Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 62
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR46 tonlist@frettabladid.is Vi nn in g a r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Aðalvinningur er PS2 tölva + Hitman Blood Money Aukavinningar eru: • Hitman Blood Money • Pepsi kippur • DVD myndir • PS2 Stýripinnar • Fullt af öðrum tölvuleikjum og margt fleira 10. HVE R VIN NUR ! Þú sendir SMS skeytið BTC HBF á númerið 1900. Þú gætir unnið! Tónleikar Roger Waters, fyrrverandi forsprakka hljómsveitarinnar Pink Floyd, verða haldnir næstkomandi miðvikudag í Egilshöll. Freyr Bjarnason ræddi við son hans, Harry, sem mun spila með föður sínum á tónleikunum. Margir tónlistarunnendur bíða spenntir eftir tónleikunum enda hefur Pink Floyd aldrei spilað hér á landi. Sveitin kom óvænt saman aftur á Live 8 á síðasta ári en engar fregnir hafa borist af frekara sam- starfi. Fyrrverandi trommuleikari Pink Floyd, Nick Mason, mun samt sem áður spila í Egilshöll með Waters og er það að sjálfsögðu mikill fengur fyrir hina fjölmörgu aðdáendur þessarar merku sveit- ar hér á landi. Með Marianne Faithfull á Íslandi „Ég hlakka mjög mikið til að koma til Íslands. Ég fór þangað fyrir nokkrum árum með Marianne Faithfull og hafði mjög gaman af því,“ segir Harry, sem tók sér smá pásu frá hljómsveitaræfingum til að spjalla við blaðamann. Fyrstu tónleikarnir á tónleika- ferð Roger Waters og hljómsveit- ar hans voru haldnir í Lissabon í Portúgal hinn 1. júní. Eftir það koma tónleikar á Ítalíu, í Þýska- landi og Hollandi áður en ferðinni er heitið til Íslands. Að loknum tónleikunum í Egilshöllinni spila þeir síðan á Norwegian Wood- hátíðinni í Noregi. Í byrjun júlí verður sveitin síðan á Hróars- kelduhátíðinni í Danmörku. Ellefu á sviðinu „Andrúmsloftið í hópnum er mjög gott. Þetta eru allt saman fínir náungar og gott að vinna með þeim,“ segir Harry en alls eru ell- efu manns á sviðinu á hverjum tónleikum. Hann viðurkennir að það sé gaman að spila með föður sínum, goðsögninni Roger Waters. „Það er alveg frábært og hefur gengið mjög vel. Ég fæ mikið út úr því að vinna með honum og hann er góður yfirmaður,“ segir hann. Harry vonast til að fara í Bláa lónið þegar hann kemur hingað til lands rétt eins og hann gerði fyrir tónleika sína með Marianne Faith- full. Lofar hann jafnframt miklu stuði og mikilli ljósadýrð á tón- leikunum í Egilshöll. The Dark Side í heild sinni Á fyrri hluta tónleikanna fá áheyr- endur að hlýða á nýlega samantekt Waters af ýmsum lögum frá ferl- inum. Þar á meðal eru vel þekkt lög frá fyrstu árum Pink Floyd, hluti af The Wall, auk laga af plöt- unum Animals, Wish You Were Here og The Final Cut. Á síðari hluta tónleikanna er svo röðin komin að flutningi á plötunni The Dark Side of the Moon frá upphafi til enda en þetta verk má með sanni kalla einn af hornsteinum rokktónlistarinnar. Stærsta hljóðkerfi sem hefur verið sett upp á Íslandi verður notað í Egilshöll á tónleikum Waters, þar á meðal fullkomið 360 gráðu víðómakerfi. Enn eftir miðar Miðasala á tónleika fer fram á midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og í BT á Akureyri og Selfossi. Miðaverð er 7.900 á svæði B, auk miðagjalds. Uppselt er á svæði A. ■ Pabbi er góður yfirmaður Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Fræ: Eyðileggðu þig smá, Ýmsir: Fjölskyldualbúm Tilraunaeld- hússins, Bubbi: Endurútgáfur, Changer: Breed the Lies, Keane: Under the Iron Sea og Hot Chip: The Warning. 