Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 32

Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 32
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Ekki má á milli sjá, hvorir bregð- ast verr við, framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn, þegar ég sting upp á sameiningu flokka þeirra. En hvers vegna ættu vinstri menn einir að reyna að sameinast? Fjór- ir smáflokkar þeirra stofnuðu Samfylkinguna árið 2000 í því skyni að auka áhrif vinstri stefnu í íslenskum stjórnmálum. Að vísu hefur ekki allt gengið þar eftir, og veldur því hvort tveggja, að for- ysta Samfylkingarinnar er veik og að Vinstri hreyfingin - grænt framboð spratt upp við hlið henn- ar og veitir henni harða sam- keppni. Því verður hins vegar ekki á móti mælt, að Samfylkingin er miklu öflugri stjórnmálaflokkur en Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið voru hvor um sig. Fornir fjandmenn á vinstri væng sameinuðust, þegar gamlir klofningsþættir hurfu í lok kalda stríðsins. Ekki er lengur ágrein- ingur um, að Ísland á samleið með öðrum vestrænum lýðræðisþjóð- um og að frjáls viðskipti eru væn- legri til kjarabóta en víðtæk ríkis- afskipti. En um leið hurfu aðrir klofningsþættir til hægri. Það, sem skildi Sjálfstæðisflokk og Fram- sóknarflokk að, er fæst lengur til. Kaupmenn og kaupfélög etja ekki kappi úti á landi. Bændur vita, að spurningin er ekki, hvort leyfður verður frjáls innflutningur land- búnaðarafurða, heldur hvenær og hvernig. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru sammála um, hvernig haga beri nýtingu mikilvægustu auðlinda okkar, fiskistofna og fallvatna. Flokkarn- ir deila ekki heldur um það, að tryggja verður af opinberu fé öllum þeim, sem ósjálfbjarga eru, mannsæmandi afkomu. Ýmsir framsóknarmenn hafa tekið undir hugmyndir um að gera Ísland að fjármálamiðstöð og frí- höfn með því að lækka skatta og fella niður tolla og laða þannig að fyrirtæki og fjármagn. Þannig verður til annar framtíðarkostur Íslands en sá að ganga í Evrópu- sambandið, en tillaga um slíka inn- göngu myndi sennilega kljúfa báða flokkana. Deilur í Noregi um Evr- ópusambandið reið sambærilegum flokkum þar við Framsóknarflokk- inn nær að fullu. Eftir byggða- kosningarnar hér í maí hljóta for- ystumenn Framsóknarflokksins að sjá, að brýnasta verkefni þeirra er að halda í kjarnafylgi flokksins í strjálbýli, en það gera þeir ekki með hugmyndinni um aðild að Evr- ópusambandinu. Framsóknar- flokknum hefur mistekist að auka ítök sín á suðvesturhorni landsins, en hefur enn talsvert fylgi annars staðar. Sátt er nauðsynleg um öfl- ugt atvinnulíf á landsbyggðinni og greiðar samgöngur við hana. Þar gegna Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur báðir hlutverki. Bændur á Íslandi þurfa ekki að vera neinir bónbjargamenn. Það á ekki að hrygla í þeim eins og sjúklingum í súrefnistjaldi. Þeir þurfa aðeins að fá færi á að koma eignum sínum í verð, og það geta þeir, ef þær eru viðurkenndar að fullu sem eignir þeirra. Í fyrsta lagi eiga þeir jarðir, sem eru flest- ar seljanlegar á góðu verði, auk þess sem óvíst er, að öll búvöru- framleiðsla fyrir innlendan mark- að sé óarðbær og því ósamkeppn- ishæf við frjálsan innflutning. Í öðru lagi eiga bændur hluti í ýmsum samvinnufélögum, sem þurfa að verða fullkomin hlutafé- lög, svo að þeir geti ýmist haldið áfram að eiga hluti sína eða selt þá. (Það