Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 69

Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 69
Innritun í Menntaskólann í Reykjavík stendur yfir til 12. júní. Nemendur sækja raf- rænt um skólavist. Á heimasíðu skólans, www.mr.is, má finna frekari upplýsingar um nám og starf í skólan- um. Nemendur velja um tvær meginnáms- brautir með fjöl- breyttum kjörsviðum: Málabraut 2 nýmáladeildir 2 fornmáladeildir Náttúrufræðibraut 2 eðlisfræðideildir 2 náttúrufræðideildir Reynslan sýnir að nám í Menntaskólanum í Reykjavík er traustur grunnur fyrir nám á háskólastigi. í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra verður sunnudaginn 11. júní kl. 14-17. Þar kynna kennarar og nemendur skólann. Allir eru hjartanlega velkomnir. Rektor Opið hús Menntaskólinn í Reykjavík, Lækjargötu 7, 101 Reykjavík Angelina Jolie og Brad Pitt komu fram opinberlega á miðvikudag, í fyrsta skipti eftir fæðingu frum- burðarins, og lýstu því yfir að gift- ing væri ekki í myndinni í nánustu framtíð. „Það liggur ekki í loftinu. Við einbeitum okkur að krökkun- um, og erum augljóslega bundin krökkunum og hvort öðru sem for- eldrar,“ sagði Jolie á blaðamanna- fundinum, sem haldinn var á hót- eli í sjávarbænum Swakopmund. „Það er mikilverðast fyrir okkur, og að halda einhverja athöfn ofan á það skiptir engu.“ Hjónakornin þökkuðu góðar viðtökur í Namibíu og báru lof á landið. „Landið ykkar er svo fjölbreytt og sérstakt. Namibía er besta leyndarmál Afríku - það er að segja þangað til við komum hingað,“ sagði Pitt. „Fólk var hneykslað að við skyld- um ákveða að koma hingað, og hélt að við værum að setja líf dóttur okkar í hættu. En við lásum okkur til um Namibíu,“ sagði Jolie, og Pitt bætti við að þau hefðu fengið fyrsta flokks læknisþjónustu. „Við hefðum ekki getað fengið betri þjónustu, jafnvel á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.“ Fjölskyldan hyggst fara frá Namibíu innan nokkurra daga svo Pitt geti hafið tökur á Ocean‘s Thirteen. ■ Engin gifting í vændum BRANGELINA Angelina Jolie og Brad Pitt héldu blaðamannafund á miðvikudag ásamt forsetafrú Namibíu, Penexupifo Pohamba. Madonna hefur nú samþykkt að verða hið nýja andlit verslunar- keðjunar Hennes og Mauritz. Hún mun hafa skrifað undir samning þess efnis að hún noti föt frá H&M á hljómleikaferð sinni um heiminn þegar hún er ekki á sviðinu en þar notast hún við fatnað frá Jean Paul Gaultier. Einnig hefur hún hannað íþróttagalla sem mun verða til sölu í búðunum í haust. Hún mun koma fram í auglýsingum fyrir fyrir- tækið ásamt dönsurum sínum og fer sú herferð af stað síðar á þessu ári. H&M er í mikilli sókn þessa dagana en nýverið kom fram að hönnunartvíeykið Victor og Rolf mun ljá því krafta sína í haust. Madonna er nýtt andlit H&M MADONNA ÁSAMT STELLU MCCARTNEY Nú hefur Madonna fylgt vinkonu sinni eftir og mun koma fram fyrir sænsku verslunar- keðjuna H&M. McCartney hannaði föt fyrir fyrirtækið á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Tónleikarnir Zappa Plays Zappa verða haldnir í Hafnarhúsinu í kvöld. Dweezil Zappa mun heiðra föður sinn ásamt fríðu föruneyti. Þar verða fremstir í flokki gítar- leikarinn snjalli Steve Vai sem áður var í Whitesnake, trommar- inn Terry Bozzio og saxófónleikar- inn Napoleon Murphy Brock. Með þeim á sviðinu verða sjö aðrir tón- listarmenn. Miðasala á tónleikana fer fram í Máli og menningu Laugavegi, Pennanum á Akureyri, Hljóðhúsinu á Selfossi, Hljómvali í Keflavík, Tónspili í Neskaupstað og á citycentre.is. Húsið verður opnað kl. 20.00 í kvöld og tónleikarnir hefjast 20.30. Erfingi Zappa spilar í kvöld ZAPPA PLAYS ZAPPA Tónleikarnir verða í Hafnarhúsinu í kvöld og hefjast klukkan 20:30.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.