Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 58
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR42 menning@frettabladid.is ! >Ekki missa af... leikferð Eddu Björgvinsdótt- ur sem sýnir harmskopleikinn Alveg brilljant skilnað víðs vegar um landið. Í kvöld er stefn- an sett á Húsavík. myndlistarsýningu Hugins Þórs Arasonar og Unnars Arnar Jónassonar í Listasafni ASÍ. Sýningin ASÍ fraktal grill flettir ofan af illsýnilegum, óskráðum en kannski augljósum hliðum umhverfisins og samfélagsins sem listamennirnir búa við. sýningu þýska myndlistarmanns- ins Rudolf Reiter sem verður opnuð í Galleríi Sævars Karls í Bankastrætinu á morgun. Kl. 20.30 Tónleikar í hraunhvelfingu Laxár- stöðvar í Aðaldal á vegum Kóra- stefnunnar við Mývatn. Kór Akur- eyrarkirkju, Kór Dalvíkurkirkju, finnski kórinn Kampraatti Kuoro og Hamrahlíðarkórinn koma fram. Dagskrá árlegra Sumartónleika í Skálholti er með veglegasta móti að þessu sinni en hátíðin er nú haldin í þrítugasta og annað sinn og hefst dagskráin 1. júlí næstkomandi. Yfir fjögur þúsund manns sóttu tónleika hátíðarinnar síðasta sumar en hátíðin er öllum opin og ókeypis. Sem fyrr verður bæði leikin gömul og ný tónlist en um tuttugu tónleikar eru fyrirhugaðir í sumar auk fjölmargra fyrirlestra. Endurreisnarmúsík og barrokk mun hljóma, þar á meðal verk Mozarts og Vivaldis en einnig tónlist staðartónskáldanna tveggja, Diona Rotaru og Úlfars Inga Haraldssonar. Í sumar heyrist í fyrsta sinn á opinberum tónleikum hérlendis, í barítóngömbu sem var býsna þekkt hljóðfæri á 17. og 18. öld, en síðustu tónleikahelgi sumarsins mun ungverski virtúósinn Balazs Kakuk kynna þann hljóðheim fyrir íslensk- um hlustendum og leika verk eftir Haydn sem samið var fyrir hljóðfærið. Líkt og í fyrra verður boðið upp á tónleika í miðri viku, alls fjóra talsins, og mun Bach-sveitin meðal annars leika Árstíðir Vivaldis. Einnig verður boðið upp á tónlistarsmiðju fyrir ungt fólk og stjórna Hildur Guðný Þórhallsdóttir og Þórdís Heiða Kristjánsdóttir því starfi. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Halldórsson. Allar nánari upplýsingar um dag- skrána má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www. sumartonleikar.is. Sumartíð og tónar í Skálholti BACH-SVEITIN LEIKUR Á SUMARTÓNLEIKUM Í SKÁL- HOLTI Tónleikar, fyrirlestrar og tónlistarsmiðja fyrir ungt fólk í Skálholti í sumar. Listakonan Hlaðgerður Íris Björnsdóttir opnar sýningu á verk- um sínum í Galleríi Turpentine í Ingólfsstræti í dag kl. 17. Á sýn- ingunni eru olíuverk sem Hlað- gerður hefur unnið á síðastliðnu ári. „Þetta eru myndir af íslensk- um krökkum sem sýna aðstæður þeirra og þroskaferil,“ segir Hlað- gerður, sem hefur fengist talsvert við það að mála myndir af börnum. Myndirnar eru óvanalega stórar og segir listakonan að áhorfendur hrökkvi stundum í kút yfir stærð- inni. „Það hefur sterk áhrif að hafa myndirnar stórar - það verður ekki jafn fínleg upplifun eins og ef þær væru minni. Mér finnst þær virka betur, það er meiri kraftur í þeim. Myndirnar eru undir töluverð- um rómantískum áhrifum og ein- kennast jafnvel af ákveðinni sveitarómantík. „Alveg frá því að ég byrjaði að læra myndlist þegar ég var sextán ára hef ég heillast mikið af endurreisninni og tíma- bilinu fram til 1800-1850. Það er kannski einhver söknuður eftir því tímabili í íslenskri myndlist,“ segir Hlaðgerður. „Ég var líka í sveit öll sumur þegar ég var yngri og kannski er þetta það sem stend- ur hjarta mínu næst. Maður getur ekki annað en fylgt hjartanu.“ Sýningin stendur til 26. júní en galleríið er opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12-18 og laugar- daga frá kl. 11-16. - khh Börnin stór og smá GLEYM-MÉR-EI Myndlist Hlaðgerðar Írisar Björnsdóttur er til sýnis í Galleríi Turpentine. Myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð verður fulltrúi Íslendinga á Fen- eyjatvíæringnum 2007 en sýning sú er ein virtasta og yfirgripsmesta myndlist- arsýning sem haldin er á nútímalist í heiminum. Skammt er stórra högga í milli hjá Steingrími, yfirlitssýning á verk- um hans stendur yfir í Listasafni Íslands og hann á einnig verk á sýningu Carnegie Art Award sem nýlega opnaði í Hafnarhúsinu en þar gefur að líta úrval verka nor- rænna listamanna. Einnig er skemmst að minnast sýningar hans í 101 gallery fyrr í vor, „Bein í skriðu“, sem vakti töluverða athygli. Steingrímur segir að útnefn- ingin hafi margþætta þýðingu fyrir sig. „Þetta er mikil ögrun vegna þess að samhengið er svo stórt - þetta eru ekki bara Vestur- lönd. Sjálfsagt hefur þetta þau áhrif að það sem ég hef þegar gert verður sýnilegra. Svo hefur þetta líka þýðingu fyrir land og þjóð þó að Íslendingar hafi ekki áttað sig til fulls á vægi þessa atburðar.