munar um minna en hlut bónda á Suðurlandi í Sláturfélagi Suðurlands, Mjólkursamsölunni og Kaupfélagi Árnesinga.) Í þriðja lagi ber að viðurkenna, að bændur eiga stuðningsrétt, sem kaupa má af þeim á góðu verði. Ríkið veitti þeim á sínum tíma stuðning til óarðbærrar framleiðslu (til dæmis á kindakjöti), sem þeir löguðu sig eftir, svo að eðlilegt er að veita þeim stuðning til að hætta slíkri framleiðslu. Meginkosturinn við sameiningu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í einn öflugan þjóðarflokk er þó sá, að meiri festa myndast í íslenskum stjórnmálum (eins og í Sviss og Bajaralandi) og minni líkur verða á vinstri stjórnum, sem hleypa myndu af stað verðbólgu og skuldasöfnun hins opinbera og veikja atvinnulífið. Ég hef að vísu litla trú á, að slík sameiningarhug- mynd verði að veruleika. En orð eru til alls fyrst. ■ Orð eru til alls fyrst Í DAG SAMEINING MIÐ- OG HÆGRIFLOKKA HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Ýmsir framsóknarmenn hafa tekið undir hugmyndir um að gera Ísland að fjár- málamiðstöð og fríhöfn með því að lækka skatta og fella niður tolla og laða þannig að fyrirtæki og fjármagn. Þannig verður til annar framtíðar- kostur Íslands en sá að ganga í Evrópusambandið... Uppskurður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sest með uppbrettar ermar í borgarstjórastólinn. Í Fréttablaðinu í gær kveðst hann ætla að skoða gaumgæfilega hvort rétt sé að Orkuveitan kaupi grunnnet Símans en fyrir það þarf víst að greiða um 22 milljarða króna. Alfreð Þorsteinsson var einlæglega þeirrar skoðunar að rétt væri að ráðast í kaupin en Vilhjálmur er efins. Einnig ætlar hann að end- urskoða stjórnkerfi borgarinnar en Reykjavíkurlistinn varði miklu púðri í breytingar á því. Vill Vilhjálmur meðal annars endurvekja embætti borgarlögmanns en Reykjavíkurlistinn lagði emb- ættið niður í valdatíð sinni. Svo er að sjá hvort hróflað verði við enn fleiri gjörðum Reykjavíkurlistans, til dæmis hvort nýja Hringbrautin verði rifin upp með rótum. Sex eða sjö? Áhugamenn um stjórnmál og fót- bolta standa frammi fyrir stórbrotnu vandamáli í dag. Klukkan fjögur verður flautað til fyrsta leiks HM í Þýskalandi og um leið hefst miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins á Hótel Sögu. Báðir viðburðirnir verða í beinni sjónvarps- útsendingu; HM á Sýn og Framsókn á NFS. Því er viðbúið að þeir sem bæði fylgjast grannt með gangi mála í pólitíkinni og boltanum flakki ört á milli sjónvarpsstöðvanna á rásum sex og sjö á Digital Ísland. Það er svo vitaskuld ástæða til að vorkenna þeim miðstjórnarmönnum sem heldur hefðu viljað sitja í sófanum heima og horfa á fótbolta í stað þess að sitja fundinn á Sögu. Varla magadans Það liggur fyrir miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag að ákvarða hvenær flokksþing skuli haldið. Síðasta þing var í febrúar á síðasta ári og bar þar helst til pólitískra tíðinda að Halldór Ásgrímsson tók af öll tvímæli um að Síminn yrði seldur með grunnnetinu. Þá sagði hann ótímabært að hefja viðræður um aðild að Evrópusam- bandinu. Þessi mál féllu þó í skuggan af magadansi sem dansaður var við setningu þingsins. Vakti hann þjóðarathygli og fögnuðu sumir víðsýni framsóknarmanna og áhuga á menningu framandi þjóða en aðrir fordæmdu athæfið og sögðu það til marks um karlrembu. Ólíklegt verður að telja að magadans, eða einhver annar dans, verði dansaður