Fréttablaðið - 23.06.2006, Side 64
23. júní 2006 FÖSTUDAGUR32
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.
Skúli Einarsson, formaður Matsveina-
félags Íslands, segist hljóta að vera elsti
formaðurinn innan verkalýðshreyfing-
arinnar. Hann er áttatíu ára í dag og
lætur aldurinn ekki aftra sér frá því að
vera í fullu starfi hjá Matsveinafélag-
inu.
„Ég segi fyrir mitt leyti að ég er feg-
inn að vera hérna. Það væri miklu ein-
manalegra að vera heima og bíða þar
alla daga. Í staðinn mæti ég til vinnu á
hverjum degi og hætti eins og venjulegt
fólk. Þá finnst manni maður vera maður
með mönnum,“ segir Skúli. Matsveina-
félagið og Sjómannafélag Íslands eru
með sameiginlega skrifstofu þar sem
Skúli leysir úr vandamálum sem koma
upp og aðstoðar félagsmenn sína eftir
bestu getu. „Við erum mjög samhentir
hérna á skrifstofunni og þurfum ávallt
að vera viðbúnir, eins og skátarnir. Hér
er mikill gestagangur og stundum mjög
heitt í kolunum,“ segir Skúli og bætir
við með bliki í auga: „Maður getur eigin-
lega ekki verið án þess.“
Skúli var á sjó í rúm fimmtíu ár og
alltaf í eldhúsinu. Hann átti því fjöl-
mörg afmæli á sjónum og lét sig hafa
það þótt hann hafi alltaf hugsað mikið
heim á afmælisdögunum. „Konan mín
tók aldrei neitt annað í mál en að halda
upp á afmælin og þegar ég var á sjónum
beið veislan þar til ég kom í land.“ Í dag
ætlar Skúli þó ekki að gera neitt sér-
stakt í tilefni afmælisins nema að vera
„að heiman“, eins og það er kallað.
Þegar Skúli lítur tilbaka yfir langa
ævi segist hann hafa verið mjög hepp-
inn með lífið. „Mér finnst ég hafa átt
góða ævi, góða konu, góða krakka og
góða vini. Svo er ég heppinn að hafa
verið heilsuhraustur. Ég var vanur að
fara alltaf í sund í Breiðholtslauginni á
hverjum morgni klukkan sjö því það er
svo gott fyrir heilsuna. Maður ætti að
fara að byrja á því aftur.“ Skúli viður-
kennir þó að hafa verið dálítið mikið
úti á lífinu á sínum yngri árum en að
allt hafi farið vel. „Ég er alveg fram úr
hófi minnugur, eiginlega of minnugur.
Ef eitthvað leiðinlegt hefur skeð í
gamla daga er algjör óþarfi að muna
það.“
Aðspurður segist Skúli ekki ætla að
láta áttatíu ára afmælisdaginn marka
endalok sín í starfi heldur halda ótrauð-
ur áfram. „Þeir vilja ekki láta mig hætta.
Ég hef eitthvað verið að ýja að því að
fara að hætta en þeir hérna taka það
ekki í mál. Þó er búið að ákveða að þegar
ég verð níræður gerum við starfsloka-
samning,“ segir Skúli Einarsson.
SKÚLI EINARSSON: ÁTTRÆÐUR Í DAG
Getur ekki verið án vinnunnar
SKÚLI EINARSSON FORMAÐUR MATSVEINAFÉLAGS ÍSLANDS Þrátt fyrir árin áttatíu er Skúli í fullu fjöri
og mætir á hverjum degi til vinnu hjá Matsveinafélaginu. Á skrifstofunni er mikill gestagangur og
stundum heitt í kolunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
13.00 Magnús Kristjánsson vél-
stjóri, Heiðvangi 48, Hafnar-
firði, verður jarðsunginn frá
Garðakirkju.
13.00 Sigríður Sóley Sveinsdóttir
Hallgrímsson, Hraunbæ 50,
Reykjavík, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju.
14.00 Bjarni Marinó Þorsteins-
son fyrrverandi verkstjóri,
Hvanneyrarbraut 42, Siglu-
firði, verður jarðsunginn frá
Siglufjarðarkirkju.
14.00 Guðjón Björn Ásmundsson,
Hríseyjargötu 6, Akureyri,
verður jarðsunginn frá
Glerárkirkju.
14.00 Ingileif Guðjónsdóttir frá
Hliði, Akranesi, síðast til
heimilis á Dvalarheimilinu
Höfða, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju.
MERKISATBURÐIR
1926 Jón Magnússon forsætis-
ráðherra andast sviplega
þegar hann var á för um
Norðurland og Austfirði
með konungshjónunum.
1940 Hitler skoðar merka staði í
París í fyrstu og einu heim-
sókn sinni þangað.
1975 Rokkarinn Alice Cooper
dettur af sviði á tónleikum
og brýtur sex rifbein.
1977 Þjóðveldisbærinn í Þjórsár-
dal er formlega opnaður.
1984 Uppboð er haldið á eigum
Johns Lennon sem lést
fjórum árum fyrr.
1992 Mafíuforinginn John Gotti
er dæmdur í lífstíðarfang-
elsi.
1995 Björgunarþyrlan Líf kemur
til landsins.
