Fréttablaðið - 23.06.2006, Side 40

Fréttablaðið - 23.06.2006, Side 40
■■■■ { hús og garður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Í seinni tíð hefur það verið að fær- ast töluvert í aukana að fólk láti arkitekta hanna sumarhúsin fyrir sig alveg frá grunni. Indro Candi, arkitekt hjá VA arkitektum, segir að fólk hafi ólíkar hugmyndir og því taki þeir mið af þörfum hvers og eins. Fólk hittir arkitektinn og útskýrir fyrir honum hvernig það vil hafa sumarbústaðinn sinn og síðan tekur hann við. „Stundum sýnum við fólki nokkrar myndir af húsum sem við höfum hannað og ef því líst vel á einhver af þessum húsum þá getum við notað þau sem útgangspunkt.“ Arkitektar hanna nú húsin bæði að innan sem utan og því er ferlið mjög misjafnt. „Þetta getur tekið allt frá nokkum vikum og upp í hálft ár. Sum húsin eru orðin svo vönduð og íburðarmikil að þetta er orðið töluvert öðruvísi heldur en fyrir nokkrum árum, önnur hús eru einfaldari.“ Fyrir nokkrum árum voru sumar- hús að miklu leyti flutt inn til lands- ins og nokkuð stöðluð í útliti, en Indro segir það mikið hafa breyst. „Það var ekki neitt um það að fólk væri að láta arkitekta hanna húsin en núna er orðið merkilega mikið um það.“ Fagmenn hanna sumarhúsin Arkitektar eru nú farnir að hanna glæsileg sumarhús eftir óskum viðskiptavina sinna. Glæsilegt sumarhús í Miðhrauni. Sumarhús hannað af Steinari Sigurðssyni, arkitekt FAÍ hjá VA arkitektum ehf. Verktaki: Trésmiðja Sigurðar Runólfssonar. Sumarhús hannað af Steinari Sigurðssyni, arkitekt FAÍ hjá VA arkitektum ehf. Verktaki: Trésmiðja Sigurðar Runólfssonar. Séð inn í eldhús í sumarhúsi hönnuðu af Steinari Sigurðssyni, arkitekt FAÍ hjá VA arkitekt- um ehf. Verktaki: Trésmiðja Sigurðar Runólfssonar. Sumarhús hannað af Manfreð Vilhjálmssyni, arkitekt FAÍ hjá VA arkitektum ehf. Verktaki: Ólafur Sigurjónsson. Steyptur veggur í sumarhúsi hannaður af Steinari Sigurðssyni, arkitekt FAÍ hjá VA arkitekt- um ehf. Verktaki: Trésmiðja Sigurðar Runólfssonar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.