Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 23. júní 2006 17 Ný keðja fiskbúða á höfuðborg- arsvæðinu, Fiskisaga, hefur keypt sex aðrar fiskbúðir og sameinað undir einu merki. Það eru fiskbúðirnar við Nesveg, Sundlaugaveg og Hringbraut, Sjávargallerý við Háaleitisbraut og fiskbúðirnar Hafrún og Vör. Útlit og vöruúrval búðanna verð- ur samræmt, en níu nýjar búðir verða auk þess stofnaðar á höf- uðborgarsvæðinu, að sögn Ósk- ars Garðarssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. „Við munum hafa aukið vöru- úrval og tilbúna rétti,“ segir Óskar og vonast til að samlegð- aráhrifin við sameiningu fisk- búðanna muni valda lægra verði. Hann segir að fyrirtækið skoði einnig möguleika á að opna útibú á Suðurnesjum og Selfossi. Auk þess komi til greina að einhverj- ar verslananna innihaldi veit- ingastað. „Við viljum kenna Íslendingum að borða fisk,“ segir Óskar. Vilhjálmur Hafberg hjá Fisk- búðinni Hafberg segir samein- ingu fiskbúðanna ekki munu hafa mikil áhrif á minni fiskbúðir. „Þarna fer talsvert mikið á eina hendi og þeir verða ráðandi með verð og annað, en maður veit ekki hvort þetta mun bera sig,“ segir Vilhjálmur „Ég hef ekki orðið var við undirboð eða neitt slíkt.“ Hann segist einnig vona að persónuleg þjónusta minni fiskbúðanna muni skila sér til neytenda. - sgj Kenna þjóðinni að borða fisk Fimm félagar úr Kópavogsskóla afhentu Kópavogsdeild Rauða kross Íslands 8.262 krónur sem var ágóði tombólu sem þeir héldu við Nóatún í Hamraborg. Strák- arnir sögðust staðráðnir í að halda áfram að safna fyrir góð málefni og leggja þannig sitt af mörkum til að hjálpa fólki. Strákunum þótti hins vegar miður að sumir vegfarendur trúðu því ekki að þeir væru að safna fyrir Rauða krossinn. Strákarnir sem að söfnuninni stóðu heita Breki, Brynjar, Hjörtur Týr, Krist- ófer Valur og Theódór Óskar en þann síðastnefnda vantar á mynd- ina. - hs Gáfu ágóðann af tombólu DUGLEGIR STRÁKAR Breki, Brynjar, Hjörtur Týr og Kristófer Valur ætla að halda áfram að safna fé til að styrkja góð málefni. Svo virðist sem landsmenn hafi gaman af því að fá sér einn eða tvo bjóra með fótboltaáhorf- inu því bjór á það til að seljast betur á meðan á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu stendur. Samkvæmt innkaupadeild vín- búðanna hefur verið aukin sala á bjór það sem af er sumars, en sölutölur fyrir júní- mánuð koma í lok mánaðarins og þá verður hægt að sjá hversu mikil áhrif heimsmeist- aramótið hefur á bjórdrykkju land- ans. Sala á bjór í maí var talsvert betri en mánuðina áður og má ætla að betra veður, sveitarstjórnar- kosningar og söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva hafi spil- að eitthvað þar inn í. Því má búast við að atburður eins og heims- meistaramótið hafi góð áhrif á sölu bjórs á Íslandi. Sigfríð Eik Arnardóttir, vöru- merkjastjóri hjá Vífilfelli, segir að þó engar tölur séu komnar fyrir júnímánuð megi merkja greinilega söluaukningu á Carls- berg-bjórnum, en fyrirtækið er umboðsaðili hans á Íslandi. Mikill viðbúnaður er hafður hjá Vífil- felli vegna keppninnar enda teng- ingin milli bjórs og fótboltaáhorfs vel þekkt. - sþs Drekka bjór með boltanum FISKBÚÐIN VÖR Fiskisaga hefur nú keypt verslun sprelligosanna í Fiskbúðinni Vör. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRETLAND, AP Samfélagið er með tímann á heilanum og einnig á vörunum ef marka má niðurstöð- ur sem kynntar voru í gær úr rannsókn Oxford-orða- bókarinnar. Tími (e. time) er mest not- aða nafnorð í enskri tungu og orðin ár (e. year), dagur (e. day) og vika (e. week) fylgja þar fast á eftir í þriðja, fimmta og sautjánda sæti. Peningar (e. money) eru hins vegar ekki eins ofarlega í huga fólks eða í 65. sæti, en vinna (e. work) er í „íslenska sætinu“, því sextánda. Ríkisstjórn (e. gov- ernment), vandamál (e. problem) og stríð (e. war) eru á topp hundr- að, en hvíld, frið og lausnir er hvergi að sjá. - sgj „Tími“ algeng- asta nafnorðið FREYÐANDI BJÓR Mikill viðbúnaður er vegna heims- meistaramótsins hjá Vífilfelli, en fyrirtækið er umboðsaðili Carlsberg-bjórsins á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.