Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 8
8 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR �������� ���������������������������������� ���� ���� � ������������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������������������ ����������������������������������������������������������������� VEISTU SVARIÐ 1 Hvaða Íslendingur er markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinn- ar í knattspyrnu? 2 Hvaða frægi píanóleikari lést í vikunni? 3 Hvaða ráð heldur leiðtogafund á Íslandi í þessari viku? SVÖR Á BLS. 62 UTANRÍKISMÁL Aðildarríki Eystra- saltsráðsins mynda efnahagslega framsæknasta svæði Evrópu og ættu að setja sér það markmið að verða framsæknasta samstarfs- svæði heims. Þetta sagði Göran Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, á blaðamannafundi við lok leiðtogafundar Eystrasaltsráðsins á Hótel Nordica í gær. Hann talaði þar sem fulltrúi næsta for- mennskuríkis, sem tekur við því hlutverki af Íslandi um næstu mánaðamót. Fundurinn, sem forsætisráð- herrar níu ríkja og utanríkisráð- herrar tveggja sátu, markar lokin á formennskuári Íslands í ráðinu. Eystrasaltsráðið var stofnað árið 1992, í kjölfar hruns komm- únismans í Austur-Evrópu, sem samstarfsvettvangur ríkjanna beggja vegna Eystrasaltsins, sem á dögum kalda stríðsins voru sín hvoru megin járntjaldsins. Stofn- ríkin voru tíu: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lett- land, Litháen, Rússland, Pólland og Þýskaland. Ísland bættist í hóp- inn árið 1995, þá með þeim rökum að ráðið væri samstarfsvettvang- ur sem varðaði hagsmuni Íslands sem Norður-Evrópuríkis. Meginhlutverk ráðsins er að stuðla að pólitískum og efnahags- legum stöðugleika í norðaustur- hluta Evrópu, meðal annars með aðstoð við þróun og uppbyggingu lýðræðis, verndun mannréttinda og bættu viðskiptaumhverfi til eflingar frjálsum viðskiptum. Leiðtogafundir ráðsins eru haldn- ir á tveggja ára fresti og fer sá næsti fram í Lettlandi árið 2008. Í formennskutíð Íslands hefur áhersla verið lögð á samvinnu á sviði orku- og umhverfismála, sem og nánari samvinnu við önnur svæðisbundin samtök. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu við lok fundar- ins í gær að leiðtogarnir hefðu verið sammála um að samstarf af því tagi sem fram færi innan ráðs- ins væri gagnlegt og full ástæða væri til að halda því áfram. Í ljósi þess að aðildarríkin starfa einnig saman innan ýmissa annarra stofnana - átta af ellefu aðildar- ríkjum eru í Evrópusambandinu - hafa komið upp raddir sem halda því fram að Eystrasaltsráðið hafi þjónað sínu hlutverki. Aðrir segja að stofnun sem þessi, sem samein- ar öll Norðurlönd, Eystrasalts- löndin, Rússland, Pólland og Þýskaland undir einum hatti á jafnræðisgrundvelli um sameigin- leg stefnumið, sé mikilvægur liður í því kerfi samráðs og stöðugleika sem byggt hefur verið upp í Evr- ópu eftir fall járntjaldsins og eng- inn skortur sé á verðugum verk- efnum. Af lokaályktun fundarins að dæma - hún er í 26 liðum og nær yfir mjög vítt málefnasvið - virðast verkefnin ærin. audunn@frettabladid.is Framsæknasta sam- starfssvæði Evrópu Leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins lauk í Reykjavík í gær en hann markaði hápunkt formennskuárs Íslands í ráðinu. Leiðtogarnir voru sammála um að aðildarríkin ellefu væru eitt framsæknasta samstarfs- og efnahagssvæði heims. HALLDÓR Í FORMANNSSTÓL Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar (annar f.v.), ávarpar fjölmiðla við lok leiðtogafundarins á Hótel Nordica í gær. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra situr í formannsstól, en Svíar taka nú við formennskunni í Eystrasaltsráðinu af Íslendingum. Forsætisráðherra Póllands situr Persson á hægri hönd. Einnig sjást ráðherrar Rússlands, Danmerkur, Finnlands og Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVISS, AP Svissneska leyniþjónust- an hefur komið upp um áætlun hryðjuverkamanna um að sprengja El Al-flugvél frá Ísrael í loft upp í Sviss, að sögn talsmanns ríkissaksóknara Sviss í gær. Sjö menn af nolrður-afrískum uppruna hafa verið handteknir í tengslum við málið, en yfirvöld vörðust frekari frétta af málinu. Að sögn talsmanns ríkissak- sóknara aðstoðuðu lögregla og yfirvöld í öðrum evrópskum lönd- um við rannsóknina. Fjölmiðlar í Ísrael sögðu nýver- ið frá hópi hryðjuverkamanna sem ætlaði að sprengja El Al-flug- vél í Sviss í desember síðastliðn- um. - smk Svissneska leyniþjónustan: Hryðjuverkum afstýrt í Sviss EL AL FLUGVÉL Sjö menn, sem sagðir eru hafa ætlað að sprengja ísraelska flugvél, hafa verið handteknir. NORDICPHOTOS/AFP FINNLAND Finnar ætla að halda skrá yfir erlenda starfsmenn sem koma frá öðrum löndum Evrópu- sambandsins þannig að verkalýðs- hreyfingin geti fylgst með því hversu margir erlendir starfs- menn vinna í landinu og á hvaða kjörum. Þetta kemur fram á vef- útgáfu Helsingin Sanomat. Finnskir vinnuveitendur verða að skrá ráðningu starfsmanna frá öðrum löndum ESB frá og með þessari viku. Þetta gildir einnig um þá sem ráðnir eru á vegum starfsmannaleiga eða starfa sem undirverktakar. Eina skilyrðið er að þeir vinni lengur en í tvær vikur í landinu. - ghs Vinnumarkaður í Finnlandi: Skrá yfir starfs- menn frá ESB INDÓNESÍA, AP Suharto, fyrrverandi forseti Indónesíu, minntist 85 ára afmælis síns í gær en hann bar við hrumleika og bágu heilsufari í síð- asta mánuði þegar til stóð að ákæra hann fyrir spillingu og fjár- drátt í embætti. Fallið var frá ákærunni og vakti það mikla óánægju víðsvegar um landið. Afmælisveislan var haldin fyrir 400 gesti á glæsilegu heimili Suhartos og nýtti hann tækifærið til að gefa fórnarlömbum jarð- skjálftans á Jövu og fátæku fólki í Djakarta um 85.000 litla pakka í afmælisgjöf. Gjafirnar voru metn- ar á 543.000 bandaríska dollara, eða rúmar fjörutíu milljónir króna, en afmælisbarnið er grun- að um að hafa komið undan allt að 44,5 milljörðum króna í 32 ára stjórnartíð sinni. - kóþ Suharto í fullu fjöri: Hélt upp á afmælið sitt SUHARTO Hélt veglega veislu í tilefni af 85 ára afmæli sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest nálgunarbann Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanni sem felur í sér að hann má ekki koma í námunda við heimili manns sem hann hefur ofsótt, elta hann né hringja í hann. Atburðarásin hófst á því að ofbeldismaðurinn ók bifreið sinni á bjarg með þeim afleiðingum að tvær kyrrstæðar bifreiðar skemmdust mikið. Ofbeldismað- urinn hljópst á brott en hringdi síðan í mann og hafði í hótunum við hann tæki hann ekki á sig sök- ina af ákeyrslunni, sem hinn síðar- nefndi gerði. Við skýrslutöku kom þó hið rétta í ljós. Eftir þetta hóf ofbeldisamaður- inn ítrekaða leit að fórnarlambinu með hótunum símleiðis um lík- amsmeiðingar. Hann tók meðal annars, ásamt tveimur öðrum, hús á vini mannsins, þar sem fórn- arlambið leyndist. Mennirnir tóku vininn, þar sem hann vildi ekki veita þeim neinar upplýsingar, settu hann í farangursgeymslu bifreiðar sem þeir voru á, og gengu síðan í skrokk á honum þannig að hann hlaut lífshættu- lega áverka. Að því búnu skildu þeir hann eftir við Guðmundar- lund í Kópavogi. Úrskurðað nálgunarbann á ofbeldismanninn gildir í þrjá mán- uði. - jss Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness: Dæmdur í nálgunar- bann í þrjá mánuði HÆSTIRÉTTUR Úrskurður hans um nálgun- arbannið var staðfest í Hæstarétti. ÁLYKTUN Undirbúningsfundur um stofnun nýs félags, 2 foreldrar, hefur sent frá sér ályktun um nýja auglýsingaherferð Tryggingamið- stöðvarinnar. Í ályktuninni kemur fram að undirbúningsnefndin harmi herferðina en í henni lýsa konur slæmu sambandi sínu við fyrrverandi maka. Ályktunin segir þetta bera vitni um karlfjandsamleg viðhorf og hvetur karlmenn til þess að taka viðskipti sín við Tryggingamið- stöðina til endurskoðunar. - gþg Ályktun undirbúningsnefndar: Harma auglýs- ingaherferð Sendiráð rýmt vegna pakka Bandaríska sendiráðið í Ósló var rýmt í gærmorgun eftir að grunsamlegur pakki barst í sendiráðið. Um 100 manns voru í sendiráðinu og voru allir fluttir burt meðan pakkinn var rannsakaður. Þetta er í samræmi við öryggisreglur sendi- ráðsins. Pakkinn reyndist meinlaus. NOREGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.