Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 4
4 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR Þú kaupir eitt glas af Vega Champignon og færð eitt glas af Vega Slimaide í kaupauka. Champignon +FOS og Spirulina inniheldur mikið af æskilegum vítamínum og næringarefnum, léttir undir með hreinsunar- ferli líkamans, hefur jákvæð áhrif á þarmaflóruna og dregur úr líkamslykt. Slimade Formula með krómi og HCA - góð hjálp í aðhaldinu. Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupsstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 3 20 29 05 /2 00 6 SLIMAIDE OG DETOX TVENNUTILBOÐ SVEITARSTJÓRNARMÁL Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, verðandi borgar- stjóri í Reykjavík, er enn formað- ur stjórnar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Nýr formaður verður kjörinn á landsþingi Sambandsins sem haldið verð- ur í lok sept- ember. Vil- hjálmur tók við formennsku í sambandinu eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002. Í stjórn sambandsins sitja ellefu kjörnir fulltrúar og jafn- margir varamenn. Frá stofnun sambandsins hafa allir formenn þess komið úr Reykjavík utan Sigurgeirs Sigurðssonar sem var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. - hs Samband íslenskra sveitarfélaga: Vilhjálmur mun sitja til hausts VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON LYFJAVERÐ Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að umræður meðal hags- munaaðila öryrkja og eldri borgara um slíkt innkaupasam- band hafi staðið yfir í nokkra mánuði en beðið hafi verið eftir áliti heilbrigðis- ráðuneytisins á hugmyndinni. Nýlega kom úrskurður ráðu- neytisins um að það gerði ekki athugasemdir við þessa hugmynd. Fram kom að ráðuneytið teldi að slíkt innkaupasamband myndi ekki stangast á við ákvæði lyfja- laga eða laga um heilbrigðisþjón- ustu enda byggi það í grunninn á samkomulagi tiltekins hóps við til- tekinn eða tiltekna lyfsöluleyfis- hafa. „Innkaupasamband felst í því að öryrkjar og eldri borgarar, sem eru í flestum tilfellum lyfja- notendur til lengri tíma, komi sér saman og knýi á um lægra lyfja- verð í krafti fjöldans. Það er ekki um það að ræða að opna apótek eða sjá um hrein og klár innkaup, held- ur nýta kerfið eins og það er hér í dag,“ segir Sveinn. Hann áréttar jafnframt að um frjálsa aðild yrði að ræða og því ætti þetta ekki að koma til kasta Persónuverndar á þeim grundvelli að slíkt innkaupa- samband gæti misnotað upplýs- ingar um lyfjanotkun aðila. Á íslenskum lyfjamarkaði eru tveir aðilar ráðandi í smásölu, Lyf og heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar. Sveinn segir að hugs- anlegt sé að leitað yrði út fyrir landsteinana ef þessir aðilar verði ekki tilbúnir að veita innkaupa- sambandinu afslátt af lyfjum. „Einn möguleikinn er að við snúum okkur til söluaðila í Danmörku eða á Englandi til dæmis. Hér er mark- aður með nokkur þúsund kaupend- um og möguleiki að opna verslun með viðskipti tryggð við þennan hóp sem tilheyrir þessu innkaupa- sambandi.“ Að sögn Sveins verður núna farið að skoða möguleika á að koma þessu innkaupasambandi á fót þar sem úrskurður heilbrigðis- ráðuneytisins hefur borist. sdg@frettabladid.is Lækkun lyfjaverðs í krafti fjöldans Uppi eru áform um að stofna innkaupasamband eldri borgara og öryrkja um lyfjakaup vegna hás lyfjaverðs og aukinnar kostnaðarhlutdeildar sjúkra og fatlaðra. Heilbrigðisráðuneytið gerir ekki athugasemdir við hugmyndina. SVEINN MAGNÚSSON NOREGUR Hugsanlegt er að breskur fjárfestir kaupi Orkla Medier, norska fjölmiðlafyrirtækið sem Dagsbrún hefur verið orðuð við. Nokkur félög hafa gert tilboð í fyrirtækið; Dagbladet og A-pressen í Noregi, Dagsbrún, Mecom og fjárfestingarsjóðirnir Apax Partn- ers og Providence Equity Partners. Á vefútgáfu Dagbladet kemur fram að eigandinn, Jens P. Heyer- dahl, hafi áhuga á að tryggja norskt