Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 49

Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 49
FÖSTUDAGUR 9. júní 2006 33 AF NETINU Úrslit bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri voru sannarlega ánægju- leg. Vinstriflokkarnir eru sigur- vegarar kosninganna og „öruggur“ meirihluti Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks var felldur. Í fyrsta sinn í sögunni er grundvöllur fyrir því að mynda meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar án þessara flokka. Það kom því mörgum á óvart að fyrsti kostur Samfylkingarinnar skyldi vera að tala við Sjálfstæðis- flokkinn sem tapaði um 5% atkvæða í kosningunum. Þegar Kristján Þór Júlíusson tók hins vegar ekki í mál að láta bæjar- stjórastólinn af hendi sneri Her- mann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sér að vinstri grænum og Lista fólksins. Á fundi var undirritað samkomulag um að fulltrúar flokkanna myndu hefja viðræður um myndun meirihluta og ekki tala við aðra flokka á meðan. Á fundi strax daginn eftir kosningar voru málefnin rædd og samkomulag um að gera drög að málefnasamningi flokkanna og Hermann Jón hafði áhuga á því að verða bæjarstjóri þó að fulltrúar vinstri grænna og Lista fólksins litist betur á að ráða faglegan bæj- arstjóra næstu fjögur árin. Ekki var ágreiningur um þetta og ekki heldur þau málefni sem ráðast átti í og boðað var til annars fundar á mánudegi. Það undarlega gerist svo þegar fulltrúar Lista fólksins og vinstri grænna mæta á þann fund að þá lýsir Hermann Jón því yfir að hann treysti sér ekki í frekari viðræður um myndun meirihluta því sá meirihluti yrði ekki nægilega „traustur“. Þessi einhliða ákvörð- un kom öðrum fullkomlega í opna skjöldu. Einnig það að Samfylking- in hafði þá þegar haft samband við Sjálfstæðisflokkinn um meirihluta- viðræður. Þetta var brot á fyrra samkomulagi og svik við kjósend- ur Samfylkingarinnar sem trúðu því að markmiðið væri að fella gamla meirihlutann en ekki að Samfylkingin kæmi inn sem hækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stað Framsóknar. Margir félagar í Sam- fylkingunni höfðu samband við mig og lýstu yfir vonbrigðum með þessa ákvörðun Hermanns Jóns. Þegar þetta er skrifað hefur Samfylking og Sjálfstæðisflokkur þegar samið um skiptingu emb- ætta sem virðist vera mikilvæg- asta mál beggja flokka. Það hljóð- ar upp á fyrstu þrjú árin til D-lista og svo fær Hermann Jón að vera bæjarstjóri síðasta árið. Útlit er fyrir að Akureyringar fái þannig þrjá bæjarstjóra á fjórum árum því allir vita að hugur Kristjáns Þórs stefnir á þing að ári. Skila- boðin sem kjósendur fá eru svo þau að Samfylkingin er tilbúin að hoppa upp í hjá Sjálfstæðisflokki hvenær sem er og leysa Framsókn af hólmi fyrir hálft orð. Félagar í Samfylkingunni geta mótmælt þessum vinnubrögðum forystunnar á almennum félags- fundi sem ekki hefur verið boðað- ur þegar þetta er skrifað og ef það dugar ekki þá er hægt að ganga til liðs við raunverulegan vinstri- flokk sem selur ekki hugsjónir sínar um leið og kosningar eru afstaðnar. Veriði velkomin í Vinstri hreyf- inguna - grænt framboð sem ætlar að fella ríkisstjórnina í kosningun- um eftir tæpt ár og þá meina ég alla ríkisstjórnina ekki bara litla hlutann. Vonbrigði Akureyringa UMRÆÐAN ÚRSLIT SVEITA- STJÓRNAKOSN- INGA HLYNUR HALLSSON VARAÞINGMAÐUR ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� allt í matinn á einum stað Akranes • Akureyri • Grindavík • Mjódd Reykjavík • Salahverfi Kópavogi gerðu betri kaup Mozart dagar ���������������������������������� ������������������������������ ������� ����� � ���������� ������� ����� �� �� � / SÍ A / 6 9 9 1 Afríka sekkur dýpra Í stað þess að vera mjög útbreitt vandamál hefur örbirgð því orðið að staðbundnu vandamáli á síðustu þrjá- tíu árum þar sem ríki eins og Indland, Kína, Indónesía og Suður-Kórea hafa lyft hundruðum milljóna þegna sinna úr örbirgð á meðan ríki Afríku sunnan Sahara hafa sokkið dýpra í fátæktar- fenið. Árið 1970 bjuggu aðeins 13,4 prósent af öllum þeim sem bjuggu við örbirgð í Afríku. Árið 2000 var þetta sama hlutfall komið í 74,5 prósent. Jón Steinsson á deiglan.com Skilgreiningarvandi Í gær kom út skýrsla Evrópuráðsins um bandarískt fangaflug. Samkvæmt skýrslunni voru fjórtán lönd með einum eða öðrum hætti Bandaríkja- mönnum innan handar í því markmiði þeirra að flýja eigin landslög um bann við pyntingum. Bandaríkjamenn neita því að vísu sjálfir að um pyntingar sé að ræða. Þeir hafa hannað eigin skil- greiningar eftir aðstæðum hverju sinni. [...] Skilgreiningarvandi bandarísku alríkisþjónustunnar felst í því að eng- inn löggjafi virðist sættast á að aðferðir þeirra sé hægt að skilgreina öðruvísi en sem pyntingar. Finnur Dellsén á murinn.is Áskorun Nú keppast fjölmiðlar við að kjafta af stað blóðug átök innan flokksins og hafa ýmsir flokksmenn að undanförnu lagt þeim lið við það. Því miður. Hinn almenni Framsóknarmaður stendur á hliðarlínunni og bíður þess að sátt náist og að öldurnar lægi [...] Þetta fólk á betra skilið en að Framsóknar- flokkurinn verði öðrum flokkum bráð í harðri baráttu um völd og vegna inn- byrðis átaka. Ég skora á þá, sem með völdin fara, að leggja strax niður vopn, hætta opinberum átökum í fjölmiðlum og vinna sitt fylgi inn á við, með fólk- inu okkar, sem bíður eftir því að geta aðstoðað við uppbyggingu fyrir kom- andi kosningavetur. Helga Sigrún Harðardóttir á timinn. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.