Fréttablaðið - 23.06.2006, Page 13
Landsmót á Vindheimamelum í Skagafirði 26. júní – 2. júlí
26. JÚNÍ – 2. JÚLÍ 2006
VINDHEIMAMELUM
www.landsmot.is
Í
S L
E N
S K
A
A
U
G
L Ý
S I
N
G
A
S T
O
F A
N
/ S
I A
. I
S
L
A
N
3
2 8
9 1
0 6
/ 2
0 0
6
Fjölskylduhátíð hestamanna
Farðu á www.landsmot.is og fáðu nánari upplýsingar
um Landsmót hestamanna, einstakan viðburð
og fjölskylduskemmtun.
Sjáðu bestu hesta og bestu knapa landsins fara á kostum.
Hinar frábæru hljómsveitir Todmobile og Papar halda uppi dúndrandi stemningu
föstudags- og laugardagskvöld og auk þess koma fram:
Geirmundur Valtýsson
Hundur í óskilum
Karlakórinn Heimir
Björgvin Franz
Ávaxtakarfan
Ronja ræningjadóttir
Álftagerðisbræður
Gísli Einarsson og margir fleiri.
Hoppkastalar og leiksvæði fyrir börnin.
Forsala er á eftirfarandi ESSO-stöðvum: Nesti Ármúla, Nesti
Borgartúni, Nesti Gagnvegi, Nesti Geirsgötu, Nesti Háholti, Nesti
Lækjargötu, Nesti Stórahjalla, ESSO Fossnesti, ESSO Hveragerði,
ESSO Árbæ, Naustagil Húsavík, ESSO Hvolsvelli, ESSO Hyrnunni,
ESSO Höfn í Hornafirði, ESSO Leirunesti, ESSO Varmahlíð,
ESSO Aðalstöðin, ESSO Egilsstöðum.
Forsölu lýkur sunnudaginn 25. júní.
Nýr sveitarstjóri Steinn Eiríksson,
eigandi og framkvæmdastjóri Álfasteins
í Borgarfirði eystri, hefur verið ráðinn
sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps til
áramóta. Fráfarandi sveitarstjóri, Magnús
Þorsteinsson, tilkynnti fyrir kosningar að
hann gæfi ekki kost á sér í starfið áfram.
BORGARFJÖRÐUR EYSTRI
DÓMSMÁL Héraðsdómur Austur-
lands sakfelldi í gær konu fyrir
líkamsárás. Ákvörðun refsingar
var hins vegar frestað skilorðs-
bundið í tvö ár. Bótakröfu var
vísað frá dómi.
Konan var ákærð fyrir að hafa
í febrúar árið 2006, á skemmti-
staðnum Hótel Egilsbúð í Nes-
kaupstað, slegið konu hnefahögg í
andlitið með þeim afleiðingum að
hún fékk talsverða áverka.
Konan játaði brot sitt fyrir
dómi. Við ákvörðun refsingar var
litið til þess að hún gerði það og
sýndi iðrun. Henni var gert að
greiða sakarkostnað. -jss
Héraðsdómur Austurlands:
Sakfelld fyrir
líkamsárás
UMFERÐ Stafrænar hraðamynda-
vélar verða settar upp á þjóðveg-
um landsins á næstunni. Allt að
350 milljónum verður varið í þær
og uppsetningu þeirra. Í dag eru
hraðamyndavélarnar í Hvalfjarð-
argöngunum þær einu utan þétt-
býlis.
Fyrsta vélin verður sett upp
milli Hvalfjarðarganganna og
Borgarness líklega um mánaða-
mótin júlí-ágúst að sögn Birgis
Hákonarsonar, framkvæmda-
stjóra umferðaröryggissviðs hjá
Umferðarstofu. „Við byrjum á að
setja bara eina myndavél þar til
reynslu og til að aðlaga kerfið.
Svo bætast við fleiri myndavél-
ar.“
Myndavélarnar verða settar
upp á þekktum slysastöðum og
verður byggt á tölum úr slysaskrá
Umferðarstofu. „Við erum ekki
að reyna að hanka bílstjóra eða að
hafa fé af fólki heldur viljum við
ná hraðanum niður á þessum stöð-
um,“ segir Birgir.