1. THE ADVENTUREANGELS & AIRWAVES 2. WELCOME HOMECOHEED AND CAMBRIA 3. HIS LYRICS ARE DISASTROUSJAKOBÍNARÍNA 4. WOMANWOLFMOTHER 5. HATE MEBLUE OCTOBER 6. LOSING EVERY DAYDIKTA 7. SHINEBENNY CRESPOS GANG 8. MISS MURDERA.F.I. 9. THE ONLY DIFFERENCEPANIC AT THE DISCO 10. IS IT LOVE?DR. MISTER & MR. HANDSOME X-LISTINN TOPP TÍU LISTI X-INS 977 ANGELS & AIRWAVES Hljómsveitin Angels & Airwaves er á toppi X-listans með lagið The Adventure. Rokkhljómsveitin Slayer virðist hafa fullan hug á því að koma til Íslands síðar á árinu. Sveitin hefur tilkynnt að hún leggi upp í tónleikaferðalag í október og á ýmsum vefsíðum má lesa um að hún leiki í Laugardalshöll hinn 18. nóvember næstkomandi. Þetta fæst hvergi staðfest og þeir tónleikahaldar- ar sem Fréttablaðið ræddi við kannast ekki við að hafa bókað hljómsveitina. Einhverjir munu hafa sent fyrirspurnir á sveitina en það hafi ekki náð lengra en það. Slayer-menn virðast því afar áhugasamir um að koma hingað til lands til tónleikahalds, svo áhugasamir að þeir reyna að ýta tónleikunum í gegn með þessum hætti. Aðdáendur sveitar- innar hérlendis verða því að halda niðri í sér andanum enn um sinn. Slayer til Íslands? Hljómsveitin Fræ hefur vaktið talsverða athygli síðustu mánuði. Lög hennar, Freðinn fáviti og Dramatísk rómantík, hafa verið mikið spiluð í útvarpi og það er því gleðiefni að fyrsta plata sveit- arinnar er komin út. Platan heitir Eyðileggðu þig smá. Heimir Björnsson er aðaltextasmiður Fræs og söngvari. Hann segir að Fræ hafi í upphafi ekki verið hugs- uð sem hljómsveit. „Þessi hljómsveit er eiginlega snjóbolti sem hélt áfram að stækka. Ég og Siggi Sadjei byrjuð- um að vinna saman að lögum, töl- uðum við Palla um að spila gítara inn í nokkrum lögum en þegar Siggi og Palli hittust voru þeir allt í einu búnir að semja lög á heila plötu. Þá ákváðum við að gera þetta þrír saman,“ segir Heimir. Hann og Siggi hafa áður unnið saman í norðlensku rappsveitinni Skyttunum. Palli er aftur á móti gítarleikari Maus. Eftir þetta bættist söngkonan Silla í hópinn og nú síðast gengu Danni, tromm- ari úr Maus, og Friðfinnur hljóm- borðsleikari til liðs við Fræ til að spila með á tónleikum. „Þessi tvö lög sem hafa farið í spilun eru eiginlega mestu slagar- arnir á plötunni. Hin lögin eru öll rólegri,“ segir Heimir þegar hann er beðinn að lýsa plötunni. Heimir semur textana á plötunni og segist vera frekar væminn í yrkisefnum sínum. „Mig hafði lengi langað að gera persónulegri texta en ég hef gert með Skyttunum. Þetta var fínt tækifæri til að vera dýpri en venjulega og minna pólitískur. Það er talsvert um persónuleg vanda- mál í textunum, en ég er nú samt nokkuð heill sjálfur,“ segir hann og hlær. Liðsmenn Fræs gefa plötuna út sjálfir. Heimir segir að það hafi verið aðeins meira mál en hann hafði ætlað. „Það fylgir þessu mikil vinna sem maður vissi ekki að væri til. Ég sé samt ekki eftir því að gera þetta svona,“ segir hann. Búast má við því að meðlimir Fræs verði iðnir við tónleikahald á næstunni. Útgáfutónleikar hljóm- sveitarinnar verða að öllum lík- indum 24. júní. ■ Rólegt og persónulegt frá Fræ HLJÓMSVEITIN FRÆ Fyrsta plata sveitarinnar er komin í verslanir. Frá vinstri eru Siggi Sadjei, Silla, Palli og Heimir. > Plata vikunnar The Raconteurs: Broken Boy Soldiers „Frumraun nýjustu sveitar Jack White er engin vonbrigði. Fyrsta flokks blús- rokk með grípandi lögum og textum.“ BÖS TÓNLIST THE RACONTEURS ROGER WATERS Fyrrverandi forsprakki Pink Floyd heldur tón- leika í Egilshöll 12. júní ásamt hljómsveit sinni. SLAYER Vilja ólmir spila á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.