Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 66
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR50 ��� KAUPHLAUPS TILBOÐ gallabuxum 8.-11. júní afsláttur af SIGURVEGARI KVÖLDSINS Francisco Costa, aðalhönnuður Calvins Klein, vann til verðlauna sem besti fatahönnuður ársins en dömulína hans fyrir Calvin Klein hefur vakið mikla athygli. Hér er hann með leik- konunni Scarlett Johansson sem klæðist kjól úr safni hans. BURÐARSTEINN TÍSKUNNAR Fyrirsæturnar Gemma Ward og Erin Wasson voru sætar að vanda. Samband Bandarískra fatahönn- uða (CDFA) hélt verðlaunahátíð sína á dögunum. Hátíðin hefur verið kölluð óskarshátíð tísku- heimsins og láta fremstu hönnuðir sig sjaldan vanta á þennan atburð. Til dæmis eru veitt verðlaun fyrir bestu herra- og dömuhönnunina og bestu fylgihlutahönnunina. Stjörnurnar eru tíðir gestir á hátíð sem þessa og auðvitað skipt- ir það miklu máli að vera í nýjustu tísku. Aðalverðlaun hátíðarinnar unnu Francisco Costa, aðalhönn- uður Calvins Klein, sem besti kvenfatahönnuðurinn og herra- megin var það Thom Browne. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru Anna Wintour en kvikmyndin Djöfullinn er alltaf í Prada er sögð vera byggð á ævi hennar. Leikkon- an Lindsay Lohan lét einnig sjá sig en sögusagnir um fatafíkn hennar hafa verið háværar. TÍSKUDROTTNINGIN Í ROCHAS Ritstjóri tískuritsins Vogue, Anna Wintour, lætur sig sjaldan vanta á tískuviðburði sem þessa. Hér er hún ásamt Olivier Theyskens, sem valinn var besti alþjóðlegi fatahönnuðurinn. Uppskeruhátíð tískunnar TÍSKULJÓNIN Lazaro Hernandez og Jack McCollough, hönnuðir Proenza Schouler, voru tilnefndir sem kvenfatahönnuðir ársins. Hér eru þeir með leikkonunni og tískudrottningunni Chloe Sevigny og er hún í kjól frá þeim. VÍGALEGUR AÐ VENJU Karl Lagerfeld sést hér ásamt leikkonunni ungu Lindsay Lohan. Hún klæðist kjól úr hans hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Hraðskreiðasti bíll í heimi, sænski ofurbíllinn Koenigsegg CCX, er kominn til landsins. Þessi mikli sportbíll er skráður í heimsmeta- bók Guinness sem hraðskreiðasti verksmiðjuframleiddi bíllinn í heiminum í dag, enda nær hann hvorki meira né minna en 395 km hraða að hámarki. Bíllinn hefur 806 hestöfl og er 3,2 sekúndur í hundraðið. Bíllinn kom hingað með flugi og er á leiðinni á stórsýninguna Bílar og sport sem verður haldin í Laugardalshöll um helgina. Fyrst verður þó farið með hann út á land í auglýsingamyndatöku. Eintakið sem er komið til lands- ins var sýnt um helgina í Bretlandi þar sem Koenigsegg sló annað met. Þar náði bíllinn hraðasta hring sem nokkru sinni hefur náðst á prófunarbraut Top Gear- sjónvarpsþáttarins. Hönnuður og eigandi Koenigs- egg-verksmiðjanna, Christian von Koenigsegg, er einnig væntanleg- ur til landins í fylgd konu sinnar Halldóru, sem er íslensk. „Það var draumur hans að smíða þessa bíla; að smíða hraðskreiðasta og mest sexí sportbíl sem hefur verið gerð- ur og ég held að honum hafi tekist það,“ segir Njáll Gunnlaugsson, ritstjóri tímaritsins Bílar og sport. Eftir sýninguna verður bíllinn fluttur til nýs eiganda síns sem mun keyra hann í Le Mans-kapp- akstrinum í Frakklandi. - fb Sá hraðskreiðasti í heimi SÁ HRAÐSKREIÐASTI Koenigsegg CCX er hraðskreiðasti verksmiðjuframleiddi bíllinn í heiminum. Eins og glöggir lesendur Frétta- blaðsins hafa tekið eftir eru engl- arnir tveir, Pú og Pa, horfnir af síðum blaðsins. Aðdáendur þeirra geta þó huggað sig við að þeir félagar eru komnir á netið og geta áhugasamir nálgast nýjar sögur á slóðinni www.puandpa.com. Að sögn höfundarins og teiknarans, Sigurðar Arnar Brynjólfssonar, er ætlunin að bæta við öðrum teiknimyndaseríum síðar meir en allur texti er á ensku enda til- gangurinn að kynna þær fyrir erlendum aðilum. Pú og Pa á netinu ENGLARNIR TVEIR Slógu í gegn á síðum Fréttablaðsins og hafa eignast sína eigin heimasíðu. Lárus & Lárus Er þetta ekki betra Lalli? Nei, betra, ég var að segja þaðJú, það var eins gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.