Fréttablaðið - 23.06.2006, Page 28
23. júní 2006 FÖSTUDAGUR
Opinberar íbúðir
Samþykkt var í borgarráði í gær að setja
á laggirnar starfshóp um búsetuúrræði
fyrir eldri borgara. Dagur B. Eggertsson,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, bendir
á að eitt af forgangsverkefnum hópsins
sé að kaupa og jafnvel byggja íbúðir.
„Engin rök voru færð fyrir því að borgin
eigi erindi í samkeppni við fyrirtæki í
byggingariðnaði og sjálfseignarstofnanir
sem starfa í þágu eldri borgara.
Svo best sé vitað eru
margir áratugir síðan
opinberir aðilar hafa
staðið í íbúðabygging-
um til sölu, hvort heldur
á almennum markaði
eða til einstakra
hópa,“ bendir
Dagur á. Lítur
út fyrir að sjálf-
stæðismenn í
borgarstjórn ætli að tileinka sér lausnir
sem jafnvel vinstrimenn hafa ekki leyft
sér hingað til.
Þorgerður í fyrsta sæti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra verður staðgengill
Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Það
hefur löngum verið hefð innan
Sjálfstæðisflokksins að varafor-
maður leysi formann af. Davíð
Oddsson gerði undantekningu
því Halldór Ásgrímsson, þá
formaður Framsóknarflokkinn,
leysti hann af sem forsætisráð-
herra. Þorgerður Katrín var í
fjórða sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins, eftir uppstillingu,
fyrir síðustu kosningar.
Nú ætlar hún sér fyrsta
sætið þar sem Árni M.
Mathiesen hefur trónað.
Bendir allt til þess að Árni fari í staðinn
í Suðurkjördæmið þar sem öflugan
forystumann vantar.
Að gera lax úr urriða
Líklega hefur margur laxveiðimaðurinn
dregið andann djúpt þegar hann las
forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudaginn.
Þar sást borgarstjóri með nýveiddan fisk
og sagt að hann hefði veitt fjögurra
punda hrygnu. Það var engin lygi en
myndin var hins vegar af Vilhjálmi
með urriða, sem hann landaði fyrr
um morguninn. Í gær fékk borgar-
stjóri svo hól á öftustu opnu
Fréttablaðsins fyrir að landa
fjögurra punda hrygnu. Aftur
birtist mynd af honum með
urriðann. Virðist vera sama
hversu oft sú mynd birtist;
seint verður urriði að laxi.
bjorgvin@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir,
Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Umhverfisvernd er kjörorð dags-
ins. En gengur umhverfisvernd
ekki of skammt? Þarf ekki miklu
frekar markvissar umhverfisbæt-
ur? Á hverjum degi breytist
umhverfið, dýra- og plöntutegund-
ir deyja út í frumskógum við Ama-
són-fljót, um leið og aðrar tegund-
ir verða til þar og annars staðar í
tortímandi sköpun náttúrunnar.
Við getum ekki stöðvað umhverf-
isbreytingar í einu vetfangi eins
og mynd er fryst á sjónvarpsskjá.
Raunar voru fyrstu umhverfis-
breytingarnar, sem Íslendingar
gerðu að fornu, þegar Öxará var
leidd úr upphaflegum farvegi, svo
að þingheimur hefði greiðari
aðgang að vatni.
Annað skemmtilegt íslenskt
dæmi er til. Eitt sinn hittust Stein-
grímur J. Sigfússon og Pétur Blön-
dal í sjónvarpssal til að tala um
umhverfismál. Þá slapp út úr
Steingrími, að Reykvíkingar
mættu eiga það, að þeir hefðu
verndað umhverfi sitt vel. Til
dæmis væri Elliðavatn enn nær
ósnortið. Pétur var ekki seinn að
benda á, að Elliðavatn er að miklu
leyti uppistöðulón, sem myndaðist
við virkjun Elliðaánna. En fallegt
er í kringum Elliðavatn. Þetta eru
umhverfisbætur, ekki umhverfis-
vernd. Vötn prýða landið, líka
uppistöðulón.
