Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 9. júní 2006 33 AF NETINU Úrslit bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri voru sannarlega ánægju- leg. Vinstriflokkarnir eru sigur- vegarar kosninganna og „öruggur“ meirihluti Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks var felldur. Í fyrsta sinn í sögunni er grundvöllur fyrir því að mynda meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar án þessara flokka. Það kom því mörgum á óvart að fyrsti kostur Samfylkingarinnar skyldi vera að tala við Sjálfstæðis- flokkinn sem tapaði um 5% atkvæða í kosningunum. Þegar Kristján Þór Júlíusson tók hins vegar ekki í mál að láta bæjar- stjórastólinn af hendi sneri Her- mann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sér að vinstri grænum og Lista fólksins. Á fundi var undirritað samkomulag um að fulltrúar flokkanna myndu hefja viðræður um myndun meirihluta og ekki tala við aðra flokka á meðan. Á fundi strax daginn eftir kosningar voru málefnin rædd og samkomulag um að gera drög að málefnasamningi flokkanna og Hermann Jón hafði áhuga á því að verða bæjarstjóri þó að fulltrúar vinstri grænna og Lista fólksins litist betur á að ráða faglegan bæj- arstjóra næstu fjögur árin. Ekki var ágreiningur um þetta og ekki heldur þau málefni sem ráðast átti í og boðað var til annars fundar á mánudegi. Það undarlega gerist svo þegar fulltrúar Lista fólksins og vinstri grænna mæta á þann fund að þá lýsir Hermann Jón því yfir að hann treysti sér ekki í frekari viðræður um myndun meirihluta því sá meirihluti yrði ekki nægilega „traustur“. Þessi einhliða ákvörð- un kom öðrum fullkomlega í opna skjöldu. Einnig það að Samfylking- in hafði þá þegar haft samband við Sjálfstæðisflokkinn um meirihluta- viðræður. Þetta var brot á fyrra samkomulagi og svik við kjósend- ur Samfylkingarinnar sem trúðu því að markmiðið væri að fella gamla meirihlutann en ekki að Samfylkingin kæmi inn sem hækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stað Framsóknar. Margir félagar í Sam- fylkingunni höfðu samband við mig og lýstu yfir vonbrigðum með þessa ákvörðun Hermanns Jóns. Þegar þetta er skrifað hefur Samfylking og Sjálfstæðisflokkur þegar samið um skiptingu emb- ætta sem virðist vera mikilvæg- asta mál beggja flokka. Það hljóð- ar upp á fyrstu þrjú árin til D-lista og svo fær Hermann Jón að vera bæjarstjóri síðasta árið. Útlit er fyrir að Akureyringar fái þannig þrjá bæjarstjóra á fjórum árum því allir vita að hugur Kristjáns Þórs stefnir á þing að ári. Skila- boðin sem kjósendur fá eru svo þau að Samfylkingin er tilbúin að hoppa upp í hjá Sjálfstæðisflokki hvenær sem er og leysa Framsókn af hólmi fyrir hálft orð. Félagar í Samfylkingunni geta mótmælt þessum vinnubrögðum forystunnar á almennum félags- fundi sem ekki hefur verið boðað- ur þegar þetta er skrifað og ef það dugar ekki þá er hægt að ganga til liðs við raunverulegan vinstri- flokk sem selur ekki hugsjónir sínar um leið og kosningar eru afstaðnar. Veriði velkomin í Vinstri hreyf- inguna - grænt framboð sem ætlar að fella ríkisstjórnina í kosningun- um eftir tæpt ár og þá meina ég alla ríkisstjórnina ekki bara litla hlutann. Vonbrigði Akureyringa UMRÆÐAN ÚRSLIT SVEITA- STJÓRNAKOSN- INGA HLYNUR HALLSSON VARAÞINGMAÐUR ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� allt í matinn á einum stað Akranes • Akureyri • Grindavík • Mjódd Reykjavík • Salahverfi Kópavogi gerðu betri kaup Mozart dagar ���������������������������������� ������������������������������ ������� ����� � ���������� ������� ����� �� �� � / SÍ A / 6 9 9 1 Afríka sekkur dýpra Í stað þess að vera mjög útbreitt vandamál hefur örbirgð því orðið að staðbundnu vandamáli á síðustu þrjá- tíu árum þar sem ríki eins og Indland, Kína, Indónesía og Suður-Kórea hafa lyft hundruðum milljóna þegna sinna úr örbirgð á meðan ríki Afríku sunnan Sahara hafa sokkið dýpra í fátæktar- fenið. Árið 1970 bjuggu aðeins 13,4 prósent af öllum þeim sem bjuggu við örbirgð í Afríku. Árið 2000 var þetta sama hlutfall komið í 74,5 prósent. Jón Steinsson á deiglan.com Skilgreiningarvandi Í gær kom út skýrsla Evrópuráðsins um bandarískt fangaflug. Samkvæmt skýrslunni voru fjórtán lönd með einum eða öðrum hætti Bandaríkja- mönnum innan handar í því markmiði þeirra að flýja eigin landslög um bann við pyntingum. Bandaríkjamenn neita því að vísu sjálfir að um pyntingar sé að ræða. Þeir hafa hannað eigin skil- greiningar eftir aðstæðum hverju sinni. [...] Skilgreiningarvandi bandarísku alríkisþjónustunnar felst í því að eng- inn löggjafi virðist sættast á að aðferðir þeirra sé hægt að skilgreina öðruvísi en sem pyntingar. Finnur Dellsén á murinn.is Áskorun Nú keppast fjölmiðlar við að kjafta af stað blóðug átök innan flokksins og hafa ýmsir flokksmenn að undanförnu lagt þeim lið við það. Því miður. Hinn almenni Framsóknarmaður stendur á hliðarlínunni og bíður þess að sátt náist og að öldurnar lægi [...] Þetta fólk á betra skilið en að Framsóknar- flokkurinn verði öðrum flokkum bráð í harðri baráttu um völd og vegna inn- byrðis átaka. Ég skora á þá, sem með völdin fara, að leggja strax niður vopn, hætta opinberum átökum í fjölmiðlum og vinna sitt fylgi inn á við, með fólk- inu okkar, sem bíður eftir því að geta aðstoðað við uppbyggingu fyrir kom- andi kosningavetur. Helga Sigrún Harðardóttir á timinn. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.