“ Steingrímur tekur dæmi af fram- lagi Bandaríkjamanna til Tvíær- ingsins en risavaxnar flugvélar bandaríska hersins hafa verið not- aðar til þess að flytja listmuni milli álfanna. „Það sýnir til dæmis vægið sem þetta hefur gagnvart ólíkum þjóðum, Pentagon myndi aldrei lána vélar nema vegna þess að þetta skiptir miklu máli.“ Ríflega 920 þúsund manns heim- sóttu Feneyjartvíæringinn í fyrra en þá var myndlistarkonan Gabrí- ela Friðriksdóttir fulltrúi Íslands. Steingrímur vill lítið láta uppi með áherslur sínar eða þær vonir sem hann bindur við þátttökuna og áréttar að vinna sín sé yfirleitt ófyrirséð. „Það er langskemmti- legast og mest spennandi að vita ekki nákvæmlega hvað kemur út úr vinnunni,“ segir hann og bendir á að ferlið sem búi að baki hverju verkefni sé áhugaverðara. Steingrímur tekur undir að þessi viðburður eigi mögulega eftir að koma einhverju ferli af stað en útkoman fari líka eftir því hversu mikið sé lagt í fram- kvæmdina, stuðningur og fjár- magn skipti máli og það sjáist vel á þátttökulöndunum hvort verk- efninu sé vel sinnt eður ei. „Það er ekki bara viðfangsefnið eða fagur- fræðin sem er sýnileg.“ Fagnefnd Kynningarmiðstöðv- ar íslenskrar myndlistar var ein- róma í áliti sínu og vali Steingríms en hana skipuðu að þessu sinni myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson, Ólafur Kvaran, for- stöðumaður Listasafns Íslands, og Christian Schoen, forstöðumaður miðstöðvarinnar. Gestir nefndar- innar voru Eva Heisler, sýningar- stjóri og gagnrýnandi, og Halldór Björn Runólfsson listfræðingur. Christian Schoen segir að dóm- nefndin hafi valið að senda reynd- an fulltrúa á Tvíæring næsta árs og bendir á að nú sé rétti tíminn fyrir Steingrím, sem hefur starfað ötul- lega að list sinni undanfarin þrjátíu ár. „Steingrímur hefur mjög sterkt og sérstakt myndmál en verk hans eru mjög marglaga, eins og sést vel á yfirlitssýningunni í Listasafni Íslands. Það er ekki hægt að spá fyrir um hvað hann gerir fyrir Fen- eyjatvíæringinn, það verður ögrun fyrir okkur öll.“ Yfirlitssýning á verkum Stein- gríms stendur til 25. júní og er áhugasömum bent á að safnið býður upp á leiðsögn um sýningu hans og yfirlitssýningu Birgis Andréssonar í hádeginu á þriðju- dögum og föstudögum. kristrun@frettabladid.is STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ Altered State / Breytt ástand. Annað verka Steingríms á sýningu Carnegie Art Award í Hafnarhúsi. Ögrun þess ófyrirsjáanlega SKÁLAÐ FYRIR FENEYJUM 2007 Ingibjörg Pálmadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Steingímur Eyfjörð og Christian Schoen fögnuðu tilnefningu Steingríms. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrsta alþjóðlega listasýningin í Fen- eyjum var haldin árið 1895. Í fyrra tóku 70 þjóðir þátt í sýningunni og heimsóttu 920 þúsund gestir hana, þar af 4.700 blaðamenn sem gerðu sýningunni góð skil víðs vegar um heiminn. Meðal íslenskra þátttakenda á Feneyjatvíæringnum • 1976 Sigurður Guðmundsson • 1978 Sigurður Guðmundsson • 1980 Magnús Pálsson • 1986 Erró • 1990 Helgi Þorgils Friðjónsson • 1996 Steina Vasulka • 2001 Finnbogi Pétursson • 2003 Rúrí • 2005 Gabríela Friðriksdóttir • 2007 Steingrímur Eyfjörð Sýning á verkum Steinunnar Sig- urðardóttur fatahönnuðar verður opnuð á Norðurbryggju í Kaup- mannahöfn á morgun. Sýningin spannar tuttugu ára feril Stein- unnar sem fatahönnuður og var sýningin áður í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Að loknu námi í Parsons School of Design í New York vann Stein- unn með fremstu fatahönnuðum heims, til dæmis Gucci, Ralph Lauren, Calvin Klein og La Perla. Hennar helsti styrkleiki er prjóna- flíkur og kaðlar og þótti færni hennar á því sviði framúrskar- andi. Hún vann oftast efnin frá grunni og bjó til ný efni sem aldrei höfðu sést áður. Steinunn vann sem yfirhönnuður hjá La Perla og eftir tveggja ára starf hjá fyrir- tækinu ákvað hún að hanna undir eigin nafni. Steinunn er með vinnustofu á Laugavegi 59 og selur flíkurnar til Evrópu, Japans og Bandaríkjanna. Nánari upplýsing- ar um vinnu hennar má finna á heimasíðunni www.steinunn.com. Sýningin stendur til 9. júlí. - khh Hönnun Steinunnar STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR Yfirlitssýning og sýnishorn af nýjustu tísku- línunni í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.