, brettakanta o.fl. Isuzu er með 3.0 lítra dísilvél með túrbínu og millikæli og skilar 130 hestöflum. Isuzu D-MAX er farkostur fjölskyldunnar, vinsæll vinnufélagi og verðið ráða allir við! PALLBÍLL Á POTTÞÉTTU VERÐI! Sjálfskiptur Beinskiptur Verð á Isuzu D-MAX Crew Cab 2.590.000 kr. 2.490.000 kr. Rekstrarleiga í 36 mánuði* 45.224 m/vsk 43.612 m/vsk *Miðað við almenn kjör hjá Glitni, 20.000 km akstur á ári og þjónustu. Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sagt sig úr stjórn búlgarska símafélagsins BTC og munu tveir fulltrúar hans úr Novator, sem hafa mikla reynslu af rekstri símafyrirtækja, fylla skarð hans í stjórn BTC. Að sögn Ásgeirs Friðgeirsson- ar, talsmanns Novators, er með þessu verið að styrkja stöðu Novators í búlgarska símafélag- inu enda sé verið að nýta þá reynslu sem til er í félaginu á sviði símareksturs. Ásgeir segir ennfremur að Björgólfur einbeiti sér að umbreyt- ingafjárfestingum. Hafi hann knúið á um breytingar í BTC með stjórnarsetu sinni og sé með aðkomu fulltrúa Novators í stjórn BTC verið að fylgja þeim eftir. - jab Björgólfur úr stjórn BTC BJÖRGÓLFUR THOR Björgólfur hefur sagt sig úr stjórn BTC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.