Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 69
Innritun í Menntaskólann í Reykjavík stendur yfir til 12. júní. Nemendur sækja raf- rænt um skólavist. Á heimasíðu skólans, www.mr.is, má finna frekari upplýsingar um nám og starf í skólan- um. Nemendur velja um tvær meginnáms- brautir með fjöl- breyttum kjörsviðum: Málabraut 2 nýmáladeildir 2 fornmáladeildir Náttúrufræðibraut 2 eðlisfræðideildir 2 náttúrufræðideildir Reynslan sýnir að nám í Menntaskólanum í Reykjavík er traustur grunnur fyrir nám á háskólastigi. í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra verður sunnudaginn 11. júní kl. 14-17. Þar kynna kennarar og nemendur skólann. Allir eru hjartanlega velkomnir. Rektor Opið hús Menntaskólinn í Reykjavík, Lækjargötu 7, 101 Reykjavík Angelina Jolie og Brad Pitt komu fram opinberlega á miðvikudag, í fyrsta skipti eftir fæðingu frum- burðarins, og lýstu því yfir að gift- ing væri ekki í myndinni í nánustu framtíð. „Það liggur ekki í loftinu. Við einbeitum okkur að krökkun- um, og erum augljóslega bundin krökkunum og hvort öðru sem for- eldrar,“ sagði Jolie á blaðamanna- fundinum, sem haldinn var á hót- eli í sjávarbænum Swakopmund. „Það er mikilverðast fyrir okkur, og að halda einhverja athöfn ofan á það skiptir engu.“ Hjónakornin þökkuðu góðar viðtökur í Namibíu og báru lof á landið. „Landið ykkar er svo fjölbreytt og sérstakt. Namibía er besta leyndarmál Afríku - það er að segja þangað til við komum hingað,“ sagði Pitt. „Fólk var hneykslað að við skyld- um ákveða að koma hingað, og hélt að við værum að setja líf dóttur okkar í hættu. En við lásum okkur til um Namibíu,“ sagði Jolie, og Pitt bætti við að þau hefðu fengið fyrsta flokks læknisþjónustu. „Við hefðum ekki getað fengið betri þjónustu, jafnvel á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.“ Fjölskyldan hyggst fara frá Namibíu innan nokkurra daga svo Pitt geti hafið tökur á Ocean‘s Thirteen. ■ Engin gifting í vændum BRANGELINA Angelina Jolie og Brad Pitt héldu blaðamannafund á miðvikudag ásamt forsetafrú Namibíu, Penexupifo Pohamba. Madonna hefur nú samþykkt að verða hið nýja andlit verslunar- keðjunar Hennes og Mauritz. Hún mun hafa skrifað undir samning þess efnis að hún noti föt frá H&M á hljómleikaferð sinni um heiminn þegar hún er ekki á sviðinu en þar notast hún við fatnað frá Jean Paul Gaultier. Einnig hefur hún hannað íþróttagalla sem mun verða til sölu í búðunum í haust. Hún mun koma fram í auglýsingum fyrir fyrir- tækið ásamt dönsurum sínum og fer sú herferð af stað síðar á þessu ári. H&M er í mikilli sókn þessa dagana en nýverið kom fram að hönnunartvíeykið Victor og Rolf mun ljá því krafta sína í haust. Madonna er nýtt andlit H&M MADONNA ÁSAMT STELLU MCCARTNEY Nú hefur Madonna fylgt vinkonu sinni eftir og mun koma fram fyrir sænsku verslunar- keðjuna H&M. McCartney hannaði föt fyrir fyrirtækið á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Tónleikarnir Zappa Plays Zappa verða haldnir í Hafnarhúsinu í kvöld. Dweezil Zappa mun heiðra föður sinn ásamt fríðu föruneyti. Þar verða fremstir í flokki gítar- leikarinn snjalli Steve Vai sem áður var í Whitesnake, trommar- inn Terry Bozzio og saxófónleikar- inn Napoleon Murphy Brock. Með þeim á sviðinu verða sjö aðrir tón- listarmenn. Miðasala á tónleikana fer fram í Máli og menningu Laugavegi, Pennanum á Akureyri, Hljóðhúsinu á Selfossi, Hljómvali í Keflavík, Tónspili í Neskaupstað og á citycentre.is. Húsið verður opnað kl. 20.00 í kvöld og tónleikarnir hefjast 20.30. Erfingi Zappa spilar í kvöld ZAPPA PLAYS ZAPPA Tónleikarnir verða í Hafnarhúsinu í kvöld og hefjast klukkan 20:30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.