Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 70
54 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Opna Xerox mótið Hamarsvelli Borgarnesi Leikfyrirkomulag: Punktakeppni - Hámarksforgjöf karla 24, hámarksforgjöf kvenna 28. Verðlaun: 3 efstu sætin Fyrir besta skor Nándarverðlaun á par 3 holum Teighögg næst línu á 18. braut Allir fá teiggjafir Skráning á golf.is eða í síma 437-1663 ���� � � � � Klæðskerasaumaðar prentlausnir fyrir þitt fyrirtæki 10. júní 2006 FÓTBOLTI Arnar Grétarsson hefur verið að æfa með Breiðabliki að undanförnu en svo gæti farið að hann léki með liðinu seinni hluta tímabilsins hér heima. Arnar, sem er orðinn 34 ára, hefur undanfarin fimm ár verið í her- búðum belgíska liðsins Lokeren en samningur hans þar er að renna út. „Það er alveg ljóst að ég mun ekki spila erlendis næsta vetur nema eitthvað mjög spennandi komi upp. Umboðsmaður minn segir mér að fjögur hollensk úrvalsdeildarlið hafi áhuga á mér og einnig Alemannia Aachen sem vann sér sæti í þýsku bund- esligunni síðasta vetur. Það er þó alltaf langur vegur frá áhuga og til þess að tilboð verður gert. Ég er reyndar með tilboð frá grísku liði en hef ekki áhuga á að fara þangað,“ sagði Arnar. Það er þó alveg ljóst að ekk- ert annað lið kemur til greina hér á landi en Breiðablik. „Fjöl- skyldan er að flytja heim og ég er mjög opinn fyrir því að spila hér á landi. Ég er menntaður við- skiptafræðingur og það væri bara gaman að fara að vinna og spila hér heima. Ég hef séð marga leiki í deildinni hérna að undanförnu og gæðin koma mér nokkuð á óvart. Það eru margir ungir og mjög efnilegir leik- menn hérna. Ég sá til dæmis FH og Keflavík mætast og hreifst nokkuð af Keflavíkurliðinu, þar eru margir spennandi leik- menn.“ Arnar hefur glímt við erfið meiðsli undanfarna sjö mánuði en er að jafna sig af þeim. Það er ljóst að reynsla hans gæti komið Breiðablik að miklum notum á síðari hluta tímabilsins ef hann fær ekki spennandi tilboð að utan og ákveður að taka eitt tíma- bil í viðbót erlendis. - egm Arnar Grétarsson, fyrrverandi landsliðsmaður: Líkur á að hann spili með Blikum ARNAR GRÉTARSSON Á fullri ferð með landsliðinu í leik gegn Skotum ytra. Ragnar Óskarsson, handboltakappi hjá Dunkerque í Frakklandi, missir af seinni leiknum gegn Svíum þar sem hann er að fara að gifta sig. „Það er langt síðan dagurinn var ákveð- inn og ég hafði ekki hugmynd um að ég yrði í hópnum á þessum tíma. Því miður hittist þetta svona á. Því miður og því miður reyndar, það er ekkert leiðinlegt að vera að gifta sig. Ég sagði alltaf að ég væri tilbúinn að hjálpa til eins og ég gæti fram að seinni leiknum og ég vona bara að ég geti komið að einhverju gagni,“ sagði Ragnar eldhress í gær. „Ég var mest hissa á að vera valinn aftur í hópinn. Svona er þetta, maður gerir bara eins vel og maður getur úr þessu. Ég var mjög ánægður með að Alfreð vildi fá mig eins og ég gæti og var ekki að setja mig út úr hópnum þrátt fyrir þetta. Ég er honum mjög þakklátur fyrir traustið. Strákarnir í liðinu litu á þetta eins og því er það bara hið besta mál en það kom aldrei til greina að fresta brúðkaupinu. Það er búið að vera nóg að gera í undirbún- ingnum en þetta er allt komið þrátt fyrir að ég hafi stungið af bara, svona rétt fyrir stóra daginn,“ sagði Ragnar en unnusta hans er frönsk. Ragnar var svo steggjaður eins og hefð er fyrir brúðkaup. „Þetta gekk alveg eins og í sögu. Ég var látinn dansa í neðanjarðarlestunum í Frakklandi og safna eins miklum pening og ég gæti í hatt. Ég dustaði rykinu af gamla hip-hopinu mínu og fékk fullt af evrum í hattinn. Ef þetta klikkar með handboltann hjá mér þá get ég greini- lega alltaf farið að troða upp í lestun- um, jafnvel rappað og svona,“ sagði Ragnar og hló við en það voru samherjar hans úti sem steggjuðu hann svona eftirminnilega. HANDBOLTAKAPPINN RAGNAR ÓSKARSSON: MISSIR AF SEINNI LEIKNUM GEGN SVÍUM HINN 17. JÚNÍ Ég gat ekki frestað brúðkaupinu! Ragnheiður með Íslandsmet Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, setti nýtt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á móti í Canet í Frakklandi í gær. Hún synti á tímanum 26,23 sekúndum og bætti fyrra metið, 26,34 sekúndur, sem hún átti sjálf og tryggði sér þar með sæti á EM í sundi, sem fram fer í Búdapest, í ágúst. > Þorgils í ÍR Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Þorgils Jónsson er genginn í raðir ÍR frá ÍBV. Þorgils er hávaxinn og efnilegur markvörður og er gríðarleg ánægja með komu hans í Breiðholtinu en ÍR-ingar binda miklar vonir við þennan strák á næstu árum. Breiðhyltingar hafa orð á sér fyrir að skila markvörðum sínum í lands- liðið og verður spennandi að fylgjast með hvernig Þorgils kemur til með að ganga hjá ÍR, sem hefur verið að bæta nokkuð við sig undanfarið og ber þar hæst endurkomu Brynjars Steinarssonar frá Danmörku. FÓTBOLTI Heiðar Helguson er alls ekki á förum frá Fulham í sumar. Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Fulham hefði áhuga á því að láta Heiðar og Collins John fara til Birmingham í skiptum fyrir Emile Heskey. Það er þó ekki að fara að gerast ef marka má orð Chris Coleman, stjóra Fulham. „Það er alls ekki rétt. Þetta eru bara einhverjar sögusagnir sem blaðamenn búa til. Heiðar spilaði virkilega vel á tímabilinu og við höfum ekki í hyggju að selja hann, alls ekki,“ sagði Coleman um Dal- víkinginn knáa. Heiðar gekk til liðs við Fulham síðasta sumar og átti erfitt upp- dráttar til að byrja með á Craven Cottage. Eftir áramót fór baráttu- hundurinn svo í gang og lauk hann tímabilinu með tíu mörk fyrir Ful- ham og komst í miklar mætur hjá stuðningsmönnum liðsins. - hþh Chris Coleman: Heiðar er alls ekki á förum FÓTBOLTI Sinisa Valdimar Kekic íhugar nú hvort hann eigi að hætta hjá Grindavík og færa sig um set eftir að ágreiningur kom upp á milli hans og Sigurðar Jónssonar, þjálfara liðsins. Kekic hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin ár og væri það mikil blóðtaka fyrir Suðurnesjaliðið ef þessi 36 ára gamli fjölhæfi leikmaður ákvæði að skipta um félag. „Ég vil ekki mikið tjá mig um þetta mál en það kom upp ágrein- ingur við þjálfarann og ég er að hugsa hvað ég á að gera núna. Ég er þó ekki búinn að ákveða hvað ég geri og ég vil bara alls ekki hætta að spila fótbolta, ég á enn eitthvað eftir en ég er ekki viss um hvort ég verði áfram hjá Grindavík,“ sagði Sinisa Valdimar Kekic við Fréttablaðið í gær. Sigurður Jónsson, þjálfari liðs- ins, sagði að málið væri stormur í vatnsglasi og gerði fastlega ráð fyrir að málið leystist innanbúðar. Sömu sögu er að segja af Jónasi Þórhallssyni, formanni knatt- spyrnudeildar Grindavíkur. Jónas fundaði með Kekic og Sigurði í gær en þær viðræður skiluðu ekki tilætluðum árangri. Kekic er enn í fullu fjöri og er jafnan á meðal bestu manna liðs- ins, hvort sem hann spilar í vörn eða sókn. Hann er þó alls ekki á því að hætta knattspyrnuiðkun, jafnvel þó hann hætti hjá Grinda- vík. „Ég vil ekki hætta að spila fót- bolta og ef ég hætti hjá Grindavík vil ég frekar fara eitthvert annað í stað þess að hætta að spila,“ sagði Kekic, sem er þokkalega sáttur við tímabilið fram að þessu. „Eftir fimm leiki höfum við aðeins tapað einum leik og það er ekki slæmt. Við höfum verið óheppnir og vorum til að mynda betri en ÍBV en náðum bara ekki að skora. Við spiluðum lítinn fót- bolta en meiri orka fór í baráttu. Auk þess fengum við á okkur tvö mörk á lokasekúndunum gegn Fylki þar sem við vorum óheppnir og ofan á allt höfum við fengið á okkur fullt af vítaspyrnum,“ sagði Kekic. Þrátt fyrir að vera 36 ára slær Kekic hvergi af en hann er reynd- ar óánægður með sjálfan sig þessa dagana. „Ég er í smá vandamálum núna. Ég er hundóánægður með hvernig ég hef spilað tvo síðustu leiki, ég hef sofið og borðað mjög lítið tvær síðustu vikur en ég er að reyna að vinna í mínum málum. Ég býst alveg við því að þetta lag- ist á næstunni hjá mér,“ sagði Sinisa Valdimar Kekic, sem lék ekki með gegn Víkingum í gær. Sigurður Jónsson sagði ástæðuna vera þá að Kekic væri meiddur en Kekic sagði sjálfur að hann væri í lagi og gæti spilað. hjalti@frettabladid.is Fer Sinisa Valdimar frá Grindavík? Einn allra besti leikmaður Grindavíkurliðsins undanfarin ár, Sinisa Valdimar Kekic, gæti verið á förum frá félaginu. Hann lenti upp á kant við Sigurð Jónsson, þjálfara liðsins, og íhugar nú hvar framtíð hans liggur. HORFÐI Á ÚR STÚKUNNI Sinisa Kekic mátti gera sér það að góðu að fylgjast með leik Vík- ings og Grindavíkur úr stúkunni. Hann gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. FRÉTTBLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.