Fréttablaðið - 23.06.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 23.06.2006, Síða 10
10 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR H V Í TA HÚ S I Ð / S Í A MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST 5 NEYÐARÓP Í KENÍA Maður hjólar framhjá stóru skilti þar sem vakin er athygli á kynferðislegu ofbeldi í Kenía. Nærri þrjú þúsund nauðganir voru kærðar til lögreglu árið 2004, en læknar segja fjölmargar konur í viðbót ekki þora að tilkynna um glæpi af þessu tagi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDBÚNAÐARMÁL Ríkustu þjóðir heims eyddu sem nemur vel yfir 21.000 milljörðum króna í niður- greiðslur til landbúnaðar á síðasta ári og héldu þannig verðlagi á land- búnaðarafurðum háu og spilltu fyrir frjálsum milliríkjaviðskipt- um, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD. EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Sviss trónuðu efst á lista yfir þau lönd sem greiddu mest með land- búnaðinum. Í Sviss greiddi ríkið 68 prósent af heildartekjum bænda, íslenska ríkið greiddi 67 prósent og það norska 64 prósent. Til saman- burðar má geta þess að þetta hlut- fall er að meðaltali 32 prósent í Evrópusambandinu og 16 prósent í Bandaríkjunum. Á hinum enda skalans eru Nýja- Sjáland og Ástralía. Nýsjálenskir bændur höfðu aðeins um þrjú pró- sent tekna sinna frá skattgreiðend- um, ástralskir fá fimm prósent. Í skýrslunni er opinber stuðn- ingur við landbúnað einnig mæld- ur eftir því hve mikillar verndar hann nýtur gagnvart innflutningi. Í þeim samanburði trónir Ísland efst, með stuðulinn 2,69. ESB-með- altalið er 1,25. Sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu hafa niðurgreiðslur til landbúnaðar lækkað talsvert hér á landi á síðustu áratugum, en eru samt enn með því mesta sem þekk- ist. Þær námu heilum fimm pró- sentum af landsframleiðslu á ára- bilinu 1986-1988 en voru á árunum 2003-2005 um 1,8 prósent. Hækk- andi þjóðartekjur og minnkandi vægi landbúnaðar í efnahagslífinu hafa valdið þessari lækkun. Í skýrslunni kemur fram að hlut- fallslega leggja Tyrkir mest af landsframleiðslu sinni til stuðn- ings við landbúnaðinn, rúm 4 pró- sent, en þar í landi hefur enn til- tölulega hátt hlutfall íbúanna framfærslu af landbúnaði. Reiknað er með að skýrslan auki þrýstinginn á iðnveldin að höggva á hnútinn í viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, um viðskipti með landbúnað- arafurðir. Gera á enn eina atlöguna að því að mjaka þeim viðræðum áleiðis í Genf í næstu viku. „Nauð- synlegt er að áþreifanlegar fram- farir verði í þessum viðræðum sem fyrst, til að hleypa nýju lífi í umbætur á landbúnaðarstefnu [aðildarríkjanna],“ segir í niður- stöðum OECD-skýrslunnar. audunn@frettabladid.is HÖFTUM MÓTMÆLT Táknræn mótmæli gegn verndartollum ESB á landbúnaðaraf- urðum. Slík höft eru þó miklu meiri hér á landi, eins og fram kemur í skýrslu OECD. NORDICPHOTOS/AFP Yfir 21.000 milljarðar í styrki Samkvæmt samantekt OECD eyða ríkustu lönd heims vel yfir 21.000 milljörðum króna árlega í niðurgreiðsl- ur til landbúnaðar. Íslenskur landbúnaður nýtur einna mestrar verndar, ásamt norskum og svissneskum. DANMÖRK Danir hafa fengið leyfi til þess að gera sér ferð suður yfir landamærin til Þýskalands og kaupa þar vörur af dönskum kaup- mönnum með þýskum virðisauka- skatti, sem er töluvert lægri en sá danski. Dönsk skattayfirvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að dönskum kaupmönnum sé heimilt að selja dönskum neytendum vörur sunnan landamæranna, en þeir verða þá annað hvort að stunda það í samvinnu við þýskar verslanir í Þýskalandi eða hrein- lega stofna sjálfir þýsk dótturfyr- irtæki á staðnum. - gb Danskir neytendur: Mega kaupa í Þýskalandi TOLLGÆSLAN Tollgæslan í Keflavík gerði í vikunni upptækt nokkurt magn falsaðra iPod-spilara sem voru á leið frá Kína til verslunar í Reykjavík. Spilararnir líta alveg eins út og iPod nano frá Apple, nema innihaldið er allt annað, óvandaður spilari með kínversku stýrikerfi. Notendaviðmót tækis- ins er gjörólíkt iPod og algjörlega