Hvernig verndum við umhverf-
ið best og bætum? Ekki með opin-
beru eftirliti og afskiptum. Það
sýnir fordæmi sósíalistaríkjanna
fyrrverandi. Þar voru unnin herfi-
leg umhverfisspjöll. Ástæðan var
sú, sem Aristóteles benti á fyrir
meira en tvö þúsund árum. Það,
sem allir eiga (í orði kveðnu), hirð-
ir enginn um. Tökum mengun til
dæmis. Eitthvað er mengað, vegna
þess að enginn gætir þess. Mér
dettur ekki í hug að hella úr sorp-
tunnu minni út í garð nágrannans,
því að ég veit, að hann myndi
bregðast ókvæða við. Hann á garð
sinn. Verksmiðja veitir hins vegar
úrgangi út í stöðuvatn, af því að
enginn á stöðuvatnið, gætir þess
og ver það.
Eignarrétturinn gerir gæfu-
muninn. Þar sem gæði náttúrunn-
ar eru í einkaeign, er þeim að jafn-
aði ekki spillt né sóað. Þeir, sem
fara illa með eigur sínar á frjáls-
um markaði, missa þær einmitt
von bráðar. Hver er til dæmis
skýringin á því, að sauðir á Íslandi
eru ekki í útrýmingarhættu, en
nashyrningar í Afríku? Sauðirnir
íslensku eru í eigu bænda, sem
merkja sér þá og geyma innan
girðinga. Með því að bændurnir
eignist sauðina, eignast sauðirnir
hirði. Nashyrningarnir í Afríku
eru verðmætir vegna eftirsótts
dufts, sem unnið er úr hornum
þeirra. En enginn á þá, svo að eng-
inn gætir þeirra, merkir sér þá,
geymir þá innan girðinga. Þeir
hafa ekki eignast hirði.
Nytjadýr eru ekki aðeins til á
þurru landi. Þorskstofninn íslenski
var í hættu, vegna þess að enginn
átti þorskana, svo að öllum var
sama um þá. Þetta breyttist á
Íslandsmiðum með kvótakerfinu.
Þá eignuðust þorskarnir hirði.
Eigendur kvótanna sjá sér hag í
því að haga veiðum gætilega og
ganga ekki um of á stofninn, því
að þeir myndu sjálfir tapa mestu á
því. Íslenskir útvegsmenn eru
miklu ábyrgari en starfsbræður
þeirra erlendis. Þetta veitir vís-
bendingu um heppilegustu lausn
hvalveiðideilunnar. Hvalir voru í
útrýmingarhættu á sínum tíma,
vegna þess að enginn átti þá.
(Þetta hefur breyst vegna hval-
veiðibannsins, svo að nú eru þeir
of margir og raska jafnvægi í líf-
ríki sjávar.) Eðlilegast er að skil-
greina eignarrétt á hvölum. Þá fá
hvalveiðimenn afnota- eða veiði-
rétt, en af því að þeir eiga hver
sinn stofn eða hluta úr honum,
munu þeir haga veiðunum gæti-
lega. Þeir, sem vilja heldur horfa á
hvali en veiða þá, geta þá líka
keypt slíkan afnotarétt af hand-
höfum hans.
Nýting náttúruauðlinda verður
þá og því aðeins skynsamleg, að
einhverjir beri ábyrgð á slíkum
auðlindum, og þeir gera það ekki,
nema þeir eigi þær, njóti skyn-
samlegra ákvarðana um nýting-
una og gjaldi óskynsamlegra.
Eignarrétturinn tryggir ekki
aðeins umhverfisvernd, heldur
líka umhverfisbætur. Besta dæmið
um það er auðvitað land að fornu.
Það var ekki fyrr en menn tóku að
helga sér landskika, hver og einn,
sem ræktun gat hafist, umhverfis-
bætur.
Umhverfisbætur eða
umhverfisvernd?
Í DAG
UMHVERFISMÁL
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
Eignarrétturinn gerir gæfu-
muninn. Þar sem gæði náttúr-
unnar eru í einkaeign, er þeim
að jafnaði ekki spillt né sóað.
