Fréttablaðið - 23.06.2006, Síða 81
FÖSTUDAGUR 23. júní 2006 49
VIGNIR GUÐJÓNSSON BLOGGAR FRÁ HM 2006 Í ÞÝSKALANDI
Þeir ensku kunna þetta
Síðasta laugardag sá ég nokkur hundruð
Ghana-búa stíga trylltan stríðsdans eftir
fyrsta sigur þjóðarinnar á HM. Stuðn-
ingsmennirnir voru skemmtilegir, gerðu
mikið af því að flauta og öskra og dansa
furðulegan húla-húla dans.
Brasilísku stuðningsmennirnir voru
enn dásamlegri eftir sigurinn á Ástralíu
á sunnudagskvöldið og í miðbænum
var sannkölluð karnival-stemning fram
eftur nóttu. Brassarnir virðast vera með
sérskipaðar trommusveitir sem koma
sér fyrir á ákveðnum stöðum í borgum
Þýskalands og leiða fjöldadans stuðn-
ingsmanna. Dásamlegt á að horfa.
Heimamenn Þjóðverjar voru skiljan-
lega sáttir eftir sigurinn á Ekvador í
fyrradag og það sem þeir höfðu fram
yfir Brassana var fjöldinn. Miðbærinn
var gjörsamlega morandi í trylltum
heimamönnum sem öskruðu úr sér vitin
á móðurmálinu. En málið er að öskur á
þýsku virkar einfaldlega ekki. Hvern-
ing er hægt að taka mann sem öskrar
“Deutchland fur weltmeister” alvarlega?
Öskur geta verið fráhrindandi en þegar
tungumálið bætist við getur verið betra
að setja upp iPod-inn. Svo er líka nátt-
úrlega ekki séns að Þýskaland sé að fara
að vinna þessa keppni.
En þessir stuðningsmenn, og allir aðrir
hér í Þýskalandi, þurfa að beygja sig og
bugta fyrir þeim ensku, sem einfald-
lega bera höfuð og herðar yfir alla
aðra. Ég varð vitni að sex Spánverjum
ögra þremur Englendingum á Dóm-
kirkjutorginu í Köln fyrir leikinn gegn
Svíum. Þeir sungu í andlitið á þeim að
Spánn væri að spila miklu betur en
England. Vissulega staðreynd en þessari
ábendingu hefði betur verið sleppt.
Ensku þremenningarnir stóðu upp, lyftu
bjórglasinu og byrjuðu að syngja „God
save the queen”. Eftir nokkrar sekúndur
var meirihluti Englendinga sem staddir
voru á torginu, og þeir hafa líklega
talið hátt í annað þúsundið, farinn að
taka undir. Hávaðinn var gríðarlegur og
maður bókstaflega skynjaði þjóðarstolt-
ið í gegnum sönginn.
Ensku stuðningsmennirnir eru stórkost-
legir, margir hverjir kæddir skikkjum
í formi þjóðfánans. Sannkallaðir
sendiherrar hennar hátignar og líklega
reiðubúnir að deyja fyrir málstaðinn,
sem er fótboltalandsliðið þeirra. Málið
með Englendingana er að þeir kunna
þetta. Vita hvað dæmið snýst um. Það
sama verður seint sagt um þá spænsku,
þeir voru gjörsamlega jarðaðir á staðn-
um og skömmustuvipurinn sem færðist
á andlit þeirra – honum er ekki hægt að
lýsa í orðum. Þeir hafa líklega farið aftur
heim í næstu vél.
GOD SAVE THE QUEEN Talið er að hátt í 50
þúsund stuðningsmenn enska landsliðs-
ins hafi verið samankomnir í Köln þegar
leikurinn gegn Svíum fór fram.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
KÖRFUBOLTI Larry Brown þjálfari
New York Knicks í NBA-deildinni
hefur verið leystur undan störfum
eftir aðeins eitt tímabil. Isiah
Thomas, forseti og framkvæmda-
stjóri félagsins, mun taka við
þjálfuninni en Brown var á sínum
tíma ráðinn til Knicks í fimm ár og
sagði hann þá þetta vera drauma-
starfið sitt enda er hann fæddur
og uppalinn í Brooklyn. Brown
gerði Detroit Pistons að meistur-
um árið 2004 en gekk skelfilega
með Knicks í vetur en liðið náði
sínum versta árangri í 20 ár í
deildinni. - esá
New York Knicks:
Brown rekinn
LARRY BROWN Hættur með New York
Knicks. NORDIC PHOTOS/AFP
KÖRFUBOLTI Lið Grindavíkur í örfu-
bolta mun í haust mæta mikið
breytt til leiks en þrír leikmenn
liðsins hafa ákveðið að hætta. Það
eru Helgi Jónas Guðfinnsson,
Pétur Guðmundsson og Guðlaug-
ur Eyjólfsson. „Þetta er mikill
missir enda bæði góðir leikmenn
og félagar,“ sagði Friðrik Ingi
Rúnarsson í gær. Þremenningarn-
ir hafa verið mismikið með undan-
farin ár en Helgi Jónas hefur til að
mynda átt við þrálát meiðsli að
stríða.
Þá mun Hjörtur Harðarson
þjálfa hjá Haukum næsta tímabil
og bakvörðurinn Jóhann Ólafsson
mun vera lengi frá vegna kross-
bandsslita. Hann missti af öllu síð-
asta tímabili vegna meiðslanna
sem þó greindust ekki fyrr en
nýlega.
Friðrik Ingi sagði að Helgi
Jónas og Pétur munu verða í kring-
um liðið á næsta ári og aðstoða við
þjálfunina. - esá
Áfall fyrir Grindavík:
Fjórir hættir og
einn meiddur
FÓTBOLTI Franski miðjumaðurinn
Patrick Vieira viðurkennir að
hann sé logandi hræddur yfir því
að falla úr leik á HM í dag, en þeir
verða að vinna Tógó og treysta á
að Suður-Kórea og Sviss geri ekki
2-2 jafntefli, ellegar þurfa Frakk-
ar að fara heim. Á HM 2002 fóru
þeir heim án þess að hafa skorað
mark í riðlakeppninni.
„Markmiðið er enn að fara alla
leið á HM. Að detta úr væru mjög
mikil vonbrigði, verra en árið
2002. Við megum bara ekki falla
úr leik, en ég held að við séum
sterkari, bæði andlega og líkam-
lega en árið 2002,“ sagði Vieira en
Frakkar verða án fyrirliðans Zine-
dine Zidane sem verður í banni.
- hþh
Patrick Vieira:
Við óttumst að
detta úr í dag
ALLT Í LÆGÐ Leikmenn Frakka voru ekki
hressir á æfingu í gær. NORDICPHOTOS/AFP