JONAS SALK (1914-1995), LÉST
ÞENNAN DAG.
„Ég hef átt drauma og
martraðir, en ég hef sigrast
á martröðunum vegna
drauma minna.“
Bandaríski vísindamaðurinn Jonas
Salk er best þekktur fyrir að hafa
fundið upp bóluefni gegn mænusótt.
Þennan dag árið 1961 tók
samningur tólf þjóða um verndun
Suðurskautslandsins gildi. Í
samningnum var skýrt tekið fram
að Suðurskautslandið ætti að vera
vísindalegt friðland, að þar ríkti
frelsi til vísindarannsókna og að
heimsálfan ætti að vera laus við
hernaðartól.
Suðurskautslandið er þriðja
minnsta heimsálfan og stærsta
svæði heimsins sem engin þjóð
ríkir eiginlega yfir. Þrír leiðangrar
uppgötvuði meginlandið árið
1820 en fram að þeim tíma höfðu
aðeins gengið goðsagnir um tilvist
Suðurskautslandsins. Á nítjándu öld var Suður-
skautslandið ekki kannað ítarlega vegna erfiðra
aðstæðna en snemma á tuttugustu öld voru farnir
nokkrir könnunarleiðangrar um
svæðið, meðal annars á suðurpól-
inn sjálfan.
Nú á tímum starfrækja stjórn-
völd allnokkurra ríkja rannsóknar-
stöðvar á Suðurskautslandinu. Allt
að fjögur þúsund manns hafa þar
búsetu þegar mest lætur á sumrin
en á hörðum vetrum búa þar um
þúsund manns.
Samningurinn um Suðurskauts-
landið var undirritaður bæði af
Bandaríkjunum og Sovétríkjunum.
Hann markaði ákveðin tímamót
í Kalda stríðinu vegna þess að
stórveldin tvö komu sér þar saman
um takmörkun vopnavalds á svo stóru svæði og var
þetta fyrsti samningingurinn sinnar tegundar sem
ríkin tvö undirrituðu.
ÞETTA GERÐIST: 23. JÚNÍ 1961
Samið um Suðurskautslandið
HORFT TIL SUÐURSKAUTSLANDSINS
ÚTFARIR
AFMÆLI
Sigríður Ásdís
Snævarr sendiherra
er 54 ára.
Vignir Grétar Stef-
ánsson júdókappi er
30 ára.
Silja Úlfarsdóttir
hlaupadrottning er
25 ára.
15.00 Aðalsteinn Jósepsson,
Sóltúni 7, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Laugarnes-
kirkju.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Þórunn Ólafía Sigurjónsdóttir
Skipasundi 14, Reykjavík,
lést á Landspítala í Fossvogi, sunnudaginn 11. júní sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Erna Jóhannsdóttir, Magnús Elíasson, Jóhann Jóhannsson,
Sigríður Sveinsdóttir, Sigurrós Jóhannsdóttir,
Birna Jóhannsdóttir, Magnús Gíslason, Örn Jóhannsson,
Kristjana Þorbjörnsdóttir, Svala Jóhannsdóttir, Frank Curtis,
Hanna Jóhannsdóttir, Sigfús Birgir Haraldsson,
Már Jóhannsson, Ómar Jóhannsson,
Sigríður Hermannsdóttir, Garðar Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
Þormóðs Snæbjörnssonar
Hæðargarði 40.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14G og blóðskil-
unardeild Landspítala við Hringbraut.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigurborg Helgadóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
mágur, afi og langafi,
Leifur Sigurðsson,
rennismíðameistari, Sogavegi 168, Reykjavík,
lést á Landspítalanum, laugardaginn 17. júní.
Útförin auglýst síðar.
Guðmundur Ingi Leifsson Elín Einarsdóttir
Sigurður Leifsson Margrét Árný Sigursteinsdóttir
Elías Halldór Leifsson Margrét Jónsdóttir
Guðrún Kristófersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Hulda Guðmundsdóttir
Álftamýri 6, Reykjavík,
léts þriðjudaginn 20. júní sl. á Líknardeild Landakots-
spítala.
Svava Haraldsdóttir Guðmundur Jens Þorvarðarson
Guðmundur Haraldsson Rakel Kristjánsdóttir
Erna Haraldsdóttir Karl Þórðarson
Bjarni Óli Haraldsson Árný Davíðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi,
sonur, bróðir og mágur,
Guðmundur Guðjónsson
Eyrarholti 6,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 26. júní kl. 13.00.
Jóhanna Sigurðardóttir
Ragnhildur Guðmundsdóttir Bragi Bragason
Elín Guðmundsdóttir Hermann Guðmundsson
Hjördís Guðmundsdóttir Marco de Aquilar
og barnabörn.
Elín Gísladóttir
Þóra Elín Guðjónsdóttir Jón Rúnar Backman
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Benedikt Þorsteinsson
sjómaður, Lautasmára 27, Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þann
16. júní, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 27. júní kl. 13.00.
Anna Albertsdóttir
Ásthildur Benediktsdóttir Þorleifur Geir Sigurðsson
Birgitta Benediktsdóttir Aðalsteinn Hólm Guðbrandsson
Ásrún Linda Benediktsdóttir Magnús Högnason
og barnabörn.