óskiljanlegt þeim sem ekki kann kínversku. Þrátt fyrir að tekist hafi að stöðva þessa sendingu gætu fals- aðir spilarar verið í umferð og þeir sem telja sig hafa keypt eftir- líkingu eru beðnir um að hafa sam- band við Apple. - sgj Sending stöðvuð í Leifsstöð: Falsaðir iPod- spilarar teknir ÁÆTLAÐUR RÍKISSTUÐNINGUR VIÐ LANDBÚNAÐ INNAN OECD Prósent af heildartekjum bænda Nýja Sjáland Ástralía Mexíkó Banda- ríkin Kanada Tyrkland OECD meðalt. ESB meðalt. Japan Kórea Ísland Noregur Sviss 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 ■ 1986–88 ■ 2003–05 HAFNARFJÖRÐUR Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að töluverð ólga sé á meðal starfsmanna Íþrótta- og tómstundaráðs Hafn- arfjarðar vegna pólítískrar skip- unar Margrétar Gauju Magnús- ardóttur í stjórn ráðsins. Nú þegar hefur Árni Guð- mundsson, sem gegndi stöðu æskulýðs- og tómstundafulltrúa, sagt upp starfi sínu og sam- kvæmt heimildum blaðsins eru fleiri starfsmenn að hugsa sitt ráð. Uppsögn Árna er sögð tengj- ast skipun Margrétar Gauju beint, en aðspurður vildi hann lítið segja. „Stjórnmálamenn ákveða leiðina sem á að fara, en embættismenn geta ráðið því hvort þeir eru með eða ekki. Ég hef ákveðið að fara frekar en að una þeim samþykktum sem bæj- arstjórnin hefur gert varðandi æskulýðsmálin,“ segir Árni og vísar til samþykkta um skipan nefnda innan ÍTH sem afgreidd- ar voru á fundi 13. júní síðastlið- inn. Fleiri starfsmenn innan ÍTH eru að meta stöðuna í kjölfar skipunarinnar og afsagnar Árna. Einn starfsmaður hafði það á orði að afsögn Árna væri áfall fyrir æskulýðsstarfið í Hafnarfirði. Margrét Gauja kannaðist ekki við neina óánægju á meðal starfs- manna ÍTH vegna skipunar sinn- ar, þegar blaðamaður náði af henni tali. aegir@frettabladid.is Óánægja á meðal starfsmanna ÍTH vegna pólitískrar skipunar: Æskulýðsfulltrúi segir af sér MARGRÉT GAUJA MAGNÚSDÓTTIR ÁRNI GUÐMUNDSSON BORGARMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri kynnti í borgarráði í gær starfshóp á vegum borgaryfirvalda um búsetuúrræði eldri borgara og til að hafa umsjón með framkvæmdum í þágu aldr- aðra. Starfshópurinn heyrir beint undir borgarstjóra. Eitt forgangs- verkefni hópsins verður „kaup og jafnvel bygging söluíbúða með þjónustukjarna með heimilis- hjálp“. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, gagn- rýnir þessa hugmynd borgarstjóra. „Það er verið að innleiða gamal- dags hugsun um uppbyggingu og sölu íbúða. Það eru áratugir síðan það var síðast gert á þennan hátt og löngu komin öflug og fagleg fyr- irtæki og sjálfseignarstofnanir sem hafa staðið vel að þessu. Ég sé ekki að borgin hafi neitt hlutverk þarna nema að marka stefnu og leggja fram lóðir.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að um útúrsnún- ing sé að ræða að hálfu Dags. Borg- in ætli ekki að byggja og selja íbúð- ir fyrir aldraða. „Ég sem borgarstjóri er að mynda þarna sérstakan hóp sem á að þoka þessu máli eins hratt áfram og kostur er. Við ætlum að leita allra úrræða, kanna alla möguleika og útilokum ekkert til þess.“ Vilhjálmur segir að vinnuhóp- urinn sé skipaður til að þessi mál gangi hratt og vel fyrir sig. „Það er tími aðgerða í þessum málum og með stofnun þessa vinnuhóps vil ég leggja áherslu á það.“ - shá Starfshópur um búsetuúrræði eldri borgara skipaður: Bygging íbúða fyrir aldraða í forgangi UPPBYGGING Hugmyndir borgarstjóra um uppbyggingu húsnæðis fyrir eldri borgara eru gagnrýndar af minnihluta í borgarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI DÓMSMÁL Mál Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar gegn Jóni Ólafssyni, vegna meiðyrðamáls- ins svokallaða, hefur verið frestað fram á haust. Hannes var dæmdur í Englandi fyrir að birta ummæli um Jón Ólafsson á heimasíðu sinni, sem þóttu ærumeiðandi. Honum var gert að greiða tólf milljónir í skaðabætur. Hannes hefur ítrekað reynt að fá mál sitt tekið upp aftur erlend- is, en því hefur ávallt verið hafn- að. - æþe Meiðyrðamál Hannesar: Málinu frestað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.