á komandi flokksþingi enda stemn- ingin innan flokksins önnur en í febrúar 2005. bjorn@frettabladid.is Það eru fleiri bankar en Seðlabankinn sem geta skilað háum vöxtum. Selvogsbankinn getur einnig skilað háum raunvöxtum og það í raunverulegum verðmætum en ekki pappírspeningum. En kjarni málsins er þó sá að þeir einir njóta hárra vaxta sem spara. Hinir sem taka að láni verða að greiða þá. Þetta er sú efnahagslega staðreynd sem við stöndum frammi fyrir varð- andi þorskstofninn. Sumir segja að verndarstefnan hafi mistekist. Sanni nær væri að segja að umframeyðslan hafi verið stöðvuð á sínum tíma en nú sé komið að því að spara í raun og veru. Sá sparnað- ur á, ef allar umhverfisaðstæður eru eðlilegar, að skila sér með háum vöxtum. Þorskaflareglan sem ákveðin var fyrir rúmum áratug var pólitísk ákvörðun. Hún þótti þá nokkurt nýmæli við fiskveiði- stjórnun og vakti fyrir þá sök eftirtekt þar sem fjallað er um þessi efni. Alþjóðahafrannsóknaráðið viðurkenndi þessa langtíma nýt- ingarstefnu og hefur talið hana tryggja sjálfbærar veiðar. Regl- an byggir á sameiginlegum rannsóknarniðurstöðum hagfræð- inga og líffræðinga um afrakstur þorskstofnsins við mismunandi veiðiálag. Athyglivert er að lögmál hagfræðinnar mæla með lægra veiðihlutfalli en líffræðivísindin. Upphaflega var það sameig- inleg ráðgöf hagfræðinganna og líffræðinganna að halda ætti veiðihlutfallinu milli 22 til 25 af hundraði. Efri mörkin voru ákveðin. Það má vissulega gagnrýna nú. Af ýmsum ástæðum hefur veiðin alla tíð farið nokkuð umfram þau mörk. En árangurinn skilaði sér eigi að síður skjótt í mark- verðri aukningu afla á sóknareiningu. Staðreyndirnar sem við blasa eru hins vegar þessar: Hrygn- ingarstofninn hefur að vísu braggast en er samt sem áður of lít- ill. Það er ekki alvarleg hætta á hruni, en við hjökkum í sama farinu. Burðugir árgangar eru einfaldlega of fáir. Er þetta ásættanlegt? Fyrir þremur árum lögðu sérfræðingar til að þorskaflaregl- an yrði endurskoðuð. Fyrir tveimur árum ráðlögðu þeir bein- línis að hún yrði færð niður í lægri mörk upphaflegrar tillögu. Nú er bent á að með því að færa hana niður í 16 af hundraði megi á fjórum til fimm árum, með verulegum líkum, byggja þorskstofninn upp í þrjúhundruð þúsund tonn. Sumir halda því fram að þjóðarbúskapurinn þoli ekki niður- skurð í afla. Hitt mun sanni nær að hann hefur ekki efni á að fórna þeim vaxtatekjum sem veiðisparnaður á þessu stigi er líklegur til að skila. Hér er einnig í fleiri horn að líta. Ekki er víst að óbreytt veiðiregla njóti áfram sjálfkrafa alþjóðlegrar viðurkenningar um sjálfbæra nýtingu. Og því má ekki gleyma að krafan um sjálfbæra nýtingu er einnig ráðandi á öllum mikilvægustu mörkuðunum. Við megum fyrir enga muni tefla í tvísýnu því góða orðspori sem Ísland hefur áunnið sér á mörkuðunum að þessu leyti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vaxandi þungi á bak við kröfur um einhvers konar alþjóðlega verndun fiskistofna. Þessu geta fiskveiðiþjóðir því aðeins varist að unnt sé að sýna fram á gott fordæmi. Að þessu virtu hníga öll rök að því að nú verði tekin ákvörð- un um frekari uppbyggingu þorskstofnsins. Annað er efna- hagslegt óvit. ■ SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Seðlabanki og Selvogsbanki. Hávaxtabankar ������ ����� ������������������ ����������� ������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.