Verkefnið er hluti af umferðar-
öryggisáætlun samgönguráðu-
neytisins og unnið í samstarfi við
Umferðarstofu, Vegagerðina og
Ríkislögreglustjóra. Hraðaverk-
efni eru stærsti hluti umferðarör-
yggisáætlunarinnar og fara 680
milljónir í þennan málaflokk.“
Enda er hraði langalgengasta
orsök banaslysa í umferðinni,“
segir Birgir. - sdg
Umferðaröryggisáætlun miðar að því að ná hraðanum niður á þjóðvegum:
Setja upp hraðamyndavélar
STÖÐVAÐUR FYRIR HRAÐAKSTUR Stafrænar
hraðamyndavélar eru nýjung hérlendis en
í þeim verður myndin til strax og fer um
símalínu í tölvubúnað lögreglunnar.
SVÍÞJÓÐ, AP Fulltrúi bandaríska
sendiráðsins í Svíþjóð neitar því
að Bandaríkjamenn hafi beitt
sænsk stjórnvöld þrýstingi til að
uppræta starfsemi þeirra sem
skiptast ólöglega á skrám yfir
netið. Í sænska ríkissjónvarpinu
kom fram á dögunum að Banda-
ríkjamenn hefðu hótað Svíum við-
skiptaþvingunum ef yfirvöld réð-
ust ekki gegn þessum hópum.
Þann 31. maí voru tölvuþjónar
vefræningjasíðunnar „The Pirate
Bay“ gerðir upptækir af sænsku
lögreglunni og eigendur hennar
yfirheyrðir. Hún lá þó ekki lengi
niðri, en milli tíu og fimmtán millj-
ónir tölvunotenda heimsækja síð-
una á hverjum degi. - sþs
Bandaríkin neita ásökunum:
Beittu Svía
ekki þrýstingi
JÓRDANÍA, AP Abdullah II Jórdan-
íukonungur hvetur Nóbelsverð-
launahafa til að koma fram með
hugmyndir til að stilla til friðar í
átökunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs og stuðla að tilurð palest-
ínsks ríkis.
„Sannir friðarsamningar eru
ekki bara skráðir á pappír, heldur
einnig í hjörtu fólks,“ sagði kon-
ungurinn á málþingi að viðstödd-
um fimmtíu nóbelsverðlaunahöf-
um í hinum forna bæ Petru.
Það var Elie Wiesel, handhafi
friðarverðlauna Nóbels, sem stóð
að ráðstefnunni með konungnum.
Hann bað Palestínumenn að yfir-
stíga hatur sitt á gyðingum og
hvatti gyðinga til að skilja aðstæð-
ur Palestínumanna. -sgj
Abdullah II Jórdaníukonungur:
Nóbelshafar
stilli til friðar
ELIE WIESEL OG ABDULLAH Nóbelsverð-
launahafinn og konungurinn eru góðir
vinir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kona ritstjóri Kona hefur nú í fyrsta
skipti verið ráðin ritstjóri á Dagbladet,
einu af stærstu dagblöðunum í Noregi.
Konan heitir Anne Aasheim og segir vef-
útgáfa Dagbladet að hún sé fyrrverandi
fréttastjóri á NRK, norska ríkisútvarpinu.
NOREGUR
AKUREYRI Jónas Vigfússon, yfir-
maður framkvæmdadeildar hjá
Akureyrarbæ, segir skorta fagleg
vinnubrögð hjá bænum og hefur
sagt upp störfum. „Eðlilegum
verklagsreglum er ekki fylgt að
mínu mati.“
Jónas segir að kornið sem fyllti
mælinn hafi verið þegar skýli var
nýverið rifið að skipan bæjar-
stjóra. Beiðni um að það yrði rifið
hafði verið hafnað hjá fram-
kvæmdaráði og staðfest hjá bæj-
arstjórn að sögn Jónasar. „Við
starfsmenn reynum að sinna
okkar starfi samkvæmt þeim
vinnureglum sem liggja fyrir.“
Ekki náðist í bæjarstjórann á
Akureyri. - sdg
Stjórnsýsla Akureyrarbæjar:
Fagleg vinnu-
brögð skortir