Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 42
6
„Birki, lerki, sitkagreni, stafafura
og alaskaösp vaxa flest jafn vel
um landið, þótt það sé háð jarð-
vegsskilyrðum,“ segir Brynjólfur
spurður að því hvaða tré sé best að
rækta hérlendis. „Rússalerki vex þó
illa Suðvestanlands vegna mikilla
umhleypinga. Stafafura dafnar vel
í mólendi, en sitkagreni, birki og
alaskaösp þurfa meiri og betri jarð-
veg til að vaxa vel. Það má lagfæra
með áburðargjöf.“
Að sögn Brynjólfs má bæta jarð-
veg með því að setja búfjáráburð
ofan í hann svo örverulíf kvikni.
„Örverurnar brjóta niður lífræn
efni sem eru trjám lífsnauðsynleg,“
útskýrir hann. „Einnig þarf tilbúinn
áburð með. Við erum svo lánsöm
að sýrustig íslensks jarðvegs er hátt
vegna fokjarðvegs, sem eru bestu
vaxtarskilyrði margra trjátegunda.
Erlendis er jarðvegsgrunnurinn
hins vegar oft gamall og súr.“
Brynjólfur segir að skjól sé
gott fyrir nýlega gróðursett tré
á vindasömum svæðum. „Svo er
best að gróðursetja á vorin, en þá
er jarðvegur rakur eftir að frost fer
úr jörðu,“ bætir hann við. „Það er
verra á sumrin því þá geta þurrka-
tímabil komið upp, sem plöntur
lifa stundum ekki af. Jarðvegur á
Íslandi er nefnilega fljótur að þorr-
na, jafnvel þótt rignt hafi í nokkrar
vikur. Þá getur verið gott að vökva
tré sem nýbúið er að niðursetja.“
En hvernig er best að planta
trjám? „Það er háð tegundum og
fer eftir því í hvaða tilgangi verið
er að gróðursetja,“ útskýrir Brynj-
ólfur. „Nóg er að hafa 30 cm á milli
ef gera á þétt belti í garðinum. Eigi
að planta trjám sem verða 10-15
metra há er ágætt að hafa 2,5-3
metra á milli þeirra, svo þau vaxi
vel og hafi athafnarými næstu ára-
tugi. Þá þarf ekki að grisja eða fella
síðar meir. Svo getur verið gott að
hafa stuðning við stærri tré.“ Fleiri
fróðleiksmola má finna á www.
skog.is.
Nauðsyn örvera
Brynjólfur Jónsson, hjá Skógræktarfélagi Íslands, gefur
gagnleg ráð í tengslum við niðursetningu trjáa.
Brynjólfur segir að mörgu að hyggja þegar niðursetning trjáa er annars vegar. Auk þeirra
ráða sem hann veitir lesendum Fréttablaðsins er ýmsa fróðleiksmola að finna á vef Skóg-
ræktarfélags Íslands, www.skog.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Við bjóðum upp á ýmsa skemmti-
lega möguleika til að lífga upp á
garðinn og nánasta umhverfi,“
segir Lúðvík Lúðvíksson, sölustjóri
garðlausna hjá MEST. „Við erum
til að mynda með litríkar hellur
á bílaplön, stíga og sólpalla, sem
kæmi í stað trépallsins sem hefur
verið vinsæll en er ekki eins end-
ingargóður. Þá kemur hvítur ein-
staklega vel út á hellum og er gott
mótvægi við íslenskan gráma.“
Að sögn Lúðvíks er síðan boðið
upp á sérstakt efni til að bera á
hellurnar, svo að filma myndist sem
hrindir frá sér vatni og óhreinind-
um og skerpir litinn sem fyrir er.
Hjá MEST fást líka ítalskir
skrautsteinar, sem nota má í stíga
og beð. „Þeir eru alveg frá því
að vera í sallastærð upp í stóra
steina,“ segir Lúðvík. „Svo eru
þeir til í ýmsum litum, nokkrum
ljósum, hvítum og fallega rauð-
um. Kosturinn við steinana er
að þeir halda lit sínum í rign-
ingu, gagnstætt gráu steinunum
sem verða svartir og drungalegir
og eru algengir hérlendis. Með
steinunum viljum við ná suðrænu
yfirbragði og hleypa sól og gleði
í garðinn.“
Burt með íslenskan gráma
Hjá MEST fást hellur og skrautsteinar sem glæða garð og nánasta umhverfi nýju lífi.
Lúðvík hjá MEST lumar á ýmsum lausnum fyrir garðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANNÞað er með ólíkindum hversu skemmtilegan blæ hvít möl í keri getur sett á garðinn.
Álfaberg fæst í mörgum litum og hentar í
plön, stíga og torg og nær fram ákveðnu
gömlu yfirbragði, eins og sést á þessari
mynd.
Hellur í ýmsum litum fást hjá MEST.
Vinsælt er að leggja hellur í sólpalla enda
eru þær endingargóðar og krefjast lítils
viðhalds.
8 grunnreglur
hellulagnar
■■■■ { hús og garður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
1. Nauðsynlegt er nægilega
þykkt og þjappað, frostfrítt
neðra undirlag (60-70 cm)
sem kallast grús.
2. Setjið 3-5 cm laust sandlag
ofan á undirlagið.
3. Sáldrið síðan fúgusandi á
hellulögnina. Úrvalsþykkt á
sandi er 4 mm.
4. Passið vel upp á kornastærð
sands, svo laust sandlag falli
ekki ofan í burðarlag og
fúgusandur falli ekki saman
við lausa sandlagið. Þetta
er nauðsynlegt við þjöppun,
sem þarf upp á líftíma hellu-
lagnar.
5. Þjappið lausa sandlagið eftir
hellulagningu, alls ekki áður.
6. Mikilvægt er að plan hafi að
minnsta kosti 2,5 prósenta
halla.
7. Leggið hellur með 3-5 mm
millibili. Fjarlægðarrendur á
hellunum er ekki nóg. Ef ekki
er farið eftir þessum reglum
er hætta á að brotni upp úr
hellum við eðlilegan núning.
8. Skoðið vel hellurnar áður en
þær eru lagðar. Berið saman
afhendingarseðil og pöntun-
arseðil. Smávegis kalkúrfell-
ingar í hellum eru eðlilegar.
Þær fara úr á ári.
Sjá nánar á heimasíðu MEST
www.mest.is