Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 8
8 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR
���������������������������������������������������������������
����������� ��������������������� ���������������������������
����������������������������� ������������������
������ �������� ���� ������������� ������ ��� ����� �������
� ��������������� ���������������������� �������
�����������
��������������
����������������������
������������������������� ����������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
KÓREA, AP Kínversk stjórnvöld
birtu í gær afdráttarlausustu yfir-
lýsinguna til þessa um áhyggjur
sínar af hugsanlegu tilraunaskoti
Norður-Kóreumanna á langdrægri
eldflaug sem talin er geta borið
kjarnorkusprengjuodda. Rússar
ítrekuðu áhyggjur sínar af málinu
með því að kalla sendiherra Norð-
ur-Kóreu í Moskvu fyrir. Aðstoðar-
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna lét svo ummælt í gær að slíkt
tilraunaskot yrði „ögrun og hættu-
leg aðgerð“ sem kynni að leiða til
þess að Bandaríkin gripu til refsi-
aðgerða gegn Norður-Kóreu.
Ráðamenn í Japan og fleiri ríkjum
hafa einnig lýst sams konar áhyggj-
um.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti lét hafa eftir sér þar sem hann
var staddur í opinberri heimsókn í
Ungverjalandi að eldflaugavarna-
kerfið sem Bandaríkjamenn hafa
verið að koma sér upp, hefði „tak-
markaða hæfni“ til að verjast lang-
drægri flaug af því tagi sem vís-
bendingar eru um að
Norður-Kóreumenn ætli sér að
prófa, en hún er talin nógu lang-
dræg til að ná að hitta skotmörk í
Bandaríkjunum. Þjóðaröryggis-
ráðgjafi Bush, Stephen Hadley,
sem er með forsetanum í Evrópu-
förinni, ítrekaði einnig aðvaranir í
garð ráðamanna í Pyongyang í
gær.
Í Peking lýsti kínverska utan-
ríkisráðuneytið því yfir að Kína-
stjórn hefði „miklar áhyggjur af
ástandinu“. „Við vonum að allir
málsaðilar leggi sig meira fram í
þágu friðar og stöðugleika í þess-
um heimshluta,“ sagði Jiang Yu,
talsmaður utanríkisráðuneytisins
á blaðamannafundi.
Áhyggjur af hugsanlegu til-
raunaskoti Norður-Kóreumanna
hafa vaxið um allan helming und-
anfarnar vikur eftir að leyniþjón-
ustuupplýsingar bentu til að verið
væri að fylla eldsneyti á Taepod-
ong-2-eldflaug á tilraunaskotstöð
Norður-Kóreuhers á norðaustur-
strönd Kóreu. Þaðan hafa Norður-
Kóreumenn áður skotið meðal-
drægum eldflaugum í
tilraunaskyni. audunn@frettabladid.is
Áhyggjur af
eldflaug vaxa
Stjórnvöld í Kína, Rússlandi, Japan og Bandaríkjun-
um hafa ítrekað áhyggjur sínar af hugsanlegu til-
raunaskoti langdrægrar eldflaugar frá Norður-Kóreu.
S-KÓREUMENN UGGANDI Mótmælendur í miðborg Seoul í Suður-Kóreu hrópa slagorð
gegn kjarnorkuvígbúnaðarbrölti kommúnistastjórnarinnar í Norður-Kóreu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ELDFLAUGA-
VARNIR
Ef Norður-Kóreu-
menn skjóta á loft
langdrægri eldflaug
kann Bandaríkjaher
að gefast fyrsta
tækifærið til að prófa
eldflaugavarnakerfi
sitt.
1. Ræsing eldflaugar numin í gegnum gervi-
hnött. Upplýsingarnar sendar til stjórnstöðvar
og radarstöðva.
2. Skilaboðum komið til NORAD*
sem veitir heimild til að ræsa
varnarflaugar.
3. Radarstöðvar í Alaska og
Kaliforníu fylgja flauginni
eftir, ásamt herskipum
búnum Aegis-radar.
4. Varnarflaug ræst.**
* NORAD: North American Aerospace
Defense Command = Stjórnstöð loft-
og geimvarna Norður-Ameríku
Vandenberg-flugherstöðin
** Ýmist frá Alaska, Kaliforníu
eða Kyrrahafinu í grennd
við Havaí.
Norður-Kórea
Tilrauna-
sprengjuoddar
Shemya í
Alaska
Fort Greely
Heimild: Bandaríska varnarmálaráðuneytið AP
HEILBRIGÐISMÁL Íslensk erfðagrein-
ing hefur nú hafið prófanir á sjúkl-
ingum á nýju tilraunalyfi fyrir-
tækisins við æðakölkun í
fótleggjum, eða svokölluðum
útæðasjúkdómi. Skýrt var frá því
í gær að þessar lyfjaprófanir væru
hafnar.
„Þær rannsóknir sem við höfum
gert á lyfinu fram að þessu, með
þátttöku heilbrigðra einstaklinga,
lofa góðu,“ segir Kári Stefánsson
forstjóri ÍE. „Ég er mjög stoltur af
því að vera nú að hefja annars
stigs prófanir á þessu lyfi enda er
þetta fyrsta lyfið sem vísinda-
menn fyrirtækisins hafa þróað frá
grunni út frá niðurstöðum erfða-
rannsókna.“
Stefnt er að því að 150 íslenskir
sjúklingar muni taka þátt í þess-
um lyfjaprófunum sem nú eru
hafnar. Hluti þeirra er með
áhættuarfgerð erfðavísis sem vís-
indamenn ÍE hafa sýnt fram á að
valdi aukinni hættu á æðakölkun í
fótleggjum. -jss
Íslensk erfðagreining þróar nýtt lyf við æðakölkun:
Prófanir eru hafnar
KÁRI STEFÁNSSON Rannsóknir lofa góðu.