eignarhald þannig að stofnað verði nýtt félag í helmingseigu Orkla og Dagbladet. Einnig komi til greina að fá þriðja fjárfestinn, A-pressen, inn en til þess þarf lagabreytingu í Noregi. Þykir því líklegast að breska fjölmiðlafyrirtækið Mecom hreppi hnossið. - ghs Orkla Medier í Noregi: Eignarhaldið haldist norskt LANDBÚNAÐARSTOFNUN Nú hefur í fyrsta sinn greinst flensa í einu sýni úr fugladriti sem tekið var úr rauðhöfðaönd hér á landi. Um er að ræða flensuafbrigði, en hvorki stofnana H5 né H7, sem eru skað- legir mönnum. „Það liggur fyrir að þessi flensa er ein þeirra tegunda sem menn hafa engar áhyggjur af,“ segir Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir. „Þetta er nokkuð svipað því sem við fundum í Hús- dýragarðinum á sínum tíma. Það er ekki alveg búið að greina niður hvaða tegund þetta er og verður kannski ekki gert úr því að fyrir liggur að þetta eru ekki þessir hættulegu stofnar.“ Halldór segir menn reikna með því að við sýna- tökur sem þessar geti fundist fuglaflensugerðir af skaðlausum toga. Lítið sem ekkert hafi þó verið um þær hér og sömu sögu sé að segja um Bretland. Nokkurt hlé verði nú á sýnatökunum hér, en haldið verði áfram síðar á árinu. Segja megi að um vöktun sé að ræða sem sé framkvæmd eftir ríkjandi áhættumati. „Við teljum hættu á fuglaflensu hér nú verulega minni en áður en eigum von á því að þetta geti komið upp aftur næsta vor,“ bætir yfirdýralæknir við. „Þetta fer allt eftir þróun mála í Evrópu.“ - jss Fyrsta sýnið úr fuglum eða fugladriti sem greinist jákvætt: Rauðhöfðaönd með flensu STOKKENDUR Fuglaflensa fannst í saursýni úr rauðhöfðaönd. Ekki reyndist um H5 eða H7 að ræða, heldur hættulaust afbrigði. VIÐSKIPTI Kauphöll Íslands kynnir eftir lokun markaða í dag þau fimmtán félög sem mynda Úrvalsvísitöluna á seinni hluta ársins. Kögun er horfin úr vísi- tölunni eftir að Dagsbrún tók félagið yfir. Enn fremur bendir margt til þess að Flaga Group missi sæti sitt. Greiningardeildir bankanna eru allar sammála um að Avion Group taki annað lausa sætið en eru ósammála um hvaða félag hreppi það fimmtánda. KB banki spáir því að Atlantic Petroleum taki það en Lands- bankinn og Glitnir reikna með HB Granda. - eþa Ný samsetning Úrvalsvísitölu: Ósammála um síðasta félagið RÚSSLAND, AP Samkvæmt óháðri skoðanakönnun vilja 59 prósent Rússa að stjórnarskrá landsins verði breytt til að leyfa Vladimír Pútín að sitja áfram á valdastóli þriðja kjörtímabilið í röð. Talið er að kjósendur vilji halda sem lengst í Pútín vegna skorts á öðrum fram- bjóðendum með viðlíka kjörhylli. Samkvæmt núgildandi lögum þarf Pútín að draga sig í hlé í næstu kosningum, sem verða árið 2008, en mætti þó bjóða sig aftur fram í kosningunum þar á eftir. - kóþ Skoðanakönnun í Rússlandi: Rússar vilja Pútín áfram VLADIMÍR PÚTÍN Rússlandsforseti nýtur greinilega mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÁN Uppboði lögreglu á Hofsósi var frestað vegna þess að bíræf- inn þjófur hafði í skjóli nætur stolið vél úr báti sem átti að bjóða upp. Sá taldi sig samkvæmt heim- ildum blaðamanns eiga tilkall til vélarinnar og sótti því það sem honum bar. Málið er í rannsókn og vill lög- regla ekkert gefa upp um kæru eða nokkuð annað að svo stöddu. - sgj Dularfullt mál á Hofsósi: Vél úr báti hvarf um nótt Stúlka fundin Stúlka, sem ekkert hafði spurst til síðan á sunnudag, fannst í gær í heimahúsi í Kópavogi. LÖGREGLUFRÉTT ELDRI KONA FÆR SÉR LYF Lyfjanotkun hefur aukist undanfarin ár á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 8.6.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 73,21 73,55 Sterlingspund 135,29 135,95 Evra 93,35 93,87 Dönsk króna 12,514 12,588 Norsk króna 11,916 11,986 Sænsk króna 10,131 10,191 Japanskt jen 0,6423 0,6461 SDR 108,54 109,18 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 129,1178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.