Þeir, sem fara illa með eigur
sínar á frjálsum markaði,
missa þær einmitt von bráðar.
Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar beitti sér nýverið fyrir því að gerð var skoðanakönnun um afstöðu þjóðar-innar til uppsagnar varnarsamningsins. Niðurstöðurnar
gefa að sönnu tilefni til ítarlegra umræðna um þetta mikilvæga
viðfangsefni.
Samkvæmt könnuninni sýnist meirihluti þjóðarinnar vera
heldur á þeirri skoðun að segja eigi varnarsamningnum upp. Sú
niðurstaða rímar vel við þá afstöðu sem ríkisstjórnin hafði til
málsins þar til fyrir skömmu.
Þetta vekur einfaldlega upp þá spurningu hvort skynsamleg
rök standi til þess að mæla með því að ríkisstjórnin framfylgi
fyrri yfirlýsingum. Á þessu stigi verður ekki á það fallist.
Í því sambandi er vert að hafa í huga að krafan um að fjórar
vopnlausar herþotur hefðu hér viðveru að staðaldri var aldrei
studd gildum rökum. Hún verður helst skýrð með því að ríkis-
stjórnin hafi stuðst við ófullnægjandi sérfræðiþekkingu og
lélega ráðgjöf á þessu sviði.
Hótunin um uppsögn varnarsamningsins ef ekki yrði orðið
við þessari kröfu gat með hliðsjón af þessu aldrei orðið trúverð-
ug. Með nokkrum rökum má segja að hún hafi beinlínis verið
óskynsamleg og alltént ekki til framdráttar.
Símhringingin um brottför varnarliðsins var hins vegar til-
efni réttilegrar gremju. Hún lýsir þeim hroka sem einkennir um
of núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. En við mat á þessari
vægast sagt sérkennilegu framkomu er samt vert að hafa í huga
að íslenska viðræðunefndin hafði áður gengið frá samninga-
borðinu í Washington án gildra ástæðna.
Eins og sakir standa virðist einsýnt að vörnum landsins sé í
höfuðatriðum best fyrir komið með aðildinni að Atlantshafs-
bandalaginu og með samkomulagi við Bandaríkin um fullnægj-
andi viðbragðsáætlanir á grundvelli varnarsamningsins.
Rétt sýnist vera að ríkisstjórnin vinni að lausn málsins á þess-
um grundvelli. Hér er ekki um neitt augnabliks mál að ræða. Það
eru þvert á móti mikilvægir langtíma hagsmunir í húfi. Uppsögn
varnarsamningsins nú yrði í því ljósi ekki á skynsamlegum
rökum reist.
Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur um margt veikt
álit þeirra alþjóðlega. Slíkar aðstæður geta réttilega haft skamm-
tíma áhrif á samskiptin í einstökum tilvikum.
En hvað sem því líður eru þær ekki við svo búið gild ástæða
til þess að víkja frá mikilvægum langtíma markmiðum um sam-
starf varðandi varnir landsins. Í þeim efnum er óhjákvæmilegt
að hugsa til lengri tíma.
Í þessu viðfangi er einnig vert að hafa í huga að ekki er tilefni
til þess að hverfa frá þeim grundvallarþætti í stefnu okkar í
öryggis- og varnarmálum að standa með þeim þjóðum í Evrópu
sem lagt hafa áherslu á tengslin við Bandaríkin.
Hitt er annað að sú staða getur vitaskuld komið upp að varnar-
samningurinn megi teljast gagnslaus. En að öllum skynsamleg-
um rökum virtum er sú staða ekki fyrir hendi eins og sakir
standa.
Skoðanakönnun þingmanns Samfylkingarinnar gefur gott til-
efni til málefnalegrar umræðu og röksemdafærslu um þetta
mikilvæga viðfangsefni. Ástæða er til að meta framtakið að
verðleikum frá þeim sjónarhóli.
Niðurstaða könnunarinnar sýnir svo ekki verður um villst að
rökræðu er þörf.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Skoðanakönnun sýnir þörf á rökræðu:
Á að segja varnar-
samningnum upp?
Tilboð